Morgunblaðið - 17.02.1960, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 17.02.1960, Blaðsíða 23
Miðvik'udaGrur 17. fehr 1960 MÓRGlinHlAÐlB 23 Frá París til Tokyo með viðkomu í Keflavík KEFLAVÍKURFLUGVELLI, 15. febr. — I dag kom til Keflavíkur- flugvallar farþegaþota af gerð- inni 707 Intercontinental, frá franska flugfélaginu Air France. Flugvélin, sem heitir Chateau de Versailles, kom beint frá París, en frá Keflavíkurflugvelli ☆ Frœg kona Jacqueline Auriol, tengda- dóttir fyrrv. Frakklandsfor- seta, sem er víðfræg flug- kona, kom við á Keflavíkur flugvelli í gærdag á leið tii Tokyo með pólarflugvél frá Air France. Frúin átti hér nokkra við- dvöl og fékk sér sígarettu í fríhöfninni, eins og myndin sýnir. Hún virtist leika við hvern sinn fingur er frétta- maður Mbl. ræddi við hana örskamma stund. — Hún sagði, að hún hefði þann starfa með höndum að fljúga litlu orrustuþotunum Mir- age, í reynsluflugi, og mun vera eina konan í heimi, sem það gerir. Franski flugher- inn á nú 10 slíkar vélar, en hyggst kau. yfir 100 fyrir lok þessa árs. — Þær fljúga hraðar en hljóðið. Þess má að lokum geta, að frúin hefir flogið hraðar en nokkur önnur kona fyrr og síðar. — G. SK. — Kanada Framh. af bls. 1 Greint á milli tvennskonar landhelgi Það er bent á það í bæklingn- um, að kanadíska tillagan um stærð landhelgi á Genfarráðstefn unni hafi verið þýðingarmikil fyrst og fremst vegna þess, að þar hafi í fyrsta skipti verið greint skýrt á milli lögsöguland- helgi og fiskveiðilandhelgi. Þetta tvennt þurfi alls ekki að falla saman að stærð. Kanadamenn viðurkenna að tólf-mílna lögsögulandhelgi geti orðið hættuleg frjálsum sigling- um á höfunum. Telja þeir því ástæðulaust að lögsögulandhelgin verði breiðari en sex sjómílur. Einu röksemdir sem færðar hafa verið fram fyrir stærri lögsögu- landhelgi eru öryggis og land- varnarmál, en þau rök verða létt- væg á tímum kjarnorkuvopna. Einnig er bent á það, að hlutlaus- um ríkjum yrðu lagðar á herðar auknar skyldur ef lögsöguland- helgi þeirra stækkaði í tólf sjó- mílur og meiri hætta á að þau flæktust í styrjöld, ef til kæmi. Hagsmunir fiskimanna En þegar ákveða á fiskveiði- landhelgi koma önnur sjónarmið til greina, segja Kanadamenn, sem gera það eðlilegt, að strand- ríkjum séu leyfð afskipti og um- ráð lengra út. Um þetta segir svo í hinu kanadíska riti: „Fiskifriðun hefur að sjálf- sögðu haft mikla þýðingu til að auka aflann úr sjónum og nú þegar fiskifriðunarsjónarmiðin hafa fengið fulla viðurkenningu í tillögum sem síðasta Genfarráð- stefnan samþykkti, þá má gera ráð fyrir því að friðunaraðgerðir hafi vaxandi þýðingu til að koma í veg fyrir að ránveiðar séu stund aðar strandríki og samfélagi þjóð anna til tjóns. En þó fiskifriðunarsjónar- var ferðinni heitið til Anacerage í Alaska og þaðan til Tokyo. Þetta var fyrsta flug Air miðin viðurkenni hina sér- stöku hagsmuni strandrikis á því að viðhalda aflamagni í nálægum höfum, þá er ekki þar með tryggt að sjómenn strandríkis fái til sinna nota sanngjarnlega breitt fiskiveiði svæði, jafnvel þó þjóðin sem byggir strandrikið eigi lífs- kjör sín að mestu leyti undir því að hægt sé að við- halda fiskveiði í nálægum höf um. Til þess að ná því marki felur kanadíska tillagan í sér, að fiskveiðiréttindi strandrík- is nái Iengra en almenn lög- sögulandhelgi eða séx mílum utar.“ Réttur „nýju þjóðanna* Þá segir áfram í bæklingnum, að mikið hafi verið talað um að kanadíska tillagan og sú banda- ríska séu andstæðar, en sann- leikurinn sé sá, að þær hafi miklu fleira sameiginlegt. Eini munur- inn á þeim er varðandi „venju- réttindi“, eða „söguleg réttindi“, en í bandarísku tillögunni er lagt til, að þær þjóðir fái áfram að fiska á ytra sex-mílna beltinu, sem stundað hafa þar fiskveiðar síðustu fimm ár. I hinu kanadíska riti, er gerð grein fyrir, hversvegna Kanada- menn geti ekki fallizt á þessa til- lögu Bandaríkjanna: „Hinar nýju þjóðir heims- ins hafa ekki og geta ekki af eðlilegum ástæðum átt „venjuréttindi“ á fjarlægum miðum, oft hafa fiskveiðar þeirra á heimamiðum jafnvel ekki náð eðlilegum þroska. Það er hinsvegar fullkomlega eðlilegt, að þessi ríki, með vaxandi íbúatölu, líti á auð- æfi nálægra hafsvæða sem þýðingarmikla og oft lífs- nauðsynlega matvælaupp- sprettu. Kanadíska tillagan viðurkennir rétt strandríkja France með farþegaþotu frá París til Tokyo. Ekki er ætlun Air France að hafa að jafnaði viðkomu á Keflavíkurflugvelli í þessum ferðum. Þessi fyrsta ferð var nokkurs konar reynsluflug, en áætlunarflug í framtíðinni verður um Stokkhólm. Flugstjóri í þessari ferð var Chateil flugkapteinn, en hann er gamalkunnur hér á landi, því hann stýrði fyrstu Constellation flugvél Air France, sem lenti á Reykjavíkurflugvelli 1946, en Air France hafði þar bækistöð um nokkurn tíma. Chateil flug- stjóri gat þess, að enda þótt á- ætlað væri að fljúga um Stokk- hólm í framtíðinni, þá muni þó veðurskilyrði oft verða þannig, að hagstæðara sé að hafa við- komu á Keflavíkurflugvelli. Jacqueline Auriol meðal farþega Farþegar í þessu áætlunarflugi voru 112 og var meðal þeirra hin fræga flugkona Jacqueline Auriol, tengdadóttir fyrrverandi Frakklandsforseta. Fyrst um sinn verður áætlun- arflug Air France á þessari leið einu sinni í viku. Flugtími far- þegaþotunnar til Anocerage var 6 klst. 46 mín. Flogið var í 35—39 þús. feta hæð, en flugleiðin frá Keflavík til Anocerage er um 5500 km. — B. Þ. til þess að öðlast meira efna- hagslegt öryggi og jafnvægi fyrir þjóðir sínar“, segir í rit- inu. — Þá er einnig bent á það, að það geti verið mjög laust í reip- unum og óljóst, hverjir eigi „venjurétt“. Ef byggt sé á slíku megi búast við að það æri upp ágreining og lagadeilur. Horfur á lausn málsins Loks er rætt um horfur á ráð- stefnunni, sem nú er að hefjast í Genf. Er þar fyrst lögð áherzla á það, hve þýðingarmikið það sé að endanlegt samkomulag náist um þessi mál á Genfarráðstefn- unni 1960. Það hafi þýðingu fyrir þróun alþjóðaréttar og viðhald friðar meðal þjóðanna. ’ Kanadamenn teíja þrátt fyrir úrslit síðustu Genfarráðstefnu ekki ástæðu til svartsýni. Benda þeir á að mikill árangur náðist á ýmsum sviðum alþjóðaréttarins á síðustu ráðstefnu og jafnvel miðaðií áttina varðandi þau deilu mál, sem hér hefur verið rætt um. Það var t. d. almennt viður- kennt, að fiskveiðilandhelgi skyldi ekki vera breiðari en 12 sj ómílur. Það eru því miklar líkur á samkomulagi, segja Kanada- menn. Nú er búið að afmarká skýrt í hverju ágreiningurinn felst og ríkin hafa haft rúman tíma til þess að rannsaka málið. Auk þess er líklegt að alþjóða- þróun í þessum efnum hafi hald- ið áfram á tímabilinu milli ráð- steínanna. Segir síðast í riti Kanada- manna: „Þegar athugaðir eru mögu- leikar á að næsta ráðstefna verði árangursrík, þá virðist okkur, að hin óskilyrðis- bundna tillaga um 6+6 sjómil ur hafi mestar líkur til að ná samþykki. Kanadíska tillagan felur í sér grundvallaratriði þess samkomulags sem náðist á fyrstu ráðstefnunni með því að viðurkenna hagsmuni strandríkja af frjálsum sigl- ingum á höfum og af fiskveið- um á nálægum miðum. Og þar sem þessi tillaga er til þess fallin að sætta og samræma sjónarmið þeirra ríkja sem vilja stækkun landhelgi og þeirra sem vilja takmarka stærð landhelginnar, þá telj- um við, að hún feli í sér sam- eiginlegan grundvöll, er þjóð- ir sem hingað til hafa verið andstæðar, geti sameinazt um til að leysa vandamálin á skynsamlegan og raunhæfan hátt.“ Hjartanlega þakka ég öllum þeim er sýndu mér heiður og vináttu á 75 ára afmæli mínu, 6. febrúar síðastliðinn. Sigríður Kjartansdóttir frá Holti. Innilega þakka ég öllum, sem glöddu mig á fimm- tugsafmæli mínu hinn 13. febr. s.l. með heimsóknum, gjöfum, blómum og skeytum og gerðu mér daginn ógleym anlegan. Sérstaklega þakka ég konum í Borgarnesi fyrir rausnarlegar gjafir og hlýhug. Guð blessi ykkur öll. Jóhanna Jónsdóttir, ljósmóðir í Borgarnesi. Hjartans þakkir færum við öllum þeim, er sýndu okkur vináttu og hlýhug á 70 og 75 ára afmælum okkar. Ingibjörg Bjarnadóttir, Hallmundur Einarsson. VERNHARÐUR JÓHANNSSON fæddur 19/5 1880 á íslandi, andaðist 15. febrúar 1960 í Danmörk. Jarðarförin fer fram í Morkovkirkju 20. febrúar kl. 14. Fjölskyldan. Eiginkona mín og móðir mín ÞÓRHILDUR SIGURÐARDÓTTIR er lézt í Heilsuverndarstöð Reykjavíkur 10. þ.m. verður jarðsungin fimmtudaginn 18. þ.m. kl. 2 frá Fossvogs- kirkju. Jarðarförinni verður útvarpað. Gunnar Eiríksson, Svavar Gunnarsson. ANNA GUÐJOHNSEN sem lézt í Landakotsspítala 13. þ.m. verður jarðsett á morgun fimmtud. frá Dómkirkjunni kl. 1,30. Fyrir hönd ættingja og vina. Gunnar Möller, Ingólfur Möller, Baldur MöIIer, Þórður Möiler. Kveðjuathöfn um SIGURJÓN PÉTURSSON trésmíðameistara frá Þingeyri, Dýrafirði, fer fram í Fossvogskirkju í dag 17. þ.m. kl. 3 e.h. Jarðsett verður á Þingeyri. Sigríður Jónsdóttir, Baldur Sigurjónsson, Ingibjörg Magnúsdóttir, Pétur Sigurjónsson, Jónína Jónsdóttir, Bragi Guðmundsson, Elísabet Einarsdóttir, Óskar Jóhannesson, Guðný Guðmundsdóttír, barna og barnabörn Okkar innilegustu þakkir færum við öllum er sýnt hafa okkur hlýhug og samúð við andlát og jarðarför konu minnar og fósturmóður BJARGAR KRISTJANSDÓTTUR Nýlendugötu 19B. Guð blessi ykkur öll. Kristján Markússon, Ester Hurle. Kærar þakkir færum við þeim er sýndu okkur hlýhug við andlát og jarðarför móður, tegdamóður og ömmu SIGRfÐAR BJARGAR JÓNSDÓTTUR frá Sandgerði. Sérstaklega þökkum við. vinkonum hennar í Sand- gerði fyrir alla þeirra hjálp og umhyggju er þær ætíð sýndu hinni látnu. Axel Helgason, Ragnheiðnr Arnórsdóttír, og barnabörn. Hjartanlega þökkum við öllum sem sýndu okkur samúð og vinarhug við andlát og jarðarför KRISTÍNAR TRAUSTADÓTTUR Aðstandendur. Hjartanlega þökkum við auðsýnda samúð við fráfall og jarðarför KRISTINS ANDRÉSSONAR málarameistara. Sérstaklega þökkum við stjórn Hörpu h.f. Elín Andrésdóttir, Margrét Guðmundsdóttir, börn og tengdaböm.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.