Morgunblaðið - 17.02.1960, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 17.02.1960, Blaðsíða 17
Mi ' rl a ?;nr 17 febr. 1960 M n n C V N rc *. 4 f» 1 Ð 17 Sigurjón Arnlaugsson Minningarorð SIGURJÖN Arnlaugsson, fyrrum verkstjóri, mun ætíð verða minnisstæður samtíðarmönnum sínum í Hafnarfirði sem einn af gegnustu borgurum bæjarfélags- ins. Hann fluttist til Hafnarfjarðar árið 1921, og var þá kominn nokk uð á fimmtugs aldur. Gerðist hann verkstjóri á fiskverkunar- stöð Geirs Zöéga. Þegar Sigurjón hafði verið nokkur ár verkstjóri á stöðinni, gerðist ég meðeigandi að henni og tók að mér fram- kvæmdastjórn stöðvarinnar vor- ið 1926. Atti ég því láni að fagna að kynnast þessum mæta manni því að Sigurjbn var áfram verk- stjóri stöðvarinnar. Verkstjórnin fór honum prýði- lega úr hendi. Hann kunni góð skil á öllu, sem að fiskverkun laut og hafði einkar gott lag á að segja fólki fyrir verkum. Hafði Sigurjón þá kosti, sem góðan verkstjóra mega prýða, svo sem reglusemi, stundvísi, þrifnað og brennandi áhuga á að vanda meðferð fiskjarins, sem honum var fengin í hendur. Fyrstu árin var aðallega verk- aður fiskur fyrir Belgaums-fé- lagið, og var Jes Zimsen fram- kvæmdastjóri þess. Kom hann oft suður í Fjörð, til eftirlits, ásamt hinum þekkta og góð- kunna verkstjóra sínum, Stefáni Sveinssyni. Lagði Zimsen svo fyrir, að fiskurinn skyldi að- greindur eftir stærðum og vigt- aður 10 daga staðinn. Sagðist hann vilja vita um stærð fiskj- arins og magn, áður en kæmi til sölu á honum. Sá Sigurjón um, að þetta væri framkvæmt, og ætíð var það gert á þann hátt að vel líkaði, enda héldust við- skiptin meðan Belgaum-félagið starfaði. Ekki verður fundinn hús- bóndahollari né samvizkusam- ari maður en Sigurjón var, og kom það fram í öllum störfum hans. Hann gengdi störfum, sem lögskipaður vigtarmaður um langt árabil, eftir að hann lét af verkstjórn. Sigurjón var fæddur að Mið- krika í Hvolhreppi, hinn 15. júní 1877, voru foreldrar hans vinnuhjú á þeim bæ, þau Kristín Guðmundsdóttir frá Litlu-Hól- um í Mýrdal, og faðir hans Arn- laugur Jónsson frá Nýjabæ í Þykkvabæ. Á þeim tíma var fátækt í landi og ól*t Sigurjón upp hjá vanda- lausum. Hann naut lítillar mennt unar í uppvextinum. Sjálfur gat hann þess, þegar minnst var 70 ára afmælis Sigurgeirs Gíslason- ar verkstjóra með samsæti í Góð- templarahúsinu haustið 1938, að aðalfræðslu sína í uppvextinum hafi hann fengið hjá Sigurgeir, sem þá var farkennari austur þar 18 ára gamall, en Sigurjón inn- an við fermingaraldur. Kvaðst Sigurjón alltaf hafa búið að þess- ari tilsögn og vera Sig- urgeir mjög þakklátur fyrir hana. Var þetta upphaf að ævi- langri vináttu þessara mætu manna. Sigurjón var sjálfmenntaður maður og einn þeirra, sem bezt kunni að læra af reynslunni, og því sem hann sá fyrir sér, enda var hann vel gefinn og greindur að eðlisfari. Þegar Sigurjón var 17 ára fluttist hann suður í Garð og munu það hafa verið mikil umskipti til hins betra í lífi hans. Þar kynntist hann konuefni sínu Steinþóru Þorsteinsdóttur frá Holti í Garði og voru þau gefin saman þar syðra árið 1902. 1 Garðinum var Sigurjón for- maður á opnum skipum og um tíma stýrimaður á skútum. Einn- ig var hann um skeið verkstjóri hjá Milljónafélaginu þar syðra. Sigurjón missti konu sína ár- iS 1945, eftir 43 ára giftusam- lega sambúð. Eignuðust þau hjón in 12 börn, dóu 4 þeirra ung, en S komust til fullorðinsára: Júlíus sjómaður, fyrri kona Sigurjón Arnlaugsson hans var Hrefna Halldórsdóttir, er hún látin. Seinni kona hans er Rósa Pálsdóttir. Soffía, gift Kristni Þorsteinssyni, fiskimats- manni. Katrín, sem síðar er getið. Jónína ekkja Ingimars Þorsteins- sonar, járnsmíðameistara. Lilja, var gift Bergþóri Jónssyni, lézt árið 1948. Arnlaugur, fiskeftir- litsmaður, giftur Þóreyju Helga- dóttur. Einar, rakarameistari, giftur Bryndísi Sigurðardóttur. Kristinn, prentsmiðjustjóri, gift- ur Svanhvíti Friðriksdóttur. Sigurjón var mjög félagslynd- ur maður, starfaði hann mikið í Góðtemplarareglunni, og Frí- kirkjusöfnuðinum. Hann var á- gætur söngmaður og söngelskur, og stofnaði kór innan St. „Morg- unstjarnan", sem hann kallaði „Litla kórinn“, og söng kórinn hér í Hafnarfirði við ýmis tæki- færi, og einnig í útvarpið við ágætar undirtektir. Sigurjón var einmg góður liðsmaður í kór Frí- kirkjusafnaðarins og í karlakórn- um „Þrestir". Sigurjón starfaði lengi í skip- stjóra og stýrimannafélaginu „Kári“, og var gerður þar að heiðursfélaga, einnig var hann heiðursfélagi Stórstúkunnar. Alla ævi var Sigurjón mikill trúmaður og kirkjurækinn. — Heilsa hans hafði orðið f yrir þungu áfalli í spönsku veikinni 1918, og skýrði hann svo frá, að hann hefði aldrei náð sér alveg eftir það, hvað heilsuna snerti. Síðustu árin var Sigurjón orð- inn mjög heilsutæpur, og naut þá skjóls hjá börnum sínum, sem veittu honum hina beztu að- hlynningu. En- lengst naut hann umsjár Katrínar dóttur sinnar, sem ætíð dvaldist með foreldr- um sínum, og eftir lát móður sinnar, bjó með föður sínum. Hann andaðist á heimili Jónínu dóttur sinnar, að Kaplaskjólsvegi 11, Reykjavík, á 83. aldursári 10. des. sl., og fór útför hans fram frá Fríkirkjunni í Hafnarfirði hinn 17. s. m. að viðstöddu miklu fjölmenni. Við útförina var, að ósk Sig- uLóns sungið hið fagra erindi úr sálmabókinni eftir Herdísi Andrésdóttur, undir nýju lagi, sem Sigurjón hafði samið: Lækkar lífdaga sól. Löng er orðin mín ferð. Fauk í faranda skjól, feginn hvíldinni verð. Guð minn, gefðu þinn frið gleddu og blessaðu þá, sem að lögðu mér lið. Ljósið kveiktu mér hjá, Þótti hið nýja lag Sigurjóns vera samboðið hinU gullfallega erindi skáldkonunnar. Sigurjón var reiðubúinn að flytja úr þessari veröld, hvenær sem kallið kæmi, því að hann átti vísa von endurfunda við látna ástvini í nýjum og betri heimi. Loftur Bjarnason. Umbúðapappír Brúnn umbúðapappir fyrirliggjandl. Sími 23737. 4ra herb. rishœð við Mávahlíð til sölu. Ibúðin er í mjög góðu standi, rúmmgóð og skemmtileg og lítið undir súð. Stórar suðursvalir. — Hitaveita. STEINN JÓNSSON, HDL., Lögfræðistofa — Fasteignasala Kirkjuhvoli — Símar 19090 — 14951. Hinn leyndi fjársjóður Parísarborgar LANCÖME /e parfumeur Je Paris Konu vontni í eldhns KEFLAVÍK sími 1981 og 1182. Sjómeiin vantar á M.b. Óskastein sem fer á netaveiðar um mánaðarmót febrúar marz. Upplýsingar í síma 745 Vestmannaeyjum. Skrifstofustarf Stúlka óskast til starfa á skrifstofu í Reykjavík. Vélritunar- og málakunnátta æskileg. Umsókn, merkt: „9611“ með upplýsingum um aldur, menntun og fyrri störf, sendist afgreiðslu Morgunblaðsins fyrir 22. febrúar 1960. Byggingarsamvinnufélacf starfsmanna Reykjawkurbæjar Aðalfundur félagsins sem boðaður var 15. þ.m. varð ekki löglegur. Er því hér með boðað til aðalfundar að nýju og verður hann haldinn í samkomusalnum Skúlatúni 2, föstudaginn 19. þ.m. kl. 20,30. STJÓRNIN. Olíubrennari Sem nýr Gilbarco G. C. — 3 2ja spýssa smiðjunni Kyndli. Sími 32778. Vélsmiðjunni Kyndli. Sími 32778. Orðsending Frá Ferðafélagi Íslands Þar sem undirbúningur er hafinn undir útsendinga Ár- bókar félagsins fyrir 1960 eru það tilmæli okkar að þeir, sem breytt hafa um heimilisfang hafi samband við skrif- stofuna. — Óskum eftir nýjum félögum. — Árgjald er aðeins kr. 50. — og fá, félagsmenn ókeypis árbók félagsins. FERÐAFÉLAG ISLANDS Túngötu 5 — Sími 19533. Aðvörun um stöðvun atvinnurekstrar vegna vanskila á söluskatti, útílutningssjóðsgjaldi, iðgjaldaskatti og farmiðagjaldi. Samkvæmt kröfu tollstjórans í Reykjavík og heim- ild í lögum nr. 33, 29. maí 1958, verður atvinnurekst- ur þeirra fyrirtækja hér í umdæminu, sem enn skulda söluskatt, útflutningssjóðsgjald, iðgjalda- skatt og farmiðagjald IV. ársfjórðungs 1959, svo og söluskatt eldri ára, stöðvaður, þar til þau hafa gert full skil á hinum vangreiddu gjöldum ásamt áföllnum dráttarvöxtum og kostnaði. Þeir, sem vilja komast hjá stöðvun, verða að gera full skil nú þegar til toll- stjóraskrifstofunnar, Arnarhvoli. Lögreglustjórinn í Reykjavík, 15. febr. 1960. SIGURJÓN SIGURÐSSON.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.