Morgunblaðið - 17.02.1960, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 17.02.1960, Blaðsíða 6
6 MORCUNBLAÐ1Ð MiðviEudagur 17. febr. 1960 Fulltrúar á Fiskiþingi: Fremri röð talið frá vinstri: Valtýr Þorsteinsson, Einar Guðfinns- son, Niels Ingvarsson, Am- grímur Fr. Bjarnason, Davíð Ólafsson, fiskimálastj., Árni Vilhjálmsson, fundarstjóri, Ásberg Sigurðsson, Ingvar Vilhjálmsson, Þorvarður Björnsson. Efri röð: Þorsteinn Jóhannes- son, Þórólfur Ágústsson, Ósk- ar Kristjánsson, Magnús Magnússon, Helgi Pálsson, Jón Benediktsson, Friðgeir Þor- steinsson, Helgi Benónýsson, Margeir Jónsson, Sveinn Bene diktsson, Magnús Gamalíels- son, Árni Stefánsson og Hólm- steinn Helgason. í varðhald ORAN, Alsír, 12. febr. (Reuter). — Christian Conesa, foringi franskra hægri manna hér í borg og félagi uppreisnarforingjans Joseph Ortiz, sem komst undan, þegar uppreisnarmenn í Algeirs- borg gáfust. upp, hefir verið sett- ur í varðhald — sakaður um starf semi, sem ógnað hafi öryggi rík- isins. Nehru býður Chou-En-lai til vidræðna um deilur Sem stendur eigum við enga samleið // NÝJU DELHI, 15. febrúar. — (Reuter): — Nehru forsætisráð- herra Indlands tilkynnti í dag, að hann hefði boðið Chou-En-lai forsætisráðherra Kína til Ind- lands í næsta mánuði til við- ræðna um landamæradeilur ríkj- anna. Sendi hann heimboðið í einkabréfi til Chous, sem hann skrifaði 5. febrúar, en var afhent kínverska forsætisráðherranum sl. föstudag. Hafnar tillögu Chous Nehru tekur það fram í bréf- inu, að ekki sé nokkur leið að semja um þessar landamæradeil- ur á grundvelli fyrri tillagna Chous-En-lais. Einnig ber hann algerlega til baka þá fullyrðingu Chou-En-lais, að engir samning- ar hafi nokkru sinni verið gerðir um landamæri Indlands og Kína. Versnandi sambúð í bréfi sínu segir Nehru m. a.: „Mér hefur sárnað það mjög, að sambúðin milli Indlands og Kína sem áður var svo vinsamleg og sem við höfum lagt svo mikla rækt við, hefur nú skyndilega versnað og er nú full af bitur- leika og reiði. Það er hryggilegt fyrir bæði löndin og hefur slæm- ar afleiðingar í heimsmálunum almennt. Ég hef reynt og mun halda áfram að reyna að finna leið til friðsamlegrar lausnar vandans. En því miður verð ég að segja eins og er, — sem stend- ur get ég ekki séð, að við eig- um nokkra samleið.“ Enn hélt Nehru áfram: „Þrátt fyrir það held ég, að við verð- um enn að reyna allar hugsan- legar leiðir til sátta. Og þrátt fyrir það að samningar séu úti- lokaðir á grundvelli þeirra til- lagna, sem þér hafið lagt fram, skrifar úr ] daglega lifinu J á_Slysavarðsto£una Maður nokkur kom til Vel- vakanda í fyrradag, og var allt annað en ánægður með þær mót- tökur, sem hann hafði fengið á Slysavarðstofunni. Kvaðst hann ekki vilja láta það liggja í þagn- argildi. Hann hafði verið að opna hrað- suðupott, og sjóðheitt innihald hans skvettist upp um hann all- an, á bringuna, upphandleggi og undir hökuna. Nú vissi hann ekki hve mikinn skaða hann kynni að hljóta og varð þá fyrst fyrir að hugsa um að komast undir læknishendur. Hann tók því bíl, eins fljótt og hann mátti, og ók í flýti á Slysavarðstofuna. Bjóst hann við að nú væri um að gera að fá eitthvað á brunann, sem allra fyrst. Á biðstofunni á 'Slysavarðstof unni biðu fjórar manneskjur, ekki slasaðar að sjá. Hann barði að dyrum, hjúkrunarkona stakk höfðinu fram og sagði: Bíðið þér! Hann barði aftur og skýrði frá hvað að væri, en fékk þau svör að hann yrði að bíða. Nú voru tveir af þeim, sem biðu teknir inn, og loks var litið á sár hans. Varð manninum nú það á að spyrja hvort ekki væru þeir, sem meiddir væru teknir á undan öðrum, sem komnir væru til að fá skipt um umbúðir og þess háttar. • Kominn til að rífast? — Hver eruð þér? Eruð þér kominn hingað til að rífast, eða hvað?, var allt, sem hin miðaldra hjúkrunarkona hafði að segja. Er búið hafði verið um bruna sárin, sem reyndust ekki mjög mikil, serr betur fer, kom þetta aftur til umræðu, og tók ungi læknakandidatim. þá í sama streng og hj-1—ur. rkonan. : atta var því -,’nilega í þeirra augum réttur gangur mála, sagði maðurinn, og það er það, sem mér finnst ólíð- andi. Auðvitað getur alltaf kom- ið fyrir að annar mikið slasaður sé á undan, og ekki hægt að komast hjá því að sá næsíi verði að bíða, þó það geti að vísu orðið nokkuð dýrt spaug undir þeim kringumstæðum. En í þessu til- feli var ekki slíku til að dreifa. Lækni og hjúkrunarkonu fannst þetta eðlilegur gangur mála og eðlileg framkoma. • Sat blæðandi í biðstofunni Úr því að þetta er til umræðu, vill Velvakandi bæta hér við frá sögn annars manns, sem fyrir nokkru lenti í þessu sama. Hann hjó stóran skurð á gagnaugað á sér og blæddi mikið. Honum varð fyrst fyrir að vefja einhverj um druslum um höfuðið, reyna að þrýsta á æðina til að stöðva blæðinguna og koma sér á Slysa- varðstofuna svo skjótt sem hann mátti. En þar varð hann að setj- ast niður í biðstofu og bíða í hálf' — *að vaj. korr.inn pollur af blóði á gólfið, og tuskurnar gegnblautar og síð- ast tók hann það ráð að fóma frakkanum sínum og vefja hon- um um höfuðið á sér. Loks var hann tekinn inn, saumaður skurðurinn og gengið ágætlega frá honum. Varð hon- um ekki meint af að fá ekki læknismeðferð strax, en einhvem veginn finnst manni annað eiga við í slikri stofnun, enda vill fólk telja öryggi sínu borgið, ef það kemst þangað sem fyrst þá held ég samt, að það gæti komið að gagni að við hittumst." Að lokum býður Nehru kín- verska forsætisráðherranum að koma til Indlands og stingur upp á að hann komi í seinni hluta marz-mánaðar. Afskiptum Krúsjeffs hafnað Það er nú alkunna í Indlandi, að Krúsjeff forsætisráðherra Sovétríkjanna hefur boðizt til að gerast sáttasemjari í deilu Indverja og Kínverja. Það er einnig vitað, að Nehm hefur á- kveðið hafnað afskiptum Krús- jeffs af deilunni og telur, að Kínverjar og Indverjar verði sjálfir að leysa deiluna með frið- samlegum hætti. Undansláttur Eftir að Nehru hafði gert ind- verska þinginu grein fyrir bréfi sínu til Chou-En-lai tóku ýmsir stjórnmálamenn til máls. Var Nehru nokkuð gagnrýndur fyrir að hafa boðið Chou til Indlands meðan kínverskt herlið er enn á indverskri grund. Voru margir þingmanna þeirra skoðunar, að setja hefði átt það skilyrði fyrir viðræðum, að allt kínverskt her- lið færi fyrst í brott af indversku landi. Ein ný, tvær vænt- anlegar KOMIN er út hjá forlaginu Helgafelli ljóðabók, er nefnist Kirkjan á hafsbotni. Höfundur vill ekki láta nafns síns getið, en nefnir sig Ámliða Álfgeir. — Segir útgefandi að sér hafi þótt ljóðin athyglisverð, svo að ástæða væri að koma þeim á framfæri, þótt höfundur vilji fara huldu höfði. Bókin er 110 bls. að stærð og hefur að geyma liðlega 130 ljóð. Hún er prentuð í Víkingsprenti. Tíu nýjar ilugfreyjur UM þessar mundir er verið að ráða 10 nýjar flugfreyjur til Flug féálags íslands, áður en sumar- annir hefjast hjá félaginu. í fyrra var 21 flugfreyja starfandi á flugvélum Flugfélagsins og verða álíka margar í ár. Um starfið sóttu 50—60 stúlk- ur og er nú verið að velja 10 þær hæfustu, sem síðan verða látnar sækja kvöldnámskeið í 6 vikur í vor. Þar læra verðandi flugfreyjur hjálp í viðlögum, fæðingarhjálp, snyrtingu, fram- reiðslu og fleira sem þurfa þykir. Skoðun fjár hafin SAUÐFJÁRVEIKIVARNIR hafa nú hafið hina árlegu skoðun sína á sauðfé, en hún hefur verið gerð hvert ár síðan 1954 er mæðiveiki fannst í fé í Hjaltadal. Samkvæmt upplýsingum frá Sæmundi Friðrikssyni, fram- kvæmdSstj óra, mun Ágúst Jóns- son á Hofi annast skoðunina og mun skoða fé í Akra-, Hóla-, Hofs- og Viðvíkurhreppi. Einnig verður fé skoðað í Mýrasýslu og Suðurdölum, Gufudalssveit og Nauteyrarhreppi. Á Reykjanesi í Barðastrandar- sýslu er nú fjárlaust, en þar var allt fé skorið niður í fyrrahaust vegna mæðiveikinnar, sem upp kom að Miðhúsum í Reykhóla- sveit. Sennilega verður flutt þangað fé aftur næsta haust. Varnargirðing endurreist Snemma í vor verður farið um Kjöl til að reisa við varnargirð- ingar, sem lagzt hafa niður vegna snjóþunga í vetur en jafnframt er í ráði að lengja þær eftir því sem við verður komið í sumar. Á sumrin eru verðir við girð- ingarnar, sem hafa eftirlit með þeim og telja menn víst að eng- in kind hafi sloppið þar í gegn í fyrrasumar. Yfir 200 þús. kr. tii ilóttamanna BISKUPSRITARI, sr. Ingólfur Astmarsson, sagði Mbl. í gær, að hin mikla sókn til ágóða fyrir Flóttamannahjálpina, væri nú að mestu hjöðnuð. Arangurinn hefði verið- undraverður og hefðu Is- lendingar lagt fram til söfnun- arinnar yfir 200.000 krónur. Endanlegar tölur liggja ekki fyrir, sagði biskupsritari og enn tökum við hér í biskupsskrifstof- unni á móti fjárframlögum. Framlag íslands til flótta- mannahjálparinnar mun ganga til að bæta úr sárustu neyð flóttamanna frá ísrael í Araba- löndunum og einnig til flótta- manna austur í Hong Kong. • SKÁK • HAFNARFJÖRÐUR abcbefgh abcdefgh KEFLAVÍK 13...Dd8xBe7 14. Rd2xRe4 d5xRe4 15. Rf3-d2. ★ KEFLAVÍK abcdefgh AKRANES 13....Bc8xBd7

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.