Morgunblaðið - 18.02.1960, Síða 1

Morgunblaðið - 18.02.1960, Síða 1
20 síður Washington, 17. febrúar. — (Reuter) — HÆSTIRÉTTUR Bandaríkj- anna synjaði í dag síðustu beiðni Caryl Chessmans um, að leitað yrði nýrra sönnunar- gagna í máli hans. — Lög- fræðingur Chessmans afhenti hæstaréttardómaranum Felix Frankfurter beiðnina í gær, og lagði hann hana fram í réttinum í dag. Þetta var 15. beiðnin sama efnis, sem Chess man hefur sent hæstarétti. í tilkynningu réttarins er aðeins sagt, að framkominni beiðni hafi verið hafnað — án nokkurra athugasemda. Chessman Öllu lokið? Mislesfur á hœðarmœli orsök SAS-slyssins? Sœnskt flugblað telur hœbarmœla Caravelle-þotanna ,,hœftulega44 í kvöld voru 40 blaðamenn vitni að því, er Chessman greip síðasta hálmstráið. Hann samdi stutt símskeyti til Brown, ríkisstjóra Kali- forníu — bað hann að gera það í málinu, sem samvizkan byði honum. — Hvað sjálfum mér viðvíkur, skrifaði Chess- man, býður samvizkan mér að halda fast við það, sem ég hef margsagt — að ég er ekki glæpamaðurinn „Ri uða lugt- in“, enda þótt sú fullyrðing muni kosta mig lífið. Brown ríkisstjóri er 'eini maðurinn, sem vald hefur til þess að náða fangann. Geri hann það ekki á Chessman aðeins fáeinar klukkustundir ólifaðar. (Sjá frásögn á bls. 19) „Flensan64 veldur erfiðleikum Vínarborg, 17. febr. (Reuter) VFIR 1200 af lögregluþjónum Vínarborgar lágu í dag sjúkir af inflúenzu, og varð að kalla til varalið að sinna umferðastjórn og öðrum daglegum lögreglustörf um. Það eru auðvitað ekki lögreglu mennirnir einir, sem verða fyrir barðinu á flenzunni. Leikhúsinog óperan hafa átt í erfiðleikum af hennar völdum, og margs konar starfsemi er hálf-lömuð vegna fjarvista starfsfólks. ÁLASUNDI, 17. febr. (NTB) — Norski síldveiðiflotinn hefir veitt vel í dag. Um kl. 7 í kvöld (ísl. tími) höfðu borizt á land sam- tals um 150 þús. hektólítrar síld- ar frá því í morgun — og búizt var við því, að um miðnætti yrði Kaupmannahöfn, 17. febrúar. —- (Einkaskeyti til Mbl.) — BLAÐIÐ „Flygposten“, sem er málgagn sænska flugmála- félagsins, hefur lýst yfir þeirri skoðun, að hæðarmæl- ar þeir, sem notaðir eru í Caravelle-þoturnar frönsku, séu þannig gerðir, að hætta sé á, að lesið sé skakkt af þeim. Gefur blaðið í skyn, að ekki sé ólíklegt, að slíkur mis- lestur hafi verið orsök flug- slyssins mikla við Ankara fyrir skemmstu, er Caravelle- þota frá SAS rakst á hæðar- drag og yfir 40 manns fórust. ★ Mislesið 6 sinnum Blaðið skýrir frá því, að það hafi sex sinnum komið fyrir við prófun í „æfinga-stjórnklefa“ á Brommaflugvellinum, að mis- lesið hefur verið um 1000 fet á þessa umræddu hæðarmæla. — Venja er að fljúga yfir hæðar- sú tala komin upp í 200 þús. hl. Heildaraflinn á síldarvertíð- inni, að meðtöldum afla dagsins í dag, er orðinn 1,1 millj. hl. — og nemur verðmæti hans um 27,5 millj. norskra króna. — Veð- ur er ágætt meðfram allri strönd inni og veiðihorfur góðar. dragið, sem Caravelle-þotan fórst á við Ankara, í 1000 feta hæð. Hinir svonefndu „tromlu“- hæðarmælar í þoturr. þessum hafa tvo talnaskala (annar sýnir hæðina í þúsundum feta, en hinn sýnir einingarnar — tugi og hundruð) — og eru þeir þannig gerðir, að hætta getur verið á mislestri, þegar hæðartalan ligg- ur mjög nærri heilu þúsundi — að lesið sé t. d. 2000 í stað 1000 o. s. frv. A Gagnrýnir rannsóknina Þá gagnrýnir blaðið það einn- • • Oflugar eldflaugar LONDON, 17. febr. (Reuter) — Hinar stóru, margþrepa eld flaugar Rússa eru nægilega aflmiklar til þess að flytja stórar, sjálfvirkar rannsóknar stöðvar út í geiminn, að því er sovézki eldflaugasérfræð- ingurinn Anatoly Blagonra- vov segir í viðtali við tíma- ritið „Nýi' tíminn“. — Tass- fréttastofan skýrði frá þessu í dag. Blagonravov sagði, að þetta væri nú fullljóst eftir eld. flaugatilraunirnar, sem Rúss- ar gerðu á Kyrrahafi í janúar. Binnig væri nú staðfest, að skjóta mætti þessum öflugu eldflaugum til annarra reiki- stjarna í sólkerfinu. ig, að fulltrúar framleiðenda skyldu vera látnir rannsaka vél- arflakið — það hefðu óvilhallir sérfræðingar átt að gera. — í dag verða VHI. Vetrar- olympíuleikarnir settir. Allt er til reiðu í Squaw Valley og veður ákjósanlegt. Hér sést hin glæsilega stökk- braut, þar sem stökkmennirn ir hafa stokkið allt að 94 m. Á miðri mynd er „minnis- merkið“ með skjaldarmerkj- um þátttökuríkjanna og fram an við það er eldstæðið, þar sem Olympíueldurinn verður tendraður í dag. Hvar/ grein um Krabbe úr Politiken? MORGUNBLAÐIÐ frétti i gær af Íslendingi, sem var ný- kominn frá Kaupmannahöfn með allfáséð eintak af Poli- tiken, að því er hann taldi. Þegar blaðið leitaði til hans, sagðist honum svo frá, að hann hefði keypt eintak af sunnudagsblaði Politiken á aðaljárnbrautarstöðinni í Khöfn kl. 11,30 á laugardags- kvöld. Og hefði hann á sjöttu síðu blaðsins séð stóra mynd- skreytta grein um æviminn- ingar Jóns Krabbe, „Frá Hafnarstjórn til lýðveldis“, undir þriggja dálka fyrirsögn: „Islandsk angreb paa kong Christian X“. — Blað þetta geymdi hann og kom með heim til íslands. Það, sem merkilegast er i þessu sambandi ,er að daginn eftir (þ. e. sunnudag), kvaðst hann hafa litið í önnur eintök af sunnudagsblaði Politikens, og þá hafi greinin verið horf- in úr blaðinu. Eftir þessu að dæma, hefur greinin aðeins birzt í fyrstu eintökum Poli- tikens, sem seld voru á laug- ardagskvöld, en síðan verið kippt út úr pressunni, svo að hún birtist ekki í síðari ein- tökum blaðsins. — Mbl. er kunnugt um, að fleiri eintök af Politiken með greininni hafi borizt til íslands. 1 greininni, sem er eftir Jó- hannes Lindskov Hansen, er fjall að um þessa gagnrýni Krabbe án þess að veitzt sé að honum eða bók hans á nokkurn hátt. □---------------------------□ Fimmtudagur 18. febrúar Efni blaðsins m.a.: Bls. 3: Gitta litla. — 6: Fiskiþing vill dragnótaveiðax innan fiskveiðilandhelginnar. — 8: Spyrjið ekki meðan aðrir heyra — 9: Við túngarðinn. — 10: Forustugreinin: „Ömurlegt hlut skipti Framsóknar“. Fólk til sölu (Utan úr heimi). — 11: Geislavirkni hér hraðminnk- andi. — 12: Einstætt afrek. — 13: Æskan og framtíðin. — 18: íþróttir. □---------------------------D Síldveiðin við Noreg 200 Jbiis. hl. i gœr

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.