Morgunblaðið - 18.02.1960, Page 6

Morgunblaðið - 18.02.1960, Page 6
6 MORCTiypr 4 fílfí Fimmtudagur 18. febr. 1960 Springur Vesuvius? NAPOLI, 16. febrúar. (Reuter). Ýmis teikn og merki eru um þaff, aff eldfjallið Vesuvius muni fara aff gjósa innan skamms. Menn óttast aff næsta gos kunni aff verffa mjög mikiff vegna þess aff nú er fremur langt liðið frá síð- asta gosL Vesuvius gýs yfirleitt á 14 til 17 ára fresti. Hefur þaff veriff venjan, aff ef aðeins líða 14 ár á milli, þá reyndist gosiff lítið, en ef kyrrstöðutíminn kemst upp í 17 ár getur gosið orðiff mjög mik- ið, stundum sem stórkostleg sprenging. Nú í vor verffa liffin 16 ár frá síðasta gosi. Þaff varff 1944 nokkru eftir að Bandamenn stigu á land. á Ítalíu. Eldfjallafræffingar sem eru margir fastráffnir til aff fylgjast meff Vesuviusi segja aff ýmis ein- kenni séu farin aff koma er sýni, að fjallið mun gjósa innan skamms. Ferðamenn er klífa upp á tind þess sjá þó ekkert óvenju- legt í hinum 100 metra djúpa gíg. Þar er að vísu stöðugt sterk brennisteinsfýla en enga hreyf- ingu að sjá á hrauninu. Garnaveiki í Skagaiirði " Höfðaströnd, 16. febr. VIB rannsókn á fé hér í A,- Skagafirffi kom upp garna- veiki í tveimur kindum á Þverá. Grunur er um aS fleiri kindur séu sjúkar. Niðurskurður var fram- kvæmdur vegna garnaveiki fyrir 5 árum og voru menn að vona að hún mundi ekki koma upp aftur. Síðan er farið að bólusetja við veik- inni, og von m'i.n til að það stöðvi hana. — Björn. Fiskiþing vill leyfa dragnótaveiðar innan íiskveiðilandhelginnar FISKIÞINGINU lauk í dag. Það hélt alls 15 fundi og afgreiddi 34 mál. 1 dag sátu fulltrúar hádeg- isboð fiskimálastjóra í Tjarnar- café. 1 þinglok kom fram svohljóð- andi tillaga frá Arngr. Fr. Bjarnasyni og Hólmsteini Helga- syni. 25. Fiskiþing 1960 beinir því til háttv. ríkisstjórnar og Alþingis að gera allt sem unnt er til und- irbúnings málsstað Islendinga á alþjóðaráðstefnu þeirri, sem á- kvörðun er ætlað að taka um landhelgi og fiskveiðilögsögu, og hefjast skal í næsta mánuði. Tillaga þessi var samþykkt af öllum viðstöddum fulltrúum. Stofnlán sjávarútvegsins Fiskiþingið telur nauðsynlegt, að stofnlán til kaupa á nýjum fiskiskipum hækki í 90%, úr 75% miðað við skip smíðuð innan- lands og í 85 %, úr 67 % miðað við skip smíðuð erlendis, og skorar á ríkisstjóm og Alþingi að sjá Fiskveiðasjóði fyrir nægu fjár- magni. Fiskiþingið ítrekar einnig nauð syn þess, að Fiskveiðasjóði verði sér fyrir fjármagni til stofnlána vegna fiskvinnslustöðva. Fiskiþingið skorar á Alþingi og ríkisstjórn að hlutast til um við bankana að veita rífleg lán til kaupa á nýjum síldarnótum og nótabátum eða kraftblökkum, er endurgreiðist t. d. á þremur eða fjórum árum. Heimfur úr helju Varðskipin skiptast á um að líta eftir fiskibátunum við Vestmannaeyjar og vera þeim til aðstoðar, ef á þarf að halda. Hér ’.t Albert draga Auðbjörgu inn til eyja, en hún hafði fengið línu í skrúf- una. Báturinn var mjög grunnt, þegar þetta gerðist og dró annar bátur hann út, en síða tók Albert við og dró hann til hafnar. — Ljósm.: Sigurgeir Jónasson. skrifar úr daglegq hfinu * Hefur þig dreymt? Velvakandi var fyrir nokkru í samkvæmi þar sem margt uppbyggilegt bar á góma og m. a. barst talið að draumum. Skýrðu sumir viðstaddra frá merkilegri reynslu sinni í þess um efnum og sögðu frá draum um, sem þá hafði dreymt, er fram höfðu komið. Höfðu draui.iarmr flestir komið fram næsta dag eða menn hafði „dreymt fyrir daglátum", eins og það er nefnt. Það er alkunna, að margir hlutir ganga svo eftir sem menn sjá fyrir í draumum. Er það raunar ekki ný speki, en hefur verið þekkt og haft til hliðsjónar hér á landi allt frá því sögur hófust og sjálfur Sókrates kunni einmg á þessu glögg skil. Menn hafa lagt sig fram um að ráða drauma, sem ekki voru Ijósir, eða ekki virtust liggja í augum uppi hvað tákn uðu. í Þjóðháttum Jónasar er vikið að þessum draumaráðn- ingum og segir svo: „Draumabækur hafa hitzt á íslandi, en allar hygg ég þær séu af útlendum rótum runn- ar, og ekki hef ég orðið var við, að menn hafi haft margt úr þeim til að byggja á draumaráðningar sínar. Flest- ar draumaráðningar manna á meðal munu vera arfgengar íslenzkar og sumar af þeim jafnvel aðeins sveitlægar eða jafnvel bundnar aðeins við einstaka menn“. Hvernig sem draumar eru lagðir úe eða ráðnir mun það staðreynd að þeir eru ekki hégómi einn. Skáldið hef- ur skotið nærri markinu, er það kvað: „Hefur þig dreymt? spyrja menn. Því hef ég gleymt, svara menn. Oft þó svo er, að draumur ber, sannleik í sér. • Börnin og strætis- vagnarnir f tvennu tilliti ber barn vitni heimilinu, sem það er frá. Er þar annars vegar um að ræða ytri búnað, föt og snyrtingu alla, en hinsvegar kúrteisi í framkomu. Á þeim velsældartímum, sem við höf- um lifað undanfarið hefur mikil áharzla verið lögð á fyrra atriðið, en hafa flestir foreldrar, sem betur fer, haft efni á að sjá börnum sínum fyrir sómasamlegum ígangs- klæðum. Hitt virðist öllu meira vanrækt að innræta börnunum sanna kurteisi og góðar umgengnisvenjur. Ætti þó ekki að þurfa að vera hörg- ull á þessum ágætu dyggðum. Ofanritað er Velvakanda í huga vegna atviks, sem kom fyrir í gær og sem því miður hefur komið fyrir áður. Fólk beið strætisvagns í úthverfi. Norðangjóstur var á og mjög kalt eins og menn minnast. Þegar vagninn rann inn á bið- stöðina, tóku sex vel búin og hraustleg börn sig út úr hópn- um og fylgdust með dyrum vagnsnns unz hann staðnæmd- ist. Tróðu þau sér þá inn í ofboði, en skjálfandi konur urðu að gera sér að góðu að bíða á meðan. Þegar inn kom, höfðu börnin troðið sér í sæti, en hvert sæti vagnsins var skipað. Velvakandi kom að máli við þrjá drengi, sem sátu, og benti þeim á að láta eldra fólkinu eftir sæti sín. Tóku þeir því mjög vel og stóðu upp þegar. Virðist því ekki vera um illan ásetning að ræða hjá blessuðum börnun- um, en fremur því að kenna, að kurteisi og rétt umgengni er ekki brýnd nóg fyrir þeim. Dragnótaveiffar Fiskiþingið mælir með því, að takmarkaðar dragnótaveiðar inn an fiskveiðilandhelginnar verði leyfðar að nýju. Fiskiþingið treystir því, að stjórn Fiskifélagsins og fiskifræð ingarnir fylgist með því, að lög og reglugerðir um dragnótaveið- ar verði þannig úr garði gerð, að tryggt sé, að ekki verði gengið um of á fiskistofnana eða upp- eldisstöðvum þeirra spillt. Verði rækilega fylgzt með veið unum frá upphafi og áhrifum þeirra á fiskistofnana, þannig að hægt sé að gera nauðsynlegar varúðarráðstafanir í tæka tíð, ef nauðsyn ber til. Fiskiþingið vill sérstaklega benda á eftirfarandi: 1. Dragnótaveiðar skulu háðar leyfisveitingum. 2. Veiðileyfi skulu, fyrst um sinn, aðeins veitt bátum, sem ekki eru yfir 45 smál. að stærð. 3. Veiðitíminn skal takmarkað- ur og ekki vera yfir 3 mánuði ár hvert. 4. Strangar reglur séu settar um möskvastærð og gerð drag- nótarinnar. Skal strangt eftirlit haft með því að þeim reglum sé fylgt og varðar misnotkun sviptingu veiði leyfis og háum sektum. 5. Dragnótaveiði á þröngum fjörðum og 1—2 sjómílur frá landi skal óheimil. Jafnframt sé heimild í lögum að friða uppeldisstöðvar nytja- fiska lengra út, ef þurfa þykir, að áliti fiskifræðinga. 6. Settar séu reglur um með- ferð aflans í bátunum og í landi, er tryggi að varpan verði eftir- sótt á erlendum markaðL • SKÁK • HAFNARFJÖRÐUR ABCilEFGH ABCDEFGH KEFLAVÍK Hafnarfjarffarleikur barst ekki ★ KEFLAVÍK ABCDEFGH AKRANES 14. g4—g5

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.