Morgunblaðið - 18.02.1960, Page 13

Morgunblaðið - 18.02.1960, Page 13
Fimmtudagur 18. febr. 1960 MORCUNTtLAÐIÐ 13 Þar sem starfið er gaman og gamanið starf Heimsókn á Herranótt Menntaskólans MENNTASKÓLANEMAR sýna nú á Herranótt bráðskemmtileg- an enskan gamanleik, „Óvænt úrslit" eftir William Douglas Home. Og þar sem Herranótt er alltaf skemmtilegur viðburður í leiklistarlífi höfuðstaðarins, brugðum við okkur í Iðnó nýlega Ragnheiður jarlsfrú Sir Ómar Lister til þess aS hitta aS máli leik- ara og aðra foreldra Herranætur anno 1960. Það var notalegt að skjótast inn úr kuldanum — inn í and- dyrið á Iðnó. Klukkan var rúm- lega tvö á sunndegi og sýning skyldi hefjast klukkan þrjú. í að- göngumiðasölunni var Gunnar Rósinkranz önnum kafinn við að afgreiða síðustu miðana. Aðsókn er mikil og alltaf fullt hús. Þarna frammi hittum við formann leik- nefndar, Brynjólf Ingvarsson og spyrjum hann hverjir og hvað hafi ráðið leikritavali í ár. — Á hverju vori er kosin inn- an skólans 7 manna nefnd, leik- nefnd, til þess að sjá um sýn- ingu næstu Herranætur, segir Brynjólfur. Fyrsta verk þessara nefndar er að ákveða hvaða leik- rit sýna skuli. Leiknefnd var ákveðin að sýna nútíma-leikrit í ár. í fyrra sýndum við Shake- speare og okkur finnst hollt að breyta til. Þetta leikrit varð fyr- ir vaiinu eftir að við höfðum lesið fjölda leikrita, — raunar megnið af safni Þjóðleikhússin. — Og svo var byrjað að æfa? — Já, eftir að valið hafði ver- ið í hlutverkin byrjuðu æfing- ar, fyrst í íþöku, síðar í Iðnó. Ætlunin var að frumsýna á þrett- ándanum, eins og gert hefur ver- ið undanfarin ár, en við fengum ekki húsið á þeim tíma. — Er ekki geysimikil vinna sem liggur að baki þessum sýn- ingum? — Jú, vinnan er mikil. Það er ótrúlega margt, sem gera þarf — en starfið er lærdómsríkt og mjög skemmtilegt, segir Brynjólfur að lokum. Á sviðinu Næst héldum við sem leið ligg- ur — upp á svið. Til allra ham- ingju var áhorfendasalurinn tóm ur og tjaldið dregið fyrir, enda var það hið eina, sem réttlætt gat tilveru fréttamannsins á þeim stað. Þar hittum við leiksviðs- stjórann. Eg hygg að allir, sem komið hafa nálægt leiklist séu sammála um það, að Jeiksviðs- stjórinn og aðstoðarmenn hans séu þeir aðilar, sem sízt má án vera. Þeirra hlutverk er að sjá um leiktjöldin og leiksviðsmuni •— að allt sé á réttum stað og hvergi nema þar. Enginn, nema sá sem reynt hefir, veit þvílíka angist og hugarkvöl eitt dagblað, sem á að vera á sviðinu, en er þar ekki, getur valdið á úrslita- stund. Þá er ekki öllum gefið að bjarga sér svo snilldarlega sem danski söngvarinn Herold gei ði, þegar hann uppgötvaði að sverð- ið hans var horfið, þegar sizt skyldi, þ. e. þegar það skyldi vinna á eigenda sínum. Hann lét það ekki á sig fá en söng fullum hálsi: Mit sværa er væk, jeg dör af skræk. Og svo féli hann um koll og dó drottni smum. — Nei, enginn skyldi vanmeta starf leiksviðsstjórans, enda hef- ur hann nóg að gera. Við þorðum því ekki að tefja Tómas Zoéga, leiksviðsstjóra lengi. Hann sagði okkur þó, að nemendur hefðu sjálfir smíðað leiktjöldin og sæju sjálfir um uppsetningu þeirra. Betra væri að ganga tryggilega frá þeim, svo þau fylgdu ekki fordæmi grindverks- ins, sem gafst upp á frumsýningu Steindór — atvinnu- pólitíkus og lognaðist út af aftarlega á sviðinu. Það kom þó ekki að sök — til allra hamingju. Tómas hélt á geysimiklu spjaldi og merkti inn á það alla hluti, sem á sviðið voru settir, svo að ekkert gleymdist. Fyrir öllu var hugsað. Þarna á sviðinu voru ýmsir aðrir, sem lögðu hönd á plóginn og hjálpuðu til við að skapa enskt herrasetur á fjöl- unum í Iðnó. Ingólfur Árnason, sviðsmaður var uppi undir þaki að festa einn vegginn, en Þóra Johnson, sem er ritstjóri leik- skrárinnar, dustaði af stólunum. Og þarna hittum við líka þá þörfu persónu hvíslarann, Jóhönnu Lin- dal. Hún sagðist reyndar ekkert hafa að gera — allir kynnu alit, Á leiðinni út af sviðinu hitt- um við Einar Magnússon, yfir- kennara. Einar er nokkurs kon- ar fjármálaráðherra Herranætur og alvaldur í peningamálum. Við spyrjum Einar hvaða auga kenn- arar líti leikstarfsemi nemenda. Einar sagði allt gott um það. Kennarar skildu að mikið væri í húfi að vel takist, enda er þetta við eina tækifærið sem nemendur koma opinberlega fram í nafni skóla síns. Sjálfur sagðist Einar hafa hina mestu ánægju af því að vinna með krökkunum, — og okkur skildist svo aftur á þeim, að það væri gagnkvæm ánægja. f búningsherbergjum Nú lá leiðin niður í kjallara og í búningsherbergin. Þar var kát- ur hópur saman kominn — leik- Lady Edda Ómissandi starfslið, talið frá vinstri: Ingólfur, Jóhanna, Gunnar, Þóra og Tómas. — (Ljósm.: Pétur Ó. Þorsteinsson). endurnir. Og þar var líka nóg að gera. Leikarar voru í óða önn að skrýðast gerfum sínum, sem reyndar eru ekki eins stófkost- leg núna og oft áður, vegna þess, að á því herrans ári 1945, þegar leikurinn gerist, gengu menr. í Bretaveldi nokkurn veginn eins til fara og menn gera í dag, — en hins vegar þarf að hæKka ald- ur sumra leikaranna um Ojkkuð mörg ár og það tekur sinn tíma. Þannig þarf til dæmis, að breyta Ómari Ragnarssyni úr venjuleg- um 6. bekking í eldgamlan ensk- an lávarð. Lávarður þessi er tals vert ólíkur öðru fólki (það eru kannske allir lávarðar), enda kann Ómar bezt við þetta hiut- verk þeirra þriggja, sem nann hefur leikið á Herranótt. Það er e. t. v. engin furða, þegar tekið Guðríður — hin fallega þjónustustúlka Þorsteinn — hinn fullkomni þjónn er tillit til þess, að hin nlut- verkin voru hlutverk fanga og fífls. — Við spurðum Ómar, hvað sé skemmtilegast við starfið við Herranótt. — Það er allt skemmtilegt, segir Ómar, en skemmtilegasti tíminn er mínúturnar fyrir 'rum- sýninguna. Þá liggur „nervösi- tetið“ í loftinu, svo þétt, að næst- um má þreifa á því. Téður lávarður á sér son. Þessi sonur er menningar fyrirbæri og fæddur til þess að gera ekki neitt. Þess vegna fer hann í framboð. Þetta er hins vegar hinn alúðleg- asti piltur í túlkun Stefáns Bene- diktssonar, enda fellur Stefáni hann vel, vill jafnvel ekki sverja fyrir að hann kannist örlítið við svona kærulausa náunga. Og ekki spillir það fyrir, að hann þarf að elska talsvert í þessu leik riti, og fyrir það er hann öfund- aður af samleikurum sínum — þeim sem karlkyns eru. Og þær heiðurskvinnur, sem verða ást- ar hans aðnjótandi eru unnustan June, sem leikin er af Guðrúnu Drífu Kristinsdóttur og þjónustu- stúlkan Bessie, sem leikin er af Guðriði Friðfinnsdóttur. Þær stöllur leika nú í fyrsta sinn í Herranótt, eins og reyndar Stefán, og eru sammála um að það sé afskaplega gaman. Báð ar hafa þær komið nálægt leik- list áður. Drífa hefur í vetur ver- ið í leiklistarskóla hjá Ævari Kvaran, en Guðríður hefur ieikið með skátum. Annars eru þetta ákaflega ólíkar týpur — í leikn- um. June er amerísk kjarna- kvinna, eins og slíkar eru sagðar vera, en Bessie er ósköp app- burðalítil þjónustupía. — Eðlið er þó hið sama hjá báðum ems og glöggt kemur í ljós. — Þá koma þarna við sögu tvær göfugar lafðir, lady Caro- line, sem leikin er af Eddu Ósk- arsdóttur og lady Lister, sem leikin er af Ragnheiði Eggerts- dóttur. Hvorutveggja eru ógna virðulegar persónur. Þær Ragn- heiður og Edda hafa báðar leik- ið áður. Ragnheiður í Vængstýfð- um englum og Edda í Þrettánda- kvöldi. Aðspurðar vildu þær ekki neita, að starfið væri heimafrekt, en það væri þó hverjum og ein- Drífa — Stefán — amerísk menningar- kjarnakvinna fyrirbæri um í sjálfsvald sett hvort hann léti leikinn tefja fyrir náminu. Næstur varð á vegi okkar mik ill maður og brúnaþungur. Þekkjum við á stundinni, að þar er kominn Mr. Cleghorn atvinnu- pólitíkus og nýlendumálaráð- herra — alias Steindór Haarda nemandi í VI bekk. Steindór þyk- ir falla prýðilega í gervi póli- tíkusins og meira að segja talinn sóma sér með prýði á Alþingi íslendinga. Er því háttvirtum þingmönnum vorum bent á, að kynna sér týpuna. Hins vegar kveðst Steindór engan áhuga hafa á pólitíkinni, þótt hlutverk- ið sé skemmtilegt og býst við, að þetta sé í fyrsta og síðasta skipti, sem hann skipti sér opin- berlega af henni. Loks hittum við Þorstein Gunn arsson, sem leikur Beecham, heimilisþjón með meiru. Þor- steinn hefur' áður vakið athygli fyrir leik á Herranóttum og víð- ar, enda er Beecham prýðilega borgið í höndum hans. — Hvað er skemmtilegasta hlutverk, sem þú hefur leikið, Þorsteinn? Malvolio bryti í Þrettánda- kvöldi Shakespeares. Það er skemmtilegra að taka fyrir á- kveðnar, sérstakar týpur, og eldri leikrit gefa meiri tækifæri til þess. — Álítur þú þá, að æskilegra sé að sýna verk gömlu meistar- anna á Herranótt? Skemmtilegast væri að taka fyrir ný íslenzk leikrit, en þar sem því er ekki að heilsa, held- ég að okkur henti betur eldri verk, — búningar og gervi hjálpa þar betur. Þegar við sýnum nú- tímaleikrit koma vankantarnir fremur í ljós, því að þá er sam- anburður við atvinnuleikara svo nærtækur. Hins vegar er saman- burður lítill sem enginn að þvi er varðar eldri verk. Þó finnst mér engin ástæða til þess að ein- skorða sig við eldri leiki. Til eru margir góðir og viðráðanlegir gamnaleikir, sem gerast á okkar dögum, og staðreyndin er sú, að slíkir leikir ganga betur. Og þótt ekki sé ástæða til að miða Herranótt við pyngjuna eina, má heldur ekki „foragta" hana alveg. Leikrit, sem gengur vel og skilar miklum ágóða gerir okkur kleift Framh. á bls. 17.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.