Morgunblaðið - 15.03.1960, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 15.03.1960, Blaðsíða 6
6 MORCIINBLAÐIÐ Þriðjudagur 15. marz 1960 Söluskatturinn rýrir ekki kjör almennings Stjórnarandstaðan leggur fæð á efnahagssérfræðinga Úr rœðu Ólafs Björnssonar SÖLUSKATTSFRUMVARP ríkisstjórnarinnar var tekið til 2. nm- ræðu í efri deild í gær. Fjárhagsnefnd deildarinnar klofnaði um málið. Meirihlutinn Ólafur Björnsson, Jón Þorsteinsson og Magnús Jónsson lögðu til að frumvarpið yrði samþykkt óbreytt, en 1. og 2. minnihluti Karl Kristjánsson og Björn Jónsson lögðu til að það yrði fellt. Ólafur Björnsson hafði framsögu í málinu af hálfu meirihlut- ans. 1 framsöguræðu sinni komst hann m. a. þannig að orði: . — Stjórnarandstæðingar virðast halda því fram, að hér sé um að ræða nýjar álögur til viðbótar þeim álögum, sem ákveðnar voru með löggjöf- inni um efnahagsmál. Eiga þær að vera þannig til komn- ar, að hagfræðingar þeir, sem undirbjuggu efnahagsmála- frumvarpið hafi týnt 100 milljónum. Er ríkisstjórnin uppgötvaði þétta skarð í múr- inn, lét hún sér ekki nægja að leggja á þær 100 millj., sem þurfti til að fylla í skarðið, heldur allt að því 400 millj., ef sú tala á ekki enn eftir að hækka í meðferð málgagna st j ómarandstöðunnar. Ekki nýjar álögur Auðvitað er það alger fjar- stæða, að hér sé um að ræða nýj- ar álögur, eins og fjármálaráð- herra sýndi með Ijósum rökum fram á við 1. umr. málsins. Gert er ráð fyrir, að söluskatturinn gefi 280 millj. á ári í ríkissjóð, eða nákvæmlega það sama og ríkissjóður missir við niðurfell- ingu eða lækkun tveggja ann- arra tekjustofna, 9% söluskatts- ins og tekjuskattsins, að viðbætt- um þeim 56 millj., sem gert er ráð fyrir að bæjar- og sveitarfé- lögin fái. Álit sérfræðinga óhagstætt stjórnarandstöðunni Þessu næst fór Ölafur Björns- son nokkrum orðum um þann furðulega málflutning stjórnar- andstöðunnar í sambandi við meintar reikningsskekkjur hag- fræðinganna og sagði, að ekki væri um nema um eina skýringu að ræða á þeim málflutningi. Stjórnarandstaðan virtist með sjálfri sér hafa komizt að þeirri niðurstöðu, að henni væri óhag- stætt það sem sérfræðingar á sviði efnahagsmála hefðu til mál anna að leggja. Þess vegna legðu þeir megináherzlu að skapa þá trú hjá almenningi, að allt væri vitleysa, sem sérfræðingar segðu um þessi mál. Ræðumaður fór nokKrum orðum um þá skatta, sem skv. frumvarpinu verða iagð ir niður, sagði síðan: Ekki auknar skattabyrðar — Þá tel ég rétt að síðustu, að fara um það nokkrum orðum, hver áhnf þær ráðstafanir, sem hér liggja fyrir, hafi á kjör þjóð- arinnar og einstakra stétta. Það ieiðir auðvitað af því, sem sagt hefur verið, að þar sem hér er ein göngu um það að ræða að inn- heimta á annan hátt en áður til- tekna skattaupphæð, þá getur ekki verið um að ræða auknar skattabyrðar á þjóðina í heild. Það er því úr lausu lofti gripið, að hér sé verið að rýra kjör al- mennings umfram það, sem efna hagsmálalöggjöfin gerir ráð fyr- ir. Vísitöluhækkun, ef . . . Um áhrif þessara ráðstafana á verðlagið, er rétt að upplýsa það, sem fram kom við meðferð máls- ins í nefnd, að vísitala fram- færslukostnaðar mun hækka um 3% vegna þessara ráðstafana, og yfir það skal engin fjöður dregin, að þessi hækkun er umfram þær verðhækkanir, sem gert var ráð fyrir í efnahagsmálafrumvarpinu, en auðvitað þýðir þetta ekki að um sé að ræða 3% kjaraskerðingu umfram það, sem þar var gert ráð fyrir. Það sem skeður er, að inn- heimtar eru 165 millj. í söluskatt en tekjusköttum og útsvörum er létt af sem þeirri upphæð nemur. Sú lækkun kemur að visu ekki fram í visitölunni ef hún er reikn- uð á þann hátt, sem nú er gert. En mikið álitamál er, hvort svo bæri ekki að gera. Núverandi vísitölugrundvöllur var sem kunnugt er tekinn upp með lög- gjöf þeirri um efnahagsmál, sem sett var 1 jan. 1959. Við þær umr, sem þar fóru fram, var á það bent, af 3. þm. Reykv., Einari Olgeirss., að rétt væri í visitölunni að taka tillit til útsvars og skatta og tel ég, að hann hafi þar haft mjög mikið til síns máls. * Vítamínát í umræðunum hér í dálk- unum um ölgerð í síðustu viku, minntist einn bréfritar- inn á hve hollt gerið væri og hve mikið B-vítamín væri í þvi. í þessu sambandi minn- ist ég skýrslu frá Kópaskeri um vítamínát í Heilbrigðis- skýrslum frá 1956, þar sem er að finna greinargerðir hér- aðslækna um ýmisglet varð- andi starf þeirra. Þar segir: „Á þessu 114 ári, sem ég hef stundað lækningar, hef ég aðeins rekizt á einn dreng Skattar með í vísitölunni Fram til 1939 voru skattar með í vísitölunni. Sú vísitala, sem þá var tekin upp og var í gildi þangað til á sl. ári var eingöngu verðiagsvísi- tala, þannig, að ekki var tekið tillit tij skatta og heldur ekki til fjölskyldubóta eða þess háttar. Með því að taka tillit til fjöl- skyldubóta svo sem ger’t er í nú- verandi vísitölu, er því horfið frá því að vísitalan sé eingöngu verðlagsvísitala, hún gerð að einskonar lífskjaravísitölu. En þá virðist líka eðlilegt, að taka til- lit til skatta í vísitölunni og hlýt ur það mál að verða til athugun- ar meðan þetta þing situr. En hvort sem tekið er tillit til skatta lækkunarinnar í vísitölunni eða ekki, þá er Ijóst, að til hennar ber að taka tillit, er meta skal áhrif þeirra efnahagsráðstafana, sem gerðar verða' á þessu þingi á lífskjör almennings. Áhrif á útgjöld meðalf jölskyldu Það lætur nærri, að áhrif sölu- skattsins, sem nú er til umr, muni auka meðalútgjöld, þeirrar fjölskyldu, sem vísitöluútreikn- inguririn er miðaður við, um 1800 kr. á ári. Hvort kjör hverrar ein- stakrar fjölskyldu versna eða batna eða standa í stað verður svo auðvitað komið undir því, hve mikið tekjuskattur og útsvar fjölskyldu lækkar, sem auðvitað er komið undir tekjum, barna- fjölda og öðrum aðstæðum. Meginrök okkar, sem styðjum þær breytingar á skattheimtunni, sem hér er verið að gera, fyrir því að þær verði til bóta, er í fyrsta lagi þau, að hinir háu tekjuskattar, sem nú eru á lagð- ir, dragi svo úr starfsvilja manna, að líklegt er, að þjóðartekjurnar með greinlegan vítamínskort (skyrbjúg), sem batnaði strax við C-vítamíngjöf. En það eru ógrynnin öll af fólki, sem ósk- ar eftir vítamíntöflum og sprautum og segir, að sér batni slen og ýmis önnur ó- þægindi, svo sem gigtarverk- ur við það. Ég hef frá því fy.rsta verið tortrygginn gagn vart öllum þessum vítamín- gjöfum, enda sögðu kennarar mínir í Svíþjóð, að það væri fjarstæðukennt að gefa víta- mín, nema finna einhver greinileg merki um avítamín- osis. * Hlær næsta kynslóð?^^ Nú er dálítill munur á viðurværi hér og á Norður- löndum, og auk þess segjast reyndir collegar mínir sjá ó- tvíræðan bata af vítamínum við gigtarverk og sleni. En máttur sefjunarinnar er mik- ill, og efnin heita „bæti- eða fjörefni". Ég er alltaf hrædd- ur við að næsta kynslóð hlæi dátt að vítamínaustrinum í okkur, svipað og við að brenni vínslækningum forfeðra okk- ar. Alla vega væri þörf á hlut lausum leiðbeiningum um Ólafur Björnsson muni aukast að öðru óbreyttu, sé þeim létt af, en það mundi verða fleirum til hagsbóta en þeim MBL fregnaði í gær, að Loftleið- um mundi ekki. verða fært að láta Cloudmaster-vélar sínar fljúga til Hamborgar í sumar, eins og ráðgert hafði verið. Aætl- að var, að þær færu tvær viku- legar ferðir þangað með við- komu í Amsterdam, en þýzk yf- irvöld munu hafa lagzt gegn því. Mun því ráðgert, að önnur þessara ferða verði til Luxem- burgar um Amsterdam, en hinni er óráðstafað. Áður hafði verið ákveðið að fella Luxemburg nið- ur úr áætlun Loftleiða. Samkv. ráðagerðum félagsins fara Cloudmaster-vélarnar fimm vikulegar ferðir til Evrópu í sumar. Ein verður til Helsingfors með viðkomu í Osló og hafa þeg- ar tekizt samningar milli Is- lands og Finnlands um flugið til Helsingfors. Samkvæmt samningi við Breta fer Cloudmaster eina ferð til London og í annarri ferð verður viðkoma í Glasgow á flugleið- inni til Stafangurs. Fjórða Cloud master-ferðin verður sennilega til Amsterdam og Luxemburgar eins og fyrr greinir, en óvíst vandamálið, því að það eru gífurlegar upphæðir, sem sjúklingar og sjúkrasamlög eyða í vítamín á hverju ári, sérstaklega í sprautur og þessa „atombelgi", sem mest eru í tízku núna“. m Skautasvellin Maður nokkur kom að máli við Velvakanda. Finnst hon- um hin mesta ósanngirni að vera að amast við því, að skautasvelli sé haldið við á íþróttavelliftum, þegar hægt sé að nota svellið á Tjörninni með minni tilkosnaði, en sú skoðun hefur komið fram í blöðum. Sagðist hann vera alveg óhræddur um að hafa telpuna sína á íþróttavellinum á skautum, þar sem væri gott eftirlit og engin hætta af vök- um eða öðru. Þess misskiln- ings gætti sjá sumum að börn- in yrðu fyrir fjárútlátum af þessu, en svo væri ekki. Það kostaði ekkert að vera á í- þróttavellinum. Um annan kostnað væri það að segja að 3—4 menn gætu haldið svell- inu í góðu lagi á íþróttavell- inum, þessa daga sem frost væri, en tjarnarsvellið þyrfti einnig að hreinsa og laga, og lýsa það upp, ef nota ætti það. einum, sem skattalækkunarinnar njóta beinlínis. í öðru lagi er það vitað, að hinir háu tekjuskattar skapa þjóðfélagslegt ranglæti vegna þess, að f jölmennar starfsstétt ir í þjóðfélaginu hafa þá að- stöðu, að ekki er kleift að hafa neitt eftirlit, er að gagni má verða, með því, að tekjur þeirra séai rétt taldar fram, þannig að þeir, sem þessum stéttum tilheyra, geta í raun inni ákveðið skatta sína sjálf- ir. En þar sem þessi hlið máls- ins mun verða nánar rædd, þegar tekjuskattsfrv. kemur fyrir þessa hv. deild þá sé ég ekki ástæðu til þess að ræða hana nánar að svo stöddu, en af þeim ástæðum, sem hér hafa verið greindar, þá mælir meirihluti f járhagsnefndar með samþ. þessa frumvarps. hvernig fimmtu ferðinni verður ráðstafað. Mun ætlunin að Skymaster-vél ar annist ferðir til Hamborgar með viðkomu á Norðurlöndum, eins og verið hefur að undan- förnu. Bendir því allt til, að Skymaster-vélar verði áfram í förum á leiðum félagsins til Sví- þjóðar, Danmerkur og Þýzka- lands. Ólafsvíkingar fá nýjan bát ÓLAFSVÍK, 14. marz. — Hingað kom nýr bátur, Valfell, á sunnu- dag. Þetta er 70 lesta bátur, eign Jónasar Guðmundssonar, sem er skipstjóri á honum, og Kaup- félagsins Dagsbrúnar. Báturinn er smíðaður í Nyköb- ing í Danmörku. I honum eru tvær 240 ha. General Motors vél- ar, ásamt 20 ha. ljósavél. Bátur- inn hefur rafknúið vökvastýri og sjálfvirkan stýrisútbúnað. Einnig er hann búinn öllum nýjustu siglingatækjum, svo sem radar, dýptarmæli, fisksjá og síldarleit- artækjum. Ganghraði í reynslu- ferð var 12 mílur, en á leið til íslands til jafnaðar 10 mílur á klst. Valfell kom til Ólafsvíkur á sunnudagsmorgun og hélt á veið- ar 6 klukkustundum síðar. Góður afli Afli hefur verið góður að und- anförnu og eru sumir bátar bún- ir að fá helmingi meira en á sama tíma í fyrra. Heldur fisk- aðist minna undir helgina síð- ustu, en samt var ágætis afli. — Fréttaritari. • SKÁK • KEFLAVÍK ABCD EFGH AKRANF.S Keflvíkingar gefa skákina — og þeir senda Akurnesing- um árnaðaróskir og þakka þeim fyrir skemmtilega skák. skrifar ur daglegq lifirui ) Þjóðverjar segja NEI Cloudmaster ekki til Hamborgar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.