Morgunblaðið - 15.03.1960, Side 10

Morgunblaðið - 15.03.1960, Side 10
10 MORGUNBLAÐIÐ Þriðjudagur 15. marz 1960 TTtg.: H.f. Arvakur Reykjavík. Framkvæmdastjóri: Sigfús Jónsson. ÍÍUstiórar: Vaitýr Stefánsson (ábm.) Sigurður Bjarnason frá Vigur. Matthías Johannessen. \ Lesbók: Arni Óla, sími 33045. Auglýsingar: Arni Garðar Kristinsson. Ritstjórn: Aðalstræti 6. Auglýsingar og afgreiðsla: Aðalstræti 6. Sími 22480. Askriftargjald kr. 40,00 á mánuði innanlands. 1 lausasölu kr. 2.00 eintakið VERZLUNAR- BANKI AÐALFUNDI Verzlunar- sparisjóðsins er nýlega lokið. Af skýrslum þeim, sem þar voru gefnar um hag hans, hans, er augljóst, að spari- sjóðurinn er vel rekinn og þróttmikil stofnun, sem eflist með ári hverju. í árslok 1956, þegar sjóður- inn hafði starfað í aðeins 3 mánuði, voru innstæður í honum orðnar 23,4 millj. kr. í árslok 1957 námu innstæð- urnar 76,8 millj. kr. í árslok 1958 voru þær 115,7 millj. kr. og í árslok 1959 námu inn- stæðurnar 153,5 millj. kr. Af innstæðunum í árslok 1959 voru 113,5 millj. kr. al- mennar sparisjóðsinnstæður. Höfðu innstæður aukizt um 37,8 millj. kr. á árinu, þar af 25,4 millj. kr. í sparisjóðs- reikningum. Verzlunarsparisjóðurinn er nú orðinn langsamlega stærsti sparisjóður lands- ins. Er óhætt að fullyrða að hann hafi orðið verzlun og margs konar viðskiptum í landinu að miklu gagni á þeim stutta tíma, sem hann hefur starfað. Víkkað starfssvið A síðasta aðalfundi spari- sjóðsins hmn 5. marz sl. var samþykkt tillaga, þar sem stjórn sjóðsins var falið að vinna markvisst áfram að stofnun Verzlunarbanka. í sambandi við samþykkt þessarar tillögu, er ástæða til þess að benda á það, að með henni fer sparisjóðurinn ekki fram á nein fríðindi hjá ríkis- sjóði. Hann biður hvorki um stofnfjárframlag frá opinber- um aðilum né heldur ríkis- ábyrgðir. Það sem fyrir for- ystumönnum Verzlunarspari- sjóðsins vakir er fyrst og fremst að bæta aðstöðu sjóðs- ins og víkka starfssvið hans. Ef sjóðnum yrði breytt í banka, gæti hann t. d. stofn- að útibú víðar út um land og ef til vill fengið aðstöðu til gj aldeyrisviðskipta. í öllum löndum eru verzl- unarbankar starfandi og er síður en svo óeðlilegt að slíkri stofnun verði komið hér á fót. V erzlunarsparis j óðurinn hefur farið vel af stað. Hon- um hefur á örskömmum tíma vaxið svo fiskur um hrygg, að allt bendir til þess að hann geti nú þegar eða innan skamms tíma rækt hlutverk verzlunarbanka, sem væri ekki aðeins mikilvæg stoð fyrir verzlun og viðskipti í landinu heldur og fyrir at- hafnalíf þjóðarinnar í heild. KORNRÆKT T ÚTVARPSÞÆTTI síðastl. ■*- sunnudagskvöld bar mögu leika til kornræktar hér- á landi nokkuð á góma. Var því þar haldið fram, að hún ætti hér svo erfitt uppdráttar, að varla kæmi til mála að rækta hér korn. Það er að sjálfsögðu rétt, að legu íslands skapar meiri vandkvæði á kornyrkju hér á landi en t. d. í flestum ná- grannalöndum okkar. En það breytir ekki þeirri staðreynd, að hér er hægt að rækta viss- ar korntegundir með sæmi- lega árvissum árangri. Það sýna þær tilraunir, sem Klemenz á Sámstöðum hefur gert á þessu sviði í áratugi, og kornrækt Sveins á Egils- stöðum og fleiri dugmikilla bænda bæði á Suður-, Aust- ur- og Norðurlandi. Þjóðhagslega hagkvæmt Um það þarf þess vegna ekki að fara í neinar grafgöt- ur, að það væri þjóðhagslega; mjög hagkvæmt fyrir okkur íslendinga, ef við gætum til dæmis ræktað allt það fóður- korn, sem við þurfum á að halda. Og það eigum við að geta með góðu móti. Vitanlega er það engin sönnun þess, að við eigurn ekki að snerta við kornrækt á íslandi, að aðstaða til henn- ar hér sé erfiðari en í mörg- um öðrum löndum. Ef fylgja ætti þeirri röksemdarfærslu væri það bláber heimska að vera t. d. að fást hér við kartöflurækt. Allir vita, að fjölmörg önnur lönd eru bet- ur fallin til kartöfluræktar en Island. Fáum heilvita mönn- um mun þó koma til hugar að íslendingar eigi að leggja nið- ur kartöflurækt sína, sem orð- in er hér árviss framleiðslu- grein. Leonard Warren lézf á sviðinu í Metropolitan HINN heimskunni bandaríski söngvari Leonard Warren, sem álitinn er einn mesti bariton- söngvari sem uppi hefur verið, lézt skyndilega á sviði Metro- politan-óperunnar í New York laugardaginn 5. þ.m. Fékk hann heilablóðfall, er hann hafði lokið við að syngja arí- una „Urna fatale del mio dest- Leonard Warren — lék sér að „háa c-inu“ . . . ino“ í óperunni Vald örlag- anna eftir Verdi. Dánarstund Warrens var mjög áhrifamikil og mun hinn dásamlegi söngur hans þetta kvöld verða öllum ógleyman- legur, sem þarna voru við- staddir. ★ FÉLL ÖRENDUR í FAGNAÐARSÖNGNUM Þetta kvöld var mikil hátíð í Metropolitan óperunni. Menn voru að bjóða velkomna aft- ur úr Evrópu-för hina heims- frægu ítölsku söngkonu Ren- ata Tebaldi og var söngleik- urinn Vald örlaganna fluttur af því tilefni. Fór Leon- ard Warren með hlutverk Don Carlos. Hann söng hinn fræga dúett „Solenne in quest’ora“ með ameríska tenórnum Riohard Tucker. Fannst áheyrendum, að þeir hefðu aldrei heyrt þennan dúett fluttan með eins miklum glæsibrag. • Skömmu síðar stóð Waren einn á sviðinu og söng um mikilleika dauðans, „recitativ ið“ „Morir! .... Tremenda cosa!“ — en vinur hans og vopnabróðir er mikið særður og vart hugað líf — og síðan aríuna „Urna fatale del mio destino", (sem þýðir nánast: — Bannvænn bikar örlaga minna). Hana flutti hann einnig með óvenjulegum glæsi brag. Var honum því fagnað með sérlega löngu og hjart- anlegu lófataki. Skurðlæknirinn í söngleikn- um kom nú hlaupandi inn og tilkynnti Don Carlo, að lífi félaga hans væri bjargað. —■ Svaraði Warren því með því að syngja fagnaðarsönginn „Oh gioia, oh gioia“, og hélt uppi mynd af Leonoru (Renata Tebaldi). En allt í einu missti Warren myndina úr höndum sínum og rétt í sama mund féll hann niður og lá sem líflaus. ★ EIN HRYGGILEGASTA STUND í SÖGU METRO- POLITAN Thomas Shippers hljóm- sveitarstjóri stöðvaði hljóm- sveitina og var tjaldið fellt, en um leið og það var dregið fyrir, kom tenórinn Tucker, sem staðið hafði að tjaldabaki hlaupandi fram á sviðið og hrópaði: „Lennie, Lennie, hvað er að? Rístu á fætur!“ — Rétt í sama mund hafði hann sagt við konu Warrens og Rudolf Bing framkvæmda- stjóra óperunnar, sem stóðu hjá honum og voru einnig að hlusta á sönginn: „Hvílík dýrðarrödd!" — Varð nú alllangt hlé, um hálftíma, en Rudolf Bing kom loks fram og tilkynnti eftir- farandi: „Þetta er einhver hryggileg- asta stund í sögu Metropolitan óperunnar“. Það heyrðist hrópað í saln- um: „Nei, það getur ekki ver- ið!“ En Rudolf Bing hélt áfram: „Má ég biðja viðstadda að rísa úr sætum sínum“. Áhorf- endur stóðu sem þrumu lostn- ir og konur í salnum fóru að gróta og ekka setti að mörg- um karlmanninum. Bing hélt áfram: Vér minn- umst eins glæsilegasta söngv— ara okkar, sem dó hér mitt á meðal vor í miðjum einum glæsilegasta flutningi sínum. — Ég veit, að hann hefði ekki kosið að skilja við á nokkurn annan hátt fremur". Og enn sagði hann, eftir nokkra þögn: „Ég er viss um, að þér eruð mér sammála um, að það er ekki mögulegt að halda áfram flutningi verksins í kvöld“. A RÖDD, SEM ÁTTI FÁA SÍNA LlKA Leonard Warren fæddist í New York árið 1911, sonur rússnesks innflytjanda, sem stundaði loðskinnasölu. — Hann hóf söngnám þegar sem drengur — en þegar hann var 19 ára, hóf hami námið fyrst fyrir alvöru. Árið 1938 veðjaði hann um það við einn kunningja sinna að hann gæti komizt að við Metropolitan-óperuna. Hann söng þar til reynslu — og þeg- ar hljómsveitarstjórinn Wil- fred Pelletier heyrði rödd hins unga og óþekkta söngv- ara, hélt hann að brögð væru í tafli — að einhver hefði laumazt til þess að spila hljóm plöti# með frægum bariton- söngvara og ungi maðurinn að eins „leikið“. En það fór ekki milli mála — þetta var rödd hins unga Leonards Warrens, rödd, sem síðan átti eftir að hljóma rúm 20 ár frá sviði Metropolitan — rödd, sem hef ir átt fáa sína líka. — Frum- raun sína á sviðinu þreytti Warren í hinu litla hlutverki Paolo Albianis í óperunni Simon Boccanegra eftir Verdi. Næstsíðasta hlutverkið, sem hann söng, var titilhlutverkið í sömu óperu, þar sem hann þótti vinna mikið listafrek. ★ NÁKVÆMUR OG KRÖFUHARÐUR Warren eyddi alltaf miklum tíma í að læra og móta hlut- verk sín — og t.d. var haft eft- ir honum nú fyrir skemmstu, að honum hafi þá loks farið að þykja sem hann væri að kom- ast til botns í hlutverki Rigo- Framhald á bls. 12. fi ...... Á þessum myndum sést Leonard Warren í nokkrum þeirra hlutverka, sem hann varð frægastur fyrir. — Að ofan: í „Valdi örlaganna" og „I Pagliacci“. — Að neðan: „Simon Boccanegra" og „Rigoletto“.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.