Morgunblaðið - 18.03.1960, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 18.03.1960, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ Föstudagur 18. marz 1960 — Landhelgis- rábsietnan Framh. af bls. 1 fjölda erlendra fiskiskipa, eða hámarksveiði að þunga. Stavropoulos sagði, að helzt væri von um, að lögiegt sam- þykki fengist fyrir 6 mílna land- helgi og 6 mílna fiskveiðitak- mörkum til viðbótar — í ein- hverju formi. Hugsanleg væru afbrigði frá þeim tillögum, sem nú væri vitað um — svo sem varðandi ákvæði um varðveizlu sögulegra réttinda. — Til dæmis talaði hann um þann möguleika, að samþykkt yrði 6 mílna lög- saga, að viðbættum þrem mílum, þar sem strandríki hefði einka- rétt til veiða — en á milli níu og tólf mílna yrði tekið tillit til sögulegra réttinda, þ. e. að er- Iendar þjóðir, sem þar . hefðu stundað veiðar um svo og svo langan tíma, nytu þeirra réttinda áfram í einhverri mynd. * HEILSAÐI ÍSLEND- INGUM VIRÐULEGA Eins og fyrr segir, voru full- trúar 84 þjóða mættir til fundar 89 þjóðum hafði verið boðið, eða þremur fleiri en á ráðstefnuna 1958, þ. e. Eþíópíu, Súdan og Gíneu. Tvær þjóðir afþökkuðu, Afganistan og Nepal, en ókomnir eru fulltrúar Haiti, Jórdaníu og Nikaragúa. Langflestar sendi- nefndirnar eru skipaðar sömu fulltrúum og síðast — og stóðu menn lengi í hópum á salargólfi áður en fundur hófst og endur- nýjuðu gömul kynni. Það vakti athygli, að brezki ráðherrann gekk til íslenzku sendinefndarinnar áður en ráð- stefnan hófst og heilsaði virðu- lega. Virðist svo sem Bretar leggi áherzlu á að vinna sér álit hér. — Viðstaddir voru sex fulltrúar íslendinga. ★ TRÚI, AÐ LAUSN FINNIST Kl. 3 setti svo Stavropoulos ráðstefnuna, en fyrsti ræðumað- ur var Georges Palthey, fram- kvæmdastjóri Evrópuskrifstofu Sameinuðu þjóðanna, sem mun verða einskonar framkvæmda- stjóri ráðstefnunnar.Kvaðst hann mundu gera allt, sem hann mætti, til að auðvelda störfin. — Þá flutti Stavropoulos, sem er for- maður laganefndar S. þ., ávarp — en hann gegndi einnig þessu hlut verki á ráðstefnunni 1958. — Kvað hann árangur þsirra funda hafa orðið mikinn — m. a. hefðu verið gerðir fjórir sáttmálar og afgreiddar níu ályktanir. Hins vegar, sagði Stavropoulos, varð ekkert samkomulag um þau atriði, sem þessi ráðstefna fjallar um — breidd landhelgi og fisk- veiðasvæðis. Hann kvaðst ekki vilja vanmeta stjórnmálaleg og efnahagsleg vandamál í þessu sambandi; þau væru flókin — en þó taldi hann þau alls ekki óleys- anleg. — Ég trúi því, að lausn finnist, sem þjóni alþjóðlegum hagsmunum, sagði hann. — Loks færði hann ráðstefnunni kveðjur frá Hammarskjöld, framkvstj. S. þ. + DRUN GALEGUR SVIPUR Þá tilkynnti hann kosningu for seta, en áður en til kosninga væri gengið, reis Tukin frá Rússlandi upp og talaði. — Kvað hann ekki sæmandi, að „Rauða Kína“ væri ekki þátttakandi í ráðstefnunni. Arthur Dean frá Bandaríkjunum svaraði og benti á ályktun Sam- einuðu þjóðanna um að bjóða meðlimaríkjum sínum og þátt- tökuríkjum í stofnunum S. Þ. /' NAIShnútar S V 50 hnúiar ¥ Snjó/coma > 06,i \7 Skúrir IC Þrumur Kufdaski/ Hitaski! H HatÍ L Latqi ísbeltið v/ð Grænland á kortinu ÍSBELTIÐ við Grænland er teiknað á kortið í dag. Upp- lýsingar þessar eru samkvæmt hafiskönnun Dana á Græn- .andi. Svæðið við Hvarf var athugað 14. þ.m., en nyrðra svæðið 10 þ. m. Var ísinn víða gisinn yzt, en hafþök nær landi. Stórar vakir voru aust- ast, eða þar sem ísröndin sveig ir til suðausturs í áttina til íslands. Talsvert var um borg- arís miðja vegu milli Angmasa lik og Aputiteq. Lægðin á kortinu er um 750 sjómílur SV af Islandi. Hún þokast N eða NA og mun ásamt hæðinni yfir Norður- löndum halda áfram að beina s hlýju lofti hingað til lands úr s suðaustri í nokkur dægur enn. ■ Veðurspáin kl. kvöldi: 10 í gær- j SV-mið: Allhvass austan og \ SA, stormur austan til í nótt, S skýjað en úrkomulítið. SV-land, Faxaflói og Faxa- ; flóamið: A-kaldi og síðar stinn S ingskaldi, skýjað með köflum. | Breiðafj. til Austfjarða og; Breiðarfj.mið til NA-miða: s SA-gola, léttskýjað. i SA-land, Austfj.mið og SA- \ mið: A-kaldi, skýjað en úr-s komulaust að mestu. S S Misrœmi í skattlagningu Ur ræðu Magnúsar Jónssonar I FRAMSÖGURÆÐU sinni fyrir nefndaráliti meiri hluta fiárveitinganefndar drap Magnús Jónsson á misræmi það sem nú er í skattlagningu benzínbifreiða og dieselbif- reiða. Komst hann þannig að orði: —f sambandi við benzínskatt- inn er nauðsynlegt að gera sér grein fyrir því, að dieselbifreið- um fjölgar stöðugt, og þeim mun fjölga því meir sem misræmi verður meira í skattálagningu á benzínbifreiðar og dieselbifreið- ar. Rúmlega 10 af hundraði allra vörubifreiða voru um síðustu áramót með dieselvélum eða alls 615 bifreiðar. Skattar og tollar af benzíni mun nú vera 1,91 af hverjum benzínlítra, en allur skattur á hráolíur kr. 3,17 a hverja þúsund lítra, samkvæmt upplýsingum, sem vegamála- stjóri hefir tekið saman fyrir fjár veitinganefnd. Skattur á benzíni er því liðlega 600-falt hærri en á hráolíu. Diesel-bifreiðar greiða að vísu allmikla hærri þungá- skatt en benzínbifreiðar, en þeg- ar fimm tonna benzínbifreið hef- ur ekið 30 þús. km. hefir hún greitt þrefalt meira í skatt af Dagskrá Alb’mgis í DAG eru boðaðir fundir í báð- um deildum Alþingis. Eitt mál er á dagskrá efri deildar: Síldarút- vegsnefnd o. fl., frv. — 1. umr. Á dagskrá neðri deildar ar eitt mál: Jarðræktarlöv. fry — 3. umr. Þessi ráðstefna hefði ekki umboð til þess að fjalla frekar um þetta mál. — Urðu nú alllangar um- ræður, sem settu drungalegan svip á ráðstefnuna — endurtekn- ing þess, sem gerist á flestum alþjóðaráðstefnum, að því er varðar Kína. Engin atkvæða- greiðsla fór fram, þar sem Rúss- inn bar ekki fram neina tillögu. * WAN PRINS FORSETI ÖÐRU SINNI Næst stóð upp fulltrúi Ind- lands, Asak Sen, og stakk upp á Wan prins frá Síam sem forseta ráðstefnunnar. Hann var einnig forseti ráðstefnunnar 1958 og reyndist íslendingum heldur óvin samlegur. Ekki kom fram önnur tillaga um forseta og var Wan prins því kosinn. — Hann þakk- aði og tók við fundarstjórn. Futti hann 10 mínútna ræðu og skor- aði á fulltrúa að beita allri vizku sinni, hæfileikum, þolinmæði — og sáttavilja, til þess að ná rétt- látu og sanngjörnu samkomulagi, sem uppfyllti kröfur tímans. Fullvissaði hann fundarmenn um, að hann mundi gera það, sem í hans valdi stæði, til þess að árangur næðist. — ★ — Correo frá Ekvador var í einu hljóði kosinn formaður heildar- nefndar, sem er eina starfandi nefndin. A hún að sitja á fundum alla næstu viku. Fundir hennar geta kallazt alls herjarfundir, eru 'opnir fyrir al- menning. Hugsazt getur, að und- irnefndir verði stofnaðar. — A morgun verður áfram allsherj- arfundur, kosningar og almenn- ar umræður. — Wan prins skor- aði á sendinefndir að skila til- lögum sem fyrst. Búizt er við kanadisku tillögunni strax, en Bandaríkjamenn draga sennilega eitthvað að leggja sínar tillögur fram formlega. Hlutavelta Sjálfsbjargar SJÁLFSBJÖRG, félag fatlaðra í Reykjavík, efnir til hlutaveltu í MÍR-salnum, Þingholtsstræti 27, þann 20. marz n.k. Einna efst á baugi hjá félaginu er að bæta úr húsnæðiserfiðleik- um þeim, sem margir fatlaðir hafa við að búa, og verður hluta- veltan skref í áttina til fjárhags- grundvallar að byggingu sambýl- ishúss fatlaðra. Ágreíningur um neðan- iarðarsprengju Genf, 11. marz — (Reuter) — FULLTRUI Sovétríkjanna á fundi stórveldanna Um bann við kjamorkuvopnatilraun- um, Tsarapkin, gagnrýndi á fundinum í dag þá fyrirætlun Bandaríkjanna að sprengja „kjarnahleðslu“ neðanjarðar í janúar næsta ár. Kvaðst hann harma þessar fréttir. — Fréttaritarar tóku þó fram, að Tsarapkin hefði verið hógvær í orðum, miðað við ýmsar fyrri árásir hans á Banda- ríkin. Eden varar við bjartsýni JLONDON, 17. marz (Reuter Anthony Eden, fyrrverandi forsætisráðherra, sem kom til Lundúna í dag frá Vest- ur-Indíum, varaðí menn við of miKilli bjartsým á árang ur af afvopnunarráðstefn- unni í Genf — heims- vandamálin væru síður en svo auðveldari viðfangs en áður, miklu fremur gerðust þau nú erfiðari á ýmsum sviðum. — Agreiningur Framh af bls. 1 lcgur andi hafi ríkt á ráðstefn- unni í dag. -Jé Gagnrýni í Moskvu Moskvuútvarpið gagnrýndi til- lögur vestrænu ríkjanna all- ha.rðlega í dag. Sagði það, að þær endurspegluðu kröf- ur „Pentagon-hershöfðingjanna" bandarísku, eins og það var orð- að, um áframhaldandi vígbúnað og tilraunir með kjarnorkuvopn. Þá sagði útvarpið, að í tillögun- um væru á engan hátt „túlkaðar skoðanir almennings í heimin- um“. Þá hafði útvarpið það eftir stjórnarblaðinu „Izvestia", að til- gangurinn með tillögunum væri að „koma á eftirliti með vopna- bu. . , ekki afvopnun! •fa „Óheppileg áhrif“ Sovétfulltrúinn lét svo um mælt, að tilkynningin um þessa fyrirhuguðu sprengingu hlyti að hafa „óheppileg áhrif“ á starf ráðstefnunnar. Sagði hann, að ekkert samkomulag hefði enn náðst um þá grein væntanlegs samnings, sem kveða skyldi á um kjarnasprengingar, sem fram- kvæmdar væru í friðsamlegum tilgangi. Kvaðst hann vona, að austur og vestur hefðu náð heildarsamkomulagi um þessi mál, áður en til þess kæmi, að Bandaríkjamenn framkvæmdu umrædda sprengingu. ir Wadsworth mótmælti Wadsworth, fulltrúi Banda- ríkjanna, svaraði Tsarapkin og sagði, að þar sem þegar lægi fyr- ix samkomulag í grundvallaratrið um um það, að í væntanlegum heildarsamningi yrði ákvæði, sem leyfði slíkar „friðsamlegar" sprengingar, sæi hann ekki, að neitt gæti mælt gegn því, að Bandaríkin héldu fast við þessa áætlun sína. benzíninu en nemur þungaskatti dieselbifreiðarinnar. Ef ekki verð ur breyting á þessu hlutfalli, má ótvírætt gera ráð fyrir, að tekjur af benzínskatti fari á næstunni minnkandi. Er því nauðsynlegt að taka málið í heild til endur- skoðunar. Eðlilegt er að umferð- in beri að verulegu leyti uppi kostnað við vegakerfið, og þótt vafalaust sé þjóðhagslega skyn- samlegt að örva notkun diesel- bifreiða, þá má ekki hafa mis- mun álagnanna of mikinn. Ber í því sambandi að geta þess, að dieselbifreiðarnar eru yfirleitt stórar og þungar og fara því verr með vegina en benzínbifreiðarn- ar. Syngman Rhee f or- seti í fjórða sinn SEUL, Suður-Kóreu, 17. marz. Reuter: — í forsetakosningunum í Suður-Kóreu á þriðjudaginn var Syngman Rhee endurkjör- inn forseti í fjórða skipti í röð — hlaut hann 92% greiddra at- kvæða, eða rúmlega 9,6 milljón- ir. Rhee er nú 84 ára að aldri. Flokksbróðir hans, Lee Ki Poong, var kjörinn varaforseti með yfirgnæfandi meirihluta, eða 78% greiddra atkvæða. — Stjórn arandsíöðuflokkurinn, demókrat- ar, hefir lýst því yfir, að kosn- ingarnar séu ólöglegar, þar sem margs konar rangindi og hlut- drægni hafi verið viðhöfð t. d. við talningu atkvæða — og muni flokkurinn kæra til æðsta dóm- stóls landsins til þess að fá kosn- ingarnar ógiltar. Kosningabaráttan var mjög hörð, og í uppþotum, sem urðu í Masan á kosningadaginn, biðu 14 manns bana, en 39 særðust Litli priiisiiui ljósmyndaður LONDON, 16. marz. (Reuter):— Tvennt gerðist merkilegt í kon- ungsgarði — eða réttara sagt „drottningargarði“ — í dag. — I fyrsta lagi veitti Elísabet drottn- ing formlegt samþykki sitt við ráðahag þeirra Margrétar prins- essu óg ljósmyndarans Arm- strong-Jones. Var þetta forms- atriði, samkvæmt lögum. Hjóna- vígslan á að fara fram 6. maí n.k. í Westminster Abbey. I öðru lagi voru teknar fyrstu myndirnar til opinberrar birt- ingar af hinum nýfædda prinsi — ásamt foreldrum og systkinum. Myndirnar tók hinn kunni ljós- myndari Cecil Beaton. Ný pund Sýnishom af nýju punds- seðlunum NÝIR pundsseðlar voru teknir í notkun í Bretlandi í gær og eru bankagjaldkerar, þeir sem ekki eru örfhentir, öskuvondir. Englandsbanki hefur nefnilega látið prenta númer seðlanna efst vinstra megin og neðst hægra megin, en það er alveg öfugt við það sem verið hefur undanfarnar aldir. Edgar Bell, formaður samtaka bankastarfsmanna, segir að hinir nýju seðlar muni tvöfalda Vuuu gjaldkeranna. „Annað hvort verða þeir að nota vinstri höndina, sem er ó- þægilegt, eða þeir verða að taka upp hvern seðil fyrir sig“. Gjaldkerar bankanna eru van- ir því að athuga númerin á nýj- um peningaseðlum sem þeir fá, tii að ganga úr skugga um að ekkert vanti í pakkana. Fletta þeir þá seðlunum á efra horni hægra megin með miklum hraða.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.