Morgunblaðið - 18.03.1960, Síða 3

Morgunblaðið - 18.03.1960, Síða 3
Föstudaffur 1R mar7 1960 MORGUNBLAÐIÐ 3 Dularfulli togarínn til Eyja VESTMANNAEYJUM, 17. marz. — Um sex leytið í kvöld lagðist togarinn „dularfulli“, sem í fyrra dag kom inn til Seyðisfjarðar, að bryggju hér í Vestmannaeyjum. Þetta er 454 tonna togari, ný- kominn úr slipp í Hollandi. Er hann sagður eign Livarnos, tengdaföður Onassis skipakóngs, og er áhöfnin belgísk og grísk, skipstjóri belgískur. Togari þessi hefur einhverja bráðabirgðaskráningu í Grims- by. Mun hann ætla að fá hér keyptan nýjan fisk, en ólíklegt er að það takizt. Er sennilegt að ókunnugleiki á staðháttum valdi þessari ferð hans hér norður tii íslands. Annars kom hann ekki hingað fyrr en síðdegis í dag, eins og áður er sagt, og hefur því ekki enn gert neina tilraun til að fá fisk. Annarri umræðu um fjárlög lauk í gær ANNARRI umræðu um fjárlög lauk í samainuðu Alþingi í gær, en atkvæðagreiðslu var frestað og mun hún ekki fara fram fyrr en eítir helgi. Eins og segir ann- ars staðar í blaðinu hófst fund- . urinn í gær með því, að forsætis- ráðherra rnælti fyrir breytingar- tiiiögu, er hann flytur við fjár- lög. Auk hans töluðu allmargir þingmenn fyrir einstökum breyt- ingartillögum við fjárlögin og tóku þessir þingmenn til máls á fundinum: Halldór E. Sigurðsson, Ásgeir Bjarnason, Geir Gunn- arsson, Sigurður Bjarnason, Gunnar Jóhannsson, Karl Kristj- ánsson, Björn Fr. Björnsson, Ágúst Þorvaldsson, Garðar Hall- dórsson, Sigurvin Einarsson og Sigurður Ágústsson. t ' Fisklöndun í Cuxhaven. Oartir ráönir til fiskvinnu jCuxhaven ÞÝZKT fyrirtæki auglýsti ný- lega í Esbjerg í Danmörku eftir fólki til að vinna við fislv iðnaðinn í Cuxhavem. — 40(T konur og karlar gáfu sig fram, og úr þeim hópi valdi fulltrúi Þjóðverjanna fjóra karla og tvær konur. Fulltrúinn, sem heitir H. Dúring, sagði að mikill skort- ur væri á verkamönnum í V- Þýzkalandi. I Cuxhaven vant- aði sérstaklega vana flakara, en einnig flutningaverka- menn, sem búizt var við að unnt væri að fá í Esbjerg. — Margir af þeim sem sóttu um vinnu, hafi hætt við það þeg- ar þeir heyrðu að launin væru lægri þar en í Esbjerg. Þess vegna mætti ekki líta það með gagnrýni að ekki væru ráðnir nema sex af 402 umsækjend- um. Hér væri um algera til- . S raun að ræða, til að sjá hvern- | ■ ig Dönum félli vinnutilhögun- , 1 in í Þýzkalandi. Aflinn boðinn upp. 1.0- m m -m m m m * m* STAK8TEIIVAR Gagnlegar framkvæmdir Þannig framfylgja þá Fram- sóknarmenn þeim kröfum sín- um að dregið verði úr útgjöld- um og f járlögin lækkuð. Þeir Játa sína eigin fulltrúa í fjárveitinga- nefnd flytja tillögur um gífur- legar hækkanir!! Sparnaður í TÍkisrekstrinum 1 hinni glöggu framsöguræðu sinni við 2 .umr. f járlaga, minnt- ist Magnús Jónsson m.a. á nauð- syn sparnaðar í ríkisrekstrinum. Hann kvað það engum efa bund- ið, að á ýmsum sviðum ríkis- rekstrarins mætti spara töluvert fé með samfærslu og betra skipu- lagi á vinnubrögðum. Hann komst síðan að orði á þessa leið: „Því mega menn hins vegar ekki gieyma, að meginhluti út- gjalda ríkissjóðs eru lögbundnar greiðslur til þjónustu, sem talið hefur verið nauðsynlegt að þjóð- félagið veitti þegnum sínum. Og það eru einmitt þessi útgjöld, sem mest vega í árlegum útgjalda auka ríkissjóðs. Eigi að ná fram verulegum sparnaði, verða menn því að vera við því búnir, að skerða eitthvað þá þjónustu1*. Aðfarir Framsóknar Háttalag Framsóknarmanna hef ur vakið mikla athygli í sam- bandi við afgreiðslu fjárlagafrum varpsins fyrir árið 1960. Þeir hafa I húðskammað ríkisstjórnina fyrir það, hve f járlögin séu há, og hvergi verði vart við viðleitni til þess að draga saman ríkisrekst- urinn og spara. En í sama mund og Framsókn- armenn halda uppi þessum ádeil- um á ríkisstjórnina, láta þeir full ' trúa sína í f járveitinganefnd flytja tillögur um stórkostleg auk in útgjöld og gífurlega hækkun fjárlaganna. Hefur áður verið frá því skýrt, að Framsóknarmenn leggja til að tekjuáætlun fjárlaga verði hækkuð um nær 100 millj. kr. og útgjöld aukin svo til að sama skapi. Breytingar stúdenfum Samtal v/ð tormann stúdentaráðs a kosningalögum hitamál EINS og skýrt hefur verið frá hér í blaðinu, er mikið um að vera hjá háskólastúdentum þessa dagana. Lagt hefur ver- ið fram og samþykkt á al- mennum stúdentafundi frum- varp um breytingar á lögum stúdentaráðs Háskólans. Er meginatriði þessa frumvarps að kosningarnar skulu vera einstaklingskosningar og fara fram innan deildanna, í stað almennra listakosninga, sem verið hafa síðasta aldarfjórð- ung. Tíðindamaður Morgun- blaðsins sneri sér í gær til deildir að meira eða minna leyti. Þ á v a r fyrir- komulaginu gjör breytt og tekin upp listakosning og allir stúdent- ar gengu sam- tímjs að kjör- borði. Pólitísk fé lög v o r u starf- andi innan skól- ans meðan deild arkosningar tíðkuðust og áttu sína fulltrúa i ráðinu þá sem nú. Hreyfingar, sem haft hafa það að markmiði að stemma stigu við pólitísku stúdentaráði, hafa komið fram öðru hverju og síðast formanns Stúdentaráðs, Árna "ú 1 stúdentaráðskosningunum i • , haust. Flestar þessar hreyfmgar Gretars Fmnssonar, stud. jur., og leitaði hjá honum upplýs- inga um málið. Sagðist hon- um m. a. svo frá: — Stúdentaráð var stofnað 1920 og hefur meginverkefni þess frá upphafi verið að gæta hagsmuna stúdenta, utan skólans sem innan, og vera málsvari þeirra. Fram til 1936 var kosning til stúdentaráðs bundin við hafa talið það vænlegast til ár- angurs þessu stefnumáli sínu að breyta kosningafyrirkomulagi til stúdentaráðs. Úr öllum stjórnmálafélögum — Eru nokkrir sérstakir aðilar sem standa að þeirri óháðu hreyfingu, sem upp kom í haust? — Að þeirri hreyfingu standa ýmsir aðilar. Það hefur komið fram að hún á sér stuðningsmenn úr öllum stjórnmálafélögum inn- an skólans. Tvö félögin með, tvö á móti — Hver er afstaða stjórnmála- félaga skólans til þessarar laga- breytingar? — Tvö af stjórnmálafélögum skólans, Félag frjálslyndra stúd- enta og Stúdentafélag jafnaðar- manna hafa lýst opinberum stuðningi við málið. Vaka, félag lýðræðissinnaðra stúdenta, og Félag róttækra stúdenta hafa hinsvegar snúizt gegn málinu, en eins og ég tók fram áðan ráða stjórnmálaskoðanir stúdenta ekki öllu um afstöðu þeirra til máls- ins. Sótt af kappi af báðum — Nú þarf annan fund um málið. Telur þú líklegt að það nái samþykki á þeim fundi? — Samkvæmt lögum stúdenta- ráðs þarf tvo almenna stúdenta- fundi, þar sem mættir eru a. m. k. V\ hluti háskólastúdenta til að samþykkja svo gilt sé breytingar á lögum stúdentaráðs. Fyrri fundurinn var haldinn sl. þriðju- dagskvöld og var þar samþykkt að breyta núgildandi skipulagi. Sá fundur var allsögulegur, að ekki sé meira sagt. Síðari fund- urinn mun fara fram í Sjálf- stæðishúsinu kl. 2 á laugardag. Samþykki hann breytinguna, er hún þar með orðin að lögum. Ég skal engu spá um, hver úrslit málsins verða þar, en það eitt er víst, að málið er sótt af geysi- legu kajlpi af báðum. Tiíraunir með taugagas LONDON. — Brezka blaðið Daily Mail skýrði frá því fyrir skömmu, að gerðar hefðu verið tilraunir með það í Bretlandi, hvaða áhrif hið svonefnda taugagas hafi á menn — og reynt að grafast fyr- ir um, hvort nokkur vöm sé til gegn því. — Þetta hefur nú verið saðfest af ábyrgum aðílum, að því er Lundúnafréttaritari norska blaðsins Aftenposten skýrir frá. Taugagas er margfalt hættu- legra en eiturgastegundir þær, sem notaðar voru í fyrri heims- styrjöldinni — og þær, sem til taks voru, en aldrei notaðar, í þeirri síðari. — Margir telja, að taugagas og önnur slík eiturefni, sem nú eru tiltæk, séu jafnvel enn hryllilegri eyðingarvopn en kjarnorku- og vetnissprengjur. Það hefur að vonum vakið talsverða athygli í Bretlandi, að slíkar tilraunir skuli nú gerðar þar — og að fást skuli sjálfboða- liðar í hernum til þess að láta reyna þetta hættuleea ejtur. 4 sér. í þessu sambandi skiptir það ekki meginmáli að margar þær útgjaldatillögur, sem Framsókn- armenn flytja eru vegna nauðsyn legra og gagnlegra framkvæmda. Hver einasti maður veit, að Al- þingi og f járveitinganefnd verður oftlega að taka afstöðu gegn aukn um útgjöldum til þarflegra hluta. Það sprettur einfaldlega af þeirri staðreynd, að þjóðina brestur fjár hagslegt bolmagn til þess að geta gert allt í einu. Margs konar verk I efni kalla að úr öllum áttum. En því miður er ekki hægt að sinna þeim öllum. Þetta skilur allur almenning- ur. Þess vegna baka Framsókn- armenn sér fyrirlitningu eina með yfirboðum sínum og tillög- ur um gífurlegar hækkanir á út- gjöldium fjárlaganna. Stakkur eftir vexti I Það er vissulega rétt, sem Magnús Jónsson, framsögumaður j meirihluta fjárveitinganefndar benti á 1 framsöguræðu sinni, að j íslenzka þjóðin verður í þessum I efnum eins og öðrum að sníða j sér stakk eftir vexti. Við verð- 1 um að miða útgjöld og eyðslu við fjárhagsgetuna á hverjum tíma. Ef þessi litla þjóð gerir það ekki, j kollsiglir hún sig, glatar f jár- I hagslegu sjálfstæði sínu og er þá skammt yfir í stjórnarfarslegt ó- : frelsi og niðurlægingu. En um þetta varðar Framsókn- armennina ekki neitt. Þeir eru í stjórnarandstöðu, og „hvað varð- ar þá þá um þjóðar hag?“

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.