Morgunblaðið - 18.03.1960, Qupperneq 11

Morgunblaðið - 18.03.1960, Qupperneq 11
Föstucfagur 18. marz 1960 MORCUNBLAÐIÐ 11 þess að koma í veg fyrir að aðrir seldu okkur vopn — hví skyldu þéir ekki hafa sprengt skipið? Bandaríkjastjóm tók ásökun þessa mjög alvarlega og sagt er að sendiherra Kúbu í Washing- ton hafi vart mátt mæla, er hann gekk af fundi Herters, utanríkis- ráðherra, eftir að hafa hlýtt á það sem Herter hafði að segja um ásökun Castros. Það stóð heldur ekki á mótmælum frá Kúbu og nökkrum dögum síðar flugu þær fregnir, að tékkneska stjórnin hefði boðist til að selja Kúbu- stjórn notaðar rússneskar orr- ustuþotur. Kúba er nú orðið eitt af höfuð- vandamálum bandaríska utan- ríkisráðuneytisins. í fyrsta lagi vildu Bandaríkjamenn ógjarnan að Castro opnaði dyrnar frekar fyrir Rússum. í öðru lagi hefur andróður Castros gegn Banda- rikjunum mikil áhrif meðal S- Ameríkuþjóða. Hver er ástæðan? 1 Washington gera menn sér tiigótur um að þrjár ástæður gætu einkum valdið andróðri Castros gegn Bandaríkjunum. 1 fyrsta lagi sé hann að blása upp hatur Kúbumanna á Banda- ríkjunum til þess að reyna að lengja líf byltingarandans og beina þannig athygli fólksins frá hinu mjög svo alvarlega ástandi efnahagsmálanna. í öðru lagi, að Castro sé í rauninni þeirrar skoð- unar, að ítök Bandaríkjamanna í atvinnu- og efnahagslífi Kúbu sé það, sem uppræta þurfi hvað sem það kostar. Castro hefur þegar þjóðnýtt mikið af fyrirtækjum, sem Bandaríkjamenn hafa átt á Kúbu, en ekki virðist það hafa leyst vanda efnahagslífsins. í þriðja lagi, að kommúnistar hafi nú orðið svo mikil áhrif á Castro, að hann ætli á þennan hátt að hjálpa Rússum til að auka áhrif þeirra í S-Ameríku. En hver svo sem ástæðan er, þá fylgjast menn með vaxandi áhuga með þróuninni á Kúbu, ekki sízt eftir heimsókn Mikoj- ans og efnahagsaðstoðina, sem Rússar veita Castro nú. ☆ I í VOR munu innanlands- flugsamgöngur hefjast á Grænlandi í fyrsta sinn og samgöngur verða nú betri við Grænland en áður. — Hingað til hefur Grænland verið nær einangrað og mjög erfitt hefur verið um samgöngur innan þess. — Danska Grænlandsverzlun- in hefur gert samning við kanadíska flugfélagið East- ern Provincial Airlines, sem áður hefur farið leigu- flug til Grænlands og hef- ur þegar töluverða reynsiu. Samningurinn gildir að- eins fyrir næsta sumar og er reiknað með, að Kanada- mennirnir haldi uppi samgöng- um milli 9 byggðarlaga á vestur- ströndinni með þremur flugvél- um: Einum Katalínubát og tveim ur einshreyfils sjóflugvélum af Ottergerð. Frá Straumfirði verð- ur flogið til Egedsminde og Hol- steinsborg í norðri og Sukkertopp en, Godthaab, Frederikshaab, Ivigtut, Julianehaab og Narssars- suak í suðri. SAS ráðgerir síðan að halda uppi góðum samgöng- um við Straumfjörð með við- komu flugvéla sinna á leiðinni Kaupmannahöfn — Los Angeles og er þess vænzt, að helztu byggð arlögin á vesturströnd Grænlands komist þannig í flugsamgöngur við Kaupmannahöfn. En þjónusta SAS verður þá að batna til muna frá því sem verið hefur. Svo hef- ur heitið, að félagið héldi uppi samgöngum við Straumfjörð. En iðurlega hafa flugvélamar, sem þar hafa komið við, verið þétt- setnar farþegum milli endastöðva og því ekkert rúm fyrir Græn- landsfarþega. Áætlað er, að kanadísku flug- vélarnar íljúgi í sumar samtals um 2.700 stundir og flytji um 7.000 manns. h.j.h. Ragnhildur Jakobs- dóttir í Ögri Nokkur minningarorð HÚN andaðist hér í Elliheimilinu Grund sunnudaginn 13. þ. m. Það hefur nú orðið hlutskipti mitt að minnast þessa látna æsku vinar míns og sveitunga með nokkrum orðum. Því miður verð- ur það ekki eins vel gert eins og ég hefði á kosið. Veldur því of knappur tími, sem mér hefur verið til þess ætlaður, að mæla eftir hana — sveitarhöfðingjann góða á hinu fagra og fornfræga höfuðbóli hennar, Ögri við ísa- fjarðardjúp. Ragnhildur var fædd í Ögri 29. sept. 1880. Foreldrar hennar voru hjónin Jakob Rósinkarsson, óðalsbóndi í Ögri, og kona hans Þuríður Ölafsdóttir. Jakob var albróðir Guðmundar óðalsbónda í Æðey, en móðir þeirra bræðra var Ragnhildur Jakobsdóttir Kolbeinssonar. Voru þeir bræð- ur. Jakob í Ögri og Guðmundur í Æðey, báðir nafntogaðir bænda- höfðingjar meðal Isfirðinga. Þur- íður í Ögri, móðir Ragnhildar var dóttir Ólafs hattamakara á Eyri í Skötufirði Ólafssonar. Stóðu að Ragnhildi merkar ættir í föður- og móðurkyn. Börn þeirra Jakobs og Þuriðar í Ögri, sem upp komust, voru Halldóra, Ragnhildur, sem hér verður minnzt, og Árni. Jakob var seinni maður Þuríðar í Ögri og naut hún og börn þeirra hans skamma hríð, því hann andaðist 21. marz 1894, á 40. aldursári. Jakob var þá, er hann lézt, orð- inn einn af helztu forgöngumönn- um Isfirðinga í framfaramálum þeirra. Hann var og hinn vask- asti athafnamaður í landbúnaði og sjósókn, enda blómgaðist fjár- hagur'“þeirra Ögurhjóna vel á rr.eðan hans naut við. Hafði Jakob á þeim árum, sem hann bjó í Ögri, ræktað þar eitt hið mesta og bezta tún og byggt tveggja hæða timburhús á háum steingrunni, sem að stærð og gerð bar mjög af öðrum húsum í sveit á þeim tíma. Mun Ögur þá hafa verið eitt hið veglegasta bóndabýli á landi hér. Fóru mannvirki þessi vel hinu sögu- fræga og fagra höfuðbóli. Með foreldrum mínum og Ögur hjónum var jafnan kær vinátta og er mér það í barnsminni hve mjög þau faðir minn og móðir syrgðu Jakob í Ögri látinn. Hann var fríður maður sýnum og höfðinglegur. giaður og reifur í allri framkomu. Hygg ég að fað- ir minn hafi engan sveitunga sinn tregað meira en hann, enda mátti svo að orði kveða að af andláti hans yrði hinn mesti héraðs- brestur. Eftir dauða Jakobs bjó Þuríð- ur ekkja hans í Ögri með börn- um sínum. En á árinu 1905 urðu þær mæðgur fyrir þeim harmi að sjá á bak Áma, sem var yngst ur barna þeirra Jakobs og Þur- íðar. Hann lézt í Kaupmanna- höfn á því ári. Þær systur, Hall- dóra og Ragnhildur, tóku við fullum búsforráðum í Ögri árið 1912 og ráku þar félagsbú til árs- ins 1933, en á því ári lézt Hall- dóra. Hafði Þuríður móðir þeirra andazt á árinu 1921 í hárri elli. Eftir lót Halldóru rak Ragnhild- ur ein búið í Ögri allt fram til ársins 1942. Var Gísli Sæmunds- son frá Hörgshlíð í Mjóafirði vestra ráðsmaður þeirra systra meðan þær stóðu fyrir Ögurbú- inu; dugandi maður og drengur góður. Hann andaðist seint á sl. ári hér í Reykjavík. Þær systur, Halldóra og Ragn- hildur, ólu upp nokkur börn í Ögri, þar á meðal bróðurdóttur sína, Líneik Árnadóttur, sem gekk að eiga Hafliða Ólafsson frá Strandseljum í Ögurhreppi. Tóku þau við búi í Ögri eftir Ragn- hildi árið 1942 og hafa búið þar síðan. Átti Ragnhildur heimili í Ögri þar til hún kom hingað, þrotin að heilsu, í októbermánuði á síðastliðnu ári. Bjó hún fyrst um mánaðartíma hjá frænda sín- um, séra Jóni Auðuns, dóm- prófasti, en síðan átti hún heim- ili á Elliheimilinu Grund og andaðist þar síðastliðinn sunnu- dag, eins og að framan er getið. Meðan þær systur, Halldóra og Ragnhildur, bjuggu í Ögri héldu þær uppi framkvæmdum og fullri rausn á hinu gamla höfuð- bóli. Létu þær virkja Ögurána og komu þar upp rafveitu til búsþarfa. Ennfremur byggðu þær upp góð og glæsileg peningshús á jörðinni. Þegar ég nú.að lokum minnist þeirra Ögurmæðgna er fyrst til þess að taka að Þuríður húsfreyja í Ögri kom mér svo fyrir sjónir að ég minnist þess ekki áð hafa kynnzt nokkurri konu sem gædd væri sterkari persónuleika en hún. Af börnum hennar var R&gnhildur henni líkust í sjón og ég hygg einnig í reynd. Báðar voru þær mæðgur vænar konur og vel vitibornar. Mátti vel hafa um Ragnhildi orð skáldsins, „að af henni bæði gustur geðs og gerðarþokki stóð“. Ragnhildur var drengur góður, trygg og vin- föst. Svo reyndist hún mér frá okkar fyrstu kynnum, er tókust þegar ég var ungur sveinn heima í sveitinni okkar og æ síðan. Minnist ég þess nú með gleði að framh. á bls. 23 KveÖja ÉG VIL með þessum örfáu lín- um flytja Ragnhildi í Ögri kveðju mína og minna. Mér bauð í grun við óvænt andlát Gísla ráðsmanns í Ögri að brátt myndi saga hins gamla Ög- urs öll eins og ég þekkti það og eins og mig langar til að minnast þess. Við andlát Ragnhildar í Ögri veit ég að nú er sagan öll og ég kveð hana með tárum. Djúpmenn þekktu 'hina stór- iátu og stjórnsömu húsfreyju í Ögri, dóttur Þuríðar Ölafsdóttur og Jakobs Rósinkranz. Ef til vill hefir sumum þeirra verið lítt skiljanlegt það hlutverk, sem hún tókst á herðar og því misskilið framkomu hennar. Kannski hefir þeim þótt kaldur gustur á stund- um frá ísienzku konunni, sem um árabil hélt uppi staðarins merki svo lengi sem kraftar entust og jafnlengi og sú gamla íslenzka sveitamenning var til. En lítil drengur, sem malaði fyrir hana kaffi í stóra eldhús- inu í Ögri fyrir tuttugu árum, hann veit, að í brjósti hennar sló hjarta elskunnar og mann- vinarins. Þegar hann eitt sinn kom grátandi heim og hafði týnt búsmala, þá strauk hún honum um vanga og sagði: „Þetta gerir ekkert til ljúflingur, en þegar þú ert orðinn stór, þá mundu mig um að gæta þess vel, sem þér er trúað fyrir“. — Þetta gat hún með sanni sagt, konan, sem trú- að hafði verið fyrir stóru hlut- verki og ein með guði sínum gengdi því með sóma. Ragnhildur í Ögri er gengin fyrir ætternisstapa. Minning hennar er óbrotgjörn og virðu- leg svo sem samdi henni sjálfri og því gamla Ögri. Sverrir Hermannsson jy j i | V ‘ { Ný sending af [ álj L 1 Hollenskum k- KÁPUM j f;' ■; 'É Stærðir frá: 36—52. | -90- 1 || íT Einnig lirval af |; 'i frúarkjólum ; | Í| Stærðir frá: 18y2— 22 V2 [f «i i C^uÉrun Rauðarárstíg 1. Vegna mikillar aðsóknar verður 8. kvöldskemmtun okkar í Austurbæjarbíói laugardag kl. 7. Aðgöngumiðasala í Austurbæjarbíói frá kl. 2 í dag. KARLAKÓRINIM FÓSTBRÆÐUR

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.