Morgunblaðið - 23.03.1960, Qupperneq 4

Morgunblaðið - 23.03.1960, Qupperneq 4
4 MORCVISBLAÐIÐ Miðvikudagur 23. marz 1960 Unglingsstúlka óskast í verksmiðju. — Upplýsingar í síma 10690. 4ra—5 herbergja íbúð óskast til leigu í vor. Tilb. skilist á afgr. blaðsins fyr- ir mánaðamót, merkt: — „Fullorðið fólk — 9930“. Barnavagn vel með farinn Pedigree barnavagn (minni gerð), óskast. Upplýsingar í síma 34217. — Mótorhjól ’52 modcl 7,5 hö., keyrt 30 þús. er- lendis, í góðu lagi, til sölu á Snorrabraut 65, sími 11078. — Saumastúlkur óskast nú þegar. Saumastofa FRANZ JEZORSKI Aðalstræti 12. Hárgreiðsludömur Nýleg hárþurrka til sölu. Upplýsingar í síma 35485, milli kl. 6 og 7. Herbergi óskast fyrir ungan reglusaman mann. — Upplýsingar í síma 13261, eftir kl. 1. 80 ær til sölu hey getur fylgt. Uppl. Þver árkoti, sími um Brúarland. Braggi niðurrifinn, til sölu. Járn galvinseruð. Uppl. Þverár- koti, sími um Brúarland. Svefnherbergishúsgögn nýleg, amerísk til sölu og sýnis að Blönduhlíð 14, kjallara, milli kl. 20 og 22 i kvöld og annað kvöld. Tll sölu lítið notuð borðstrauvél (Armstrong) til sölu. Tilb. •endist Mbl., fyrir föstu- dagskvöld merkt. „A. R. — 9925“. Bílskúr eða iðnaðarpláss ca. 20—30 ferm., óskast til leigu nú þegar, fyrir léttan iðnað. Tilb. merkt: „Iðn- aður — 9773“, sendist Mbl. fyrir laugard. íbúð 2ja—3ja herb. íbúð óskast sem fyrst eða fyrir 14. maí. Upplýsingar í síma 14712. Jarðýta til leigu Gísli og Hörður Sími 24737. Lítil 2ja herb. íbúð til leigu. Tilb. sendist Mbl., fyrir annað kvöld, merkt: „Laugavegur — 9934“. í dag er miðvikudagurinn 23. marz. 83. dagur ársins. Árdegisflæði kl. 02.17. Síðdegisflæði kl. 14.56. Slysavarðstofan er opin allan sólar- hringinn. — Læknavörður L.R. (fyrir vitjanir), er á sama stað kl. 18—8. — Sími 15030. Næturvörður vikuna 19.—25. marz er 1 Laugavegs apóteki. Næturlæknir í Hafnarfirði vikuna 19.—25. marz er Olafur Einarsson, sími 50952. I.O.O.F. 7 = 1403238 % = I.O.G.T. — Stiikan Mínerva nr. 172: Fundur 1 kvöld kl. 8,30. Kosning þing stúkufulltrúa og fleira. Kvenfélagið Aldan heldur bazar n.k. mánudag 28. marz í Góðtemplarahús- inu. Gjöfum er veitt móttaka hjá baz- arnefnd, eða formanni bazarnefndar: Frú Hildi Jónsdóttur, Holtsgötu 22, sími 18521. Frú Jenný Guðlaugsdóttur, Sólvallagötu 57, sími 16168. Frú Lovísu Halldórsdóttur, Laufásvegi 71, sími 13006. Frú Helgu Thorlacius, Nýlendu- götu 22, sími 12468. Stúdentar MR 1950. — Bekkjarráð 6. bekkjar 1949—50 hefur boðað til fund ar í Framsóknarhúsinu, uppi, fimmtu daginn 24. marz 1960 kl. 20.30. - M £ S SU R - Dómkirkjan: Föstumessa í kvöld kl. 8.30. Sr. Oskar J. Þorláksson. Fríkirkjan: Föstumessa í kvöld kl. 8.30. Séra Porsteinn Björnsson. Laugarneskirkja: Föstumessa í kvöld kl. 8,30. Sr. Garðar Svafarsson. Hallgrímskirkja: Föstuguðsþjónusta kl. 8,30. Sr. Sigurjón Amason. Neskirkja: Föstumessa f kvöld kl. 8.30. Sr. Jón Thorarensen. Betanía: Fimmtudagskvöld 24. marz fagnaðarerindið boðað á dönsku, og fimmtudagskvöld 31. marz er síðasta samkoman. Listamannaklúbburinn í baðstofu Naustsins er opin í kvöld. Umræðu- efni: Listamannalaun. Málshefjandi Hjörleifur Sigurðsson, listmálari. Björgunarsveit Ingólfs: — Munið æf- inguna í kvöld. Skagfirðingafélagið í Reykjavík held ur árshátíð sína í Sjálfstæðishúsinu n.k. föstudag. Hefst hún með borðhaldi kl. 19,30, en síðan verða flutt ávörp, skemmtiatriði og að lokum dansað til kl. 2. Kvenfélagið Hvítabandið: — Ljósa- stofa Hvítabandsins á Fornhaga 8 er opin alla virka daga frá kl. 2—5 e.h. — ★ — Ef þú hirðir soltinn hund og gefur honum að éta, bítur hann þig ekki. Sá er munurinn á manni og hundi. — Mark Twain. England er paradís kvenna, hreinsunareldur karla — og hel- víti hunda. — John Florio. — ★ — 1 Z 1 ■ ‘ ■ ? t 9 10 J ■ J ■ ■ " ■ ,s /6 1? m EL □ SKÝRINGAR:— Lárétt: — 1 vöknar — 6 spil — 7 rifuna — 10 óhreinindi — 11 stjórnarnefnd — 12 samhljóðar — 14 fangamark — 15 forfeðurna — 18 ófeiminna. I.óðrétt: — 1 aldan — 2 nagdýr — 3 hreyfing — 4 hafir hendur á — 5 stillti — 8 kjánar — 9 bor — 13 rekkjuvoð — 16 tónn — 17 einkennisstafir. Lausn síðustu krossgátu: Lárétt: — l'gróskan — 6 lóa — 7 aflanga — 10 sái— 11 til — 12 il — 14 fa — 15 kjaft — 18 hindr- ar. Lóðrétt: — 1 grasi — 2 Olli — 3 sóa — 4 kant — '5 Njála — 8 fálki — 9 gifta — 13 tað — 16 JN — 17 Fr. FLUGSTJORINN á hinni nýju flugvél Loftleiða Leifi Eiríkssyni, í fyrstu ferðun- um hefur verið Smári Karls son, sem er einn af eldri og Læknar fjarveiandi Sigurður S. Magnússon læknir verð- ur fjarverandi frá 14. marz um óákv. tíma. Staðg.: Tryggvi Þorsteinsson, Vesturbæjarapóteki. Viðtaistími 3,30— 4 alla virka daga nema laugardaga. Sími 1-53.40. Snorri P. Snorrason, fjarv. 3—4 mán- uði frá 22. febr. — Staðgengill: Jón Þorsteinsson. Skúraskýin grétu, sumarsólin hló. Rjúpan var að tína rjúpnalauf í mó. Valurinn yfir í vígahuga fló. Renndi hann sér niður og rjúpuna sió. Það hitti mig í hjartað, höggið, sem hann sló. Ég grét með öðru auganu, með hinu ég hló. Því ég er bróðir ránfuglsins, er rjúpuna sló, og rjúpan litla, systir mín, í valsklónum dó. (Orn Arnarson: Rjúpan). reyndari flugmönnum okk- ar. Smári er 36 ára, fæddur að Draflastöðum í Fnjóska- dal, en er Rangæingur að ætt — ættaður frá Stóru Mörk undir EyjafjöIIum og skyldur Þorsteini Erlings- syni. Hann var einn af íslenzku piltunum, sem fóru á stríðs- árunum vestur til Kanada og lærðu að fljúga af fóst- urföður íslenzkrar fluglist- ar, Konna Jóhannssyni. Smári hefur starfað í milli- landaflugi Loftleiða óslitið siðan 1947. Fréttamaður Mbl. hitti Smára nýlega og spurði hann hvernig honum líkaði við þessar nýju og stóru flugvélar. Það skal ég segja þér, sagði hann, að DC-6b er einhver bezta og öruggasta flugvél, sem framleidd hef- ur verið til farþegaflugs. Þær hafa hvarvetna gefið feiknarlega góða raun. Þeg- ar við flugmennirnir frá Loftleiðum fórum til Miami að taka á móti henni og æfa okkur, vorum við með bandarísku flugmönnunum, sem áttu að taka við þotum. Ég get sagt þér, að þeir kvöddu DC-sexuna hérum- bil með tárum og kviðu mikið fyrir því að eiga að fara á þotu. En þróunin er ör í flug- inu, sagði Smári Karlsson að lokum, fyrir tveim ár- um kepptust stóru flugfé- lögin um það að kaupa DC sexuna á 2 milljónir doll- ara. Nú gerir ekkert stóru télaganna sig ánægða með annað en þotu af Boeing eða Douglas gerð, sem kosta 5—10 milljónir dollara. Og svo selja þau beztu og ör- uggustu vélar sínar DC-sex urnar á 700 þús. dollara stykkið. JÚMBÖ Saga barnanna Þegar Júmbó tók tilhlaupið, missti hann buxurnar niður um sig — og féll kylliflatur á gólfið. Allir krakk- arnir fóru að skellihlæja, en hr. Leó hristi höfuðið og sagði, að Júmbó væri aldeilis einstakur bögubósi. — Nú færðu ekki heldur að fara út í þessum frímínútum, Júmbó, sagði hr. Leó. — Hérna er nál og þráður — og nú skaltu vera búinn að festa töl- urnar almennilega á buxurnar fyrir næsta tíma. Júmbó fór að reyna að þræða nál- ina, en hún var svo lítil og þráðurinn svo mjór, að það var næstum því eins og hann væri ekki með neitt á milli stóru handanna sinna. En nú kom hún Mikkí og bauðst til að hjálpa honum.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.