Morgunblaðið - 23.03.1960, Page 13

Morgunblaðið - 23.03.1960, Page 13
Miðvilíudagur 23. marz 1960 MORG 11NBLAÐIÐ 13 X Krúsjeff á í erfiðleikum eftir Edward Crankshaw ÞAÐ hefir aldrei verið mikil á- stæða til að ætla, að Krúsjeff sé einræðisherra á sama hátt og Stalín, með vald yfir lífi og lim- um sérhvers manns í landinu, þ. á. m. nánustu samstarfsmanna sinna. Jafnvel sumarið 1957, þegar Krúsjeff hafði, að því er virtist, rutt úr vegi öllum andstæðingum sínum, var ljóst, að hann treysti ekki einungis á stuðning sinna eigin áhangenda, svo sem Kiri- sjenkos, F. Kozlovs og Mukhitdin ovs. Hann treysti einnig á stuðn- ing manna eins og Suslovs, Mik- oyans og Aristovs, sem áttu Krúsjeff ekkert upp að inna en Stalín allt að þakka. Af hinum síðastnefndu var Mikoyan sjálf- sagður og öflugur liðsmaður, en ekki einu sinni hann leit (eins og við höfum heyrt frá Krúsjeff sjálfum) á hinn nýja leiðtoga sem óviðjafnanlegt forðabúr allr- ar vizku. Um hina fyrrnefndu er óhætt að segja, samkvæmt því sem við vitum um þá, að þeir studdu Krúsjeff ekki sem undirtyllur, heldur sem voldugir stjórnmála- menn með sín ákveðnu sjónar- mið. Af einhverjum ástæðum töldu þeir hentugt að styðja Krúsjeff, sem sjálfsagðan leið- toga, sem bezta forsætisráðherr- ann, sem völ væri á. Þetta munu þeir hafa gert í þeirri trú, að þeir gætu haft áhrif á stefnu Krús- jeffs, þegar þeir teldu það æski- legt. Slík ákvörðun var raunar eðli- leg. Krúsjeff hefir greinilega fleiri, stærri og stundum betri hugmyndir en nokkur annar meðal hinna æðstu manna. Hann er sá eini þeirra, sem er fæddur stjórnmálamaður (Rússland elur ekki greiðlega stjórnmálamenn í vestrænum skilningi þess orðs og myndi ekki þykja gott, ef svo væri). Hann er snilldarleikari; hann er atorkusamur að vissu marki; hann hefir ákafa sann- færingu; og hann getur túlkað sjónarmið sín. En þegar menn kjósa leiðtoga, jafnvel í Sovét- ríkjunum, þurfa þeir ekki endi- lega að hætta að hugsa og tala með sjálfum sér. í fjarveru Krúsjeffs Það er líka deginum lósara, að nánustu samstarfsmenn Krús- jeffs hljóta að fara með allmikla stjóm á eigin spýtur. Ég hefi ekki lagt saman, hve miklum tíma Krúsjeff hefir varið síðastliðið ár til að tala við gesti og ferðast innan og utan Sovétríkjanna. En það hefir verið alltof mikið fyrir mann, sem þyrfti að stjórna Sovétríkjunum í smáu og stóru. Sovétríkjunum er eigi að síður stjómað. Og jafnvel þótt Krús- jeff kunni að marka stefnuna í aðaldráttum, ef um sérstök meiri háttar mál er að ræða — áreiðan- lega oft að undangengnum hörð- um umræðum í forsætisnefnd flokksins — á eftir að leiða stefn- una til lykta í smáatriðum jafn- vel í stórmálum (við höfum eng- in tök á að vita, hve margar fyrir ætlanir, sem Krúsjeff voru hug- leiknar hafa farið út um þúfur). Enn fremur hljóta ákvarðanir um stefnuna x fjölmörgum minui háttar, en þó mikilvægum mál- um að vera teknar í fjarveru hans. Nýlega hefir ein af hans stærstu fyrirætlunum fengið þungan skell, eins og skýrt hefir verið frá. Það er enn of snemmt að tala um Nýræktaráætlunina sem hneisu, en það er viður- kennt, að nú steðji að henni mik- il hætta („Ástandið er mjög vont, mjög vont“, sagði Krúsjeff á fundi miðstjórnar kommúnista- flokksins í desember). Þetta hef- ir skaðað mjög alvarlega hina mikilfenglegu áætlun Krúsjeffs um stórkostlega útþenslu land- búnaðarins, sem efnahagurinn í heild er bundinn við. Krúsjeff hefir sætt gagnrýni fyrir þetta. Það er ljóst, að við vitum ekki allt, sem sagt var á þessum fundi, og við höfum alls enga hugmynd um, hvað sagt var á lokuðum fundum for- sætisnefndar flokksins á undan og eftir. En við sáum Krúsjeff reka á dyr einn af trygguscu fylgismönnum sínum, Beljaev, aðeins fáeinum dögum eftir að hann hafði fengið sérstakt lof og gullorðu frá miðstjórninni fyrxr starf sitt í Kazakstan. Við sáum enn fremur minni spámenn, svo sem Mazuroy, for- sætisráðherra Bjelo-rússneska lýðveldisins, dirfast að efast um mat Krúsjeffs á hinum stórkost- legu afrekum, sem unnin höfðu verið í stórgriparæktinni í Ryan- an. Krúsjeff hafði haldið þeim fram sem ágætu fordæmi. Og Mikojan á Keflavíkurflugvelli Polyansky, sem á sæti á þin|i forsætisráðherra Sovétlýðveld- anna gagnrýndi Krúsjeff undir rós fyrir það gáleysi að leggja niður dráttarvélastöðvarnar. Um fram allt sáum við Krúsjeff sjálf an í varnarstöðu. Stórbreyting í kjölfarið kom fall Kir:»ienk- os, án þess að það yrði gert opin- bert. Hann hafði um nokkurt skeið komið fram sem eftirmað- ur Krúsjeffs innan flokksins, verið náinn samstarfsmaður Krúsjeffs í mörg ái og sérstak- lega tekið 1 sínar hendur em- bættaveitingar innan flokksins um öll Sovétríkin. Við viturn ekki, hvort Kirisjenko varð að víkja, af því að hann hafi í aug- um Krúsjeffs verið orðinn of fyrirferðarmikill og hafi verið farinn að sýna lit á því að draga til sín of mikil völd (eins og Malenkov hafði fyrst gert og síð- Krúsjeff flytur ræðu an Krúsjeff) eða hvort Kiris- jenko var orðinn svo óvinsæll meðal félaga sinna, sem ekki voru fullkomlega tryggir Krús- jeffistar, að þeir notuðu erfið- leika Krúsjeffs í landbúnaðar- málum til að krefjast fórnar. En hver sem ástæðan var fyrir falli Kirisjenkos, hlaut það að hafa í för með sér stórbreytingu. Og það er svo að segja öruggt, að einn þátt þessara breytingar má sjá á upphafningu N. G. Igna- tovs, sem var ekki heldur gerð opinber. Ignatov er starfsmaður flokksins að atvinnu, öryggislög- reglumaður að upplagi og hefir átt skrykkjóttan feril og óljósan síðastliðin sjö ár. Á nýársdag fékk Ignatov, sem hafði alls ekK- ert gert á opinberum vettvangi um nokkurt skeið, einnig gull- orðu „fyrir störf í þágu verka- lýðsins." Hann kom næstur á eftir Krús- jeff og var settur ofar Aristov á lista, þar sem stafrófsröð var virt að vettugi. Með öðrum orð- um, mönnum var gefin vísbend- ing um, að Ignatov væri maður, sem þyrfti að taka tillit til. Og skipun hans í stöðu Kirisjenkos bendir til aukinnar kreddufestu í I forsætisnefnd flokksins á kostn- að frjálslyndari stefnu. Ekki allt spútnikar Krúsjeff á í öðrum erfiðleik- um. Ótti og örvænting hafa breiðzt út í hernum við síðustu fækkun. Malinkov marskálkur hefir sjálfur orðið að beina orð- um sínum til liðsforingja, sem leystir hafa verið úr hernum, og minna þá á, að það er skylda þeirra við föðurlandið að hætta að kvarta. f stuttu máli sagt: Lífið er ekki eintómir spútnikar fyrir atkvæða manninn Krúsjeff (sem hefir verið talsvert atkvæðaminni síð- ustu vikur), og það er á tímum leynclra erfiðleika eins og nú, sem við erum minnt á að leggja ekki of mikið upp úr því, að hann sé alltaf fær um að bæla niður leynilega andstöðu (Observer, einkaréttur Mbl ). Úr Austur-Skagafirði BlíðsKaparveður - Stórhríð - lílil sjósókn - Helítin að heiman. - Sextíu hross að Hólum BÆ, HÖFÐASTRÖND, 13. marz. — Líklega er hvergi eins mis- jafnt veðurfar hér á landi og í útsveitunum norðanlands. Bjart- ir blíðviðrisdagar og iðulausar stórhríðar geta skipst á með litl- um fyrirvara. Hér austan fjarðar var veðurfarið í janúar og fram um miðjan febrúar einmuna gott. Varla hittist fólk svo að veður- farið væri ekki dásamað og ekki var um annað meira talað, ef sleppt er viðreisnarfrumvarpi og öllu því umróti í hugum fólksins. En úr miðjum febrúar breytti um svip snjóaði þá á hverjum degi í rúman hálfan mánuð. Lengi vel var þó ekki mikil fönn og færi sæmilegt, en þar kom að færi versnaði, vegir tepptust, mjólkurflutningar stöðvuðust og hafa hálfgerð vandræði verið með þá flutninga utan við Kolkuá. Síðustu ferðir mjólkur- bíls var hann frá 7 til 10 tima frá Sauðárkróki og yfir á austur- landið, sem vanalega er ekki nema tæplega klukkutíma akst- ur, og svo endáði sá barningur með því að öxull og fleira brotn- aði í bilnum, en varastykki ekki fáanleg í landinu. Nú í tvo daga hefir verið ágætl veður, bjartviðri og hlýtt, snjór hefir þó lítið sigið því frost er um nætur. Búið er þó að gera slóðir og moka þar sem erfið- ast var svo að nú er greiðfært til Sauðárkróks. Lítil sjósókn Á þessum tíma er vanalega lít- ið um sjósókn hér á Skagafirði. Byrjað er þó að aflast rauðmagi en fulliítið ennþá handa mörgum, er langar í það nýmeti. Búnir eru sjómenn að leggja þorskanet Hafa þeir orðið varir eins og sagt er en mjög má það heita tregt enn sem komið er. Gera þeir sér þó vonir um að veiði glæðist þvi vart hefir orðið við átu og fugla- far. Sjómenn búa sig nú af kappi undir sumarvertíð, þ. e. a. þeir sem heima eru því allflestir þeirra fara á vetrum í suðurveg til sjósóknar og í atvinnu þar. Þorgrímur Hermannsson, báta- smiður, smíðar af kappi og hefir ekki undan beiðnum um viðgerð- ir og nýsmíði báta. Þykja bátar smiðaðir af honum reynast prýði lega. Dauft félagslíf Skemmtanalíf hér í austur- firðinum má heita frekar dauft sem von er þar sem helftin af ungu fólki er að heiman bæði í atvinnu og í skólum. Spilakeppni er þó höfð oftast nær einu sinni í viku á Hofsósi. Safnast fólk þar saman úr þorpinu og sveitinni. Ýmist er spilað bridge eða félags vist. Fólk hefir með sér kaffi, því að oftast er haldið út fram um þrjú til fjögur að nóttu. Sextíu hross á gjöf Á Hólum í Hjaltadal stunda piltar nám sitt af kappi. Einnig er mikill áhugi fyrir smíðanám- inu og tamningu hesta, sem nú stendur yfir. Er Páll Sigurðsson í Varmahlíð annað slagið á Hól- um til að leiðbeina piltum við tamningu og meðferð hesta. Sagt er mér að um 60 hross séu nú á gjöf á Hólum. Heilsufar hefir verið ágætt þar í vetur og eru piltarnir vel ánægðir með skóla- vistina. . Kristján Karlsson skólastjórj er nú á Búnaðarþingi, og er Ámi Pétursson kennari settur skóla- stjóri á meðan. * Heilsufar búfjár er talið nokk- uð kvillasamt hér í Austurfirðin- um, en hjá fólkinu í sveitunum og þorpinu Hofsósi er talið sæmi- legt heilsufar. — Björn.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.