Morgunblaðið - 23.03.1960, Qupperneq 14

Morgunblaðið - 23.03.1960, Qupperneq 14
14 / MORGUNBLAÐIÐ Miðvikudagur 23. marz 1960 MHKAÐURINN Hafnarstræti 11. Til sölu Glæsileg íbúð í nýju húsi að Borgarholtsbraut 9, Kópavogi. — íbúðin er um 130 ferm., 4 stofur, eld- hús, bað, þvottahús og geymslur. — Allt á sömu hæð. — Skipti á minni íbúð gegn milligjöf getur komið til greina. — Uppl. á staðnum í dag og næstu daga frá kl. 3—7 e.h. DOMUR Hinar margeftirspurðu SKÍÐABUXUR úr Helanca-elastic teyju efni eru komnar.. Þýzkir JERSEY-KJÓLAR BRÚÐARSLÖR o. fl. Hjá BÁRU Kristbjörn Kristjánsson Þilplötur - Veggspónn Fyrirliggjandi: Þakpappi, 2 teg. Veggspónn, Z teg. (ekta harðviður) WISA — þilplötur. (plasthúðaðar) Plastplötur á borð Kinangrunarkork 1“—l}/i“ Allt á gamla verðinu. F. 15. nóv. 1886. D. 14. febr. 1960 SÁ maður er varla til í öllum Borgarfirðinum, sem ekki þekkti hann Bjössa í Eskiholti meira eða minna, litla karlinn káta og fjöruga, sem hljóp oft margar bæjarleiðir í einni lotu á tveim- ur jafnfljótum, með einn fer- fættan sér við hlið, allt fram undir síðasta árið, sem hann gisti þennan heim. Það var furðulegt þrekið hans Bjössa og kjarkurinn óbilandi og fyrir einu ári síðan hefði enginn, sem þekkti hann, getað látið sér til hugar koma, að burtkvaðning hans úr þessum heimi væri jafn skammt undan og raun varð á. Hann var alltaf jafn ungur í anda og fullur af björtum vonum um framtíðina og lengi vel var hann viss um að hann mundi sigrast á banameini sínu, en þegar hann að lokum vissi, að hann mundi bíða ósigur fyrir dauðanum, sýndi hann svo vel, hvern mann hann hafði að geyma og þá sáu eftirlifendur hans, hversu mikið hraustmenni hann var: Ekki eitt einasta æðruorð kom út fyrir hans varir og þeir, sem stund- uðu hann síðustu dagana, voru undrandi yfir þeirri ró og still- ingu, sem hann sýndi, þótt lík- ami hans væri undirlagður af sár ustu kvölum. Þótt margur mað- urinn hafði tekið dauða sínum með karlmennsku, fyrr eða síðar, hafa þeir hinir sömu, ekki sýnt meiri hugarró en Bjössi sýndi á sinni banstund. Við systkinin í Eskiholti eig- um svo erfitt með að átta okkur á því, að hann Bjössi skuli vera farinn frá okkur. Skarðið, sem hann skilur eftir í fjölskyldu okkar, er svo stórt, að það verð- ur aldrei fyllt að nýju. Við eigum svo margar hugljúf- ar minningar tengdar þessum vini okkar, sem sá okkur öll al- ast upp frá fyrsta degi lífs okk- ar og ailtaf fagnaði hann komu nýs meðlims í fjölskyldunni og það var engu líkara en að hann ætti í ckkur hvert bein og hvern blóðdropa, svo mjög elskaði hann okkur öll og tók ekkert eitt okk- ar fram yfir annað, hann gat ekki verið okkur betri, þótt hann hefði verið faðir okkar og við lærðum fljótt að elska hann og virða og sú ást okkar og virð- ing dvínaði aldrei með árunum og lifir áfram í minningunni um hinn góða og trygga vin okkar Árið 1926 kom Bjössi fyrst að Eskiholti og þá til að fara í fjárleitir með heimamönnum þar, enda var Bjössi mikill leit- argarpur og stundaði þá iðju í fjöldamörg ár við góðan orðs- tir. Að mestu leyti upp frá því, taldi Bjössi sig eiga heimili sitt í Eskiholti, enda hafði hann ekki lengi verið þar, er hann varð eins og einn meðlimur fjölskyldu okkar og betri og tryggari fjöl- skyldumeðlim hefði enginn getað valið. Bjössi átti alla tíð sína í Eski- holti fáeinar kindur, sem hann hafði algjörlega út af fyrir sig og um þær hugsaði hann eins og þær væru börnin hans, enda var Bjössi einstakur dýravinur, ekki síur en mann- og barnavinur. Hann gat aldrei horft á það að- gerðarlaus, ef illa var farið með skpnur eða þeim misþyrmt á einhvern hátt. Margur hundurinn fylgdi Bjössa eftir um dagana og eins og allir vita, eru hundar tals- vert skynugar skepnur og finna það fljótt, hvort húsbóndi þeirra er góður maður eða slæmur og allir virtust hundarnir, sem Bjössa fylgdu, vera ánægðir með tilveruna og húsbónda sinn, það var engu líkara en hundar keppt- ust um að vera í nærveru hans og fylgdu honum, einn eða fleiri, hvert sem hann fór og treystu honum í einu og öllu, fyrir lífi sínu, hvað þá öðru, enda gátu þeir ekki átt betri vin og félaga í mann heimum og ef hundar gætu talað, mundu menn vera mun fróðari um alla þá hjarta- gæzku og mannkærleik, sem Bjössi bjó ætíð yfir, því að hann átti svo margar stundir lífs síns einn, með dýrunum sínum og í sambúðinni við þau, lýsa menn jafnan bezt hugarfari sínu, þá segja þeir svo margt, sem þeir láta aldrei uppskátt í, áheyrn meðbræðra sinna í mannheim- um. Varla höfðum við krakkarnir lært að tala, þegar Bjössi byrj- aði að kenna okkur að stauta og daga til stafs og þó of mikið væri að segja að við yrðum flug- læs eða skrifandi undir hans handleiðslu, kom það, sem hann kenndi okkur samt að miklum notum síðar meir, er við hófum skólagöngu okkar, hann hjálpaði okkur yfir erfiðasta hjallann. Sjálfur hafði Bjössi aldrei haft aðstöðu eða tækifæri til að Ikunni meira en margir langskóla gengnir menn og reglusemi hans var einstök í sinni röð, árveknin frábær, dugurinn og seiglan ó- drepandi og hugrekkið eftir því, hann óttaðist ekki erfiðleika lífs- ins. Þegar við systkinin vorum lít- il, heima í föðurgarði, biðum við alltaf með óþreyju eftir því á veturna, að Bjössi kæmi heim frá fjárhúsunum á kvöldin. Þá röðuðum við okkur öll, hringinn í kringum hann og hlustuðum með athygli á sögurnar, sem hann sagði okkur. Hann leiddi okkur inn í ókunn lönd ævintýranna og sýndi okkur alla þá leyndardóma, sem þau bjuggu yfir og hélt athyglisgáfu okkar vakandi með hverju orði sem hann sagði. Þessar stundir okkar með Bjössa voru ógleymanlegar, enda munu þær geymastog varðveitast í hug um okkar á meðan hjörtun slá í brjótsum okkar. Það var alveg sama hvað Bjössi tók sér fyrir hendur, að öilu gekk hann með jafnmiklum áhuga og atorku og sérhlífni var orð, sem ekki þekktist í hans orðabók og þótt annar handlegg- ur hans væri illa bæklaður, tutt- ugu síðustu ár hans, þætti okkur gaman að sjá þann mann, sem hefði staðið honum á sporði við slátt, með orfi og Ijá, slík ham- hleypa er vandfundinn á landi voru nú til dags. Greiðvikinn var Bjössi með af- brigðum. Ef bændurnir á bæjun- um kringum Eskiholt, báðu hann að hjálpa sér við eitt og annað, í einn dag eða í eina viku, var Bjössi alltaf reiðubúinn að rétta þeim hjálparhönd, svo framar- lega, sem hann gat komið því við og skiptu þá launin litlu. Eng- inn skaðaðist á því að hafa Bjössa í vinnu, því að vinnugleði hans og áhuginn fyrir starfinu, var meiri en venjulegt er meðal manna. Hann vann allt með jafn mikilli eljusemi, hvort sem hann vann fyrir sjálfan sig eða aðra. Bjössi var enginn skartmaður í klæðaburði og fötin, sem hann klæddist, voru ekki alltaf eftir nýjustu tízku, hann reyndi aldrei að sýnast annað en hann var, hann lifði alltaf hófsömu og heil- brigðu lífi og var sannkallað nátt úrubarn, sem þreifst bezt í skjóli íslenzku heiðanna og fjallanna. Ekki var hægt að segja að Bjössi hafi verið neinn hagleiks- smiður, en samt liggja eftir hann mörg sannkölluð listaverk, sem hann skar með vasahníf sínum út úr birkilurkum, sem hann fann úti á víðavangi á ferðum sínum og hafði með sér heim. Voru það helzt dýra- og manna- myndir, sem hann bjó til úr þess- um lurkum sínum. Enginn maður, sem ekki þekkti Bjössa, hefði getað trúað því fyrir einu ári síðan að maður- inn væri kominn á áttræðis- aldur, jafn léttur sem hann var í öllum sínum hreyfingum og við brögðum, jafnvel þá hefði hann ekki vilað fyrir sér að skokka þingmannaleið án þess að finna til nokkurra óþæginda af völd- um þreytu og stirðleika. Héðan í frá mun andinn hans Bjössa skokka við hlið okkar systkinanna léttari á sér en nokkru sinni fyrr. Við munum ekki sjá hann með augum okk- ar, en við munum oft finna til nærveru hans og hann mun sjá okkur og rétta okkur hjálpar- hönd, þegar honum finnst það við þurfa og hann mun vaka yfir velferð okkar og styrkja okkur á rauna- og þrautastundum. Með þessum fáu línum fylgir hinzta kveðja frá okkur syst- kinunum í Eskilholti: Helgu, Stjána, Gunnu, Svövu, Sveini, Rósu og Ásu. til Bjössa vinar okkar og félaga og við biðjum góðan guð að blessa hina göfugu sál hans og varðveita um alla eilífð. Sjálf munum við í hugum okk- ar varðveita minninguna um sam verutsundirnar sem hann átti :með okkur i þessu lífi. Systkinin Eskiholti. sem við söknum svo heitt og sækja skólanám, nema í skóla innilega. lífsins, en samt vissi hann og 2ja-3ja herb. íbúð óskast til kaups milliliðalaust. Tilboð er greini stærð, stað, verð og greiðsluskilmála sendist afgr. Mbl. merkt: „Örugg greiðsla—9936“,. SAVA - Hvað er það? S A V A er skammstofun á Sameinaða Verksmiðjuafgreiðslan Bræðraborgarstíg 7 SAVA hefur söluumboð fyrir 7 verksmiðjur, Þar á meðal verksmiðjuna ÍRIS, sem framleiðir AFRODITE og ÍRIS kvenundirfatnað, náttkjól a, peysur. LÍSU telpnaundir- fatnað, telpnablússur. Barna: plastsmekki, plastbuxur, gammósíbuxuir, galla og peysur. Dömu og herra hálsklútar. íþróttabúningar karla og drengja. ÍRIS

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.