Morgunblaðið - 23.03.1960, Qupperneq 15
MiðvikuflíifJiu- 23 mar7 1960
M n p rrr k n r 4 fí/fí
15
Áburðarverksmiðjan í Guf unesi. Verður henni breytt?
Bjami Helgason:
etri áburður
Bjarni Helgason: Betri áburðu
r mynd af áburðarverksm 222
NÝJAR og endurbættar á-
burðartegundir koma alltaf á
markaðinn öðru hvoru, enda
þótt flest af þeim nýja áburði
séu engin ný efnasambönd í
augum efnafræðingsins. Venju
lega eru þessar nýju áburð-
artegundir búnar til úr þekkt-
um efnum eða efnasambönd-
um, en hlutföllin milli þeirra
hins vegar höfð eitthvað
breytileg.
Alls staðar er það svo, þeg
ar nýjar áburðartegundir eða
áburðarblöndur eru kunngerð
ar ,að þær eru margreyndar
og gildi þeirra sem áburðar
sannreynt, áður en nokkrum
dettur í hug að gera þær að
verzlunarvöru, hvað þá að
ætlast til, að allir geti notað
þær með hinum bezta ár-
angri.
Kröfurnar, sem gerðar eru
eða kannski öllu heldur þarf-
irnar eru breytilegar frá einu
héraðinu til annars, jafnvel
frá einum bænum til næsta
nágranna. — Orsökin er
auðvitað sú, að jarðvegurinn
er mismunandi, kannski eru
líka aðrar jurtir ræktaðar og
einnig er veðrið breytilegt eft-
ir því, hvar er. Af þessum sök
um hlýtur áburðarþörfin og
jafnvel áburðarblanda sú, sem
mestum arði mundi skila, líka
að vera breytileg. — Það væri
næsta óvenjulegt, að það sem
gott reyndist á einum stað,
væri jafngott alls staðar.
í þessu sambandi má minn-
ast mannsins, sem tók sér fyr
ir hendur að finna út, hvern-
ig áburðurinn þyrfti að vera
til að fullnægja allra kröfum,
jafnt kröfum bænda, ráðu-
nauta og framleiðenda. Niður-
stöður hans voru í stuttu máli
þannig:
Áburðurinn verður að inni-
halda mikið af aðalnæringar-
efnunum, það er af köfnunar-
efni, fosfór og kalíum, nokkuð
af kalsíum, magníum og
brenriisteini og að auki helzt
eitthvað af snefilefnum þeim,
sem öllum plöntum eru nauð-
synleg. Áburðurinn verður að
vera kornóttur og hvert korn
sem næst 2—3 millimetrar í
þvermál. Hann má ekki
drekka í sig raka, fyrr en
hann er borinn á, en þá verða
næringarefnin líka að leysast
strax upp og verða nýtanleg,
jafnvel þótt jarðvegurinn
kunni að vera hálfskorpinn af
þurrki. Næringarefnin mega
hvorki bindast jarðveginum
né skolast burtu, þannig að
eftirverkanir geti átt sér stað,
jafnvel um nokkurra ára
skeið, á því magni, sem plönt-
urnar kunna að hafa skilið
eftir. í súrum jarðvegi skyldi
áburðurinn hafa afsýrandi á-
hrif, en hins vegar sýrandi, ef
sýrustig jarðvegsins er mjög
hátt. Þá skyldi nóg að hafa
aðeins ótæknifróða menn við
framleiðsluna og skyldu þeir
geta framleitt með hverjum
þeim vélakosti, sem fyrir
hendi væri. Og að lokum
skyldi áburðurinn geta drep-
ið illgresi og skorkvikindi og
jafnframt bætt eðlisástand
jarðvegsins.
Áburður sem þessi mundi
eflaust fullnægja flestum
kröfum, sem hægt væri að
gera í þessu efni, en að sjálf-
sögðu er þetta fjarstætt og að-
" eins ætlað til að benda mönn
um á, hve fráleitt það er að
halda, að hægt sé að framleiða
eina fullkomna áburðartegund
eða áburðarblöndu, sem allir
gætu haft hin sömu not af. En
engu að síður eru þetta nauð-
synleg atriði að hafa í huga,
þegar hugsað er um og talað
um endurbætur á áburðinum.
Þau mörgu atriði, sem til
greina koma, má segja að fel-
ist öll í þrennu: áburðargildi,
eðliseiginleikum áburðarins,
svo sem kornastærð hans, og
loks síðast en ekki sízt kostn-
aði, hvort kostnaður sé í sam
ræmi við raunverulegt áburð-
argildi.
Þessar hugleiðingar eru.sett
ar hér fram vegna þess, að
nokkrar umræður hafa orðið
á Búnaðarþingi því, sem enn
situr, um framleiðslu tilbúins
áburðar. Var. í því sambandi
gerð ályktun um „nauðsyn"
þess að framleiða hér bland-"
aðan áburð í stað Kjarna og
kalkríkan helzt að auki. En
þessi ályktun Búnaðarþings
er efnislega samhljóða álykt-
un þess frá síðastliðnu ári og
frá árinu 1958.
I beinu framhaldi af þess-
um fyrri ályktunum birtist
svo í búnaðarblaðinu „Frey“
í maí síðastliðnum grein eftir
verksmiðjustjóra Áburðar-
verksmiðjunnar um fyrirhug-
aðar breytingar á áburðar--*
framleiðslunni. Virðist þar
ætlunin að hefja framleiðslu
á blönduðum áburði, sem inni
héldi í senn köfnunarefni, fos
fór og kalíum, og spara þann-
ig mörgum bændum óhagræð-
ið af að blanda áburðinn sjálf-
ir. Er ekki nema gott eitt um
slíka þæginda þjónustu að
segja, en það, sem athyli vek-
ur i þessu sambandi er, að
minnzt er á þá skoðun og rök-
semd Búnaðarþings, að fram-
leiðsla á blönduðum áburði
yrði mikið framfaraspor, sem
mjög mundi tryggja réttari
áburðarnotkun hjá hverjum
og einum miðað við það, sem
nú er .
Þessi skoðun kann að vera
rétt að einhverju leyti, þótt
erfitt sé að átta sig á því, en
Framh. á bls. 23.
4 LESBÓK BARNANNA
GRETTISSAGA
5) Nú tekur Grettir við
hrossageymslunni, og leið svo
fram yfir jól. Þá gerði á kulda
mikla með snjóum og illt tii
jarðar. Grettir var lítt settur
að klæðum, en maður lítt
harðnaður. Tók hann nú að
kala., en Kcngála stóð á, þar
sem mest var svæðið, í hverju
illviðri. Aldrei kom hún svo
snemma í haga, að hún mundi
heim ganga fyrir dagsetur.
Grettir hugsar þá, að hann
skal gera eitthvað það belli-
bragð, að Kengálu yrði goldið
fyrir útiganginn.
•
6) Það var einn morgun
snemma, að Grettir kom til
hrossahúss, lýkur upp, og stóð
Kcngála fyrir stafni. Nú fór
Grettir upp á bak henni. —
Hann hafði hvassan hníf i
hendi og rekur á um þverar
herðar Kengálu og lætur svo
ganga aftur tveim megin
hryggjar. Hrossið bregður nú
hart við, því að það var bæði
feitt og fælið, eys svo að hóf-
arnir brustu í veggjunum.
Grettir féli af baki. Rekur
hann síðan út hrossin og til
haga. Eigi vildi Kengála bíta.
Og er skammt var af hádegi,
bregður hún við og hleypur
heim til húss.
7) Grettir byrglr nú húslð
og gengur heim. Ásmundur
spyr, hvar hrossin séu. Grett-
ir kvaðst geymt hafa í húsi
eftir vanda. Ásmundur segir,
að þá muni skainmt til hríðar,
ef hrossin vildu eigi standa á
í þvílíku veðri.
Líður nú af nóttin og elgl
kom hríðin. Rekur Grettir
hrossin, og þoiir Kengála
ekki í haga.
Hinn þriðja morgun fór Ás-
mundur til hrossanna. Hann
strauk eftir bakinu á Kengálu
og fylgdi þar með húðin.
Honum þótti undarlegt, hví
svo var orðið og kvað Gretti
þessu valda mundu. Grettir
glotti að og svaraði engu.
8) Bóndi gekk heim og var
málóði mjög. Húsfreyja svar-
ar: „Eigi veit ég ,hvort mér
þykir meir frá móti, að þú
skipar honum jafnan starfa,
eða hitt, að hann leysir alla
einn veg af hendi“.
„Nú skal og um enda gert
fyrir það“, sagði Ásmundur,
„en hafa skal hann viðurgern-
ing verri“. Ásmundur lét
drepa Kengáiu.
4 árg. ★ Ritstjóri: Kristján J. Gunnarsson 23. marz 196d.
Galdrajeppinn
Þegar Lalli var átta ára
fékk hann afmælisgjöf,
sem hann hafði lengi
þráð. Það var jeppi,
grænn á lit og gljáandi,
með vélarhlíf sem hægí
var að opna og krómaðar
luktir.
Lalla var svo mikið
niðri fyrir, að hann hafði
naumast lyst á morgun-
matnum sínum. Með
herkjubrögðum tókst hon
um að koma niður hálfri
sneið af franskbrauði og
svolitlum mjólkursopa, áð
ur en hann þaut út til að
leika sér að nýja bílnum.
Hann var rétt nýseztur
í hann, þegar hann heyrði
eitthvert undarlegt hljóð,
og um leið fór jeppinn að
taka allskonar kippi og
hossast til, svo að Lalli
skildi ekki neitt í neinu.
„Hvað er þetta?“, varð
honum að orði.
„Það er bara ég“, sagði
jeppinn, „mér þykir leitt
að gera þig hræddan".
„E-e-en“, stamaði Lalli
„ég vissi ekki að jeppar
gætu talað“.
„Það getur heldur eng-
inn, nema ég“.
„Þá hlýtur þú að vera
galdra-jeppi“.
„Já, auðvitað“.
Lalli var orðlaus af
undrun.
„Þetta er alveg dæma-
laust", sagði hann loks.
„En segðu mér, af hverju
ertu alltaf að kippast til?“
„Mér leiðist svo, að
standa kyr“, sagði jepp-
inn, „ég er mikið fyrir
hraðann. Ég get komist
gríðarlega hratt, þegar
galdrarnir fara að hrífa“.
„Má ég koma með“,
hvíslaði Lalli.
„Auðvitað", svaraöi
jeppinn, „þú átt mig
hvort sem er núna. En
þú mátt ekki láta mig
bíða of lengi“.
„Nei, nei“, sagði Lalli,
„ég skal gera alveg eins
og þú vilt“.
„Allt í lagi“, svaraSi
jeppinn, „þá förum við af
stað“.
Nú birtist mamma Lalla
í dyrunum.
„Flýttu þér, svo að þú
verðir ekki of seinn í skól
ann“, sagði hún.
„Já, ég skal sjá um
það“, svaraði Lalli glað-
lega. Þegar þeir höfðu
ekið dálítinn spotta, sagði
Lalli við jeppann: „Viltu