Morgunblaðið - 05.04.1960, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 05.04.1960, Blaðsíða 2
2 MORGXJlSnr jniD Þriðjudagur 5. apríl 1960 l\leð nýju útsvarslogunum verður Hámark veltuútsvara ðgfest 3 af Blekkingar framsóknarmanna um veltuútsvorin ftraktar á þingi í gær UMRÆÐUM um útsvars- lögin og fyrirhugaðar breyt- ingar á þeim var haldið áfram á fundi Neðri deildar Alþing- is í gær. Var Eysteinn Jónsson fyrstur á mælendaskrá, en eins og skýrt var frá hér í blaðinu fyrir helg- ina tók hann einnig til máls við fyrri hluta 1. umræðu og hafði þá flest á hornum sér, einkum að því er veltuskattinn sjálfan, svo og hann og samvinnufélögin snertir. Beindi hann til fjármála- ráðherra nokkrum spurningum varðandi einstakar greinar stjórn arfrumvarpsins. Óskaði E. J. eftir upplýsingum um, 1) Hversu víð- tækar væru heimildir bæja- og sveitastjórna skv. 3. gr. frv. til þess að víkja frá ákvæðum skattalaga um sérstakan frádrátt sjómanna, um tapsfrádrátt á milli ára og um fyrningarfrá- drátt. 2) Hvað átt væri við með Aðrir tónleikar Kammermíisík- klúbbsins 1 KVÖLD kl. 21 verða haldnir aðrir tónleikar Kammermúsik- klúbbsins í Reykjavík. Verða þeir kl. 21 í Melaskólanum. Á efnisskránni eru eftirtalin verk: Divertimentó eftir Joseph Haydn og þrír Kvintettar fyrir blásturhljóðfæri, eftir Finn Höff ding, Gyula David (f. 1913) og Antonin Rejcha (1770—1836). Hljóðfæraleikararnir, sem ann- ast flutning Kvintettanna eru Herbert Hriperschek, (horn), Peter Ramm (flauta), Gunnar Egilsson (klarinett), Karel Lang (Óbó) og Hans Ploder (fagott). Stjórnandi kammerhljómsveit- arinnar er Björn Ólafsson fiðlu- leikari. orðinu „velta“ í frumvarpinu, t. d. að því er umboðssölu snerti? 3) Hvort frumvarpið gerði ráð fyrir heimild til þess að leggja mishátt veltuútsvar á sömu við- skiptagrein. Verið gæti að það væri enn ekki ákveðið. 4) Hvort útsvör verði einnig frádráttarhæf við álagningu tekjuskatts? 5) Hvort veltuútsvar yrði tekið inn í verðlagsgrundvöll varanna? Slíkt hefði undanfarin ár verið mjög á reiki. Gunnar Thoroddsen, fjármála- ráðherra, tók næstur til máls og kvað sumar af spurningum E. J. gersamlega óþarfar, þar eð svör- in væru fyrirfram Ijós af fram- söguræðu sinni fyrir helgina. Þó kvaðst ráðherra mundu rekja þessi atriði, en áður vildi hann hann taka það fram, að fram- sóknarmenn færu með miklar blekkingar í sambandi við veltu- útsvörin. Þeir töluðu eins og nú væri verið að „lögfesta“ veltuút- svör. Það væri ekki rétt, heldur væri hér verið að lögleiða há- mark veltuútsvara. Veltuútsvar hefði tíðkazt um fjölda ára og verið talið heimilt, án þess að nokkurt hámark væri sett fyrir því í lögum. Það hefði verið lagt á í öllum kaupstöðum og fjölda annarra sveitarfélaga. Veltuút- svörin á sumum þessarra staða hefðu hins vegar verið hærri en næmi því 3% hámarki, sem í frumvarpinu væri gert ráð fyrir, þ. e. a. s. 4% og upp í 5% á stöðum, þar sem E. J. væri ákaflega vel kunnugt um. Það væri því verið að fara með hin- ar mestu blekkingar, þegar lát- ið væri í veðri vaka, að nú fyrst sé verið að leiða í lög heimildir til þess að leggja á veltuútsvör. Veltuútsvör hefðu á undanförn- um árum verið notuð samkvæmt heimild í gildandi útsvarslögum, ákvæðinu um niðurjöfnun eftir efnum og ástæðum og hefði gengið hæstaréttardómur um lög mæti þess. Að'alþýðing frumv. í sam- Dr. Banda hvetur til fridsemdar BLANTYRE, Njassalandi 4. apríl (Reuter). — Dr. Hastings Banda leiðtogi afrískra þjóðernissinna, sem sleppt var úr haldi fyrir þrem dögum, sagði í dag við hóp innfæddra, sem safnast hafði saman utan um jeppabifreið hans, að þeir yrðu að halda áfram að vera friðsamir og rólegir til að spilla ekki. andrúmsloftinu fyrir viðræður hans við Macleod ný- lendumálaráðherra Bretlands. Dr. Banda endurtók þessi orð sin seinna er hann talaði yfir 1.000 blökkumönnum fyrir utan bækistöðvar hans í borginni Limbe. Honum var ákaft fagnað er hann lýsti Macleod á þessa leið: „Mjög, mjög mikill maður, krist- inn heiðursmaður og mjög góð- ur „Mzungu" (hvítur maður). Síðan hélt Banda til Zomba, þar sem nokkur hundruð blökku manna hylltu hann við komuna. bandi við veituútsvörin væri því sú, að þau yróu nú tak- mörkuð frá því sem áður hefði verið og lögbundið 3% há- mark. Um leið væri ákveðin sú við- bótartakmörkun að því er höfuð- staðinn snerti, að þar mættu veltuútsvör þó í engu tilfelli á neinni tegund vöru vera hærri en var á sl. ári. Það nýmæli væri svo í frum- varpinu, að ætlazt væri til að nema úr gildi þau úreltu og rang látu ákvæði, sem skapað hefðu einni tegund verzlunar algera sérstöðu og fríðindi. Og menn mættu ekki láta ein- hliða tillit til einnar verzlunar- tegundar villa sér svo gersam- lega sýn, að þeim væri meinuð yfirsýn yfir málið í heild. Að svo mæltu vék fjármálaráð- herra að spurningum E. J. og komst í sambandi við þær m. a. svo að orði: J \ E. J. spyr í fyrsta lagi, hverjar séu þær undan- þágur, sem sveitarfélögin hafi gefið frá ákvæðum skattalaga, eins og segir í 3. gr., að víkja megi frá ákvæðum skattalaga varðandi sérstakan frádrátt frá tekjum, tapsfrádrátt milli ára og fyrningarfrádrátt. Ég gat þess og /* NA IShnúhr / S1/ 50 hnútar ¥ Snjókoma > ÚÓi ***' \7 Skúrir K Þrumur Kufdaski! 'Zs* Hifaski/ H HatS L* La</S Úrkoman hefur aukizt LÆGÐIN fyrir sunnan land er svo víðáttumikil, að hún ræður mestu um veður á norð- anverðu Atlantshafi. Hlý SA- átt nær nú yfir fsland, en á miðunum norður undan mun vera hvöss austanátt, þó að þaðan hafi ekki borizt nein veðurskeyti. Úrkoman hefur aukizt upp á síðkastið, var t. d. 18 mm á Fagurhólsmýri í fyrrinótt. VEÐURHORFUR SV-mið, hvass austan, rigning. SV-land, Faxaflói og Faxaflóa mið: Austan kaldi eða stinn- ingskaldi, dálítil rigning. — Breiðafj. til N-lands, Breiða- fjarðarmið: Austan kaldi, skýjað. Vestfjarðamið og N- mið: Austan átt, hvasst á djúpmiðunum, dálítil rigning. NA-land til SA-Iands, NA- mið til SA-miða: Austan átt, allhvasst og rigning. held, að það hafi komið skýrt og greinilega fram í minni fram- söguræðu að þessi frávik væru ákaflega misjöfn í hinum ýmsu sveitarfélögum. Varðandi t. d. tekjufrádrátt skatta sjómanna, hafa sum bæjarfélög, eins og t. d. Reykjavík, tekið hann til greina að fullu. í sumum öðrum sveitar- félögum er það svo, að þau hafa ekki treyst sér til að leyfa þenn- an frádrátt að fullu. Varðandi fyrningarfrádráttinn, er það líka mjög mismunandi. Ég tók fram og tek það enn fram, að þessu er ákaflega ólíkt farið í hinum ýmsu sveitarfélög- um og náttúrlega ógerningur að fara að gefa hér skýrslu um hvert einasta sveitarfélag á land- inu. En tilgangurinn með þessu ákvæði í 3. gr. laganna er sá, að ekkert sveitarfélag skuli, skv. þessum lögum, víkja frá ákvæðum skattalaga meira í óhag gjaldenda heldur Framh. á bls. 23. Furðufréttir frá Ghana — HVAÐ er að gerast í Ghana? — Svo spurðu margir Lundúnabúar um helgina eftir að hafa lesið grein í einu stórblaðanna þar, sem m. a. greindi frá því, að Nkrumah, forsætis- ráðherra í hinu nýstofnaða Afríkulýðveldi, léti nú dreifa um landið póstkort- um með myndum af sjálf- um sér og Jesú Kristi hlið við hlið. Að undanförnu hafa mikil átök átt sér stað í Ghana, enda þótt hvítir menn séu horfnir af vettvangi stjórnmálanna þar. Nkrumah, forsætisráð- herra, hefur látið fangelsa marga stjórnarandstæðinga, sem saka hann um einræðistil- hneygingar og því um líkt. Eitt er víst, að kostur stjórnarand- stöðunnar hefur verið þrengd- ur mjög. Gagnrýndur Á ráðstefnum frjálsra Af- ríkuríkja hefur mikið borið á Nkrumah að undanförnu og víða um heim er hann litinn sem talsmaður Afríkuþjóð- anna, sem ein af annarri brjót- ast nú til sjálfstæðis. En víða hefur hann líka verið gagn- rýndum, aðallega í BretlandL Virðist sem margir hafi orð- Dr. Banda mun halda flugleiðis til Lundúna n.k. miðvikudag. Nýtt tímarit rafvirkjameistara NÝTT tímarit, Rafvirkjameistar- inn, er nú að hefja göngu sína, og er 1. tbl. 1. árg. komið út. Tíma- rit þetta er gefið út af Félagi löggiltra rafvirkjameistara í Reykjavík og Landssambandi ís- lenzkra rafvirkjameistara og er ætlazt til að félagsmenn geti í því fylgzt með þeim málum, sem efst eru á baugi hverju sinni. Ritstjórn annast Árni Brynjólfs son og Gísli Jóh. Sigurðsson og mun það koma út „svo oft sem þurfa þykir“. Blaðið er hið vand- aðasta að frágangi og prentað í prentsmiðjunni Hólar. ið fyrir vonbrigðum með Nkrumah, jafnvel menn, sem drengilega studdu sjálfstæðis- kröfur Ghana á sínum tíma. Lyklar himnaríkis og gangan á vatninu Fréttaritari eins Lundúna- blaðanna, sem kom heim frá Ghana fyrir helgina, segir svo frá, að fylgismenn Nkrumah reki nú áróður fyrir honum sem væri hann nýr Messias. Á götum og gatnamótum eru seld póstkort með myndum af þeim Nkrumah og Kristi, á einu þeirra, segir fréttamaður- inn, er Kristur að afhenda Nkrumah lykla himnaríkis. Eitt af blöðunum í Ghana greidi jafnframt frá því fyrir nokkrum dögum, að Indverji einn í höfuðborginni Accra hefði séð svip Nkrumah — „ganga á vatninu“. í ritstjórn- argrein sama blaðs var bfent á mikilvægi þessarar fréttar. „Nkrumah-isminn" Blaðamaðurinn segir frá öðru í sama dúr og ennfremur, að „Nkrumah-isminn“, sé það, sem leysa eigi kristindóminn af hólmi á 20. öldinni þar suð- ur frá. En hann getur ekki skilgreint þennan nýja „isma“ og segir, að Ghana-menn eigi líka erfitt með það. En e. t. v. gefi setning, sem grafin sé á fótstall styttu Nkrumah fram- an við þinghöllina í Accra, ein hverja vísbendingu: „Leitið fyrst ríkis stjórnmálanna og allt annað mun veitast yður að auki“. Póstkort með mynd Nkrumah og Kristi. af

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.