Morgunblaðið - 05.04.1960, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 05.04.1960, Blaðsíða 8
8 MORGUNBLAÐIÐ Þriðjudagur 5. apríl 1960 v'JI©, __ TÚWCARO/Nt^/ r-sr'-'- ')íSrliS '‘s)"***>-*l/S-A\ F Y R I R nokkru var hér á ferð norskur vélaframleið- andi, Torgeir Erland að nafni frá Bryne. — Blaðamönnum gafst tækifæri til að hitta hann að máli. Erlands mask- infabrikk framleiðir fyrst og fremst ýmigkonar landbúnað- arvélar og tæki og eru marg- ar vörur fyrirtækisins þekkt- ar hér á landi. Þau tæki, sem elzt munu vera hér frá þess- ari verksmiðju, eru brynning- artæki í fjós og hafa þau reynzt mjög vel. — Við framleiðum langmest af mjaltavélum og brynningar- tækjum, segir Erland. Ég get til gamans getið þess að við seldum hvert skipti sem hún þarf að losa sig við úrgangsefni. Þetta tæki kalla þeir í Noregi „Ku- Rein“, sem skilgreinir til hvers það er ætlað, sem sé að halda kúnum hreinum. Tækið hefur nú hlotið fullkomna viðurkenningu. Illgresiseyðir Loks sýndi Erland okkur tæki, sem marga garðurkjumenn mun fýsa að nota til eyðingar illgresis í görðum. Þetta er ofurlítil skál með holu glerskafti. Skálinni er hvolft yfir illgresið, en í gler- skaftinu er eitur, sem eyðir plöntunum. Að loknu samtalinu við Erland framkvæmdastjóra var haldið í Vélsmiðjuna Héðin og gafst honum þar tækifæri til þess að skoða stærstu vélsmiðju okkar Islendinga. Lét hann mjög vel yfiv. Áburðardreifari fyrir húsdýraáburff. Vagninn má nota sem almennan fiutningsvagn er dreifingartækin eru tekin af hon- um. Þannig sést hann á neðri myndinni. Rætt við vélaframleiðandann T. Erland um landbúnaðarvélar talsvert af brynningartækjum hingað fyrir stríð, og enn hefur ekki þurft varahluti til þeirra. Hjalti Pálsson, forstjóri Drátt- arvéla hf., staðfestir þetta, en fyrirtæki hans hefur aðalumboð fyrir Erlands maskinfabrikk hér á landi. Glerhúffun mikil Á undanförnum árum hefur starfsemi verksmiðjunnar aukizt mjög ört og byggingar verið reistar. Seinasta stækkun var gerð til þess að auka möguleik- ana til glerhúðunar (emalering). Eftirspurn eftir glerhúðuðum plötum til klæðningar húsa hef- ur að undanförnu mjög aukizt Þá framleiðir fyrirtækið allskon- ar sprautur og dreifingartæki fyrir áburð og skordýraeitun Mykjudreifari Einnig framleiðir Erland dreif- ingartæki á vagna fyrir húsdýra- áburð og mun mörgum þykja það tæki hagkvæmt, því taka má það af vagninum þegar hætt er að keyra út áburðinn og nota vagn- inn svo til allra venjulegra flutninga. Stór þáttur í framleiðslu Er- lands eru dragtaugar á dráttar- vélar. Allskonar heyblásara framleiðir hann einnig og eru gnýblásarar þekktastir af þeim hér á landi. Hymas-skurðgröfur eru fram- leiddar hjá Erland og þær þekkja íslendingar nú orðið lítil- blaðamönnum, en það er sér- stakt rafmagnstæki til þess að knýja kýrnar aftur af básunum er þær þurfa að leggja frá sér úr- gangsefni. Tækið verkar þannig að er kýrin setur upp hrygginn til hægðanna snertir hún boga og fær ofurlítinn rafstraum og neyðist því til að stíga aftur af básnum. Dýravinir hafa verið á móti þessum tækjum og talið þau pyndingartæki, en tilraunir hafa sýnt að gripirnir venjast þeim á örskömmum tíma og það svo að óhætt er að taka þau frá gripunum eftir fáar vikur, van- inn er þá orðinn það sterkur að kýrin gengur aftur í flórinn í Tæki til eyffingar illgresis í görffum. Torgeir Erland. Iega. Hin fyrsta af þeirri gerð var keypt til Akureyrar í fyrra- sumar og mun hafa líkað þar vel. Tæki til aff halda kúnum hreinum Eina nýjung sýndi Erland Úr dagbók aðstoðarmanns Tals: imsmeistan réttum ham Myndin tekin í fjósi þar sem „Ku-Rein“-tækiff er notaff. Raf- magnsbogarnir hanga yfir hryggjum kúnna. „HVER VINNUR?" Hversu oft þessi spurning hefur verið lögð fyrir mig, veit ég ekki, en til þess að hætt yrði að „kvelja“ mig með slíkum spurningum, skrifaði ég grein í eitt af Rígu- blöðunum, þar sem ég gerði grein fyrir spádómum mínum um ein- vígið Botvinnik — Tal. Aðalspá- in var fólgin í því, að sá ynni, sem á úrslitaáfanga einvígisins gæti þvingað eigin skákstíl upp á andstæðinginn. Því verður ekki á móti mælt, að að undantekinni fyrstu skák- inni hefur Botvinnik tekizt að fá fram „sínar stöður“, og aðeins hin afburða meistaralega vörn Tals, sem kom ýmsum á óvart, gat komið í veg fyrir, að Bot- vinnik næði frumkvæðinu í sín- ar hendur, það er, tæki foryst- una í einvíginu. Skákvinir Ríguboigar, sem lásu grein mína, eiga nú eftir að fá svar við nýrri kveljandi spurningu. „Að hve miklu leyti tekst Botvinnnik að þvinga Tal undir vilja sinn?“ Þannig fór það og í fimrtitu skákinni, að Tal reyndi að sjálfsögðu að ná sókn, en Botvinnik varðist, og skyndi- lega kom í Ijós, að Tal varð að fara að svipast um til þess að geta bjargað sér á „þurrt land“! Þetta gerðist þannig: Hvítt: Tal Svart: Botvinnik 1. e4 c5 — Botvinnik velur Caro-Kann vörn, og ekki að á- stæðulausu, það er mjög erfitt fyrir hvítan að brjóta niður svarta virkið. 2. d4 d5 3. Rc3 dxe4 4. Rxe4 Bf5 5. Rg3 Bg6 6. Rge2 — Aðalhugmynd þessarar leiðar er að skapa sem fyrst hótanir á punktinn „e6“. 6.....e6 7. h4 h6 8. Rf4 Bh7 9. Bc4 Rf6 10. De2 — Þetta er harla algengt í þessu einvígi. — Tal býður Botvinnik upp á peð, en heimsmeistarinn hafnar. 10.....Bd6 — Auðvitað ekki 10.....Dxd4, vegna 11. Bxe6 fxe6 12. Rxe6. 11. Be3 — Tal hugsaði lengi um þennan leik, en að lokum kemst hann að þeirri niðurstöðu, að fórn á „e6“ stæðist ekki, þar sem að hægt er að svara 11. Bxe6 með 11......O-O! 11.....Rbd7 12. Rgh5 Rxh5 13. Rxh5 Hg8! — Þessi yfirlætis- lausi leikur er mjög góður, þar sem hann stöðvar sókn hvíts í fæðingunni. 14. g4.r? — Hefur Tal misst þolinmæðina? Eftir skákina sagði hann mér, að hér hefði hann komizt að þeirri niðurstöðu, að það væri alls ekki hægt að brjóta niður svörtu stöðuna, og hann hefði þá ákveðið að flækja taflið. En einnig í þetta sinn var árang- urinn ekki góður. Eðlilegra hefði verið að leika 14. O-O-O. 14.....Dc7! 15. g5 Bg6 — Ekki dugði 15.....Be4 16. Hgl Bh2? vegna 17. Bf4! 16. 0-0-0 0-0-0 17. Rg3 hxg5 18. Bxg5 Bf4f! 19. Bxf4 Dxf4t 20. De3 Dh6! 21. Bd3 Bxd3 22. Hxd3 Rb6 — Bot- vinnik teflir mjög fallega. Með hverjum leiknum sem liður, er sem hann klemmi Tal fastar í skrúfstikki. Það er furðulegt, að Tal skyldi ekki fallast hugur; að hann skyldi ekki finna hjá sér innri löngun til að „bíða dauð- ans“. 23. Dxh6 — Ef til vill hefði verið betra að leika 23. b3, til þess að opna ekki g-línuna fyrir andstæðinginn. 23.....gxh6 24. Hf3 f5 25. Hel Hd6 26. c3 Hg4 27. Re2 Rd5! — Þannig stýrir Botvinnik framhjá rifi einföldunarinnar; 27. .... Hxh4 28. Rf4 Kd7 29. Rg6 Hh5 30. Re5t Ke7 31. Hgl Hg5 32. Hhl 28. Hhl Hd8 29. Hg3' — Til þess að eiga auðveldara með að verja veikustu blettina, er mik- ilsvert að skipta upp á öðrum hróknum. 29.....Hxg3 30. fxg3 IIg8 31. Kdl Hg4 32. Kel Kd7 33. Kf2 IIc4 34. Hel Kd6 35. Rcl! Hxel 36. Kxel c5.' 37. Ke2 cxd4 38. cxd4 Rf6 — Tal hefur gert það sem hann gat, en einnig riddaraendataflið er svörtum í hag. 39. Kd3 Rh5 40. Re2 e5 41. a4/ — í þessari stöðu fór skákin í bið, og Botvinnik innsiglaði biðleik- inn. Biðskákina rannsökuðum við alla nóttina og daginn eftir. Við borðuðum aðeins súkkulaði og reyktum — tímdum ekki að eyða tima í mat. Hvaða leik hafði Botvinnik innsiglað? Það var spurning, sem við veltum fyrir okkur. Þegar biðskákin var tefld, k opnaði aðaldómari einvígisins, 0- Stahlberg umslagið með biðleikn um, og kom þá í ljós, að Bot- vinnik hafði ekki leikið sterkasta leiknum. Framhaldið varð: 41. .... Rf6 42. dxe5 — og eftir 42.....Kxe5 43. b4 — bauð heimsmeistarinn jafntefli, sem áskorandinn þáði þegar. Ef Botvinnik hefði hins vegar leikið sterkasta biðleiknum, 41. .... e4f, þá hefði getað orðið skemmtileg barátta, þó að við fyndum heldur ekki vinning fyr- ir svartan í þeirri leið. Athyglis- verð er eftirfarandi leið: 42. Kc4 Rf6 43. Rf4 a5 44. b4! axb4 45. Kxb4 Rd5t 46. Rxd5 Kxd5 47. Kc3 h5! 48. a5 Kc6 49. Kb4, ekki 49. Kc4, vegna 49....b5t! (Hér virðist hafa slæðst villa inn í rannsóknir aðstoðarmannsins, hvort sem um er að kenna svefn- leysi eða öðru, því að eftir 49. .. b5t? 50. Kc3!, er það ekki svart- ur sem vinnur, eins og gefið er í skyn, heldur hvítur! Þá er nefni- lega upp komin ein af þeim skemmtilegu endataflsstöðum, þar sem sá tapar, sem á leikinn. — Freysteinn). 49....... e3 50. Kc3 Kb5 51. Kd3 Kxa5 52. Kxe3 b5 53. d5 b4 54. Kd4 og ekki er erfitt að sannfærast um, að skák in á að enda í jafntefli. Flóknari gæti baráttan orðið eftir 42. Kc4 a5 43. b4 axb4 44. Kxb4 Kd5 45. a5! Rf6 46. Kc3 Kc6 47. Rf4 Kb5 48. d5 Kxa5 49. Kd4 b5 50. Ke5 Rd7t 51. Ke6, með hálsbrjótandi flækjum. Þegar öll ósköpin eru um garð gengin, ætlum við Tal að rann- saka endataflið nákvæmlega. Hjá íbúum Rígu, hjá Tal, og hjá sjálfum mér, olli skák þessi ófáum geðsveiflum. Æsandi bar- átta!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.