Morgunblaðið - 05.04.1960, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 05.04.1960, Blaðsíða 13
Þriðjudaerur 5. apríl 1960 M O R n rnv n r 4 n 1Ð 13 Þversnið Miklubrautar í Hlíðahverfi, vestan Lönguhlíðar. Breidd: tvær gangstéttir, hvor 3,0 m, tvær aðalakbrautir, 7,5 m, ein hliðarakbraut 4,5 m og bifreiðastæði við hana 5,0 m. Götu- breidd alls 38,5 m. Á myndinni sjást m. a. safnhæð holræsakerfis, strengjastokkur rafmagnsveitu og hitaveitustokkur. Einar B. Pálsson, yfirverkfræðingur s iklabraut í Reykjavík hverfum Reykjavíkur, sem gerð- ir eru á árunum 1935—37, er Hringbrautinni breytt. Báðar álmur* hennar, sitt hvoru megin við bogann við Landsspítalalóð- Lega hennar var ákveðin á árunum 1935-37 Á FUNDI í Verkfræðingafélagi íslands, 27. okt. sl., flutti Einar B. Pálsson, yfirverkfræðingur, erindi um Miklubraut í Reykjavík. — Erindið var síðan birt í Tímariti Verkfræðingafélagsins. Þar, sem hér er um fróðlegt erindi að ræða og það fjallar um mikið umtalað mannvirki, hefur Morgunblaðið fengið leyfi höfundar til að birta meginefni þess. Fer fyrri hlutinn hér á eftir, en sá síðari mun birtast á morgun. í upphafi máls síns rifjaði E. B. P. upp nokkur söguleg atr- iði varðandi skipulag Reykja- víkur, er snerta Miklubraut sér- staklega. Skipulag Árið 1927 var gerður skipulags uppdráttur fyrir Reykjavík. Hann var unninn af þáverandi skipulagsnefnd ríkisins ásamt tveim fulltrúum bæjarstjórnar Reykjavíkur. í skipulagsnefnd- inni voru þá Guðjón Samúelsson húsameistari ríkisins, Geir G. Zoega vegamálastjóri og Guð- mundur Hannesson prófessor, en fulltrúar Reykjavíkurbæjar voru Knud Zimsen borgarstjóri og Guðmundur Ásbjörnsson forseti bæjarstjórnar. Á uppdrætti þessum er gerð grein fyrir Reykjavíkurbæ á því svæði, sem við i dag köllum „inn- an Hringbrautar“. Hringbrautin er þarna hið mikla nýmæli, þótt hugmyndin um hana sé allmiklu eldri. Hún hefur þar að mestu þá sömu legu, sem hún svo síðar fékk í raun og veru, þegar til framkvæmdanna kom. Þess skal getið, að áður hét þar eirniig Hringbraut, sem nú heitir Ána- naust og Snorrabraut. Þó taka menn éftir því, að Hringbrautin liggur í boga með- fram lóð Landsspítalans á þess- um skipulagsuppdrætti og reynd ar einnig þar, sem hún átti að tengjast Skúlagötu. Þar er því ekki hægt að tengja umferðar- götur við Hringbraut. Þarna virð ist ekki hugsað fyrir þeirri þróun byggðar og gatnakerfis út fyrir Hringbraut, sem síðar varð. En samt sem áður var hug- myndin um Hringbraut mjög góð. Það er erfitt að hugsa sér Reykja- vík nú án Hringbrautar, Ána- nausta og Snorrabrautar. Um 1930 er farið að undirbúa byggingu bæjarins „utan Hring- brautar", einkum eftir að farið var jafnframt að vinna að skipu- lagsmálum hjá bæjarverkfræð- ingi Reykjavíkur, sem þá var Valgeir Björnsson. Árið 1934 var ráðinn til bæjarverkfræðings Einar Sveinsson húsameistari. Aðalverkefni hans var að vinna að skipulagsmálum Reykjavík- ur. Fagleg forstaða þeirra mála var þó enn samkvæmt lögum í höndum skipulagsnefndar ríkis- ins. Á skipulagsuppdráttum af út- Einar Pálsson, yfirverkfræðingur. ina, eru framlengdar beint, svo að þær skerast undir nær réttu horni. Þar er Miklatorg nú. Norð urmýrarbyggðin var skipulögð meðfram eystri álmu Hringbraut ar, sem mörgum árum seinna fékk nafnið Snorrabraut. En hin álma Hringbrautar, sem nú liggur frá vestri til austurs, var á skipulagsuppdráttunum framlengd beint inn að Elliðaám. Sú framlenging hlaut síðar nafn- ið Miklabraut. Fyrri hluti Hugmyndin að baki þessari áætlun er augljós. Hún er sú, að skapa beina og greiða aðal-um- ferðarbraut, Hringbraut og Miklu braut, alveg vestan frá sjó og inn að Elliðaám. Þessi umferðar- braut liggur eftir miðju nesinu, sem Reykjavík er byggð á. Vesturendi umferðarbrautar- innar er í góðum tengslum við vesturhluta Reykjavíkurhafnar. Á leiðinni þaðan og austureftir bæjarsvæ*nu má skapa góðar umferðartengingar við flest hverfi bæjarins. Og umferðar- brautin er í beinum tengslum við alla aðal-þjóðvegi út frá bænum: Hafnarfjarðarveg eða Reykjanes- braut við Miklatorg en Suður- landsbraut, Vestur. og Norður- landsveg við Elliðaár. Það er því ekki ofmælt, að lega Hringbrautar og Miklubrautar sem umferðaræða um bæjar- svæði Reykjavíkur er hin ákjós- anlegasta. Þetta kemur mjög skýrt í ljós, þegar skoðað er kort eða loftmynd af bæjarsvæðinu. Ég hygg að það séu fá einstök atriði, eða jafnvel engin, í bæjar skipulagi Reykjavíkur, sem eru jafn mikilsverð og afdrifarík eins og tilvera og lega Hringbrautar og Miklubrautar. Gert er ráð fyrir því, að fleiri aðal-umferðargötur muni liggja um bæjarsvæðið. Engin þeirra gatna dregur úr mikilvægi Hring brautar og Miklubrautar, sem hafa þá sérstöðu að liggja eftir endilöngu og miðju núverandi bæjarsvæði. — Því næst vék höf- undur að hlutverki og lögun Miklubrautar. —- Hlutverk Miklubrautar Ég hef nú lýst nokkuð tildrög- um þess, að Miklabraut varð til í skipulagsáætlunum bæjarins. Það var á tímabili heimskrepp- unnar fyrir um 25 árum. Árið 1935 voru í Reykjavík 1035 bif- reiðir, allar litlar og léttar, sam- anborið við það sem nú gerist. Umferðin var lítil og umferðar- vandamál tæpast farin að skjóta upp kollinum. Ef einhver hefði á þeim árum spáð rétt fyrir um þá aukningu umferðar, sem síðan hefur orðið, þá er eitt víst: Enginn hefði tek- ið mark á honum. Miklabraut var því í fyrstu gerð aðeins 25 metra breið, eins og Hringbrautin. En það sem verra er, er að það voru reist við hana íbúðarhús, fyrst í Norður- mýri og síðan í Hlíðarhverfi. Menn munu hafa álitið, að Mikla braut gæti jafnframt verið góð íbúðargata og sú skoðun virðist meira að segja furðu algeng enn- þá. Á fyrstu skipulagsuppdráttum, þar sem Miklabraut er sýnd, er gerð grein fyrir því, að gatan liggi sums staðar yfir svæði, þar sem djúpt er á fast. Menn hafa þó væntanlega ekki búizt við erfiðleikum, að því er snertir undirstöðu götunnar, þar sem kröfur umferðarinnar voru svo litlar í þá daga. Fyrir okkur, sem vinnum að gerð Miklubrautar nú, horfir þetta mál allt öðru vísi við, því að við getum miðað við þá þróun, sem orðið hefur undanfarin 20— 25 ár. Þessi þróun er miklu stór- stígari en menn gera sér almennt grein fyrir daglega. íbúafjöldi Reykjavíkur hefur tvöfaldazt á þessu tímabili og bærinn, sem áður var að mestu „innan Hringbrautar", hefur byggzt að meira eða minna leyti inn að Elliðaám. Líklegt er að íbúafjöldinn, sem nú er um 70 þúsund, verði kominn yfir 120 þúsund árið 1980. Bifreiðafjöld- inn í bænum hefur vaxið úr 1035 í 8716, eða rúmlega áttfaldazt. Má búast við að hann verði kom- inn yfir 30 þúsund árið 1980. Um- ferðarþungamagnið (t.km) hefur eflaust aukizt meira en bifreiða- fjöldinn. Þungi vörubifreiða, sem áður komst í 6 tonn, kemst nú í 25 tonn. Nú þarf að flytja vinnu vélar um bæinn, sem vega 70 tonn. Algengt er að heil hús séu flutt. Það eru því gerðar eftirfarandi kröfur til Miklubrautar: 1. Að hún geti tekið við mikilli bifreiðaumferð að fjölda til. Til þess þarf akstur á henni að geta verið nokkuð hraður. Þá þarf gatan að vera vel slétt og gatnamót tiltölulega fá og vel skipulögð. Eigi má vera beinn aðgangur að húsum frá henni. Engar bifreiðir mega standa né staðnæmast á aðal* akbrautum hennar. 2. Að Milukbraut geti borið mik» inn þungaflutning. Með því er ekki einungis átt við venju- lega þungavöruflutninga, held- ur einnig flutninga á einstök- um óvenjulega þungum eða stórum hlutum, se.n ekki falla beint undir ákvæði umferðar- laganna. Vegna legu Miklu- brautar verður ekki hjá því komizt, að slíkir flutningar leiti á hana og það verður heldur efkki mörgum öðrum götum til að dreifa til slíks á bæjarsvæði Reykjavíkur. Lögun Miklubrautar. Breidd götustæðisins var i upphafi ákveðinn 25 metrar. Það er óbreytt frá Miklatorgi að Rauðarárstíg, en er breikkað í 38,5 metra þaðan og að Löngu- hlíð, síðan er það 29,5 metrar að Stakkahlíð. Austan Stakkahlíðar breikkar götustæðið upp í 54,0 metra, en þó þannig, að þar er svæðið, sem gatan hefur til um- ráða 100 metra breitt. Á Miklubraut er aðalakbrautin tvískipt, hvor braut er 7,5 m breið. Það er mesta breidd, sem hefur verið notuð hér, enn sem komið er, og er í samræmi við það sem bezt gerist erlendis á tvískiptum götum, þar sem hvor akbraut hefur tvær akreinar. I þessu sambandi skal þess get- ið, að fyrstu akbrautir Hring.. Framh. á bs. 14. Miklabraut Gatnamót Miklubrautar og Lönguhliðar. Akreinar eru sýndar með smástrikuðum línum. Örvar sýna hvernig ætlazt er til að akreinar séu notaðar. SVR táknar staði bar sem strætisvögnum er ætlað að staðnæmast. Einstefnuakstur verður á hliðargöt- unni til vesturs (niður).

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.