Morgunblaðið - 05.04.1960, Page 3

Morgunblaðið - 05.04.1960, Page 3
Þriðjudagur 5. apríl 1960 MORCUNBL4ÐIÐ 3 FLEIRI trillubátar munu veröa gerðir út frá Reykja- vík nú í vor og sumar en nokkru sinni fyrr, segja kunnugir menn, sem blaða- maður frá Mbl. ræddi við vestur á Grandagarði í gær. Þær tölur sem nefnd- ar eru, eru milli 50—80. — Það er erfitt að ákveða töl- una, því hinn mikli triliu- floti er ekki almennt byrj- aður róðra. Trillueigendur glíma við mikið vandamál: Engan öruggan samastað í allri höfninni fyrir báta sína. Það mál virðist óhjá- kvæmilegt að hafnarstjórn Eiríkur Eyjólfsson á nýju trillunni sinni „Þurfa lingur". — Gamalreyndir trillumenn úr Reykja- vík þeir Sveinbjörn og Erlendur á Glað. Reykjavíkurtrillur in taki föstum tökum nú þegar. Fallegir bátar Síðdegis í gær er ljósmynd- ari Mbl. og blaðamaður frá því brugðu sér í gönguför vestur á Granda, var þar að venju mikill ys og þys. Efst og fremst, út undir Örfiris- ey, stendur uppi fjöldi trillu- báta og verið er að búa þá undir „vertíð". Einnig er fjöldi báta úti í örfirisey sjálfri. Eru margir fallegir bátar þar. Sumir eru alveg nýir. Aðra er verið að gera upp, og enn aðrir sem venjulegt viðhald fer fram á, og verið er t. d. að mála, eftir að hafa staðið uppi frá því í fyrrahaust. Uti í vesturhöfninni mátti sjá allmarga trillubáta, þar sem þeir lágu utan á stærri bátum og skipum. ★ Sjá bænum fyrir fiski A þessari ferð sinni hittu blaðamaðurinn og ljósmynd- arinn tvo greinagóða trillu- menn, þá Sveinbjörn Jóhanns- son, Baldursgötu 28 og Erlend Jónsson á Seljavegi 3 A. Þeir voru að gera trilluna sína „Glað“ sjóklára. „Við höfum róið héðan á hverju voru síðastliðin fimm ár“. Báturinn þeirra var upphaflega nóta- bátur, og var smíðaður fyrir 14 árum. Við væntum þess að geta ýtt úr vör í þessari viku, Þeir sögðu að trilluflotinn hefði miklu hlutverki að gegna í þágu bæjarbúa. Jú, þær sjá bæjarmarkaðnum að verulegu leyti fyrir öllum fiski þegar kemur fram á sum Flotinn þarf að fá að- stöðu í höfninni arið. En þær hafa einnig lagt sinn skerf til útflutningsfram- leiðslunnar. Það er mikill og vaxandi hugur í mörgum bæjarmanninum, sagði Er- hlutdeild í trilluútgerð. Þeir félagarnir, Sveir.björn og Er- lendur hafa flutt sig úr Reykjavík með trilluna á sumrin og þá stundað róðra frá Bolungarvík. •fa Erfið aðstaða Vandamál trilluútgerðarinn ar héðan úr höfuðborginni hefur ekki mætt þeim skiln- ingi, sem vænta hefði mátt. Því er borið við, sögðu þeir félagar, að við borgum engin hafnargjöld og því eigum við ekki kröfu á fyrirgreiðslu. Við viljum greiða þau með glöðu geði, og eiga von á aðstöðu fyrir bátana. Og það má benda á að í krikanum við Örfirsey, fyrir neðan björgunarskýlið, er upplögð trillubátahöfn. Smíðaði bát í frístund- unum Við annan bát, nýsmíðaðan var staldrað. Þar var maður, „Vesturbæingur, mann fram af manni“, sagði hann og hélt lendur, að eignast trillu eða áfram að inála. Hann heitir Eiríkur Eyjólfsson, Vestur- götu 59. Faðir minn, sem er bílstjóri, smíðaði þennan bát í frístundum sinum, og hann er búmn að vera nokkur ár í smíðum. Nú er ég að komast á flot. — Faðir þinn hlýtur að vera skipasmiður? — Nei, hann lærði aldrei skipasmíði. Eiríkur er ekki heldur skipasmiður, en hefur sjálfur smíðað snotrasta stýr- ishús á bátinn. Það upplýstist í þessu rabbi við Eirík, að svona trillubátur kostar með vél um 130.000 krónur. Ei- ríkur var nú síðast á Röðli, kvaðst þó ekki hafa yfirgefið togarana fyrir fullt og allt. — Ég hvíli mig á togara- mennskunni í sumar. , ★ Fyrir utan eyjar mátti sjá hvar gangmikil hvítmáluð trilla sigldi inn. Einn hinna harðari sjósóknara á trillu- flotanum, Diðrik á Þorsteini, var að koma úr róðri. — Hann hefur trúlega verið úti á Sviði, sagði einhver. a handfæri í vor Ljóstæknivika hafin Forseti alhjóðasambands Ijóstækni- félaga hér staddur EINS og frá hefir verið skýrt í fréttum er þessa dagana exnt til svonefndrar ljósviku á vegum Ljóstæknifélags ís- lands. Að þessu tilefni er hingað til landsins kominn sænski rafmagnsverkfræð- ingurinn Ivar Folcker, form. sænska ljóstæknifélagsins og forseti alþjóða ljóstæknisam- bandsins. í gær bauð stjórn Ljóstæknifélags íslands blaða mönnum til fundar við hr. Folcker en hann mun í dag flytja erindi á ársfundi ljós- tæknifélagsins. Hr. Folcker skýrði í gær i stórum dráttum frá starfsemi og starfssviði alþjóða ljóstæknisam- bandsins, sem nú er orðið 50 ára gamalt. Nær tll 28 landa Starfssvið þess nær til 28 lanua og hóf það starfsemi sína með alls konar ljósmælingum og samræmingu lýsinga, sem hafa alþjóðlegt gildi. Má þar nefna samræmingu á lýsingum flug- valla, sem nú eru alls staðar eins í heiminum. Athuganir á lýsingum bíla og umferðagatna hefir og verið snar þáttur í starfi sambandsins, svo fátt eitt sé nefnt. Þing í Vínarborg 1963 Sambandið heldur þing á fjög- urra ára fresti og verður hið næsta þeirra háð í Vínarborg ár- ið 1963. Um þessar mundir starfa 15 nefndir sérfræðinga að alls konar störfum á vegum sam- bandsins og eiga þær að skila áliti sínu fyrir næsta þing en þar eru niðurstöður þeirra rædd- ar og samræmdár. Samstarf Norðurlanda Auk þessa hafa Norðurlöndin með sér samvinnu um athuganir á margháttaðri lýsingu, bæði Framhald á bls. 23. Jóitas Kristjáns- son, læknír lá isin JÓNAS KRISTJÁNSSON læknir og fyrrum alþingismaður andað- ist í Hveragerði síðastliðinn sunnudag, tæplega níræður að aldri. Jónas Kristjánsson fæddist á Snæringsstöðum í Svínadal 20. sept. 1870. Foreldrar hans voru Kristján bóndi þar Kristjánsson og kona hans, Steinunn Guð- mundsdóttir bónda í Kirkjubæ í Norðurárdal Ólafssonar. Hann lauk stúdentsprófi í Reykjavík 1896 og embættisprófi við lækna skólann 1 Reykjavík 1901. Að loknu embættisprófi var hann um skeið við framhaldsnám i Kaupmannahöfn. Hann var skip aður héraðslæknir í Fljótsdals- héraði 1901 og gegndi því embæ- ætti fram til 1911. Héraðslæknir í Sauðárkrókshéraði var hann 1911—1930. Eftir þann tíma átti hann lengst af heimili í Reykja- vík, stundaði hér lækningar og vann að framgangi hugðarmála sinna. Síðustu ár ævinnar dvald- ist hann í Heilsuhæli Náttúru- lækningafélags íslands í Hvera- gerði, var læknir hælisins fyrst í stað og átti þar síðan heimili sitt. Jónas Kristiánsson varð lands kjörinn þingmaður við kosning- ar 1926 og átti sæti á Alþingi á árunum 1927—1930, sat á fjór- um þingum. A þingi sinnti hann einkum læknamálum og heil- brigðismálum, en lét sig einnig landbúnaðarmál allmiklu varða. Hann var forseti Framfarafélags Skagirðinga 1914—1938, stofnaði náttúrulækningafélag á Sauðár- króki 1937 og var einn af for- ustumönnum Nóttúrulækningafé lags íslands frá 1939 til dauða- dags. STAKS1EINAR „Skattalækkui hátekju- manna Tímamenn gera sér það ljóst, að skattalækkunartillögur rikis- stjórnarinnar njóta mikilla vin- sælda meðal almennings. Þetss vegna grípur Tíminn til þess úræðis að reyna að halda því fram að hér sé einungis um að ræða skattalækkun hátekju- manna. llm þetta segir Tíminn m. a. á þessa leið sl. sunnudag: „Maður, sem hefur 60 þús. kr. árslaun og hefur konu og tvö börn á framfæri, greiðir nú 1200 kr. í tekjuskatt, en verður tekju- skattslaus samkvæmt tekju- skattsfrumvarpinu. Þá lækkar útsvar á honum um 1200 kr. sam- kvæmt því ákvæði útsvarsfrum- varpinu að draga megi útsvar frá skattskyldum tekjum. Samtals fær hann þannig 2400 kr. lækkun á tekjuskatti og útsvörum“. Síðan kemur Tíminn að „hin- um ríku“. Farast honum þá orð á þessa leið“ „Maður, sem hefur jafnstóra fjölskyldu, en 160 þús. kr. árs- tekjur, fær tekjuskatt sinn lækk- aðan um 16.500,00 kr. samkvæmt tekjuskattsfrumvarpinu og út- svar sitt lækkað um 10 þús. kr. samkvæmt útsvarsfrumvarpinu. Samanlagt fær hann 26.500,00 króna lækkun“. Þetta segir Tíminn að sýni mikið ranglæti og mikla ívilnun við hina ríku. En hann gáir ekki að því, að samkvæmt hans eig- in pplýsingum, þá er felldur niður allur tekjuskattur af mann inum með 60 þús. kr. launin. Tekjuskattur hans er hreinlega afnuminn. Að því er tekjuskatts- álagninguna snertir er því ekki hægt að gera meira fyrir þennan mann. En hann fær útsvar sitt einnig verulega lækkað. Maðurinn með 160 þús. kr. tekjurnar og sömu fjölskyldu og 60 þús. kr. maðurinn verður hins vegar eðlilega að greiða tölu- verðan tekjuskatt áfram, þrátt fyrir' lækkunina. En með þessum tveimur dæm- um sanna Timamenn einmitt það sem þeir ætluðu að afsanna, að tekjuskattslækkunin er mest í hag hinum launalægri. Þúsundir þeirra losna algerlega við að greiða tekjuskatt, enda þótt þeir á undanförnum árum hafi orðið að bera allþunga skattbyrði. Út- svarslækkunin er einnig þeim mjög í hag. Hvernig verður friðurinn tryggðuir? fslendingur á Akureyri varpar þessari spurningu nýlega fram, og kemst síðan að orði á þessa leið: „Þessi spurning leitar ákaft á hið vaxandi mannkyn. Og venju- legasta svarið er þetta: Við þurf- um að afvopna heiminn, banna notkun kjarnorku og vetnisvopna o. s. frv., sem og sjálfsagt er. En það þarf meira til. Fullur friður kemst aldrei á í þessari veröld meðan börnum er innrætt, að ein þjóðin eða einn kynstofn sé ó- æðri eða réttminni en annar. Vopnaður friður er lélegur og haldlítill friður, en jafnvel þó vopnum sé útrýmt, er langt frá að friðurinn sé tryggður. Alþjóða samtök, sem láta sér sjást yfir ýmsa atburði síðustu ára, svo sem blóðbaðið í Ungverjalandij átök- in við Miðjarðarhaf, hryðjuverk menningarböðla í Ameríku og Afríku o. fl. geta vart bjargað heimsfriðnum. Þarf þar fyrst — og fyrst af öllu hugarfarsbreyt- t ingu. Og Ijótast er, að margir j forgöngumenn kynþáttaofsóKna telja sig kristna menn“.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.