Morgunblaðið - 05.04.1960, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 05.04.1960, Blaðsíða 22
22 MORGUWTiLAÐlÐ l>riðjudagur 5. apríl 1960 FH nægir jafntefli við KR til íslandsmeisfaratitils Likur á oð FH verð/ í úrslitum i 5 flokkum TÓLF leikir fóru fram í Handknattleiksmóti íslands um helgina. Margir voru spennandi og vel leiknir, enda skáru margir þeirra úr um hvaða félög kæmust í úrslit í hinum ýmsu flokkum mótsins, en úrslitaleikirnar verða leiknir um næstu helgi að Hálogalandi. — Metaðsókn var að mótinu á endur sóttu mótið. — Í.R. — F.H. 17:25 Leikur I.R. og F.H. í meistara- fiokki var af flestum talinn aðal- leikur mótsins, og biðu margir eftir honum með miklum spenn- ingi, en leikurinn var síðasti leikur sunnudagskvöldsins. Í.R. byrjaði vel og með hröð- um og ákveðnum leik tókst peim að skora 4 mörk hjá F.H. áður en í'.H. ingarnir fengu við nokk- uð ráðið En F.H.-ingunum var augsýnilega farið að þykja kom- ið fullmikið af hinu góða, og sem fyrr þegar F.H. er í klípu er það Einar Sigurðsson, sem byrjaði að skora og stuttu síðar bætir Ragn ar Jónsson tveim mörkum við, og er 10 mín eru af leik skoraði Pét- ur Antonsson fyrir F.H. og stóðu leikar þá jafnir 4:4. — Örn Hall- steinsson skoraði stuttu síðar fyrir F.H., en Matthías Asgeirs- son svaraði fyrir I.R. með að skora og jafna 5:5 — Birgir Björnsson náði forustunni aftur fyrir F.H. með að skora sjötta markið og eftir það leiddi F.H. leikinn o'g í leikhléi var marka- talan 12:7 F.H. í vil. I síðari hálfleik byrjuðu I.R.- ingar með að skora þrjú mörk (Pétur Sigurðsson og Hermann Samúelss.), en Pétur Antonss. og Ragnar fyrir F.H. 14:10. — Fimm mínútur eru liðnar af síðari hálfleik, og Birgir Björns- syni hefir verið vísað út leik í tvær mín fyrir að tefja fyr- ir Pétri Sigurðssyni. Birgir var vart kominn útaf og leikur haf- inn að nýju er Pétur Antonsson skoraði fyrir F.H. — Félögin skiptust síðan á að skora, en Í.R. tókst ekki að minnka markamun inn, þó Gunnlaugur skoraði þrjú mcrk í röð á síðustu mínútunum, því Birgir, Ragnar og Ölafur Thorlacíus luku leiknum með að skora sitt markið hver. F.H. vann því leikinn 25:17. F.H. liðið hefir oft sýnt betri ieik en það náði á sunnudags- kvöldið. Einhver þungi hvíldi yfir liðinu, sem olli því að leikur þeirra var ekki eins fjörugur og skemmtilegur og er þeir sýna sitt bezta. — Markvörðurinn Hjalti Einarsson var tognaður í hægri únlið, og þó hann hefði reifaða hendina, þá sázt greini- sunnudagskvöldið, er 500 áhorf- lega að meiðslin háðu honum mjög og notuðu I.R.-ingarnir þennan veikleika hans, með að skora hvert markið af öðru hægra megin við hann. Ragnar Jónsson var sem fyrr hinn virki sóknarkraftur og skor aði alls 10 mörk í leknum. Birgir skoraði 5 mörk, Pétur 4, Einar 3 og Ölafur Thorlacíus 1 mark. Samleikur Í.R.-liðsins var oft eftirtektarverður og léku þeir með knöttinn allt að því tvo þriðju hluta lektímans, en það vanlar allan sóknarþunga í leik hðsins og í þessum leik bar hin sterka vörn F.H. þá ofurliði. Gunnlaugur Hjálmarsson skor- aði flest mörk Í.R.-inganna eða 6, Matthías 4, Pétur og Hermann 3 hver og Hallgrímur 1 mark. Ármann komst í úrslit í 2. fl. karla A. a. Á laugardaginn skeði það helzt markverðast að Armann sigraði l.B.K. í 2 fl. karla 24:2. Þessi yfirburðasigur Ármenn- inganna tryggði þeim að komast í úrslit í A-flokknum, en í úr- slitunum mæta þeir FH., sem fyrir nokkru unnu b-riðilinn í þessum flokki. 2. fl. kvenna A-flokkur Á sunnudagnn léku Víkingur og F.H. til úrslita í a-riðli þessa flokks. Leikurinn var léttur og Framhald á bls. 23. Pétur Antonsson er að verða einn allra sterkasti leikmaður F. H. — Á myndinni sést Pétur skora mark hjá í. R., og sýnir myndin hvernig hann hefir leikið markmann Í.R. svo úr leik, að það er engu likara en að hann sé á flótta undan knettinum. Meoalaldur enska landsliðsins 24 ár F. H. stúlkurnar Sigurlína Björgvinsdóttir (til vinstri) og Sylvía Hallsteinsdóttir, hafa unnið aðdáun allra þeirra, sem séð hafa þær leika á yfirstandandi tslandsmóti. — Sigurlína er nýlega orðin 16 ára, en Sylvía er 15 ára gömul. Þórður Jónsson tek- ur sér frí i sumar Í»AÐ var vel mætt á lands- liðskeppni knattspyrnu- mannanna á laugardaginn, og augsýnilegt var að áhugi manna er vaknaður fyrir æf- ingunum, því nokkur hópur áhugamanna voru mættir til að fylgjast með æfingunni. — Tuttugu af hinum „útvöldu“ mættu á aefingunni, fjórir voru fjarverandi, Heimir Guðjónsson, Hörður Felixsson, Sveinn Teits- son og Þórður Jónsson. Heimir hefir verið skipverji á Arnarfell- inu en kom í gær úr siglingu svo inganna að hann myndi ekki æfa væntanlega mun Heimir geta 36. umferð ensku deildarkeppn innar fór fram sl. laugardag og urðu úrslit leikjanna þessi: 1. deild Brimingham — Everton .......... 2:2 Burnley — Sheffield W.......... 3:3 Chelsea — Manshester City ..... 3:0 Leeds — Wolverhampton ......... 0:3 Leicester — N. Forest ......... 0:1 Manshester U. — Bolton ........ 2:0 Newcastle — Blackpool ......... 1:1 Kristján Stefánsson, FH setur 2 drengjamet A INNANFÉLAGSMÖTI Í.R. hef ir Kristján Stefánsson, F.H. sett tvö ný drengjamet. I síðustu viku setti Krstján nýtt drengjamet í spjótkasti 62.08 m. Spjót það er Kristján notaði var nokkru þyngra en drengjaspjót eiga að vera, og er árangur hans því mun eftirtektarverðari. A sunnudaginn var keppt inn- anhúss í hástökki og langstökki. I hástökki með atrennu stökk Kristján 1.80 m. sem er nýtt drengjamet í þeirri grein. Annar árangur í keppninni á sunnudag- inn var sem hér segir: Hástökk með atrennu: 1. Jón Þ. Ölafsson, I.R. 1.85 m. 2. Kristján Stefánss., F.H. 1.80 m. 3. Helgi Hólm, I.R. 1.71 m. 4. Kristján Eyjólfss., Í.R. 1.66 m. Hástökk án atrennu: 1. Vilhj. Einarsson, I.R. 160 m. 2. Jón Þ Ölafsson, I.R. 1.55 m. 3. Kristján Stefánss., F. H. 1.55 m. 4. Björgvin Hólm, I.R. 1.50 m. Langstökk án atrennu: 1 Vilhj. Einarsson, I.R. 3.15 m 2. Jón Þ. Ólafsson I.R. 3.14 m. 3. Björgvin Hólm, Í.R. 3.02 m. 4. Kristján Stefánss., F.H. 2.96 m. Preston — Fulham ............... 4:1 Tottenham — Luton .............. 1:1 W.B.A. — Blackburn ............. 2:0 West Ham — Arsenal ............. 0:0 2. deild Bristol City — Sunderland .... 1:0 Cardiff — Brighton ........... 1:4 Charlton — Aston Villa ......... 2:0 Derby — Huddersf ield ........ 3:2 Hull — Swansea ................. 3:1 Liverpool — Lincoln .......... 1:3 Middlesbrough — Ipswish ........ 4:1 Plymouth — Leyton Orient ..... 1:0 Rotherham — Stoke ............ 1:0 Scunthorpe — Porsmouth ......... 1:1 Sheffield U. — Bristol Rovers .. 1:1 Nokkrir leikir fóru fram sl. miðvikudag og urðu úrslit þeirra þessi: Sheffield W. Mrnchester U..... 4:2 Blackburn — Chelsea .......... 1:0 Wolverhampton — Burnley ........ 6:1 Manchester City — West Ham.... 3:1 Aston Villa — Liverpool ........ 4:4 Stoke — Ipswich .............. 1:2 Enska landsliðið, sem keppa á við hið skoska n.k. laugardag, var valið í sl. viku og er þann- ig skipað: Springett (Sheffield W.), Armfield (Blackpool); Wil- son (Huddersfield); Clayton (Blackburn); Slater (Wolver- hampton); Connelly (Burnley); Hayr.es (Fulham); Baker (Hib- ernian); Parry (Bolton); Charl- ton (Mannchester): — Einn leik- maður leikur sinn fyrsta lands- leik, en það er Wilson, vinstri bakvörður Huddersfield. Koma hann og Armfield in í landsliðið í stað Howe (W.B.A.) og Allen (Stoke) og var almennt reiknað með þessari breytingu. Armfield hefur leikið nokkra landsleiki m. a. gegn Brasilíu, Peru, Mexico og Bandaríkjunum á sl. sumri. Val markmannsins og framvarð- anna kemur ekki óvænt því þeir hafa allir sýnt góða leiki að und anförnu. Wolverhampton virðist ætla að halda stöðu miðframvarð ar í enska landsliðinu. Minnast margir Stanley Cullis og Billy Wright, sem báðir léku þessa stöðu í fjölda landsleikja. Slater kemur í stað Trevor Smith (Brimingham) og Ken Brown (West Ham), sem báðir hafa leikið í landsliðinu fyrr í vetur. Haynes kemur nú inn í liðið eftir nokkra fjarveru og er reikn að með að hann muni eiga hægt me,ð að leika með Barker og Connelly. Barker er fyrsti leik- maður í þjónustu skozks félags, sem leikur með Englandi á Hampden Park. Charlton, sem er aðeins 22. ára leikur nú fjórðu stöðu sína í framlínu enska lands liðsins, en hann hefur ekki enn verið valinn í stöðu hægri út- herja. Til gamans má geta þess að meðalaldur enska landsliðsins er 24 ár og er Slater elstur 32 ára en Barker yngstur, aðeins 19 ára. byrjað æfingar n.k. laugardag. Hörður Felixsson og Sveinn Teits son boðuðu forföll, en lítið var vitjað um fjarvist Þórðar Jónsson ar, annað en ummæli Akúrnes- knattspyrnu í sumar. fþróttasíðan náði símsambandi við Þórð Jónsson í gær til að fá staðfestingu á hvort það váeri rétt að hann væri hættur að æfa. Þórður sagði að svo væri ekki, en hins vegar hefði hann hugsað sér að taka sér að mestu frí í sumar og reiknaði því ekki með að æfa hjá landsliðinu. Hann myndi aft- ur á móti æfa eftir því sem hann gæti komið því við, — svona sér til skemmtunar, og ef Akranes- liðið hefði not fyrir hann myndi hann að sjálfsögðu leika með þeim í sumar. Annars er það að frétta af Þórði að hann er búinn að skipta um iðngrein. Hættur við málaraiðnina og byrjaður að læra netagerð. Það eru því möguleik- ar á þvi að hann fari til Siglu- fjarðar í sumar. Ríkharður á batavegi Er við spurðum Þórð hvernig Ríkharði liði, sagði hann að bat- inn væri að smá koma, en að Ríkharður reiknaði ekki með að geta byrjað að fullu að æfa og keppa fyrr en á miðju sumri. England fil Rómar ENSKA landsliðið (áhugamenn) er annað landsliðið, sem kunnugt er um að muni keppa á Olympíu- leikunum í Róm í sumar. Enska landsliðið keppti í Hollandi s.L laugardag og vann Holland 5:1, eftir að leikar stóðu 1:0 við leik- lilé. Þar sem England heí'ir þegar unnið báða leikina gegn Irlandi, þá hafa þeir með þessum sigri sínum tryggt sér förina til Róm- ar þó svo illa fari að þeir tapi fyrir Hollendingunum er þeir keppa við þá á heimavelli..

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.