Morgunblaðið - 05.04.1960, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 05.04.1960, Blaðsíða 20
20 MORCVNBLABIÐ Þriðjudagur 5. apríl 1960 J>arft ekkert að óttast, telpa mín“. Þar sem hún var enn einu sinni farin að gráta, flýtti Jeanne sér á brott. Hún kom til hennar á hverj- um degi, og í hvert skipti brast Hosalie í grát, um leið og hún sá hana. Barninu var komið í fóstur hjá nágranna einum. Julien talaði sjaldan orð við konu sína. Svo virtist sem hann væri henni reiður fyrir það, að hún hefði ekki viljað reka stúlk una burt. Hann minntist einu sinni á þetta, en Jeanne tók þá upp úr vasa sínum bréf frá bar- ónsfrúnni, þar sem hún bað um, að stúlkan yrði samstundis send til þeirra, ef þau vildu ekki hafa hana að Espilundi. „Móðir þín er sami bjálfinn og þú!“ hrópaði Julien bálreiður, en minntist ekki framar á þetta. Hálfum mánuði síðar var stúlk an fær um að klæðast og sinna störfum sínum á ný. Morgun einn fékk Jeanne hana til að setjast, tók um báðar hend ur hennar og leit beint framán í hana. „Segðu mér nú allt af létta". Rosalie fór að titra. „Hvað, madame?“ stamaði hún. „Hver á barnið?" Það sló felmtri á stúlkuna. Hún reyndi að draga að sér hend urnar til þess að bera þær fyrir andlitið. Jeanne kyssti hana gegn vilja hennar og reyndi að hug- hreysta hana: „Þú rataðir í ó- gæfu, en það er ekkert við því að gera. Þú gerðir þig seka um veikleika, en slíkt hendir marg- ar aðrar. Ef faðirinn kvænist þér, mun þetta allt gleymast. Rasalie stundi eins og hún reyndi hún að slíta sig lausa. Jeanne hélt áfram: „Ég skil vel, að þú fyrirverðir þig vegna þessa, en eins og getur séð, er ég ekkert reið. Ég tala við^ þig á sama hátt og ég er vön. Ég spyr þig eingöngu um nafn mannsins vegna þess, að ég ber hag þinn fyrir brjósti, og mér finnst ég mega ráða það af sorg þinni, að hann hafi brugðizt þér. Ég vildi gjarnan hjálpa þér. Julien getur farið á fund hans, og vfð getum skuldbundið hann til að kvæn- ast þér. Þið getið bæði unnið hjá okkur, og við munum einnig koma vél fram við hann til þess að þóknast þér“. í þetta skipti tók Rosalie snöggt viðþragð, kippti að sér höndunum og hljóp brott frá hús móður sinni, eins og hún ætti lífið að leysa. Meðan setið var yfir kvöld- verði þetta sama kvöld, sagði Jeanne við Julien: „Ég reyndi að fá Rosalie til að segja mér nafn þess, sem dró hana á tálar. Mér tókst það ekki. Þú verður að reyna að komast til botns í því, til þess að við getum þvingað óþokkann þann arna til að kvæn ast henni“. Julien rann í skap: „Æ, þú veizt, að ég vil ekki heyra meira um þetta talað. Þú vilt hafa stúlkukindina á heimilinu, og þú ert sjálfráð um það, en ég vil ekki skipta mér neitt af þessu“. Hann virtist hálfu uppstökk- ari en áður, eftir að þetta kom fyrir með stúlkuna. Nú var svo komið, að hann talaði aldrei orð við konu sína án þess að æpa, eins og í reiði. Hún gerði sér aftur á móti far um að svara honum lágt og vingjarnlega, til þess að komast hjá þrætum, en hún grét oft á kvöldin, eftir að hún var komin í rúmið. Þótt maður hennar væri bæði geðvondur og uppstökkur við hana, leitaði hann jafnframt meira eftir ástum hennar en nokkru sinni fyrr, síðan þau komu héim. Rosalie hafði brátt náð sér til fulls og var ekki eins döpur og áður, en þó var sem hún væri í stöðugum ótta, og hún forðaði sér tvisvar, þegar Jeanne ætl- aði að spyrja hana aftur. En svo kom að því, að skap Juliens fór að skána, og hin unga eiginkona hans varð einn- ig vonglaðari og bjartsýnni. Það var enn ekki farið að hlána, og hörð glitrandi snjóbreiða lá yfir öllu. Hvergi sáust menn né dýr á ferli, reykjabólstrarnir sem liðuðust upp í kalt loftið úr reyk háfum húsanna, voru einustu lífsmark umhverfisins. Kvöld eitt var kuldinn enn meiri en venjulega. Julien ók sér af kulda, um leið og hann stóð upp frá borðum — það* var alltaf kalt í borðstofunni, þar sem hann tímdi ekki að eyða nægum viði í eldinn — neri sam- an höndum og sagði. „Það verð- ur vonadi hlýrra í nótt, elskan mín, eða hvað heldur þú?“ Hann hló dátt á sama hátt og fyrrum, og Jeanne vafði hand- leggjunum um háls hans. „Ég er hálflasin, vinur minn, sagði hún. Ef til vill verð ég betri á morgun.“ „Eins og þú villt, góða. Sértu lasin verðurðu að láta fara vel um þig.“ Þau beindu tali sínu að öðru. Hún fór snemma að hátta. Aldrei þessu vant kveikti Julien upp í arninum í svefnherbergi hennar. Um leið og hann sá, að það var farið að loga glatt, kyssti hann konu sína á ennið og fór út úr herbergginu. Húsið virtist gegnsýrt af kuld anum, veggirnir voru ískaldir og Jeanne nötraði af kulda í rúm- inu. Tvisvar fór hún fram úr til þess að bæta í eldinn og leita að fötum og ábreiðum, sem hún hrúgaði ofan á rúmið. Ekkert virtist duga, fætur hennar voru dofnir, og hún var undarlega taugaóstyrk og eirðarlaus. Tennurnar glömruðu í munni hennar hendurnar skulfu, og hún fann til þyngsla fyrir brjósti Hjartað sló hratt og óreglulega, og henni fannst hún vera að kafna. Óljós fyrirboði um, að eitt- hvað hræðilegt væri í vændum gagntók hana, og jafnframt nísti kuldinn hana inn að beini. Hún hafði aldrei áður kynnzt slíkri líðan, henni hafði aldrei fyrr fundizt, að hún væri að missa tökin á lífinu: að gefa upp and- ann. „Ég mun deyja“ hugsaði hún. „Ég er að deyja —“ Hún hentist fram úr rúminu, gagntekin skelfingu, hringdi á Rosalie, beið, hringdi aftur, beið síðan aftur nokkra stund, nötr- andi og skjálfandi. Stúlkan kom ekki. Hún var ef- laust sofnuð og svaf djúpum svefni, eins og oft vill verða um þann, sem er ný sofnaður. Jeanne þaut í örvæntingu sinni berfætt upp stigann, þreifaði eftir dyr- unum, fann þær og kallaði: Rosalie." Hún fikaði sig áfram inn í herbergið, rakzt á rúmið og þreifaði eftir því í myrkrinu, en fann, að það var tómt. Það var tómt og kalt, eins og eng- inn hefði í því sofið. Steinhissa sagði hún við sjálfa sig: „Hvað er þetta? Hefur hún farið út í öðru eins veðri og þessu?“ En þar sem hjartslátturinn var enn sá sami, flýtti hún sér niður, óstyrkum fótum, til þess að vekja Julien. Hún þaut inn í hérbergi hans, gagntekin þeirri hugsun, að hún væri að deyja og yrði að komast til hans, áður en hún missti meðvitund. I bjarmanum frá kulnandi glæðum arinsins sá hún, að höf- uð Rosalie hvíldi á öxl eigin- mannsins hennar. Þau spruttu bæði upp við óp hennar. Hún stóð andartak . sömu sporum, þrumu lostin yfir uppgötvun sinni, og flýði síðan til herbergis síns. Þegar hún heyrði rödd Juliens, sem kallaði á eftir henni, varð hún gripin skelfingu við tilhugsunina um að líta hann augum, heyra rödd hans, hlusta á upplognar skýr- ingar og mæta augnaráði hans. Hún tók því til fótanna aftur og fram á gang og niður stigann. Hún hijóp áfram í myrkrinu, og skeytti því engu, að hún átti á hættu að hrapa niður stigann og hálsbrjóta sig á steingólfinu fyrir neðan. Eina hugsun hennar var að flýja, vita ekkert, sjá ekkert og hitta engan. Þegar hún var komin niður stigann, settist hún í neðsta þrep ið. Hún sat þar góða stund, sljó og ringluð, berfætt í náttkjóln- um einum klæða. Hún heyrði, að Julien var að ganga um uppi. Hún stóð upp til þess að flýja undan honum. Hann var »ð leggja af stað niður stigann, og hún heyrði hann segja um leið: Heyrðu mig, Jeanne, hlustaðu á mig!“ Nei, hún vildi hvorki hlusta né leyfa honum að snerta sig svo mikið sem með einum fingri, og hún æddi inn í borðstofuna, eins og hún væri að flýja undan morð ingja. Hún svipaðist um eftir dyr um, felustað, dimmu skoti, ein- Skáldið of| mamma litla 1) Það var rétt af þér að fara að 2) ....þá ber ekki jafnmikið á 3) Og nú sé ég hrukkurnar í kring- nota gleraugu.... hrukkunum í kringum augun á þér. um augun á þér líka helmingi betur! Sæl Anna min. Hvernig hefur J>ú það? Ég hefi það ágætt. En ég er í vndræðum og þú ert einmitt réfti maðurinn til að hjálpa mér. Auðvitað Anna, auðvitað. Hvað sem er fyrir þig! Ég ætla að bjóða nokkrum mikilsmetnum mönnum í veiði- kofann minn til að veiða elgdýr. En mig vantar einhvern mjög þekktan mann til að skarta með. Getur þú hjálpað mér? hverri leið til undankomu. Hún faldi sig undir borðinu. En hann var kominn að dyrunum með kerti í hendinni, og enn kallaði hann: „Jeanne"! Hún þaut af stað aftur eins og hræddur héri, æddi inn í eldhúsið og hljóp tvo hringi um herbergið eins og dýr í búri, og þegar hann nálgaðist hana, opnaði hún dyrnar út í garðinn og þaut út í nóttina. Snertingin við snjóinn, sem hún sökk öðru hvoru í upp að hnjám, virtist gefa henni mátt örvæntingarinnar. Hún fann ekki til kuldans, þótt hún væri fáklædd. Hún skynjaði ekkert, líkami hennar var dofinn af geðs hræringunni, og hún hljóp áfram hvít eins, og mjöllin. Hún fór eftir stígnum, síðan gegnum skóginn, yfir skurðinn og áfram yfir sléttuna. Tunglið sást ekki, stjörnurnar sindruðu sem eldneistar á svört- um himninum, en bjartara var yfir sléttunni, sem var hvít af snjó. Ekkert hljóð rauf þögnina. Jeanne gekk hratt eins og í leiðslu. Hún hugsaði ekkert, vissi hvorki í þennan heim né annan. Hún nam snöggt staðar á klettabrúninni. Hún nam stað- ar ósjálfrátt og eins og af eðlis- hvöt, kraup niður, gersneydd bæði hugsunum og viljaþreki. Hún var Stödd á brún hengi- flugs, langt fyrir neðan vaf ó- sýnilegt hafið. Hún hélt kyrru fyrir þarna góða stund, og hugur hennar var jafn aðgerðarlaus og líkaminn, en allt í einu greip hana ákafur skjálfti, hún titraði eins og lauf í vindi. Það var eins og hendur hennar, handleggir og fætur vöknuðu til lífsins á ný, og um leið vaknaði meðvitund hennar af dásvefninum. SllUtvarpiö Þriðjudagur 5. apríl 8.00—10.00 Morgunútvarp (Bæn. — 8.05 Morgunleikfimi. — 8.15 Tónleik- ar. — 8.30 Fréttir. — 8.40 Tón- leikar. — 9.10 Veðurfregnir. — 9.20 Tónleikar). 12.00 Hádegisútvarp. — (12.25 Fréttir og tilkynningar). 15.00—16.30 Miðdegisútvarp. 18.30 Amma segir börnunum sögu. 18.50 Framburðarkennsla í þýzku. 19.00 Þingfréttir. — Tónleikar. 19.25 Veðurfregnif. % 19.40 Tilkynningar. 20.00 Fréttir. 20.30 Daglegt mál (Arni Böðvarsson cand. mag.). 20.35 Utvarpssagan: „Alexis SorbasM eftir Nikos Kazantzakis; XI. (Er- lingur Gíslason leikari). 21.00 Frá bókmenntakynningu stúd- entaráðs á verkum Snorra Hjart- arsonar skálds (Hljóðr. í hátíða- sal háskólans 12. marz sl.). a) Erindi flytur Hannes Péturs- son skáld. b) Ljóð lesa Brynja Benedikts- dóttir stud. polyt., Heimir Steinsson stud. mag. og leik- ararnir Bryndís Pétursdóttir og Baldvin Halldórsson. 22.00 Fréttir og veðurfregnir. — 22.10 Passíusálmur (43.) 22.20 Iþróttir (Sigurður Sigurðsson). 22.40 Lög unga fólksins (Guðrún Svaf- arsdóttir og Kristrún Eymunds- dóttir.) 23.30 Dagskrárlok Miðvikudagur 6. apríl 8.00—10.00 Morgunútvarp (Bæn. — 8.03 Morgunleikfimi. — 8.15 Tónleik- ar. — 8.30 Fréttir. — 8.40 Tónleik ar. — 9.10 Veðurfregnir. — 9.20 Tónleikar). 12.00 Hádegisútvarp. 12.50—14.00 „Við vinnuna'*: Tónleikar af plötum. 13.30 („Um fiskinn"). 15.00—16.30 Miðdegisútvarp. 18.25 Veðurfregnir. 18.30 Utvarpssaga barnanna: „Gestir á Hamri“ eftir Sigurð Helgason; Iir. (Höfundur les). Sögulok. 18.55 Framburðarkennsla í ensku. 19.00 í»ingfréttir. — Tónleikar. 19.40 Tilkynningar. 20.00 Fréttir. 20.30 Föstumessa í Dómkirkjunnl (Prestur: Séra Oskar J. Þorláks- son. Organleikari: Dr. Páll Isólfs- son.). 21.30 „Ekið fyrir stapann*' — leiksaga eftir Agnar Þórðarson; VII. kafli Sögumaður Helgi Skúlason. Leik endur: Ævar R. Kvaran, Herdía Þorvaldsdóttir, Halldór Karlsson, Valur Gíslason, Nína Sveins- dóttir, Brynja Benediktsdóttir. Jónas Jónasson og Jóhanna Norö fjörð. Höfundurinn stjórnar flutn ingnum. 22.00 Fréttir og veðurfregnir. 22.20 Leikhúspistill (Sveinn Einarsson) 22.40 Djassþáttur á vegum Jazzklúbbs Reykjavíkur. 23.30 Dagskrárlok.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.