Morgunblaðið - 05.04.1960, Side 15

Morgunblaðið - 05.04.1960, Side 15
Þriðjudagur 5. apríl 1960 MORCTIlSfíLÁÐIÐ 15 Blesi heitir hann FYRIR skemmstu var birt í blöð- um og útvarpi tilkynning frá Náttúruverndarráði, friðlýsing á hverum og hveramyndunum á Hveravöllum á Kili. Þessu fylgdi nokkur greinar- gerð þar sem lýst er sérkennum þessa hverasvæðis og sagt er að það muni fegursta hverasvæði landsins. Einkum er Bláhver til- nefndur og muni enginn hver komast til jafns við hann, nema þá helzt Gleraugnahver við Stóra-Geysi, en Hveravalla hver- irnir eru þó fegurri, segir þar. Lengi má um það deila hvað er feguxst á þessu sviði sem öðru, ræður þar um margháttuð íhugun og smekkvísi manna Margir ágætir menn, lærðir og leikir, hafa haft orð á því í ræðu og riti, að Geysir, konungur allra hvera, bæri af öðrum hverum að yfirbragði og öllum burðum, jafnvel þó hann hvíli kyrr í sæti sínu og þá ekki síður er hann rís á legg og sveiflar veldisprota sinum hátt á loft. Fjölbreytni hveranna við Geysi er mikil, sem kunnugt er. Að Geysi undanskildum vekur Blesi mesta athygli ferðamanns- ins vegna litbrigða og hrúður- myndana og tel ég hann vel þola samanburð við Bláhver á Hvera- völlum. Þetta mun sami hverinn og nefndur hefur verið Gleraugna- hver í blöðum og útvarpi. En Blesi heitir hann og það nafn mun hann hafa hlotið áður en íslenzka þjóðin fór að rýna í gegn um gler. Nafnið Gleraugnahver ætla ég sé runnið undan dönskum rifjum (Brillerne). íslenzk ör- nefni verða ekki umbætt með erlendum nafngiftum. 'Sú undanlátssemi má ekki henda okkur, að við breytum svo örnefnum, það er lítilsvirðing á sjálfum okkur, tungunni og land- inu. Ég ætla að enginn maður hér í Biskupstungum kannist við Gleraugnahver við Geysi, en Blesa þekkja allir. Það er ágætt að Náttúruvernd- arráð hefir friðlýst hverasvæðið á Kili. En þeirri friðun þarf að fylgja eftir. Mér er það ljóst að fólk hefir hneigð til þess að kasta í hven og brjóta úr hrúðrinu í kringum þá. Væri þörf á því á slíkum stöðum væru festar upp auglýs ingar fólki til viðvörunar. Sigurður Greipsson. ASalfundur pípulagningarmeistara NÝLEGA er lokið aðalfundi í Félagi pípulagningameistara Reykja- víkur. Var á fundinum, sem var allfjölmennur, rædd ýmis hags- munamál pípulagningamanna. Fundarmenn lýstu megnri og al- mennri óánægju yfir því, að njóta ekki jafns réttar á móti vél- smiðjunum, þegar um er að ræða verk, sem Hitaveita Reykja- víkur hefur ekkert bolmagn til að framkvæma á eigin spítur, en selur öðrum í hendur. Tvö verktakafélög eru starf- andi innan stéttarinnar, sem hafa tekið að sér stór verk fyrir varnarliðið víða um land, verk, sem eru mun meiri að vöxtum en öll hitaveitan. Hefur hitaveitu- stjóra verið um þetta ritað, og eru félagsmenn mjög óánægðir yfir því, að Hitaveita Reykjavík- ur skuli ekki bjóða út þau verk, sem hún hefur ekki sjálf með höndum framkvæmd á, enda eru pípulagningameistarar þess full- vissir, að með eðlilegri sam- keppni myndi sú vinna verða talsvert ódýrari en raun er á. í framhaldi af þessu var samþykkt eftirfarandi tillaga: „Framhaldsaðalfundur í Fél. pípulagningameistara 20/2 ’60 samþykkir að lýsa óánægju sinni yfir hversu bæjaryfirvöld snið- ganga pípulagningameistara, þá um er að ræða framkvæmdir fyr- ir Hitaveitu Reykjavíkur. Pípulagningameistarar hafa betri skilyrði en aðrir til að framkvæma slíka vinnu, auk þess sem lagalegur réttur þeirra er ótvíræður." Þá var einnig lesið upp frum- varp að reglugerð fyrir skólp- og hreinlætislagnir íbúðarhúsa | en sl. 4 ár hafa pípulagninga- meistarar unnið að því í samráði við borgarlækni og bæjaryfir- völdin að samin yrði ný og full- komin reglugerð fyrir vatns- og skólplagnir og verði pípulagn- ingameistarar gerðir ábyrgir fyr- ir því, að skólplögn verði unnin í samærmi við hina nýju reglu- gerð. Auk pípulagningameistara hafa verkfræðingar á vegum bæjarins unnið að samningu reglugerðarinnar að undanförnu. Var samþykkt eftirfarandi tillaga í þessu sambandi: „Framhaldsaðalfundur í Félagi pípulagningameistara 20. febrú- ar 1960, samþykkir að lýsa á- nægju sinni yfir árangri þeim, serri náðst hefur á liðnu ári varð- andi reglugerð um skólp-, og vatnslagnir hér í bæ og öðru þar að lútandi, og væntir þess að bæjaryfirvöld og aðrir er þetta varðar, vinni stefnufast að fram- gangi þessa menningarmáls.“ Karlmannafatatízkan Þá var einnig rætt um laga- breytingar og möguleika á því að gera félagið að landsfélagi, og voru samþykkt lög, sem heim- ila pípulagningameisturum bú- settum utan Reykjavíkur að ger- ast auka- eða aðalfélagar og er það trú félagsmanna að það sé pípulm. búsettum utan Reykja- víkur til mikils faglegs og fé- lagslegs gagns að geta fylgzt með öllum nýungum, sem eiga sér stað og eðlilega koma fyrst fram í Reykjavík. Þá var einnig rætt um ákvæðis vinnutaxta er sýndi réttláta og eðlilega mynd af seldri vinnu í samræmi við aukna tækni og vinnuhraða. Margt fleira var rætt á fundinum varðandi stétt- ina almennt. í stjórn voru kosnir: Form. Bergur Jónsson, varaformaður, Tryggvi Gíslason, ritari Oddur Geirsson, gjaldkeri Har. Salo- monsson meðstjórnandi Páll Magnússon. í prófnefnd til næstu fjögurra ára voru kosnir Benóný Krist- jánsson, Benedikt Geirsson, og Tryggvi Gíslason. TIZKUSYNINGAR hafa verið óþrjótandi hlátursefni karl- manna um víða veröld og konur sí og æ hafðar að spotti fyrir að elta ólar við hvers kyns tízkubreytingar. Nú á seinni tímum nefur það aftur á móti gerzt að karlmenn hafa risið upp og mótmælt því að kvenfólk eigi einkarétt á tízku sýningum og krefjást jafn- réttis við Konur í þeim efn- um. Þeir séu orðnir leiðir á þessu eilífa svarta og hvíta, þessum látlausu, litlausu og tilbreytingarlausu fötum, og þar fram eftir götunum. Margir karlmenn eru þó afar íhaldssamir í þesum efn- um og ríghalda í þetta gamla góða. En róttæku skraddar- arnir hafa sitt fram og halda nú tízkusýningar á karlmanna fatnaði árlega og sýna þar bæði litskrúðug og margvísleg föt. Og hér sjáum við sýnis- horn af því, hvernig karlmenn eiga að klæðast að kvöldlagi. Skrautleg og tignarleg yfir- höfn: Svört slagkápa, fóðruð með bláu, hvítu eða rauðu rayon. Slagkápan fæst hjá Röndótt þverslaufa og mittls- Moss Bros í I.undúnum og lindi notuð við hvíta skyrtu, kostar 23 pund. Ennfremur sem hneppt er að framan með er hægt að leigja hana eina stjörnutölum. kvöldstund fyrir tvær gíneur. ir með prinsessu-kœrastann Smoking úr ítölsku silki. — Langur og mjór kragi úr sat- íni og ermalíningar úr sams konar efni. SKRADDARAR í Lundúnum eru sammála um það, að Arm- strong-Jones, unnusti Margrét ar prinsessu, sé sérstaklega smekklega klæddur og til fyr- irmyndar á því sviði: — Anthony Armstrong-Jones er prýðisgott dæmi upp á óað- finnanlega klæddan mann við öll tækifæri, lýsti John Tay- lor, ritstjóri London’s Fash- ion Headquarters, yfir í blaði sínu. Björgunar- og gœzluskip fyrir Breiðafjörð FYRIR helgina var útbýtt á Alþingi tillögu til þingsálykt- unar um björgunar- og gæzlu- skip fyrir Breiðafjörð. Frœkorn UM þessar mundir kemur á bókamarkaðinn ný Ijóðabók eftir Bjarna M. Brekkmann, frá Brekku á Hvalfjarðarströnd. Nefnist Ijóðabók þessi „Fræ- korn“ og er þetta þriðja ljóða- bókin sem Bjarni sendir frá sér. Fyrsta bók Bjarna nefnist „Ljóð- mæli“ og kom út 1937. Onnur bókin kom út 1957 og nefnist hún „Sól og ský“. — „Frækorn" er gefið út í 500 tölusettum eintök- um sem öll eru árituð af höf- undi Bjarni Brekkmann byrjaði ung ur, að setja fram hugsanir sínar í bundnu máli, og hefur mikið yndi af ljóðagerð. Hann hefur alizt upp í hinni fögru byggð í Hvalfirði, og kemur glögglega í ljós í ljóðum hans, að hann ann æskubyggð sinni mikið, og þeirri sögu sem þar hefur þróast. 1 einu Ijóða sinna um Hval- fjörð, byrjar Bjarni á þessu er- indi: Framh. á bls. 23 Tillagan er svohljóðandi: „Alþingi skorar á ríkis- stjórnina að láta undirbúa smíði björgunar- og gæzlu- skips fyrir Breiðafjörð“. Flutningsmenn þingsályktunar tillögunnar eru þeir þingmenn Vesturlandskjördæmis, Benedikt Gröndal, Sigurður Ágústsson, Halldór E. Sigurðsson, Jón Árna on, Ásgeir Bjarnason og Pétur Pétursson. Erlendum ágangi verði afstýrt 1 greinargerð tillögunnar er m. a. minnt á þá miklu útgerð, sem alla tíð hefur verið rekin við Breiðafjörð og ört hefur auk- izt hin síðari ár. Með víkkun landhelginnar í 4 sjómílur árið 1952 jukust afiabrögð þar vestra mjög verulega og hins sama varð enn vart eftir útfærsluna í 12 sjómílur árið 1958. Skefjalaus ágangur togveiðiskipa, einkum erlendra, á fiskimið Breiðfirð- inga við Snæfellsnes hefur oft valdið sjómönnum á verstöðvum við Breiðafjörð bæði fjártjóni og erfiðleikum. Er slíkra atvika skammt að minnast. Blaðið upplýsir ennfremur, að helztu einkenni klæðnaðar hins fyrrverandi ljósmyndara, séu þessi: Þröngar buxur, án uppbrots, sem þykja „lengjandi“. Samsvarandi stuttir jakkar, þröngir og há stutt kragahorn. Skyrtur háar x hálsinn, um það bil þumlungur af flibb- anum stendur upp úr jakkan- um. Kýs heldur að ganga með bindi en slaufur. Talsverðu fé safnað íbúar Breiðafjarðarbyggða og fólk þaðan búsett í höfuðstaðn- um hefur haft mikinn áhuga á þessu máli, og með rausnarlegri gjöf, sem þau hjónin Svanhildur Jóhannsdóttir og Þorbjörn Jóns- son í Reykjavík stofnuðu Björg- unarskútusjóð Breiðafjarðar með, var söfnun hafin. Hafa nú safnazt 7—800 þús. kr. í þessu skyni og heMur söfnunin áfram. Er það markmið tillögunnar, að ríkisvaidið komi nú til skjal- anna og greiði fyrir því, að koma þessu mikilvæga máli heilu i höfn. 120-150 tonn af salti eyðilagðist FRÉTTARITARI Mbl. í Ölafsvík símaði í gærdag að 120—150 tonn af salti af farmi danska skipsins Clipperen, hefðu eyðilagst. Nú er hafinn undirbúningur að því að framkvæma bráðabirgðaviðgerð á skipinu. Hefur það verið sett en hærra upp í sandinn og liggur þar nærri því á hliðinni, með til- liti til þess að þétta eigi skipið utanfrá. Eru væntanlegir menn frá Reykjavík til þess að vinna það verk.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.