Morgunblaðið - 05.04.1960, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 05.04.1960, Blaðsíða 24
V E Ð R I Ð Sjá veðurkort á bls. 2. 80. tbl. — Þriðjudagur 5. apríl 1960 Miklabrautin Sjá bls. 13. Óvenjulegar annir í fiskiðjuverunum Er „páskahrotan" oð byrja? AFLI Reykjavíkurbáta hefur glæðzt nú um helgina. „Fiskurinn er að síga inn í Bugtina“, sögðu karlarnir á bátabryggjunni. Yoru miklar annir í frystihúsum bæjarins um um helgina, unnið í þeim flestum allan sunnudaginn. i— Aðfaranótt sunnudagsins barst mikið fiskmagn á land. Hafði þá stærsta hraðfrysti- Bifreið veltur í Svínahrauni SELFOSSI, 4. apríl. — A laugar- dagskvöldið varð bifreiðaslys á Þrengslaveginum, á þeim slæma stað í Svínahrauni, er vegurinn beygir upp að Skíðaskála. Bif- reiðin var úr Reykjavík, rússnesk af Pobeda gerð. Fór hún að minnsta kosti tvær veltur. Lög- reglunni á Selfossi var tilkynnt um atburðinn og fór hún þegar á staðinn ásamt lækni. I bifreið- inni voru fjórir menn og sluppu Iþeir allir með smáskrámur. Þeir voru fluttir til Reykjavíkur. G.G. hús bæjarins, ísbjörninn, fengið um 150 tonn af fiski. Mun það mesta aflamagn, sem þangað hefir borizt í einni löndunartörn á þessari vetrarvertíð. A Hæztu bátar Fiskurinn var yfirleitt heldur góður og hafði mikið verið fryst. Meðal Reykjavíkurbáta, sem voru með góðan aíla um helg- ina var Helga með 25 tonn, Freyja og Hafþór með 18 tonn hvor, Hermóður hafði verið með 14 og Skógarfoss 13, svo nokkur skip séu nefnd. Eins og fyrr segir voru miklar annir í frystihúsunum. Eftir dag- langa vinnu á sunnudaginn var tekið til óspilltra málanna í bíti í gærmorgun. Guðmundur Guð- mundsson verkstjóri hjá ísbirn- inum, sagði að þar yrði unnið fram á miðnætti í nótt er leið. Um 200 manns vinna við hagnýt- ingu aflans, en þó vantar fólk. „Það er svona forsmekkur að páskahrotunni“, sagði hann. — Símtalið gat ekki orðið lengra því Hermóður var að koma inn og löndun átti að hefjast. Var hann með 18 tonn af ágætum fiski. 2450 lestum meiri afli en AKRANESI, 4. apríl. — í gær, sunnudag, fengu 12 bátar hér sam tals 136 lestir. Mestan afla höfðu Svanur 27 lestir, Fram 21,2 og Ásbjörg 15,5 lestir. Innbrot í HVERAGERÐI, 4. apríl. — A laugardagskvöldið milli kl. 8 og 10 brutust tveir piltar úr Reykja- vík inn í útibú Kaupfélags Ar- nesinga í Hveragerði. Komust þeir inn um glugga á bakhlið hússins og þaðan inn í verzlun- ina. Náðu þeir þar í 200 krónur í skiptimynt. Að því loknu fóru þeir að húsi Ólafs Steinssonar, garðyrkju- manns í Hveragerði og tóku þar Jeppabifreið. Stóð lykillinn í bif- reiðinni. Óku þeir á dansleik á SelfossL Ungur piltur í Hvera- gerði hafð orðið þess var, er pilt- arnir komu til Hveragerðis að þeir voru peningalausir, og fannst honum þegar grunsam- legt, er hann sá hversu góð fjár- ráð þeir höfðu á dansleiknum. Lögreglunni var þegar tilkynnt um bilstuldinn og innbrotið og náðist í piltana á ballinu. Fréttir af einvíg- inu í kvöld 1 KVÖLD kl. 9 heldur Freysteinn Þorbergsson skákkvöld í Silfur- tunglinu. Meðal annars efnis mun hann segja nýjustu fréttir af einvíginu um heimsmeistara- titlinn og útskýra skákir frá ein- yíginu. í fyrra Þilfarsbáturinn Síldin fékk 3 lestir hér á grunnmiðum 1 24 þorskanet eftir eina nótt. Á laug- ardaginn voru 20 bátar á sjó og fengu aðeins 194 lestir. Mest höfðu Ólafur Magnússon 22 lestir, Fram 15,5 og Ásbjörg 15,3 lestir. Heildarafli bátanna hér frá ný- ári til lok marzmánaðar er 8280 lestir. Á sama tíma í fyrra var aflinn 5830 lestir. — Oddur. Loftferðasamningur milli Islands og Svía UNDANFARIÐ hafa farið fram samningaviðræður í Stokkhólmi milli fulltrúa íslands og 'Svíþjóð- ar um loftferðir milli landanna. Jafnframt hafa viðræðufundir verið haldnir með fulltrúum Danmerkur og Noregs, til þess að ræða sameiginleg vandamál varð andi flugþjónustu flugfélagsins Loftleiða á Norðurlöndum. Stefnt hefur verið að því að binda endi á það ástand, sem árum saman hefur ríkt, að enginn samning- ur hefur verið í gildi um flug- samgöngur milli íslands og Sví- þjóðar, og jafnframt að tryggja 10. skákin TlUNDA skák þeirra Bot- vinniks og Tals í keppninni um heimsmeistaratitilinn verður tefld í Moskvu í dag. Leikar standa þannig eftir 9 skákir að Tal hefur 5 vinninga en Botvinnik 4. Prói. Lórus Einarsson flytur iyrir- lestrn ú vegum Húskóln íslnnds PRÓFESSOR Lárus Einarsson frá Árósum er kominn hingað með konu sinni í boði Háskóla íslands og mun flytja tvo fyrir- lestra í háskólanum. Miðvikudag 6. apríl: Um kimi (nucleinsýrur) í innri byggingu og lífsstarfi taugungsins (neu- ron). Þriðjudag 12. apríl: Um áhrif E-bætiefnisskorts á taugakerfi í öpum (macacus rhesus). Fyrilestrarnir verða fluttir í I. kennslustofu háskólans og hefj ast kl. 20.30. Öllum er heimill aðgangur. frambúðarlausn loftferða milli íslands og Skandinavíu. Um nokkurra ára skeið hefur flugfélagið Loftleiðir haldið uppi flugi til skandinavisku landanna þriggja, Danmerkur, Noregs og Svíþjóðar. Á leiðum þessum hef- ur félagið tekið fargjöld, sem sem sumpart eru talsvert lægri en þau, sem fyr- ir er mælt um hjá Alþjóða- flugmálastofnuninni (IATA), en aðilar að henni eru flest þau fiug félög, er annast reglubundna loftflutninga, þ. á. m. SAS og Flugfélag íslands. Flugfélagið Loftleiðir hefir hingað til notað flugvélar af gerðinni DC-4. Frá og með þessu sumri ætla Loft- leiðir smám saman að taka í notkun stærri gerð flugvéla, þ. e. DC-6B. Viðræðurnar hafa leitt til þess að gerður hefur verið loftferða- samningur milli íslands og Sví- þjóðar og verður hann undirrit- aður irman skamms. Af samningi þessum leiðir, að áætlunarflug Loftleiða til Svíþjóðar, sem hing- að til hefur farið fram samkvæmt bráðabirgðaleyfum hefur nú ver ið ákveðið í samningi milli land- anna. Jafnframt náðist samkomu lag um þau vandamál, sem rædd voru og snerta Island annars vegar og Jlanmörku, Noreg og Svíþjóð hins vegar. Geta Loft- leiðir því í loftflutningum sínum til Norðurlanda framvegis notað flugvélar af gerðinni DC-6B i stað flugvéla þeirra af gerðinni DC-4, sem félagið hefur notað hingað til. Utanríkisráðuneytið, 4. apríl ’60. Trillurnar þurfa sérstaka 1 bátahöfn og það er aðkall- andi vandamál eins og nú horfir. Á neðri myndinni má sjá á skut trillubáta sem verið er að búa á veiðar — þar sem þeir standa uppi á Grandagarði. — I baksýn er Faxaverksmiðjan. — Sjá nánar á bls. 3. | Ljósm. ÓI. K. M. ' Flugfargjöld hækka iniianlands Vegna mjög aukins tilkostnaðar hækka fargjöld Flugfélags Is- lands á flugleiðum innanlands um tíu af hundraði og farm- gjöld um 5,2 af hundraði. I báð- um tilfellum er 3% söluskattur innifalinn, svo sjálf fargjalda- hækkunin nemur tæpum 7% og farmgjaldahækkun 2%. Þessi hækkun gjalda gildir frá cg með 6. apríl 1960. heldur almennan félagsfund í kvöld kl. 8:30 í Vaihöll við Suð- urgötu. Frummælendur: Pétur Sigurðsson, alþm. talar um þingmál. Jóhann Sigurðsson um verka- lýðsmál. Félagar eru eindregið hvattir tl að fjölmenna.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.