Morgunblaðið - 05.04.1960, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 05.04.1960, Blaðsíða 23
Þriðjudagur 5. apríl 1960 MORGUNRT.AÐIÐ 23 Vesimasaneyistffur hiaui ábúð DAS 1 GÆR var dregið í 12. fl. í Happ drætti Dvalarhemilis Aldraðra Sjómann um 20 vinninga eins og að venju. 3ja herbergja íbúð Hátúni 4 6. hæð kom á nr. 6097. Umboð Vestmannaeyjar. Eigandi Friðrik Ölafsson, Asi, Ve. Zodiac 6 manna fólksbifreið kom á nr. 53577. Umboð Vestur- ver. Eigandi Svala Eggertsdóttir, Barmahlíð 3. Fiat 600 Multipla fólksbifreið kom á nr. 13578. Um boð Hreyfili. Eigandi Guðm. Þorvarðarson bif- reiðastj., Blönduhlíð 1. Húsbúnaður eftir eigin vali fyr ir kr. 20.000.00 kom á nr. 36310. Umboð Þórshöfn Húsb.únaður eftir eigin vali fyrir kr 15.000.00 kom á nr. 5501 (Patreksfjörður), 11537 (Kron, Kópavogi). Húsbúnaður eftir eigin vali fyr ir kr. 12.000.00 kom á nr. 5676 (Keflavík), 9287 Vesturveri, nr. 41823 (Vesturver), 61161 (Vestur ver). Húsbúnaður eftir eigin vali fyrir kr. 10.000.00 kom á nr. — Frækorn Framh. af bls. 15. Þú fjöllum krýndi fjörður blár, með fossamergð í hlíðardrögum, og silfurtærar silungsár, er segja margt frá liðnum dögum. A fleti sævar, fuglahjörð, svo frjáls og glöð á vorin syngur. Um staðinn fagra stendur vörð hinn stóri og víði fjallahringur. Við vinir Bjarna, en þeir eru margir, óskum honum alls hins bezta með þessa nýju bók, og (heitum sérstaklega á Borgfirð- inga að veita honum stuðning með því að kaupa bókina. J.Á. - íbróttir Framh. af bls. 22. jafn framan af. Við leikhlé var rnarkatalan 6:3. — 1 síðari hálf- leik náðu F.H.-stúlkurnar alger- lega yfirtökunum á leiknum og sigruðu með 13:5 Mest áberandi í F.H.-liðinu voru sem fyrr Sigurlína Björg- vinsdóttir og Sylvía Hallsteins- dóttr, en þær eru af mörgum taldar einar þær efnilegustu handknattleiksstúlkur, sem kom- ði hafa fram í mótnu. — Sigur- lína skoraði 9 mörk í leiknum og Sylvía 3 mörk. Fram vann K.R. 5:4 í 2. fl. A. b. Fram og K.R. léku til úrslita í b-riðlinum. K.R. byrjaði vel og hafði yfirhöndina allan fyrri hálfleikinn og við leikhlé var markatalan 3:1 K.R. í vil. — í síðari hálfleik sóttu Framstúlkum ar sig og er nokkrar min. voru eftir höfðu þær jafnað leikinn 4:4. Síðustu mínútur leiksins voru mjög spennandi. Fram fékk tækifæri til að skera úr um leik- inn, er þeim var dæmt vítakast á K.R., en Brynhildur Pálsdóttir hitti ekki markið. Rétt í leikslok tókst Fram að skora sigurmarkið og vann leikinn 5:4. ÚRSLIT EINSTAKRA LEIKA: Laugardagur: 3. fl. K. A.a. F.H. — I.B.K. 12:7 3. fl. K. B.b. I.B.K. — Haukar 10:20 2. fl. K. A.a. I.B.K. — Armann 2:24 Leikur átti að fara fram milli S.B.R. og I.A. 1 2. deild, en I.A. mætti ekki til leilcs og hlutu því S.B.R. 2 stig. Sunnudagur: 2. fl. Kv. B. K.R. — Armann 6:7 2. fl. Kv. A.a. Vikingur — F.H. 5:13 2. fl. Kv. A.a. K.R. — Fram 4:5 3. fl. K. B.a. Valur — Fram 9:11 3. fl. K. B.a. Armann — K.R. 8:7 3. fl. K. B.b. Haukar — F.H. 7:3 2. fl. K. B.a. Armann — Vikingur 7:9 2. fl. K. B.a. K.R. — F.H. 4:12 3. fl. K. A.b. Víkingur — Haukar 9:9 Mfl. K. 2. d. Fram — Akranes 43:15 Mfl. K. 1. d. I.R. — F.H. 17:25 9654 (Vesturver), 13000 (Vestur- ver), nr. 16739 (Dalvík), 16680 (Akureyri), nr. 18732 (Vesur- ver), 31186 (Vesturver), nr. 37472 (Sjóbúðin), 60319 (Vesturver), nr. 62371 (Vesturver), 63692 (Vesturver). — Ljóstæknivika Frh. af bls. 3- sem við kemur heimilum, iðnaði, umferð o. fl. Af íslands hálfu starfar Aðalsteinn Guðjónsen á vegum samtakanna, en hann er jafnframt framkvæmdastjóri Ljóstæknifélags Islands, en í stjóm þess eru: Steingrímur Jónsson formað- ur, Jakob Gíslason, ritari og varaform., Hans Þórðarson gjald keri og meðstjómendur: Guðm. Marteinsson, Kritinn Guðjónsson, Bergsveinn Ólafsson og Hannes Davíðsson. — Genf Frh. af bls. 1. ríki gætu öðlazt forgangsrétt til veiða utan tólf mílna. Fulltrúi Tyrkja hafði áður flutt framsöguræðu sína, en stóð nú upp til að tilkynna að hann væri mjög hlynntur hgumyndinni um fimm til tíu ára uppsagnar- frest, sem fram hefði komið í ræðum fundarmanna. Lýsti hann því yfir að hann væri mjög á- nægður með með þá sáttalöngun sem þetta sýndi. Ómögulegt er að fá staðfest- ingu á því hvort tiliaga er á döf- inni um uppsagnarfrest, eins og sífellt er verið að tala um í ræð- um. En þessi ræða Tyrkjans, sem hingað til hefur fylgt Bandaríkj- unum, gæti bent til þess. Hingað til hafa fulltrúar 48 ríkja talað á ráðstefnunni. Á morgun eru á mælendaskrá full- trúar, ísrael, Ceylon, Hvíta- Rússlands, Ekvador, Kóreu Pers- íu, Costa Rica, Súdan og Frakk- lands. Þ. Th. *— Suður-Afrika Framhald af bls. 1. að þeir væru ekki sekir, er þeir mættu fyrir rétti í dag í Jóhannes arborg, ásakaðir um að hafa hvatt blökkumenn í landinu til að berjast gegn vegabréfalögun- um. „Það er skoðun okkar“, sagði Sobukwe, „að lögin sem ákæran vísar til, séu lög sem samin eru einungis fyrir hvíta manninn. Við fáum ekki séð hvernig fram kvæma á réttlæti á þann hátt! Bifreiðar til sölu Opel Caravan ’55 í mjög góðu ástandi. Volvo Station ’55 Skipti koma til greina. Opel Rekord ’59 Ford Zephyr ’55 Moskwitch ’57 Renault fólks- og sendi- bíll ’46 Ford vörubíll ’47 Keunsla í bifreiðaakstri. Bifreiðasala Bifreiðasala Stefáns Grettisgötu 46. — Sími 12640. ,T tie ~> V0» SIODIN simi't 3B3D2 ciuooavogur 42 — Veltuútsvar Framh. af bls. 2. en verið hefur. Sem sagt, að hagur gjaldanda skuli í engu tilfelli versna að þessu leyti frá því sem verið hefur. o \ Þá spyr hv. þm. í öðru lagi ' um það, hvað sé átt við með orðinu „velta“. Honum er það auðvitað ákaflega vel kunn- ugt, að fyrst og fremst er með „veltu“ átt við heildarupphæð vörusölu. Varðandi ýmis konar þjónustu og m.a. það, sem hann nefndi sérstaklega umboðsverzl- un, er það í sumum tilfellum álitamál, hvort á að telja til veltu, sjálfa upphæð umboðslaunanna eða upphæð heildarvörusölunnar. Um þetta hefur stundum verið á- greiningur og geri ég ráð fyrir, að niðurjöfnunarnefndir verði að meta það í hverju einstöku til- felli. Það sem átt er við með „veltu“ í þessu frumvarpi“ er auðvitað það sama, sá sami skilningur og Iagður hef- ur verið í það orð ÖU þau ár, sem niðurjöfnunarnefndir og hreppsnefndir hafa lagt á veltuútsvör. o\ í þriðja lagi spyr hv. þm., ' hvort skylt sé að leggja sömu prósentu á alla veltu í sömu grein. — Ég hef engan mann hitt, sem hefur dottið sú fjarstæða í hug, fyrr en þessum hv. þm., að sé lögð mismunandi prósenta veltuútsvars á verzlun með sömu vörutegund. Ég held, að það hafi ekki nokkurri niðurjöfnunar- nefnd eða hreppsnefnd í landinu dottið slíkt í hug. Ég ætla, að öll þessi ár, sem veltuútsvör hafa verið notuð hér á landi, þá hafi hver einasti aðili, sem hafði með álagningu þeirra að gera, talið það sjálfsagða ófrávíkjanlega reglu og að það verði einnig þann ig í framtíðinni, að sama prósenta verði alltaf notuð um sölu sömu vörutegundar, hvaða verzlun sem í hlut á. A \ 1 fjórða lagi spyr hv. þm., ' hvort ríkisstjórnin hafi ákveðið að beita sér fyrir því, að útsvör yrðu einnig frádráttar- hæf við álagningu tekjuskatts. Um það segir ekkert í þessu frum varpi og ekki heldur í því frv. um breytingu'á tekjuskattslögun- um, sem fyrir liggur. Samkvæmt þessu frv. eru greidd útsvör frá- dráttarbær við útsvarsálagningu. Skv. frumvarpinu um tekjuskatt- inn er það óbreytt, sem verið hef- ir núna um 18 ára skeið, að greidd ur tekjuskattur og greidd útsvör eru ekki frádráttarbær við álagn ingu tekjuskatts. Um það, hvað verður í framtíðinni, er ekki hægt að segja á þessu stigi. Endurskoð- un tekjuskattslaga og útsvarslaga heldur áfram og væntanlega ligg- ur fyrir í haust, þegar heildar- löggjöf um þessi málefni verður lögð fram, svar við þessari spurn- ingu hv. þm. r \ Loks spyr hv. þm. um það, ' hvort veltuútsvarið verði tekið inn í verðlagsgrundvöll vara. Um þetta segir að sjálfsögðu ekkert í þessu frv. Það er alveg eins og með aðra skatta, að það er ekki venja að taka það fram í sjálfum skatta eða útsvarslögun- um, hver áhrif þær greiðslur skuli hafa á verðlagningu vara. Það er ekki í núgildandi tekju- skattslögum og það er ekki í nú- gildandi útsvarslögum. — Þetta er auðvitað atriði, sem verðlags- yfirvöldin verða að ákveða. Hvort einhver slík ákvæði kæmu inn í löggjöf um verðlagið skal ég ósagt láta, en hér hefur ekki þótt ástæða til þess að taka inn ákvæði • um það efni, fremur en um það, hvort t.d. tekjuútsvar og eigna- útsvar eða tekjuskattur fyrir- tækja almennt, eigi að koma inn í verðlagsgrundvöll. Þegar Gunnar Thoroddsen fjár- málaráðherra hafði lokið máli sínu kvaddi Halldór E. Sigurðsson sér hljóðs. Taldi hann dregið úr sjálfstæði sveitarfélaganna með hinu nýja frumvarpi, og einnig að þeir, sem hefðu breiðu bökin, bæru ekki nóg af þjóðfélagsbyrð- unum. Hann var á móti því að samvinnufélögin yrðu látin sitja við sama borð og aðrir, hvað skatt greiðslur snerti. • Eysteinn Jónsson tók síðan enn til máls og hafði eftir svör fjár- málaráðherra fátt að segja, um þau atriði, sem þau höfðu snert, en veittist nú enn að ákvæðun- um um veltuskattskyldu sam- vinnufélaganna og lögunum í heild, sem hann nefndi „óverj- andi hrákasmíð“. Jón Pálmason kvað það um langa hríð hafa verið eitt helzta vandamál þessa lands, hvernig ætti að leggja útsvörin á, og hefði sá vandi aukizt að sama skapi og útsvörin hefðu hækkað. Sjálfur kvaðst hann fylgjandi því að hámark veltuútsvaranna yrði takmarkað enn meir og ekki væri rétt að leggja þau á vinnslustöðv ar og framleiðslufélög. Jón Skaftason sagði nokkut orð um það ákvæði frumvarps- ins, er heimilar frádrátt á greiddu útsvari síðastliðins árs og taldi ekki fullt samræmi í frumvarps- greininni og greinargerð með henni. Karl Guðjónsson taldi skjóta skökku við að Sjálístæðismenn skyldu ekki ganga ájo langt að afnema veltuútsvarið með öllu. Hann var á móti þeirri þríflokk- un útsvara, sem frumvarpið ger- ir ráð fyrir, og taldi eigi fjarri því, að íbúar Reykjavikur væru með henni „gerðir að aðli“ í land inu, eins og hann komst að orði. Fleiri tóku ekki til máls um frumvarpið á þessu stigi, og var því að umræðunni lokinni vísað til fjárhagsnefndar með samhlj. atkvæðum. Þakka innilega fyrir alla vinsemd og heimsóknir á fimmtíu ára afmæli mínu þann 27. marz 1960. Ölína F. Jónsdóttir, Skipanesi Þakka innilega heimsóknir. skeyti og allan vinarhug mér auðsýndan á sextugsafmælinu, þann 22. marz sL Lifið öll heil. Jón Li. Þorsteinsson, Hamri Hér með tilkynnist að maðurinn minn, GARÐAR BALDVINSSON andaðist að heimili sínu Óðinsgötu 6, 3. þ.m. Sigríður Henriksdóttir Móðir okkar og tengdamóðir, GUÐRtJN ÞÓRÐARDÓTTIR Kirkjuvegi 15, Hafnarfirði andaðist að Sjúkrahúsinu Sólvangi, laugardaginn 2. apríl. — Jarðaríörin fer fram fimmtudaginn 7. apríl frá Hafnarfjarðarkirkju kl. 2 e.h. Fyrir hönd aðstandenda: Steinþór Hóseasson Maðurinn minn og faðir okkar, GUÐMUNDUR ÞÓRÐARSON Hraunbraut 12, Kópavogi andaðist 31. marz. Jarðarförin fer fram frá Fossvogs- kirkju 6. apríl kl. 1,30. Guðrún Guðjónsdóttir og böm Faðir okkar og fósturfarðir JÖNAS KRISTJÁNSSON læknir andaðist í heilsuhæli Náttúrulækningafélagsins í Hvera- gerði, sunnudaginn 3. apríl. Dætur og fósturböm móður okkar, tengda- 8 Jarðarför eiginkonu minr móður og ömmu, SIGRtJNAR GUÐLAUGSDÓTTUR fyrrum húsfreyju, Arnarnesi Dýrafirði fer fram frá Laugarneskirkju, miðvikudaginn 6. apríl kl. 14.00. — Athöfninni í kirkjunni verður útvarpað. Gísli Gilsson, Elínborg Gísladóttir, Einar Steindórsson, Guðrún Gísladóttir, Friðdóra Gísladóttir, Svanfríður Gísladóttir, Páll Eirlksson, og barnabörn. Innilegt þakklæti vottum við öllum þeim er sýndu okk- ur samúð og hluttekningu við fráfall og jarðarför litlu dóttur okkar, SVÖLU KRISTlNAR Sérstaklega þökkum við Helgu Benediktsdóttur, hjúkr- unarkonu, fyrir hennar miklu hjájp. Júlíana Bjarnadóttir, Jóhann Jónsson og systkini Innilega þökkum við öllum, sem sýndu samúð og hlý- hug við fráfall, KARLS Ó. BJARNASONAR varaslökkviliðsstjóra Sérstaklega viljum við þakka forráðamönnum og starfsmönnum slökkviliðsins í Reykjavík þann heiður er þeir sýndu minningu hans við útförina. Kristín L. Sigurðardóttir, böm og tengdaböra.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.