Morgunblaðið - 05.04.1960, Side 6

Morgunblaðið - 05.04.1960, Side 6
6 MORCVNBLAÐIÐ Þriðjudagur 5. apríl 1960 Edwcird Crankshaw Tvær ekrur lands og ein kýr AÐ ræða um Sovétríkin í sam- bandi við tvær ekrur lands og eina kú, kann að virðast fremur langsótt á þessari öld spútnik- anna; en raunverulega skiptir þetta tvennt flesta Rússa enn meira máli en eldflaugin, sem send var til tunglsins. Hér er engan veginn um að ræða neins konar afturhaldssemi; afkoma Sovétríkjanna byggist enn að all miklu leyti á stétt smábænda, sem framar öllu hefur áhuga á sínum eigin jarðarskikum og skepnum. Þetta kann að virðast ýkju- kennd staðhæfing eftir allt tal Krúsjeffs um, að landbúnaðin- um verði komið í nýtízkulegt horf á hinum víðlendu, vélvæddu nýræktarsvæðum í Kazakhstan og Vestur-Síberíu. En þetta eru engar ýkjur. Lítið á nýjustu töl- urnar frá Aðalhagstofu Sovét- ríkjanna . Fimmtíu og tvær af hundraði af öllum kúm í landinu eru enn í einkaeign. 82% af heildareggja- magninu er framleitt á hænsna- búum í einkaeign (20.5 billjónir eggja á sl. ári). 52% af heildar- mjólkurmagni og 51% af öllu kjötmagninu er framleitt á býl- um í einkaeign. Þessar tölur frá hinu crpin- bera í Sovétríkjunum kunna að koma þeim á óvænt, sem komizt hafa á þá skoðun, að landbúnaður í Sovétríkjunum sé rekinn ein- göngu á vélvæddum samyrkju- búum. Þær hafa líka angrað Krú sjeff ipikið. Þvi að þær merkja, að Sovétríkin séu komin upp á milljónir smábænda, sem hokra að sínu, með rúmlega helming mjólkur- og kjötframleiðslunn- ar og þrjá fjórðu hluta eggja- framleiðslunnar. Þessir bændur eru skyldugir til að vinna til- tekinn tíma á landi samyrkju- búanna, sem þeir verða allir að eiga hlut að (að undanteknum þeim, sem vinna sem landbún- aðarverkamenn á ríkisbúum), — Þegar skylduvinnunni er lokið, verða bændur fegnir frelsinu og snúa sér að ræktun sinna eigin litlu landskika. Herferð gegn eignarjörðum hefur nú verið í algleymingi, árum saman. Öllum hugsanleg- um ráðum hefur verið beitt til að hvetja bændurna til að ein- beita sér að samyrkjubúunum. Ýmist hefur verið gengið hart og miskunnarlaust að þeim eða mildilega — en allt hefur borið að sama brunni. Og samt eru fleiri stórgripir á eignarjörðum en á samyrkjubúum og ríkisbú- um samanlagt. Undanfarið hefur Krúsjeff gert sitt bezta til að telja smábænd- urna á, að afkoma þeirra verði betri, ef þeri selja gripi sína á samyrkjubúin, einbeita sér að því að bæta framleiðsluna þar og reiða sig á greiðslu í peningum eða í fríðu úr þeim sjóði, sem safnast á samyrkjubúinu. Fæð- ingarbæ Krúsjeffs, Kalinovka,, hefur verið breytt í þess konar fyrirmyndarsamyrk j ubú. Það er staðreynd, að fjölda gripa í einkaeign hefur fækkað, þar sem samyrkjubúin eru betri og auðgri, en þetta gildir hins vegar ekki um fátækari sam- yrkjubúin, sem enn eru í meiri hluta. Aðalritari miðstjórnar kommún istaflokksins í Georgíu neyddist til að skýra frá því í desem ber sl., að ekki hafi verið hægt að koma því til leiðar, að fjöldi gripa í sameign yrði meiri en gripafjöldi í einkaeign. Samt sem áður hefði flokkurinn gert „fjöl margar ráðstafanir" til að fækka eignajörðum og fjölda þeirra gripa, sem einstaklingar ættu. í Georgíu eru meia en 50% af vín- görðunum enn í einakeign. Að lokum má geta þess, að 1958 Fjölmenn útför Eggerts Gilfer SL. föstudag var gerð frá Foss- vogskirkju útför hins þjóðkunna skákmeistara og tónlistarmanns, Eggerts Gilfers. Var þar svö margt manna að kirkjan hefði ekki rúmað öllu fleiri. Séra Bjarni Jónsson vígslu- biskup jarðsöng og flutti hjart- næma minningarræðu um hinn látna kunningja sinn. Dr. Páll Isólfsson lék á orgelið, þ. á m. tvö stutt orgelverk eftir Eggert Gilfer. Auk þess söng ívar Helga- son lag, er Gilfer samdi 12 ára að aldri við ljóð eftir Matthías Jochumsson: „Lífið er fljótt, líkt er það elding, sem glampar um nótt“. Þá söng kórinn og tvö sálmalög eftir bróður Gilfers, Þórarinn Guðmundsson tónskáld. Skáksamband íslands heiðraði minningu Gilfers með því að kosta útförina, og Taflfélag Reykjavíkur hefur ákveðið að reisa honum bautastein, en þar var hann búinn að vera heiðurs- félagi í hartnær aldarfjórðung. — Kransar bárust frá Taflfélagi Reykjavíkur, Starfsmannafélagi Ríkisútvarpsins, Fél. ísl. organ- leikara og Guðm. S. Guðmunds- syni, þar að auki margt blóma. (nýrri tölur eru ekki fyrir hendi) létu 15% af vinnufærum bænd- um í Georgíu undir höfuð leggj- ast að skila tilskildum afköst- um á samyrkjubúunum og rúm- lega 5% unnu alls ekkert á sam- yrkjubúunum. Þessar tölur eru þess virði að gefa þeim gaum. í 30 ár sam- fleytt hefur einræðisstjórn reynt af alefli — og oft með mjög misk- unnarlausum aðferðum — að koma því til leiðar, að landbún- aðurinn byggist á samyrkjubúum eingöngu. Þetta hefur tekizt, þar sem kornræktin er annars vegar og einnig í sumum öðrum grein- Um akuryrkjunnar. En sovét- stjórnin er enn upp á einstaklings framtakið komin með rúmlega helming kjöt- og mjólkurfram- leiðslunnar. Bændur hafa í stuttu mál sagt, enn ráð stjórnarinnar í hendi sér í þessu efni. (Observer-einkaréttur Mbl.) • 'Mfxfwtartv, r. »(>nj 18*0 Hér að ofan birtist mynd af fyrsta dags umslagi því er Rauði kross íslands gefur út í tilefni af því að 7. apríl n. k. gefa 70 þjóðir samtímis út frímerki til hjálpar flóttafólki. Á umslaginu er táknmynd alþjóðaflóttamannaársins. — Umslögin eru gefin út til hjálpar flóttafólki og kosta 10 kr. stk. — Þau fást á skrifstofu R. K. í., Thorvaldsensstræti 6, kl. 1—5 og í Ritföng, Laugavegi 12, Söluturninum við Reykja- víkur Apótek og Frakkastíg 31. Upplag er aðeins 7500. ÆSKULÝÐSRÁÐ Reykjavíkur hefur að undanförnu unnið að því, að haldin verði frímerkja- og ljósmyndasýning, sem ung- lingar eiga aðild að og er hún sú fyrsta sinnar tegundar hér á landi. Sýningin verður í húsa- kynnum Æskulýðsráðs að Lind- argötu 50 og verður opnuð n. k. fimmtudag kl. 6. Frímerkjasýningunni verður skipt í þrjá hluta, þ. e. íslenzk frímerki, „motiv“ söfn og er- lend söfn og er tilgangur henn- ar fyrst og fremst kynning og könnun og eru það vonir sýn- ingarnefndarinnar, að með þessu verði vakinn áhugi unglinga á söfnun frímerkja, en á það hefur oft verið bent í frímerkjaþátt- um blaða og útvarps, að frí- merkjasöfnun kennir unglingum reglusemi og snyrtimennsku. Mörg söfn sem verða á sýning- unni gefa til kynna hvernig þau eru sett upp og vegna tómstunda- þáttar ríkisútvarpsins, hafa ung- ir safnarar utan Reykjavíkur sent söfn sín til sýningar. Sýningarnefndin taldi æskilegt að hægt væri að veita verðlaun og hafa dagblöð og ríkisútvarpið heitið góðum verðlaunagripum. M. a. gefur Morgunblaðið 1. verð- laun fyrir bezta íslenzka safnið, en þau eru Lindner frímerkja- Lindner frímerkjaalbúm í skinnbandi. skrifar úr dagiega lifinu □ eina ungfrú Nú þegar farfuglarnir eru að byrja að koma rifjast það upp fyrír mér, er ég fýrir nokkrum vikum var á gangi eftir Skúlagötunni niðri við sjóinn. Þá var þar æði líflegt í fjöruborðinu. Einkum fannst mér gaman af horfa á háfætta, fugla, sem sátu í smáhópum á kjaftaþingi, og voru þeir all- hávaðasamir, en ekki að sama skapi raddfagrir. Þóttist ég þekkja þarna tjaldinn með sitt gulrauða nef og bleikrauðu fætur. Þó fannst mér snemmt að hann skyldi vera kominn. Og nú loks lét ég verða af því að fletta því upp hvort mér hefði þarna missýnzt. Það kom þá á dag- inn að tjaldurinn er bæði far- fugl hér á landi og staðfugl og það einkum eldri kynslóðin, sem er kyrr og þraukar af vet- urinn hér hjá okkur, sérstak- lega ef hann er ekki mjög harð ur. En aðrir fuglar, sennilega þeim yngri halda suður á bóg- inn. í bók Ferðafélagsins um fuglana sá ég lýsingu, sem kemur alveg heim við hegðun fuglanna í fjörunni í Reykja- vík. Þar segir, að þegar tjald- arnir sitja 3 eða fleiri saman á kjaftaþingum séu þeir mælskir og þá séu oftast tveir eða fleiri karlar að skeggræða við eina frú eða ungfrú. Leggi hún einnig orð í belg, en sé þó oftast fámæltari — og auð- vitað siðugri. En deilur og rifrildi séu ekki tíð meðal þessa fólks. * Undarlegt háttalag Það er annars undarlegt að sumir þessara litlu fugla skuli leggja svona mikið á sig til að komast á stað, þar sem þeir geta ekki búið og haft ofan af fyrir sér nema lítinn hluta af árinu, í stað þess að setjast að í einhverju af loftslags- mildari löndunum, sem þeir fara um. Um þetta segir Magn ús Björnsson í ofarnefndri Ferðafélagsbók: Hér er miklu minna af skordýrum en í hin- um suðrænni löndum — en skordýr eru aðalunga-, þ. e. barna-fæða fuglanna. Hér er veðráttan svo óstöðug, að það verður fjölda fugla að aldur- tjóni. En hér er annað — hér er dagsbirtan nær allan sólar- hringinn, meðan ungarnir eru á æskuskeiði og viðkvæmastir gegn ýmsum kvillum. Þeir þola afarilla sult, en hér er hægt að veiða skordýr á öll- um tímum dags, og hér eru nætumar að jafnaði hlýrri en víða sunnar — það gerir dags- birtan að verkum. En þetta eru engar fullnaðarskýringar, og það, sem hér var talið nor- rænu loftslagi til gildis, á ekki við nema aðeins tiltölulega fáar fuglategundir. Ástæðurn- ar til þess, að sumir fuglar urðu farfuglar, en aðrir ekki, eru efalaust margar og fjöl- þættar. * Aðeins horft á______________ mmmmmmmm^mmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmm og undrazt En líklegast eru það einhver allsherjar líffræðileg lögmál, sem þessum undrum valda. Sem stendur getum við lítið annað en horft á og undrazt. Ef til vill geta næstu kynslóð- ir brosað að fávizku okkar nú- tímamanna. Hver veit?“ albúm í skinnbandi og ríkisút- varpið silfurbikar fyrir „motiv“ safn. Þá verða 2. og 3. verðlaun, sem Almenna bókafélagið og Menningarsjóður gefa. í sambandi við sýninguna verð- ur þar starfrækt deild frá póst- húsinu í Reykjavík og sýningar- nefndin hefur látið prenta bréf- spjöld sem bera táknmynd sýn- ingarinnar og eru þau tölusett og er upplag þeirra takmarkað og verð þeirra 3 krónur en þau munu verða minningargripur þessarar fyrstu frímerkjasýning- ar unglinga hér, og ef hagnaður verður af sölu þeirra, verður hann notaður til að byggja upp starfið og styrkja hina ýmsu frí- merkjaklúbba til að auka starf- semina. Sýningin mun verða opin fram yfir páska og er aðgangseyrir 3 kr. fyrir börn og 10 kr. fyrir fullorðna. Undirbúnings- og framkvæmda nefnd sýningarinnar skipa þeir: Jón Pálsson bókbandsmeistari, sem er formaður, séra Bragi Frið riksson, Haukur Sigtryggsson og Sig. Þorsteinsson. Þá verður Ijósmyndasýningin tilraun Æskulýðsráðs til að kynna annan lið í starfsemi sinni og skýrði Haukur Sigtryggsson svo frá, að þarna gæti að líta hvað unglingar geta unnið sjálf- ir á þessu sviði, svo sem stækk- un ljósmynda og margt annað sem við kemur ljósmyndasmíði. Þar verða og veitt verðlaun og gefur Alþýðublaðið 1. verðlaun og Menningarsjóður bókaverð- laun. Grásleppuveiði á Ströndum GJÖGRI, 30. marz. — Mb. Guð- rún, Eyri, Ingólfsfirði, hefur róið til fiskjar með handfæri og feng ið 2—3 lestir í róðri. Sæmilega gengur að manna bátinn, þrátt fyrir mannfæð hér, fara bændur til skiptis á sjóinn. Hver maður dregur sér og báturinn fær % af afla hvers manns. 4—5 menn eru á bátnum og 12 ára gamall son- ur skipstjórans, sem farið hefur hvern róður, hefur dregið 250—• 300 kg. í róðri. Fiskurinn er lagð- ur upp á Norðurfirði hjá Kaup- félagi Strandamanna. Það byrj- aði í dag að taka á móti grá- sleppuhrognum. Lagði Guð- brandur Þorláksson á Djúpuvík inn mest, 94 lítra, og er það sæmileg veiði svona snemma, því grásleppuveiðin er mest eftir imiðjan apríl. — Regína.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.