Morgunblaðið - 08.04.1960, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 08.04.1960, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐ1Ð Föstudagur 8. apríl 1960 Bœtt aðsfaða smahata i höfnínni til athugunar AÐBÚNAÐUR smábátaútgerðar- innar í Reykjavikurhöfn var til umræðu á fundi bæjarstjórnar í gær. Var þar komin fram tillaga kommúnista um að sett yrði á laggirnar 5 manna nefnd til þess að athuga hvernig bæta mætti afgreiðsluskilyrði smábátanna í höfninni. Geir Hallgrímssson, borgar- stjóri upplýsti við það tækifæri, að mál þetta væri nú til með- ferðar í hafnarstjórn. Upplýsti hann jafnframt, að fyrir nokkr- um árum hefði 50 duflum verið lagt í höfnina sem legufæri fyrir smábáta. Björgu, félagi bátaeig- enda, hefðu verið afhent þessi dufl til umsjár og viðhalds. Nú væri fyrirhugað að lagfæra eldri duflin og fjölga þeim stórlega, við Ægisgarð, Norðurgarð og milli Ingólfsgarðs og Faxagarðs. Leita álits Bjargar En framtíðarlausn málsins væri til athugunar hjá hafnar- stjórn og lagði Geir fram tillögu þess efnis, að bæjarstjórn fæli hafnarstjórn að gera tillögur til úrbóta og leggja fyrir bæjar- stjórn, en leita álits bátafélagsins Bjargar við athugun málsins. Benti borgarstjóri jafnframt á það, að vegna stöðugra fram- kvæmda við Reykjavíkurhöfn og vaxandi þarfa stærri skipa væri óvarlegt að leggja út í mikla fjárfestingu vegna smábátanna — þ. e., að reisa einhver mann- virki, sem yrðu síðan að víkja eftir skamma hríð. Hefði verið athugað hvort heppilegt yrði að búa smábátaútvegnum góð skil- yrði utan hafnarinnar, t.d. í Vatnagörðum. En borgarstjóri sagði, að Björg, félag smábáta- eigenda, hefði lagzt gegn þeirri lausn málsins, teldi það of langt frá bænum. Þörf á að hreinsa til Þá minntist Geir Hallgrímsson á það í þessu sambandi, að smá- bátar, sem væru styttri en 6 m., væru ekki skrásetningarskyldir og nauðsyn væri að gera sér grein fyrir, hve margir bátar væru að einhverju eða öllu leyti gerðir út í atvinnuskyni. Tók Gróa Pétursdóttir, fulltrúi Sjálf- stæðismanna undir það og sagði fulla þörf fyrir skrásetningu þess ara báta. Benti hún m.a. á það, að Slysavarnafélaginu bærist oft beiðni um að svipast um eftir smá bátum, en öll eftirgrennslan væri skiljanlega erfiðari, þegar ekki væri hægt að gefa upp nein ein- kennismerki bátanna, þeir væru hvergi skráðir. Björgvin Fredriksen, fulltrúi Sjálfstæðismanna,, var á sama máli, Sagði hann jafnframt, að þörf væri á að hreinsa til í höfn- inni, því mikið væri þar af ó- reiðufleytum, sem þrengdu at- hafnasvæði þeirra smábátaeig- enda,' sem þar stunduðu daglega störf sín. Hafnarstjórn ekki fjandsamleg bátaeigendum Einar Thoroddsen, fulltr. Sjálf- stæðismanna, hélt því fram, að stofnun sérstakrar nefndar til að leysa þetta mál hefði litla þýð- ingu. Fulltrúar Bjargar hefðu ekki bent á neinar leiðir, sem hafnarstjórn hefði ekki til athug- unar. Hrakti hann fullyrðingar Guðmundar J. Guðmundssonar, fulltrúa kommúnista, um að hafn arstjórn væri smábátaeigendum fjandsamleg. ítrekaði borgarstjóri, Geir Hall grímsson, að tekið yrði fullt til- lit til sjónarmiða smábátaeig- enda. Hafnarnefnd fjallaði um málið og ekki væri rétt að draga úr ábyrgð hennar með því að stöfna nefnd til viðbótar til að fjalla um sama mál. Tillaga kommúnista hlaut ekki nægilega mörg atkvæði, en til- laga Sjálfstæðismanna var sam- þykkt. „Runólfur“ Stœrsti bátur við Breiða- fjörð, 115 lesta stálhátur GRUNDAFIRÐI, 7. apríl. — Fyr- ir nokkru kom til Grundarfjarð- ar nýr 115 lesta stálbátur, Run- ólfur, smíðaður hjá skipasmíða- stöð Linstöl, Risör í Noregi. Bát- urinn er fluttur inn á vegum fyr- irtækis Magnúsar Jónssonar h.f. í Reykjavik. Þetta er stærsti bátur, sem nú er gerður út við Breiða- — Genf Akureyrarmót í körfuknattleik AKUREYRI, 7. apríl: — Meist- aramót Akureyrar í körfuknatt- leik hefst í íþróttahúsi Mennta- skólans á Akureyri á morgun kl. 7,30 e. h. Fjögur lið taka þátt í mótinu, ÍMA, Þór og tvö frá KA. Þetta er í fjórða sinn, sem Akureyrarmót fer fram í körfu- knattleik, og hefur KA ávallt borið sigur af hólmi. Keppt er um bikar, er Þór gaf sl. ár. Dagskrá Alþingis BÁÐAR deildir Alþingis koma saman til fundar í dag kl. 13,30 og eru dagskrár sem hér segir: Efri deild: 1. Jöfnunarsjóður sveitarfélaga, frv. — 2. umr. Ef leyft verður. — 2. Lánasjóður ís- lenzkra námsmanna erlendis, frv. — 2. umr. Ef leyft verður. Neðri deild: Tekjuskattur og eignarskattur, frv. — 2 mnr. Ef leyft verðúr. Framhald af bls. 1. markinu. Auk þess megi ríki, sem hefir minni landhelgi en 12 mílur, þó beita 12 mílna reglunni gegn þeim ríkjum öðr- um, sem hafa Iýst yfir 12 mílna landhelgi hjá sér. — ★ — Ljóst virðist, að þessi tillaga hefir engan möguleika til að ná samþykki, en hún getur orðið sá þröskuldur, sem hindri fram- gang kanadisk-bandarísku til- lögunnar. • „FRAMSÖGURÆÐUR" Við almennar umræður í heild- arnefndinni árdegis í dag töluðu Bouziri, fulltrúi Túnis, Bakri frá Súdan, Radouilsks frá Búlgaríu og Fattal frá Líbanon. — Þrír ræðumanna voru meðal flytjenda Asíu og Afríkutillögunnar, og urðu ræður þeirra því eins kon- ar framsöguræður fyrir henni. Sá fjórði, Búlgarinn, lýsti fylgi við tillöguna. — Allir lýstu þeir því yfir, að þeir gætu ekki fallizt á 6 mílna ladhelgi, því að það mundi takmarka rétt, sem mörg ríki hefðu þegar tekið sér og myndu aldrei afsala sér. Slík regla gæti því aldrei orðið al- þjóðalög. Sérstaklega réðust þeir allir gegn „söguréttinum“, og kváðu þar aðeins um að ræða rétt þess sterka á kostnað hins veik- ari og smærri. • STRANDRÍKI ÓSKORÐAÐAN RÉTT Túnismaðurinn sagði, að það væru engjn rök, að segja, að van- þroska ríki gætu ekki nýtt þann afla, sem fjarlægum ríkjum yrði bægt frá. 1 slíkum tilfellum, að strandríki skorti tækni, gæti það leitað aðstoðar hjá tækniþróuð- um ríkjum, sem víða hefði gefizt vel. — Fulltrúi Súdans kvað land sitt reiðubúið að leyfa erlendum aðilum að koma upp fiskistöðv- um á ströndinni og hjálpa inn- fæddum þannig við veiðarnar, svo að heildarafli heimsins minnk aði ekki. Hann kvaðst mótfallinn Frv. um Jöfnunar- sjóð komið til Ed. FRUMVARP rikisstjórnarinnar um Jöfnunarsjóð sveitarfélaga var afgreitt frá Neðri deild í gær. Allmiklar umræður fóru fram um málið á tveim fundum deild- arinnar og voru þingmenn sam- mála um að hér væri stigið merki legt spor sveitarfélögunum til stuðnings. Fyrsta umræða um málið í Ed. fór svo fram snemma í gærkvöldi en að henni lokinni var málinu vísað til nefndar. — Það er enn á dagskrá deildarinn- ar í dag. því að setja ákvæði um söguleg réttindi í almenna samþykkt — réttara væri, að strandríki fengi óskorðaðan rétt á fiskveiðisvæð- inu, og gæti síðan samið við fjar læg ríki um að leyfa þeim veiðar á miðum sínum ákveðinn tíma. ★ Hinum almennu umræðum í heildarnefndinni lauk í kvöld með ræðum Koretsky, fulltrúa Úkraínu, Gros, Frakklandi og Shukairy, Saudi-Arabíu. — A morgun verður haldinn stuttur fundur til þess að ákveða, hvenær ráðstefnunni skal ljúka. • SKIPTAR SKOÐANIR UM NÝLENDUSTEFNU Frakkinn sagði, að úthafið ætti enginn — allir mættu nota það. Skip fjarlægra fiskiþjóða veiddu fisk, sem enginn ætt. Hann líkti þeirri stefnu strandríkja að víkka landhelgi og fiskilögsögu við nýlendustefnu — þau vildu eigna sér svæði, sem enginn hefði hingað til átt eignartilkall til. Shukairy flutt harðorða ræðu, þar sem hann sýndi fram á að veiðar fjarlægra þjóða á miðum strandríkja hefðu ávallt verið yfirráðastefna og ein hlið ný- lendustefnunnar. —- Fram til þessa voru það nokkrir „keisar- ar“, sagði hann, sem ákáðu reglur við sína strönd — og við okkar strönd. Nú eru það yfir 80 þjóðir, sem ákveða skulu sameginlega fjörð. Skipið er smíðað eftir ströngustu kröfum „Norsk Veri- tas“, og auk þess styrkt til ís- ha'fsveiða. Það er búið Viekmann- vél, 300—340 hestöfl og gengur um 10 sjómílur. Auk þess er bát- urinn búinn kælikerfi í lest. Sigl- ingar- og fiskileitartæki eru af nýjustu gerð. Báturinn er með tvöfaldan björgunarbáta-útbún- að, þ. e. a. s. plastbát fyrir 12 menn, með vél og dýptarmæli, og 12 manna gúmmíbjörgunarbát. í káetu eru 2 herbergi, fyrir vélamann og stýrimann, og í há- setaklefa, sem búinn er öllum nýtízku þægindum, er rúm fyrir 6 menn. Sérstakur klefi er fyrir skipstjóra í brú skipsins, og þar er auk þess kortaklefi og tal- stöðvarklefi. Bátnum fylgdi kraft blökk til síldveiða og bátauglur til þeirra hluta. Lestar 14—1500 mál Vegna byggingarlags skipsins, er búizt við að hann lesti ekki minna en 120 lesta skip, þ. e. a. s. 14—1500 mál af síld. Þá er það nýlunda í þessum bát, að lestin er klædd innan með plasti. Mun þetta vera fyrsti bát- urinn, sem afgreiddur er frá Noregi til Islands, þannig útbú- inn. Þessi útbúnaður ryður sér mjög til rúms í Noregi. Eigendur bátsins eru 3, Guð- mundur Runólfsson, sem er skip- stjóri, Guðmundur Kristjánsson, vélstjóri og Jón Kristjánsson, stýrimaður. Bátnum sigldi heim Þorsteinn Bárðarson, skipstjóri í Grundar- firði, og tók heimsiglingin tæpa 5 sólarhringa. Mikill mannfjöldi fagnaði komu þessa nýja báts, þegar hann sigldi fánum skrýddur til Grundarfjarðar í góðu veðri. — Hann er byrjaður með þorskanet. slíkar reglur. — E. M. NA /5 hnúiar S V 50 hnútar ¥ Snjókoma 9 ÚÓi ■ V Skúrir ÍC Þrumur HÍX Kuldaskil ZS* Hiiaski! H Hai L Latqi EINS og sést á kortinu er mjó lægðarrás norðan frá Jan Mayen og suðvestur yfir Is- land, enda er veður mjög tví- átta hér um slóðir. Norðan lands er eindregin NA-átt, en sunnanlands er eindregin SV- átt. Hiti er um frostmark á Vestfjörðum, en 5—8 stiga hiti syðra. — Djúp lægð suðvestur af Grænlandi þokast norðaust ur eða austur eftir og mun ráða mestu um veðurlag hér á landi næstu daga. Veðurhorfur kl. 22 í gær- kvöldi: SV-land og Faxaflói, SV-mið og Faxaflóamið: Hæg viðri fram á nóttina, en vax- andi SA eða Aátt á morgun, allhvass eða hvass síðdegis og rigning. Breiðafjörður til NA- lands og Breiðafjarðarmið til NA-miða: Hægviðri í nótt en vaxandi A eða NA-átt á morg- un, skýjað en úrkomulítið. Austfirðir og Austfjarðamið: Hægviðri og víðast bjartviðri í nótt, en vaxandi SÁ-átt og rigning síðdegis á morgun. SA-land og SA-mið: SV-gola í iiótt, en allhvass SA og rign ii.’g, þegar líður á morgun- daginn. — Guðmundur í. Frh. af bls. 1. Iegt að ráðstefnunni ljúki án árangurs, fáist 12 mílna land- helgi ekki viðurkennd. Ágreiningur jafnaður Þjóðir þær, sem vilja 6 mílna landhelgi og meira ekki, hefur hingað til greint á um fiskveiði- lögsöguna, og viðleitni þeirra er sú, að reyna að ná samkomulagi til að treysta aðstöðu sína í bar- áttunni gegn 12 mílna kröfunni, er nú svo komið, að full ástæða er til að ætla að þær hafi komið sér saman um að jafna þennan ágreining sinn. Bandaríkin og Kanada munu sennilega á morg- un taka aftur sértillögur sínar en leggja í staðinn fram sameigin lega tillögu. í þeirri tillögu verð- ur gert ráð fyrir 6 mílna land- helgi og 6 mílna fiskveiðisvæði að auki, en með fiskveiðiréttind- um um nokkurt tímabil fyrir þær þjóðir, sem undanfarin 5 ár hafa veitt á miðum strandríkis, og í þessu sambandi er talað um að það tímabil verði 10 ár. Getur oltið á örfáum atkvæðum Um afgreiðslu þessara tillagna allra er það að segja, að ljóst ligg ur fyrir að 12 mílna landheljji getur ekki náð tilskildum meiri- hluta á allsherjarfundinum. Einn ig er Ijóst að hvorki sértillaga Kanada né Bendaríkjanna hefði getað fengið nauðsynlegan meiri- hluta. Hver breyting verður í því efni, er þessi ríki bera fram sam- eiginlega tillögu eins og ég vék að áðan, skal ekki fullyrt, og ef til vill kann þar að velta á ör- fáum atkvæðum. En eins og nú stendur má telja ólíklegt að hún nái auðsynlegum meirihluta. Rétt í þessu var verið að leggja fram till. 15 Asíu- og Afríkuríkja um 12 mílna landhelgi. Haldi þessi ríki fast vð kröfu sína um þetta, má telja mjög líklegt að ráðstefn unni ljúki án árangurs, þar eð vitað er að Austurevrópuríkin 9 víkja ekki frá kröfunni um 12 mílna landhelgi, og svipuðu máli er talið gegna um fjögur Suður- Ameríkuríki, hvað sem öðru líð- ur. Er þar kominn nægilega stór hópur, sem getur komið í veg fyrir að nauðsynlegur meirihluti myndist um annað en 12 milna landhelgi, þótt hann geti hins vegar ekki fengið sínar tillögur samþykktar. Afstaða fslands ótvíræð Aróðurinn er hins vegar mjög harður hér á ráðstefnunni, og skal ekkert fullyrt um niðurstöð- ur, fyrr en þær liggja fyrir, enda má segja að afstaðan breytist nú frá degi til dags, og enginn veit hvað gerast kann í páskahléinu. Afstaða fslands til allra þeirra tillagna, sem fram eru komnar og væntanlegar eru, er skýr og ótvíræð. Við miðum allt okkar starf að því að tryggja 12 mílna fiskveiðilög- sögu og stöndum gegn öllu, sem skemmra gengur. Við munum berjast gegn öllum frá drætti, hverju nafni sem nefn- ist, tímatakmörkun eða öðru, gegn öllu sem veitir öðrum þjóðum fiskveiðiréttindi innan 12 mílna við ísland. Þegar fram er komin sameiginleg tillaga Bandaríkjanna og Kanada, munum við gera til- raun til að koma henni í það horf að ákvæðið um 10 ára tímabil svonefndra „sögulegra réttinda" taki ekki til íslands. ★ Samstarf hefur verið ágætt i ;- lenzku sendinefndinni hér á r<-„- stefnunni. Nefndin hefur jafnan samráð, og nefndarmenn haxa verið mjög samhentir í störfum. Að sjálfsögðu er það mikið hags- munamál allra Islendinga að það komi glöggt fram ekki síður heima en hér í Genf, að íslenzka þjóðin sé einhuga í þessu máli, sem varðar svo miklu hag allra landsmanna".

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.