Morgunblaðið - 08.04.1960, Blaðsíða 12
12
MORCVNRLAfíjfí
Fös+ndaerur 8.- apríl 1960
T7tg.: H.f Arvakur Rcykjavík
l’ramkvæmdastjóri: Sigfús Jónsson.
ftitstjorar: Valtýr Stefánsson (ábm.)
Sigurður Bjarnason frá Vigur.
Matthías Johannessen.
Lesbók: Arni Óla, sími 33045.
Auglýsingar: Arni Garðar Kristinsson.
Ritstjórn: Aðalstræti 6.
Auglýsingar og afgreiðsla: Aðalstræti 6. Sími 22480.
Áskriftargjald kr. 45.00 á mánuði innanlands.
1 lausasölu kr. 3.00 eintakið.
VERÐHÆKKANIR
STJ ÓRNARANDSTÆÐ-
INGAR leggja nú
mikla áherzlu á það að skýra
frá þeim hækkunum, sem
eru að verða á verðlagi af
gangi.
Hin nýja skráning á gengi
íslenzkrar krónu er aðeins
viðurkenning á staðreynd,
sem öll þjóðin þekkti. —
völdum hinnar breyttu
gengisskráningar. En þessar
verðhækkanir koma ekki
neinum á óvart. Þegar gengi
íslenzkrar krónu lækkar og
erlendur gjaldeyrir hækkar
f verði, hlýtur af því að
leiða hækkun á erlendum
nauðsynjum þjóðarinnar. —
Þetta gerðist einnig á valda-
tímabili vinstri stjórnarinnar
þegar framkvæmd var stór-
felld óbein gengislækkun. Þá
töldu Framsóknarmenn og
kommúnistar enga ástæðu til
þess að fjölyrða mikið um
hækkanir verðlagsins. Þvert
á móti afsökuðu þeir þær
með því að álagning 55%j
yfirfærslugjaldsins hefði ver-
ið nauðsynleg til þess að
halda framleiðslutækjunum í
SKATTA-
LÆKKANIR
17 N þó ástæðulaust sé að
draga dul á, að hækk-
andi verðlag hefur í bili í för
með sér nokkra kjaraskerð-
ingu fyrir almenning, verður
þjóðin einnig að gera sér hitt
ljóst, að ríkisstjórnin hefur
gert víðtækar ráðstafanir til
þess að létta þeim byrðarnar,
sem lægstar tekjur hafa og af
minnstu hafa að taka. Þannig
hefur ríkisstjórnin t. d. beitt
sér fyrir því að tekjuskattur
verði felldur niður af almenn
um launatekjum. Getur eng-
um dulizt að það bætir mjög
aðstöðu mikils fjölda launa-
fólks í landinu.
Kommúnistar og Fram-
sóknarmenn halda því að
vísu fram að tekjuskatts-
lækkunin verði fyrst og
BÓT AHÆKKANIR
UTAN IIR HEIMI
Af hverju beinist athygli
Krúsjéffs að
V - Þýzkalandi ?
A UK skattalækkana hef-
ur núverandi ríkis-
stjórn farið þá leið til þess
að bæta miklum fjölda lands-
manna upp kjaraskerðinguna
af völdum gengisbreytingar-
innar að hækka stórkostlega
bætur almannatrygginganna.
Þannig eru ellilaun, örorku-
bætur, sjúkrabætur, mæðra-
laun, barnalífeyrir og yfir-
leitt allar tegundir bóta-
greiðslna almannatrygging-
anna stórlega hækkaðar. —
Vinstri stjornin felldi gengi
krónunnar, en brast kjark til
þess að viðurkenna það opin-
berlega. Hjá þeirri viður-
kenningu varð nú ekki leng-
ur komizt. Þess vegna hlaut
núverandi ríkisstjórn að
beita sér fyrir því að þessi
ráðstöfun yrði gerð.
í hinu hækkaða verðlagi er
þjóðin nú í raun og veru að
borga fyrir verðbólgustefnu
vinstri stjórnarinnar og upp-
gjöf hennar í efnahagsmál-
um. Það kostar nokkrar fórn-
ir og óhagræði í bili. En
mestu máli skiptir þó, að nú-
verandi ríkisstjórn hefur
markað viðreisnarstefnu sem
innan skamms tíma á að geta
skapað jafnvægi í íslenzkum
efnahagsmálum
fremst hátekjumönnum að
verulegu gagni. En stjórnar-
andstæðingar verða þó að
viðurkenna að skattar eru
hreinlega felldir niður af lág-
tekjufólki.
Annars er tal Framsóknar-
múnna og kommúnista um
svokallaða hátekjumenn í
þjóðfélaginu mjög yfirborðs-
kennt. Menn þurfa vissulega
ekki að vera neinir auðkýf-
ingar, þó þeir hafi 120—160
þús. kr. árstekjur í þeim ör-
smáu verðbólgukrónum, sem
vinstri stjórnin skapaði. En
mikill fjöldi iðnaðarmanna
og yfirmanna á fiskiskipa-
flotanum hafa einmitt slíkar
tekjur. Á aflahæstu skipum
vélbátaflotans komast háset-
ar einnig upp í slíkar árs-
tekjur.
Jafnframt eru teknar upp
fjölskyldubætur, er nema
2600 krónum fyrir hvert
barn. Er hér um að ræða
merkilega nýjung, sem áreið-
anlega mælist mjög vel fyrir
meðal þjóðarinnar.
Með skattalækkuninni og
hinum miklu bótahækkunum
almannatrygginganna og fjöl
skyldubótanna er efna-
minnstu borgurum þjóðfé-
lagsins létt mjög lífsbaráttan.
í FRAKKLANDSFÖR sinni lét
Krúsjeff oft til sín heyra og not-
aði óspart þetta síðasta ferðalag
sitt fyrir fund æðstu manna til
að vara við því, að Þjóðverjar
hyggðu á hefndir. Jafnframt bauð
hann að gera friðarsamning við
þýzku ríkin hvort um sig á þeim
íorsendum, að þetta væri eina
ieiðin til að tryggja frið í Evrópu.
Ekki fer hjá því, að menn velti
því fyrir sér, hvað vaki fyrir
Krúsjeff. Vill hann tilslakanir í
Þýzkalandsmálinu til þess að
koma á varanlegu vopnahléi í
kalda stríðinu milli austurs og
vesturs — eins og hann er sífelit
að klifa á — eða rekur hann
áróður fyrir slíku vopnahléi að-
eins í þeim tilgangi að kollvarpa
valdajafnvæginu í Evrópu frið-
samlega?
Svarið lægi beint við, ef við
værum ekki að velta því fyrir
okkur, hvað forráðamennirnir í
Kreml hafa í hyggju, heldur hvað
venjulegum Sovétborgurum býr
í huga. Allir Vesturlandabúar,
sem á undanförnum árum hafa
kynnzt menntuðum rússneskum
mönnum, vita, að Rússar hafa í
einlægni áhyggjur af „endurvakn
ingu þýzka h'ernaðarandans",
sem þeir telja hafa orðið. Hörm-
ungar síðari heimsstyrjaldarinn-
ar lögðu ævi milljóna Rússa í
rústir, og þeir hafa ekki gleymt
því, enn fremur hefir þeim ver-
ið kennt með opinberum áróðri,
að hið borgaralega Vestur-Þýzka
land, þar sem efnishyggjan ráði
lögum og lofum og menn keppi
eftir lífsþægindum, sé engan
vegin frábrugðið því valdasjúka
og ofstækisfúlla stórveldi, sem
Hitler stýrði. En þessi barna-
lega skoðun er ekki orsök hinn-
ar opinberu stefnu Sovétríkjanna
— heldur afleiðing hennar.
Krúsjeff og ráðgjafar hans vita
vel, að Vestur-Þýzkaland vorra
tíma er ekki í tölu stórveldanna
og myndi ekki einu sinni láta
sig dreyma um að hefja styrjöld
gegn Rússum í hefndarskyni. Auð
vitað má vel vera, að Rússar ótt-
isc Vestur-Þýzkaland á sama hátt
og ýmsir skarpskyggnir menn á
Vesturlöndum: sem óánægt minni
háttar stórveldi. — Öánægt
vegna skiptingar landsins og einn
ig vegna pólsku landamæranna,
ef marka má opinberar yfirlýsing
ar Vestur-Þjóðverja sjálfra. Áróð
ursröksemdirnar hljóða á þá leið,
að slíkt ríki geti hvenær sem er
lent í minniháttar staðbundnum
árekstrum, sem gætu orðið til
þess að kveikja meiriháttar ófrið-
arbál, þar sem það er aðili að
Atlantshafsbandalaginu — eink-
um ef þetta óánægða minnihátt-
ar stórveldi myndi einhvern tíma
komast yfir kjarnorkuvopn. Þó
að þetta sé í fljótu bragði skyn-
samleg ástæða fyrir að hugsa sig
um tvisvar, áður en Þjóðverjum
yrðu látin kjarnorkuvopn í té,
ber stefna Sovétríkjanna gagn-
vart Þýzkalandi ekki þess merki,
að hún sé framar öllu mótuð
með hliðsjón af ótta við afleið-
ingar af staðbundnum árekstr-
um.
Ef svo væri, hefðu Sovétríkin
eKki sett á laggirnar og stutt
kommúnistastjórn í Austur-
Þýzkalandi þrátt fyrir andúð alls
heimsins. Þeir hefðu ekki lokað
öllum leiðum til Berlínar 1948 og
ekki hótað aftur því sama núna.
Þeir hefðu fyrir löngu boðið, það
sem andstæðingar dr. Adenauers
í Vestur-Þýzkalandi hafa beðið
um: frjálsa sameiningu á kostn-
að hlutleysisins, takmarkaða
hervæðingu undir eftirliti og
viðurkenningu Oder-Neisse- lín-
unnar.
En þeir hafa aldrei gert þetta.
Öðru nær. Þeir hafa jafnt og
þétt og af ásettu ráði lagt sig
fram um að draga kjark úr stjórn
arandstöðuflokkunum í Vestur-
Þýzkalandi og eflt „hið hefni-
gjarna ríki Adenauers" með
margendurteknum yfirlýsingum
um, að þeir muni aldrei bregðast
austur-þýzku stjórninni, hvað
sem í skerst; og þeir hafa látið
sig engu skipta, hvort Vestur-
Þjóðverjar veldu þann kostinn að
vera í Atlant&hafsbandalaginu
eða ekki. Krúsjeff hefir því eng-
an veginn óttazt afleiðingar af
árekstrum í Þýzkalandi eða ósk-
að þess að draga úr viðsjám á
þessu hættusvæði. Hann hefir af
ásettu ráði haldið ágreiningnum
við og annað veifið kynt undir
honum — en alltaf skellt skuld-
inni á Adenauer.
Hefir hann þá lagt aðaláherzlu
á nauðsyn þess að styrkja sitt
austur-þýzka vígi, sem var eng-
an veginn öruggt? Til skamms
tíma var þetta sannarlega svo.,
Árum saman eftir dauða Stalíns
áttu kommúnistar í vök að verj-
ast í Austur-Evrópu, jafnvel þeg
-ar þeir voru að hefja nýja póli-
tíska landvinninga í öðrum hlut-
um heimsins. Austur-Þýzkaland
var landfræðilega og dipló-
matískt — þar sem Vesturveldin
höfðu ekki viðurkennt kommún-
istastjórnina — berskjaldað og
verst setf af leppríkjunum.
Eftir fall Stalíns hefði ekkert
getað komið kommúnistum í
leppríkjunum betur en viður-
kenning Vesturveldanna á ríki
Ulbriohts; ekkert hefði sýnt á
áhrifameiri hátt, að Vesturveldin
viðurkenndu óbreytt ástand í
Austur-Evrópu sem varanlegt.
Það var því rökrétt að túlka
nýja ógnun við Vestur-Berlín,
sem tilraun til að knýja fram
þessa viðurkenningu.
En á fundi utanríkisráðherr-
anna í Genf sl. ár var Sovétríkj-
unum gefið í skyn, að Vesturveld-
in hefðu raunverulega sætt sig
við, að skipting Þýzkalands og
Evrópu héldist óbreytt. Hins
vegar hliðruðu Vesturveldin sér
hjá að viðurkenna formlega aust-
ur-þýzku stjórnina, aðallega þar
sem Vestur-Þjóðverjum yrði þá
erfitt um vik heima fyrir Þann-
ig höfðu Sovétríkin í raun og
veru náð því markmiði sínu að
tryggja sér landvinninga sína í
Evrópu eftir stríðið, enda hafa
ræður Krúsjeffs síðan sýnt, að
honum er þetta ljóst.
Fylgismönnum Ulbrichts hefir
aukizt kjarkur með þeirri vissu,
að Vesturveldin muni ekki gera
Framhald á bls. 23.