Morgunblaðið - 08.04.1960, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 08.04.1960, Blaðsíða 10
10 MORCTlWTtf AfííÐ Föe^aeur 8. apríl 1960 Alþingi ræddi i gær: Stdraukin lán ti! náms- manna erlendis Frumvarp frá ríkisstjörninni um stofnun sérstaks lánasjóös fyrir þá EINS og skýrt var frá á sínum tíma, ákvað ríkisstjórnin að gera ráðstafanir til að létta að verulegu Ieyti þær byrðar, sem lagðar voru á herðar íslenzkum námsmönnum með nýafstaðinni gengis- breytingu og við endurskoðun fjárlagafrumvarpsins var gert ráð fyrir mjög auknu fjárframlagi þeim til stuðnings. í framhaldi af þessu var svo í gær lagt fram á Alþingi og byrjað að ræða þar frumvarp frá ríkisstjórninni um stofnun Lánasióðs íslenzkra náms- manna erlendis, en í því eru ákvæði um ráðstöfun þess hluta framangreindrar fjárupphæðar, sem varið verður til námslána handa stúdentum og öðrum íslenzkum námsmönnum við nám á erlendri grund. — Nú eru fyrstu lömbin að sjá dagsins ljós. Hér er mynd af tveimur lömbum og móður þeirra og virðast þau allstátin. Eigandi þeirra er Ólafur Andrésson, Sogni í Kjós. Kommúnistar snúast önd verðir gegn sparnaði Fé sjóðsins og lánskjör Hið nýja frumvarp er í öllum meginatriðum á sömu lund ag núgildandi lög um Lánasjóð stúdenta við háskólann hér, enda þykir eðlilegt að hliðstæðar regl- ur gildi um lánveitingar til beggja. Fjárhæð sú, sem gert er ráð fyrir að renni til hins nýja sjóðs á ári hverju, skal eigi vera lægri en 3.250.000.00. Mun sjóð- urinn því eflast mjög með tím- anum og sýna útreikningar, sem frumvarpinu fylgja, að með ó- breyttu framlagi getur hann á árinu 1980 og síðar lánað yfir 10 millj. króna á ári. Um lánskjör- in er það að segja, að lántakandi skal enga vexti greiða meðan á námstíma stendur. Vaxtagreiðsl- ur og afborganir skulu fyrst hefj ast 3 árum eftir að námi er lok- ið, og skal lánið síðan greitt upp með jöfnum afborgunum og 314% ársvöxtum á 10 árum. Mjög aukinn stuðningur Um gang málsins á þingi í gær er það að segja, að frumvarpið var lagt fram í neðri deild þings- ins, og fylgdi Gylfi Þ. Gíslason menntamálaráðherra því úr hlaði. Hann gat þess í upphafi ræðu sinnar, að íslenzkir náms- menn erlendis hefðu við gengis- breytinguna orðið verr úti en aðrir, sökum þess, að þeir hefðu fyrir hana fengið gjaldeyri sinn með lægra yfirfærslugjaldi en al- mennt hefði tíðkast, Til þess að framfærslukostnaður þeirra yrði ekki of þungbær, hefði lánsfé til þeirra verið hækkað 1 hlutfalli við gengisbreytinguna úr 2 millj. kr. í 5,1 millj. króna. Á síðastliðnu ári hefðu alls 802 not- ið fríðinda námsmannayfirfærsl- anna, en á sama tíma hefði menntamálaráð veitt styrk 314 íslenzkum námsmönnum erlendis. Þegar fjárframlag til námsmanna erlendis hefði verið aukið á fjár- lögum hefði það verið gert með tvennt fyrir augum: 1) að námsmenn gætu fengið í styrki sömu upphæð gjald- eyris og áður, og 2) að námsmenn gætu fengið aukin lán. Það hefði verið einróma álit menntamálaráðs og fleiri em- bættismanna, sem uro málið hefðu fjallað, að verja bæri til aukinna námslána því fé, sem umfram væri nauðsynlega upp- hæð til að halda styrkjum ó- breyttum miðað við erlendan gjaldeyri. I framhaldi af slíkri ákvörðun væri eðlilegt að setja lög um lánveitingar. Að lokum gat menntamálaráð- herra þess, að nú væru að hefj- ast fyrstu námsmannayfirfærslur sem gengisbreytingarinnar mundi gæta við og væri því æskilegt að hraða afgreiðslu málsins svo að námsmenn gætu strax notið sjóðs ins. Einróma samþykkt Var frumvarpinu síðan vísað til menntamálanefndar deildar- innar, sem tók það þegar til at- hugunar og skilaði áliti á öðrum fundi deildarinnar síðar um dag- inn. Benedikt Gröndal var fram- sögumaður nefndarinnar og skýrði hann frá því, að nefndar- menn legðu einróma til að það yrði samþykkt með smávægileg- um lagfæringum, sem deildin samþykkti síðan samhljóða. Þórarinn Þórarinsson tók einn- ig til máls um írumvarpið á síð- ari fundmum og kvað það ganga í rétta átt, þótt of skammt væri. Nefndi hann nokkrar tölur í því sambandi, en menntamálaráðhr., er tók til máls aftur, taldi ekki fært við þær að miða. Síðasta umræða um málið fór loks fram á þriðja fundi deildar- innar í gær, en hann var hald- inn strax að þeim öðrum lokn- um. Kvaddi sér enginn hljóðs í þeirri umræðu og var frumvarpið að svo búnu afgreitt til efri deild- ar. — Væntanlega afgreitt í dag f efri deild var frumvarpið svo tekið til fyrstu umræðu á fundi kl. 6:30 í gær og fylgdi mennta- málaráðherra því einnig úr hlaði þar. Auk hans tók til máls Sig- urvin Einarsson og gekk ræða hans mjög í sömu átt og ræða flokksbróður hans Þórarins Þór- arinssonar í n.d. Taldi S.E. sjóðn- um ekki fengið til umráða svo mikið fé, að námsmönnum er- lendis yrði bætt nema að tak- mörkuðu leyti sú útgjaldaaukn- ing sem þeir hefðu orðið fyrir upp á síðkastið. Að umræðunni lokinni var frumvarpinu vísað til mennta- málanefndar deildarinnar og til þess mælzt að hún hraðaði af- greiðslu málsins. Er þess vænzt að nefndin skili áliti á fundi deildarinnar eftir hádegi í dag, en stefnt er að því að afgreiða mál- ið frá þinginu fyrir páska. GUINEA hefur fengið upptöku í Menningar- og vísindastofnun S.Þ. (UNESCO), og eru meðlima ríkin þá alls orðin 82 talsins. ÞAU mistök urðu í sambandi við frásögn Mbl. í gær af ræðu Ól- afs Björnssonar prófessors um tekjuskattsfrumvarp ríkisstjórn- arinnar, að niður féll tilvitnun hans í skýrslu annars helzta ráðu nauts vinstri stjórnarinnar í efna hagsmálum, Torfa hagfræðings Ásgeirssonar, sem lögð var fyrir þing Alþýðusambands íslands í nóvember 1958. Var það á þeim stað í ræðu prófessorsins, sem hann leiddi rök að því, að bæði andstæðingar vinstri ríkisstjórn- ar og stuðningsflokkar hennar hefðu fyrir síðustu kosningar skýrt þjóðinni afdráttarlaust frá því, að ekki yrði komizt hjá tíma "bundinni kjaraskerðingu áður en langt liði. Sá kafli úr áðurnefndri skýrslu, sem prófossorinn vitnaði til og niður féll, er svohljóðandi: „Sé horft fram á við, þá er augljóst mál, að þetta lántöku- skeið er senn runnið á enda, og við blasir tímabil, þar sem þjóðin í stað þess að hafa til ráðstöf-. unar allt verðmæti sinnar eigin framleiðslu og að auki 5—10% af erlendu fé, aðeins hefur til um ráða eigin framleiðslu að „frá- Á FUNDI bæjarstjórnar í gær var lögð fram tillaga sjúkrahús- dregnum vöxtum og afborgunum hinna erlendu lána“. Samkvæmt áætlun, sem gerð var í árslok 1957, nema vextir og afborganir erlendra lána, ef miðað er aðeins við þau lán, sem þá var að fullu gengið frá, um og yfir 160 m. kr. á ári hverju næstu árin. Hér er miðað við nú- verandi gengi og yfirfærslugjöld. Séu meðtalin þau lán, sem síðan hafa verið tekin og eru í undir- búningi, eykst skuldagreiðslu- byrðin að sjálfsögðu enn meir. í stað þess að hafa til ráð- stöfunar þjóðarframleiðsluna alla, hver sem hún verður, og að aauki 5—10%, verðum við að leggja til hliðar vegna greiðslu á vöxtum og afborgunum er- lendra lána 3—4% framleiðsl- unnar“. í framhaldi af þessu rifjaði próf. Ólafur Björnsson svo upp kafla úr yfirlýsingu flokksráðs Sjálfstæðisflokksins skömmu fyr ir jólin 1958 og birtist sá kafli réttur í frásögninni strax á eftir. Um leið og þetta er léiðrétt, eru hlutaðeigendur svo og les- endur blaðsins benðnir afsökun- ar á mistökunum. nefndar um að Haukur Bene- diktsson, skrifstofustjóri borgar- læknis, yrði skipaður fram- kvæmdastjóri nefndarinnar. Brá þá svo við, að fulltrúar kommúnista kröfðust þess, að stofnað yrði nýtt embætti, að framkvæmdastjóri sjúkrahúss- nefndar skyldi engum öðrum störfum gegna. Báru þeir fram tillögu um að starfið yrði aug- lýst til umsóknar — og til vara, að Haukur skyldi settur í embætt ið, en ekki skipaður. Krafa um aukið skrifstofubákn. Auður Auðuns, borgarstjóri, greindi frá því, að reiknað yrði með að Haukur Benediktsson gæti annað báðum störfum. Guð- mundur Vigfússon fulltrúi kom- múnista, sagðist hafa megna van trú á að sami maðurinn gæti ann- að báðum og vildi umfram allt stofna sérstakt embætti. Magnús Ástmarsson, fulltrúi Alþýðuflokksins, lýsti yfir furðu sinni á framferði kommúnista. Sagðist hann ekki minnast þess, að komið hefði fram í bæjarstj. bein krafa um aukið skrifstofu- bákn, sér fyndist fagnaðarefni að hægt væri að leysa málið einmitt á þennan hátt. Úlfar Þórðarson, fulltrúi Sjálf- stæðismanna, tók í sama streng, en Guðmundur Vigfússon talaði aftur og endurtók, að hér væri ekki um neinn sparnað að ræða. Ótækt væri að láta sama mann- inn gegna báðum störfum. Meginregla að auglýsa. Auður Auðuns, borgarstjóri, svaraði Guðmundi og sagði, að hér skyti skökku við. Kommún- istar hefðu á undanförnum ár- um borið fram hverja sparnað- arúllöguna á fætur annarri, en ævinlega án nokkurra skynsam- legra raka. En þegar um augljós- an spamað væri að ræða snerust þessir sömu menn öndverðir gegn sparnaði. Geir Hallgrímsson borgarstjóri, talaði að lokum og svaraði fyr- irspurn Guðmundar J. Guðmunds sonar um stöðuveitingar. Sagði Geir, að meginreglan væri sú, að lausar stöður væru auglýstar með almennri auglýsingu eða innan starfshópa eins og við ætti í það og það sinnið. Tillögur kommúnista voru felldar. Leiðrétting við þingfrétt

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.