Morgunblaðið - 08.04.1960, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 08.04.1960, Blaðsíða 8
8 MORCJnSJU AfílÐ Föstudagur 8. apríl 1960 Starfsfræðsludagur Undanfarin ár hefur verið tek- inn upp svokallaður starfsfræðslu dagur í nokkrum stærstu kaup- stöðum landsins. Var fyrst efnt til þessarar nýbreytni í Reykjavík, en síðan fylgdi Akureyri í kjöl- farið. Á þessum starfsfræðsludögum hefur unglingum gefizt tækifæri til þess að koma á fund fulltrúa frá hinum ýmsu starfsgreinum og leita þar upplýsinga um hvers konar atvinnugreinar og starf- semi, sem til greina kemur að velja sér að lífsstarfi. Tilgangur- inn með þessu fræðslustarfi er að auðvelda æskunni að velja sér lífsstarf við hæfi hvers ein- staks og jafnframt að glæða á- huga hennar fyrir þátttöku í að- albjargræðisvegum þjóðarinnar. Yfir 1000 tonn á land í V(>o;um VOGUM Vatnsleysuströnd. - Vetr arvertíð hófst hér um mánaða- mótin janúar og febrúar. Afli þilfarsbátanna fjögurra var um síðustu mánaðamót sem hér seg- ir: Heiðrún 358 lestir í 42 róðr- um, Ágúst Guðmundsson 322 lest ir í 46 róðrum, Egill Skallagríms- son 210 lestir í 30 róðrum og Ari 170 lestir í 33 róðrum. Afli trillubátanna hefur verið mjög góður síðan þeir hófu róðra um miðjan marz. Blíðfari 29 tonn í 11 róðrum, Björg 40 tonn í 14 róðrum, Baldur 14 lestir í 7 róðrum, Léttfeti 42 lestir í 13 róðrum og Gullskór 44 lestir í 9 róðrum. Á hverjum trilkibát er fjögurra manna áhöfn. — Fréttaritari. BÓLUSÓTT er í rénun í heimin- um samkvæmt skýrslu frá Al- þjóðaheilbrigðismálastofnuninni (WHO). Tölurnar taka þó ekki til meginlands Kína. Á árinu 1958 voru tilfellin alls 242.000 en 1959 voru þau komin niður í 72.000. Tekið fádæma vel Starfsfræðsludögunum hefur verið tekið fádæma vel. Þúsund- ir unglinga hafa sótt þá, og með- al þeirra hefur ríkt mikill áhugi fyrir að hagnýta sér fræðslu þeirra. Það er skoðun flutningsmanna þessarar tillögu, að hér sé um merkilega nýjung að ræða, sem geti verið mjög gagnleg, ekki að- eins fyrir unglingana, heldur fyr- ir helztu bjargræðisvegi lands- manna, sem skortir árlega vinnu- afl til þess að geta rekið fram- leiðslutæki sín. Fyllsta ástæða er því til þess, að starfsfræðslan verði ekki bundin við einn eða tvo daga á ári, heldur verði hún tekin upp í skólum landsins. Mundu þar fyrst koma til greina unglingaskólar og framhaldsskól- Hagnýting starfskraftanna Hér er um mjög þýðingarmikið mál að ræða. Brýna nauðsyn ber til þess, að þjóðin hagnýti starfs- krafta sína eins vel og mögulegt er. — Aukn.ng framleiðslunnar, hagkvæmni í vinnubrögðum og þróttmikil þátttaka unga fóiksins í helztu framleiðslu greinunum er beinlínis frum- skilyrði þess, að þjóðin geti haldið áfram að bæta lífskjör sín og skapa sér bjarta og far- sæla framtíð. Starfsfræðsl in getur átt verulegan þátt í að stuðla að þessu. Þess vegna er eðlilegt, að hinn íslenzki skóli táki hana upp. Sú nýbreytni þyrfti engan eða sáralítinn kostnað að hafa í för með sér. Þeir skemmta í revíunni í Sjáifstæðishúsinu. DýravernJunar- hugmyndin 75 ára NÝÚTKOMINN Dýraverndarinn minnist merkisáfanga. Er þar í grein skýrt frá því, að liðin séu 75 ár frá því Tryggvi Gunnars- son bankastjóri, hóf baráttu fyrir dýravernd hér á landi með út- gáfu Dýravinarins. Dýraverndarinn varð svo mál- gagn félags þess, er Tryggvi Gunnarsson átti mestan þátt í að stofnað varð, Dýraverndunar- fél. íslands. Þar segir m. a. .....munu allir góðir íslend- ingar blessa nafn frumherjans Tryggva Gunnarssónar og minn- ast sér til hvatningar orða hans í fyrsta og síðasta formála hans fyrir Dýravininum, þeirra, að“ tilgangur dýraverndunarfélaga er sá að vekja hjá mönnum and- styggð á illri meðferð á dýrum, og vekja velvild til þeirra og til- finningu fyrir því, að menn hafi siðferðilegar skyldur gagnvart dýrum. Þessu spjalli ritstjóra Dýraverndarans lýkur með þess- um orðum. Syngur í Lidó LIDO hefur enn fengið nýjan skemmtikraft — og það ekki af lakara taginu ef dæma má af blaðaummælum. Það er söngkonan Lucille Mapp, þel- dökk kona frá Vestur-Indíum sem mun skemmta gestum í Lido næstu vikurnar. Lucille Mapp er sennilega frægust þeirra skemmtikrafta er hingað hafa verið fengnir. Hún hefur leikið og sungið í revíum í Piccadilyleikhúsinu í West End í London, og heill- aði m.a. sérstaklega Margréti prinsessu. Hún hefur auk þess sungið í ótal söngleikjum víða um lönd, sungið og leikið í kvik- myndinni „Engin ástæða til að gráta“ og ennfremur í mynd- inni „Moon on a Rainbow Shawi“. ..íSá- '' • M •X'.-vy.. .- ■■■■■'■ víí Nú kemur Lucille Mapp frá Hollandi og Vestur-Þýzkalandi þar sem hún lék í nýrri kvik- mynd og söng í sjónvarp í Hol landi auk þess sem hún skemmti á frægum stöðum. Eitt lauf“ revía í SjáSfstæðishusinu AF FRÉTTUM, sem hafa borizt út um hina væntan- legu revíu, sem Gunnar Eyj- ólfsson, leikari, hefir verið að setja á svið í Sjálfstæðishús- inu, er þegar ljóst, að ekki mun um venjulegt fyrir- brigði af þessu tagi að ræða. Fimm höfundar — „Eitt Iauf“. — Fimm höfundar láta ljós sitt skína • með því að leggja fram efni, Ijóð og lög, til þessa fjöl- breytilega leiks, sem ber nafnið „Eitt Iauf“ og er leikinn í „tveim geimum“, sem aftur skiptast nið- ur í tíu atriði. — Mörg af lögum revíunnar eru ný og verða þvi flutt í fyrsta sinn opinberlega á frumpýr.ingu leiksins, sem er ákveðin 19. apríi n.k. (3. dag páska). „Suðupottur“ og „Spánskar nætur“ Gunnar Eyjólfsson, leikari, fer með áhorfendur af þriðju hæð fjólbýlishúss hér í Reykjavík að suðupottinum í brezku konungs- höllinni og þaðan hvorki meira né minna, en í söngferðalag um heiminn. Söng og ljóð um hinar rómuðu spönsku nætur gefst áhorfendum kostur á að heyra, en lög og ljóð eru flutt af fegurðar- dísum og yngissveinum. — Létt- leikinn og gamanið er þó ekki alls ráðandi í revíunni, því atriði er um harmsögu undrabarns og hafmeyjarinnar á Reykjavikur- tjörn. Erjur stjórnmálamannanna gleymast heldur ekki í þessari revíu, enda hefir Haraldur A. Sig urðsson lagt drjúgan skerf til hennar. Nýir höfundar efnis og Ijóða eiga atriði í revíunni, en í nán- ari upptalningu er efni hennar eftirfarandi. Eldhúsumræður. Þetta atriði skeður í eldhúsi brezku konungs- hallarinnar Buckingham Palace. Nánar tiltekið yfir suðupottinum í eldhúsinu. Söngferðalag um heiminn Sex manna hópur, þrennt af hvoru kyni fara um heiminn í söngferðalag. Farar- stjóri er Eyþór Þorláksson, hljóð- færaleikari, en hann á m.a. þrjú ný lög, sem sungin eru í revíunni. Maðurinn á þriðju hæðinni er atriði, sem Jón Sigurðsson, hljóð- færaleikari, hefir lagt til revíunn ar, og er um mann er býr í fjöl- býlishúsi í Reykjavík. Þessu atr iði fylgir einnig nýtt lag eftir höfundinn. Þá eru „Spánskar nætur“ með spönskum lögum og dansatriðum. Textarnir við lögin eru eftir ís- lenzka höfunda, Jón Sigurðsson og ónefnt skáld. í revíunni eru tveir þættir eft- ir Hans Klaufa (Har. A. Sig). Annar heitir Múmian, sem kom sá og sigraði. 1 þessum þætti er komið víða við, hvað snertir stjórnmálin og lífið í dag. Hitt atriðið eftir Hans Klaufa heitir Hafmeyjan. En það atriði skeður, sem nafnið ber til á tjörn inni í Reykjavík. — Heigi Jóns- son frá Keflavík, hefir lagt til revíunnar atriði, sem nefnist Harmsaga undrabarnsins og grín þáttur er eftir Svavar Gests, sem ber nafnið Hvað heitir lagið. — Ómar Ragnarsson hefir samið upphafs- og lokasöngva revíunn- Leikarar: Leikararnir sem koma fram í revíunni eru: Haraldur A. Sig- urðsson, Steinunn Bjarnadóttir, Þóra Frikriksdóttir, Karl Guð- mundsson og Gunnar Eyjólfsson, sem jafnframt er leikstjóri Söngvarar Söngvararnir sem koma fram í söngatriðunum eru: Anna María Jóhannsdóttir, Sigurbjörg Sveins dóttir, Sigrún Ragnarsdóttir, Sig urdór Sigurdórsson, Reynir Jón- asson og Tryggvi Karlsson. Auk þess leikur Eyþór Þorláksson ein leik á gítar og hljómsveit Svavars Gests annast undirleik. Góð vorgleði Ekki ber að efa að hér er um góða skemmtun að ræða. — Sagt ér að Haraldur sé í „essinu sínu“ og ávalit er von á góðu, þar sem hann leggur hönd til. — Steinunn er fjörug að venju. — Efni reví- unnar er fjölbreytilegt og skipt- ist í söng og leik og því góð vor gleði. Revian á eflaust eftir að ganga lengi og ef til vill verður komið fram á haust, þegar við heyrum næstu sögn „Tveir tíglar“, en það mun næsta revía heita, sem Gunnar Eyjólfsson hyggst setja á svið í Sjálfstæðisihúsinu. Indverjar mótmæla NÝJU DELHI, 6. apríl. - Varnar- málaráðherra Indlands, Krishna Menon tilkynnti efri deild ind- verska þingsins í dag, að Ind- verjar hefðu mótmælt óvirðingu Kínverja við indverska lofthelgi. Sagði Menon, að í febrúar og marzmánuði hefði ríkisstjórnin fengið 43 tilkynningar um flug kínverskra flugvéla inn yfir norðaustur landamæri Indlands. Sagði Menon, að stjórnin hefði afhent kínverska sendiráðinu mótmælaorðsendingu, þar sem þess er krafizt, að slíkt kæmi ekki fyrir oftar. Starfsfræðsla verði tekin upp i skólum Tillaga Sigurðar Bjarnasonar og Magnúsar Jónssonar I CÆR var lögð fram á Alþingi svohljóðandi tillaga til þings- ályktunar um starfsfræðslu: Alþingi ályktar að skora á ríkisstjórnina að beita sér fyrir því, að starfsfræðsla verði tekin upp í skólum landsins. Flutningsmenn tillögunnar eru þeir Sigurður Bjarnason og Magnús Jónsson. í greinargerð hennar segir á þessa leið:

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.