Morgunblaðið - 08.04.1960, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 08.04.1960, Blaðsíða 13
Föstudagur 8. april 1960 MORCTINfíT.AÐIÐ 13 Sigurðtir A. IVIagnússon: Þjdðhátíð Grikkja Grikkir hafa mikið yndi af íburði og hreina ástríðu á hátíðahöld- um. Hefur mönnum reiknazt til að um þriðjungur ársins sé helgi- dagar, og eru margir þeirra haldnir hátíðlegir með mikilli viðhöfn, einkum ýmsir kirkju- legir helgidagar. Þetta hátíða- fargan Grikkja er að sjálfsögðu þymir í holdi þeirra sem vilja auka afköst þjóðarinnar og stuðla að bættum lífskjörum, en það hefur löngum reynzt óþægt verk að vinna bug á aldagömlum erfða venjum. Bíðustu dagana í marz var mik ið um dýrðir í Aþenu í sambandi við þjóðhátíðardaginn. Hann er hátíðlegur haldinn á boðunar- degi Maríu, 25. marz ár hvert, en þann dag hófst frelsisstríð Grikkja árið 1821, þegar Germ- anos biskup í Patras dró gríska fánann að húni á Kalavrýta- klaustrinu á norðanverðum Pel- opsskaga. Hrein hending réði því að fyrsti sendiherra íslands í Grikk- landi, Agnar Kl. Jónsson, kom í heimsókn um þetta sama leyti og afhenti Páli konungi skilríki sín. Athöfnin fór fram 23. marz og er verð frásagnar þar eð óvíða mun vera tekið á móti erlendum sendi mönnum með virðulegra hætti. Xekio á móti sendiherra isiands Um hádegi þennan dag birtist riddaraliðssveit með brugðin sverð á 33 mjallhvítum gæðing- um fyrir framan hótelið þar sem sendiherrann bjó (það ber nafn Stóra-fBretlands á frönsku frá gamalli tíð, og hefur haldið því þrátt fyrir kuldaleg samslkipti Grikkja og Breta á síðustu ár- um). Með riddaraliðssveitinni komu einir fjórir gljáandi kádil- jákar, allir merktir kórónu kon- ungs (hann á 10 stykki af þeim!), og í þeim sátu hirðmenn í miklu litaskrauti. Sá litríkasti gekk í hótelið og sótti sendiherrann, og síðan var ekið sem leið liggur um miðbik borgarinnar til hallar konungs. Riddararnir skiptu sér í smáhópa og milli þeirra óku bílarnir, en á gangstéttunum stóð allmikill mannfjöldi og klappaði saman höndunum, þó fæstir hefðu hugmynd um hvað um var að vera. Þegar til hallarinnar kom, stóð fjölmenn heiðursfylking úr líf- verði konungs í þjóðbúningi Grikkja (fústanella) í hallar- garðinum og heilsaði sendiherr- anum með brugðnum byssum, en stór lúðrasveit í sams konar bún- ingi lék þjóðsöng íslendinga með miklum virðuleik og réttum hraða (hvenær skyldu Ameríku- menn á Keflavíkurflugvelli læra jþá mannasiði að leika íslenzka þjóðsöngin rétt?) Meðan þjóð- söngurinn var leikinn stóð sendi- herrann á hallartröppunum um- kringdur skara af borðalögðum hirðmönnum, en síðan var hon- um fylgt inn til konungs. Segir ekki af fundum hans og kóngs, en 10 mínútum síðar birt- ist hann aftur á tröppunum, og enn hóf sveitin upp lúðra sína og lék þjóðsöng íslands, en á göt- unni fyrir utan hallargarðinn beið riddaraliðssveit og hópur af forvitnum Aþenubúum. Því næst var aftur stigið í kórónaða bílirrn og fylkingin, 33 riddarar og 4 bílar, hélt sömu leið til baka að hótelinu. Þar kvöddu hirðmenn- irnir með miklum virktum og óku burt. Þar með var hinni virðulegu athöfn lokið. Sendi- herrann kvaðst ekki annars staðar hafa fengið virðulegri móttökur, og hefur hann þó víða lagt fram pappíra sína t. d. í Lundúnum, París, Haag, Brússel, Róm, Madrid og Lissabon. Skólaæskan og múgsálin Þessi athöfn var eins konar forsmekkur hátíðahaldanna sem í hönd fóru.Daginn eftir, 24. marz fór geysilöng skrúðganga mennta skólanemenda um helztu götur Aþenu við mikinn hornablástur og bumbuslátt. Fleiri þúsundir unglinga gengu fyrir mennta- málaráðherrann sem í tilefni dagsins lagði blómsveig á kistu ljóðskáldsins Andreas Kalvos, sem lézt í Lundúnum fyrir alda- mót, en leifar hans voru nýlega fluttar til Grikklands. Fyrirfólkið fer í kirkju En múgsálin og fylgja hennar, persónudýrkunin, skörtuðu fyrst í allri sinni hjákátlegu dýrð á sjálfan þjóðhátíðardaginn, 25. marz, sem rann upp yfir Aþenu hryssingskaldur og sólarlaus. Strax um morguninn voru gang- stéttir við allar helztu götur I miðborginni þéttskipaðar fólki sem beið eftir að horfa á herleg- heitin. Hátíðin hófst klukkan rúmlega 10 með stuttri guðsþjónustu í dómkirkjunni. Þangað dreif bíl- ana að í löngum og gljáandi straumi sem skolaði með sér öllu helzta stórmenni í borginni, hirð Konungur og krónprins ásamt herforingjum við gröf óþekkta hermannsins. Þessir nemendur voru flestir klæddir í eins konar einkennis- búninga, svipaða þeim sem barna kórar og ýmis félagssamtök á fs- landi hafa, og gengu í skipuleg- um fylkingum og sálarlausri ein- beittni eftir hljómfalli lúðraflokk anna eða hvellum fyrirskipunum fimleikakennara. Þetta var held- ur þreytandi sjónarspil eins og ævinlega þegar reynt er að færa hópa sundurleitra einstaklinga í gervi múgsálarinnar. En þessi furðulega tilhneiging til að afmá einstaklingseinkennin og gera menn að andlitslausum pörtum hugsunarlausrar heildar virtist eiga sér marga fylgjendur, því gangstéttirnar voru fullar af klappandi og hrópandi áhorfend- um, en kannski átti veðrið sinn þátt í þessu. Það var glaðasólskin og hlýja, og mönnum þótti auð- vitað gott að fá átyllu til að spóka sig úti í sólinni, þó átyllan væri ekki merkilegri en endalaus fylk ing æskufólks sem hafði verið hneppt í helfjötra sálarlausrar dýrkun skólanna á múgsálinni. mönnum og herforingjum, ráð- herrum og skrifstofustjórum, prófessorum og sendimönnum erlendra ríkja. Síðast komu svo kóngur og drottning með krón- prinsmn og tvær dætur sínar á- samt sæg hirðmanna. Þetta fólk kom í öllum 10 kádiljákum kon- ungs, en sjálft kóngafólkið ók í 0000-000*00** *.* * * A tvœr konur ★ Sukarno forseti, sem er svo til einvaldur í Indonesíu, á tvær eiginkonur, en það er leyfilegt samkvæmt lög'um Múliameds. Aðra konu sína hafði Sukarno ekki séð í þrjú ár er hún kom fyrir skömmu til forsetahallarinnar til að vera viðstödd hátíðahöld sem fram fóru á Ramadan, síðasta degi mánaðarlangrar föstu. Voru miklir fagnaðar- fundir er hjónin hittust, eins og sjá má á meðfylgjandi mynd. Eftir Ramadan fór Suk arno tii Bagdad, höfuðborgar Iraks, og heimsótti þar Abdel Karim Kassim forsætisráð- Páli konungur hylltur af mannfjöldanum áður en hann tekur sér stöðu til að heilsa hersýningunni. I baksýn er „Hotel de Ia Grande Bretagne,‘. opnum bílum og veifaði fagnandi mannf j öldanum. Ég hafði náð mér í blaðamanna leyfi frá lögreglunni daginn áður, svo mér var leyft að fara gegn- um allar þær margvíslegu girð- ingar og lögregluvarnir sem halda áttu mannfjöldanum í skefjum. Fyrir vikið gat ég skoð- að alla þessa dýrð í návígi, og var ekki örgrannt um að ég fengí ofbirtu í augun þegar sumir stór- laxarnir stigu út úr bílum sínum svo yfirfullir af skrauti á brjósti og maga, að þeir urðu nánast að ganga fattir til að halda jafn- vægi. Mér komu ósjálfrátt í hug sumir þýzku og rússnesku her- foringjarnir í síðustu heims- styrjöld, en sennilega slaga Grikkir hátt upp í Rússa í glys- girni og hégómaskap. Að guðsþjónustunni lokinni ók öll hersingin að gröf óþekkta hermannsins, sem er við annað aðaltorg borgarinnar, kennt við herra og undirritaði viðskipta- samning milli landanna. — Nú er Sukarno staddur í Júgó- slavíu í boði Titos. V0 00000000000000000 0 00000 0 000 00*000 0.0 00000 0 00000000, stjórnarskrána, fyrir framan gömlu konungshöllina. Þar átti höfuðathöfn dagsins að fara fram. Við gröf óþekkta hermannsins Fyrirmennirnir tóku sér stöðu spölkorn frá gröf óþekkta her— mannsins, en konur þeirra fengu sæti fyrir ofan sjálfa gröfina vi5 framhlið hallarinnar. Á meðal þeirra var drottningin og dætur hennar. Mönnum var sýnilega hrollkalt, og frúrnar vöfðu um sig þykkum pelsum, en allt virt- ist koma fyrir ekki. Það var löng bið á því að konungur léti sjá sig, en loksins birtist hann ásamt Konstantínosi syni sínum og langri halarófu af herforingjum. Feðgarnir höfðu skipt um galla og voru nú klæddir búningi ridd- araliðsforingja. Kóngur tók lít- inn sveig úr hendi ofursta, sem beðið hafði órólegur langa stund. og lagði hann á gröfina, gekk síð- an aftur á bak og heilsaði ásamt allri hersingunni meðan þjóð- söngurinn var leikinn og hleypt var af fallbyssum. Að því búnu hurfu kóngur og krónprins aftur upp í höllina, en herforingjarnir sem með þeim voru tóku sér stöðu hjá félögum sínum niðri við götuna, þar sem hersýning dagsins átti að fara fram. Enn varð löng bið og menn stöppuðu sér til hita í nepjunni, en loksins birtust þeir feðgar, Páll og Konstantínos, á gráum gæðingum og tóku sér stöðu á gangstéttinni framanvert við fyrirfólkið. Ttil ht-„ri handar þeim stóðu erlendir sendimenn og herforingjar, en til vinstri handar ríkisstjórnin. .ðuleiksýning Og i, oksins gat hin lang- þráða s^ning hafizt. í heila klukkustund og rúmlega það leið fylkingin hjá og virtist aldrei ætla að taka enda. Fyrst kom flokkur af limlestum hermönn- um í vélknúnum hjólastólum, og sat hjúkrunarkona fyrir aftan hvern mann. Kaldranalegur for- leikur sjálfrar hersýningarinnar. Síðan komu sveitir skáta og þvl næst herbílar og alls kyns þunga- vopn, þá skriðdrekar, jarðýtur, jeppar, bifhjólasveitir og loks sveitir úr landher, flugher, flota og lögreglu. En yfir flugu sveitir flugvéla og voru tvisvar nærri búnar að fæla gæðinginn undir kóngi! Sennilega er fátt jafndrepleið- inlegt og svona hersýning, en manngrúinn á gangstéttunum virtist himinlifandi yfir skrípa- leiknum og klappaði óspart þeg- Framhald á bls. 23. ,

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.