Morgunblaðið - 08.04.1960, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 08.04.1960, Blaðsíða 23
Föstudagur 8. aprTI 1960 MORGVNBLAÐIÐ 23 Þingsálykturíartillaga um að: Rækjumiða verði leit- að fyrir Austurlandi Á ALÞINGI var í gær útbýtt frá þingmönnum Austurlands þings- ályktunartillögu um leit að rækju miðum fyrir Austurlandi. í tillögunni er komizt svo að orði.að Alþingi álykti „að skora á ríkisstjórnina að hlutast til um, að á komandi sumri fari fram Ieit að rækjumiðum fyrir Austurlandi“. Tilraun gafst vel Greinargerð tillögunnar er á þessa leið: A síðastliðnu sumri kastaði norska hafrannsóknarskipið Joh- an Hjort, að beiðni Austfirðinga, rækjuvörpu í tilraunaskyni út af Austurlandi og fékk þar strax rækju. Var aflinn talinn mikill eftir ástæðum og rækjan góð. Áhugamenn eystra og fiskifræð ingar hafa áhuga á því, að gerð verði rækileg leit að rækju eystra. — S-Afríka Framhald af bls. 1. — og sögðu lögregluyfirvöldin í dag, að óhjákvæmilegt hefði verið að „hreinsa til“ í bænum og fjarlægja „æsingaseggi, hermdarverkamenn og bófalýð", sem þar hefði hreiðrað um sig og æst til andstöðu og verk- falla. — Má segja, að Nyanga hafi eiginlega verið síðasta vígi blökkumanna, því að víðast hvar annars staðar virðast hinar hörðu aðgerðir stjórnarvaldanna hafa lamað andstöðu þeirra að miklu leyti. — Lögregluyfirvöld- in lýstu því yfir, að „árásin" í dag hefði einkum verið gerð í þágu „hinna löghlýðnu íbúa Nyanga", sem hefðu viljað snúa aftur til vinnu sinnar, en ekki getað það vegna ofbeldisseggj- anna. Fréttamönnum var varnað að koma inn í Nyanga meðan á innrásinni stóð, og eru því fréttir þaðan ekki nákvæmar. En eins og fyrr segir, er ekki vitað til þess að til neinna verulegra átaka hafi komið. Óp og kvein bárust frá bænum, meðan lög- reglan var að reka fólk út úr húsum sínum og troða hinum handteknu inn í bílana. Eftir að aðalhandtökurnar höfðu farið fram, tókst frétta- manni Reuters að laumast inn í bæinn. Segist honum svo frá, að bærinn hafi verið sem „dauð- ur“ — aðeins fáeinar hræður, mest konur og börn, hafi hlaup- ið fram og aftur í algeru ráð- leysi og ótta, en Iögregluþjónar og hermenn hafi staðið á verði með fárra metra millibili, al- vopnaðir. Samkvæmt upplýsingum lög- reglunnar, tók hún í vörzlu sína mikið af frumstæðum vopnum, og nokkur skotvopn. — Herlið sem innfæddir höfðu undir hönd um, svo sem barefli ýmiss kon- ar, járnfleina, hnífa og axir — og lögregla, sem verið hefir á verði undanfarið við nágranna- bæinn Langa, tók þátt í aðgerð- unum í Nyanga í dag — og við það færðist lífið í Langa í nokk- urn veginn eðlilegt horf. — Fólkið, sem handtekið var í dag, var sett í fangaklefa að baki lögreglustöðvarinnar — og veitti það enga mótspyrnu. — ★ — i*essi innrás í Nyanga og hand- tökurnar þar eru taldar víðtæk- ustu aðgerðir stjórnarvaldanna til að berja niður mótspyrnu blökkumanna, siðan ógnaröldin í Suður-Afríku hófst 21. marz sl. — Telja fréttamenn, að and- stöðumáttur innfæddra muni nú mikið til Iamaður. — Þó er haft eftir nokkrum Nyanga- mönnum, að einungis fáir muni fást til að hefja vinnu á ný. Gæti orðið „lyftistöng“ atvinnulífsins Hér er um stórmál að ræða. Rækjuveiðar á djúpmiðum eru stundaðar við Noreg með góðum árangri. T.d. má nefna, sam- kvæmt upplýsingum, sem flm. hafá borizt, að árið 1954 hófust rækjuveiðar á djúpmiðum við Rogaland að ráði og hafa aukizt svo stórlega, að árið 1958 tóku .200 skip þátt í þeim veiðum. Það gæti orðið mikii lyftistöng atvinnulífinu á Austurlandi, ef góð rækjúmið reyndust þar eystra. Það sýnir dæmið frá Noregi og» raunar reynslan hér á landi, þar sem rækjuveiðar hafa verið stundaðar. Er það skoðun flm., að brýna nauðsyn beri til, að nú í sumar fari fram ýtarleg leit að rækju- miðum fyrir Austurlandi. Oe Gaulle kunni 20 min. ræbu utan bókar LONDON, 7. apríl. (Reuter). — Á síðasta degi heimsóknar sinnar í Bretlandi flutti de Gaulle Frakklandsforseti ræðu á fundi beggja dcilda brezka þingsins, þar sem hann sagði m.a., að Frakkar mundu af- sala sér kjarnorkusprengjum, ef aðrar þjóðir gerðu það eirnug. ★ Um væntanlegan leiðtoga- fund austurs og vestur sagði de Gaulle m.a., að Frakkar byggju sig undir hann með góðum vonum, en af raunsæi, vel^ vitandi, hvað væri í húfi. — Á þessum tímamótum stæðu Frakkar eindregið við hlið Breta. ★ Ræða forsetans stóð 20 mín- útur. Henni hafði verið út- býtt í afriti áður, en de GauIIe flutti hana án blaða, eftir minni — og skeikaði hvergi orði. Hinir brezku stjórnmála- menn voru í meira lagi undr- andi á hinu furðulega minni forsetans. — Utan úr heimi Framh. af bls. 12. þeim erfiðara um vik. Þeir hafa því hafizf handa um að fram- kvæma umsvifalaust áætlun, þar sem gert er ráð fyrir, að allur landbúnaður verði rekinn á sam- yrkjubúum. Þeir hafa látið sig það engu skipta, þó að enn einu sinni ykist flóttamannastraumur- inn til Berlínar. En Sovétríkin hafa haldið áfram að reyna að þvinga fram breytingu á stöðu Vestur-Berlín- ar í þeim tilgangi að slíta stjórn- málaleg og efnahagsleg tengsl borgarinnar við Vesturlönd. Þessu hefir verið fylgt eftir með áróðursherferð, sem sýnir, að aðalmarkmiðið er að veita Vest- ur-Þýzkalandi pólitískan áverka, sem yrði til þess'að draga kjark úr Vestur-Þjóðverjum. Að athuguðu máli virðist mér því aðeins um eina skýringu að ræða á því, hvers vegna sovézkir forráðamenn beina nú allri at- hygli sinna að Þýzkalandi, og nún er sú, að Krúsjeff telji sig hafa nógu sterka aðstöðu til að breyta sókn í vörn á hinum póli- tísku vígstöðum þessa hættusvæð is í miðri Evrópu. Tæknilega, hernaðarlega og efnahagslega — en ekki stjórnmálalega — er Berlín hinn veiki hlekkur í keðju Atlantsihafsbandalagsins. Tengsl Atlantshafsbandalagsins við Vestur-Þýzkaland eru stjórn- Þorsteinn Jónsson Ný ljóðobök eítir Þorstein Jóns- son frá Hamri Ný Ijóðabók eftir Þ.J. frá Harmi KOMIN er í bókabúðir ný ljóða- bók eftir Þorstein Jónsson frá Hamri, en hann hefur eins og kunnugt er, gefið út eina ljóða- bðk áður, „í svötum kufli“, þá aðeins 19 ára gamall, 1958. Skip- aði hún honum í röð efnilegustu skálda ungra. Hin nýja ljóðabók Þorsteins nefnist „Tannfé handa nýjum heimi“, gefin út af Helga- feili, en prentuð í Víkingsprenti. Allf útlit bókarinnar og frágang ur er óvenjulega smekklegur, og hefur kona skáldsins, Asta Sig- urðardóttir, sem kunn er fyrir sinásögur sínar, myndskreytt bók ina yzt sem innst af mikilli list- fengi. Frímerkja- og Ijósmynda- sýning hófst í gœr SÝNING sú er Æskulýðsráð Reykjavíkur gengst fyrir var opnuð kl. 5 e.h. í gær, að Lindar- götu 50, og voru þar m. a. við- staddir póst- og símamálastjóri Gunnlaugur Briém, þóstméistari í Reykjavík, Matthías Guðmunds son og Vilhjálmur Þ. Gíslason, útvarpsstjóri, auk annarra boðs- gesta og blaðamanna. Sigurður Þorsteinsson leiðbein andi frímerkjaklúbba unglinga bauð gesti velkomna og minntist m.a. á, að þessi dagur væri „Dag- ur frímerkisins" og að unglingar þeir sem þátt tækju í sýning- unni hefðu fengið undirstöðu- þekkingu á frímerkjasýningunni „Frírnex" er Félag frímerkjasafn ara hélt haustið 1958. Jón Pálsson formaður sýningar nefndar þakkaði póst- og síma- málast j órninni, ríkisútvarpinu svo og dagblöðum bæjarins og öðrum þeim, sem veitt höfðu sýningunni góða aðstoð og gefið ýms eiguleg verðlaun og lýsti sýninguna opna og bað gesti að gjöra svo vel og skoða það sem unglingarnir sýndu þarna. Dómnefnd hefur úrskurðað hverjir hljóta skuli verðlaun þau er gefin hafa verið og fer afhending þeirra fram n.k. sunnu dag og verða þá nöfn þeirra er verðlaunin hlutu birt hér í blað- iu. Biðröð hafði myndazt við inn- gang sýningarinnar og hugðu þeir máialega veik, af því að áróður, sem skírskotar til tilfinninganna, getur auðveldlega orðið til að rkaða þau. Krúsjeff hefir nú all- an hugann við Vestur-Þýzkaland, af því að það er góð og gild aðferð, sem Lenin einnig notaði, að einbeita sér að veikasta hlekknum í. keðju óvinanna. Ástæðan er a. m. k. ekki sú, að Krúsjeff óttist árás af hálfu Vestur-Þýzkalands eða hrun austur-þýzka ríkisins. Þegar Stalín lokaði öllum leið- um til Berlínar 1948, kom engum á Vesturlöndum í hug, að hon- um stæði stuggur af Vestur- Þýzkalandi, þar sem allt var enn í rústum og skipulagslaust; öll- um var ljóst, að ynni Stalín tákn rænan sigur yfir Vesturveldun- m á þessari úrslitastund, yrði endurreisn Evrópu fyrir miklu áfalli, þegar hún væri að byrja að rétta sig úr kútnum, og meg- inlandið hefði legið opið og óvar- ið fyrir frekari stjórnmálalegri og jafnvel hemaðarlegri sókn kommúnista. Sókn Sovétríkj- anna var stöðvuð með loftbrúnni til Berlínar. Með nýju eldflaug- arnar sínar sem bakhjarl er Krúsjeff að reyna að taka þráð- inn upp, þar sem fyrirrennari hans neyddist til að sleppa hon- um, og lyftir í því skyni merki þeirrar skoðunar, að andstæð- ar pólitískar stefnur geti þróazt samtímis árekstralaust. (Observer — einkarétt Mbl.) sem þar stóðu, að fá keypt spjöld þau er sýningarnefndin lét út- búa og á er letrað: „Dagur frí- merkisins“ en það er mjög tak- markaður fjöldi þessar spjalda sem þarna verður til sölu og er hvert þeirra tölusett. STJÓRN Barnasjóðs S.Þ. mun sennilega leggja fram 50.000 doll- ara til hjálpar hinum nauðstöddu börnum í Agadir. Fyrir þessa fjárhæð verða keypt rúm handa sj úkrahúsunum og matarföng. • Þjóðhátið Grikkja Framh. af bls. 13 ar hinar þaulæfðu sveitir gengu hjá — minnandi á ekkert frekar en leikbrúður á sviði, sem eru stirðar í öllum liðamótum og stæla því eðlilegar hreyfingar mannslíkamans með afkáraleg- um hætti. Kóngur varð að gera svo vel að heilsa samkvæmt við- tekinni reglu og hefur efalaust verið orðinn dauðuppgefinn í handleggnum, hélt auk þess á veldissprota í hendinni. Ráðherr arnir og sendih. voru auðsjáan- lega langþreyttir og konur þeirra helbláar af kulda.Drottningin og dætur hennar voru dúðaðar þykk um pelsum, en drottningu leidd- ist greinilega þófið, því í miðjum klíðum tók hún fram snyrtidótið og fór að dunda við að mála sig! Hressing eftir hátiðahöldin En loks var þessu lokið og þá var eins og skriða losnaði í fjallshlíð. Mannhafið ruddist inn á göturnar og í langan tíma kom- ust farartækin hvorki aftur á bak né áfram. Smám saman dreifðist samt fjöldinn og nálæg veitingahús yfirfylltust á svip- stundu. Það var sannarlega þörf á hressingu eftir margra klukku- stunda stöðu í kalsanum. Önnur hátíðahöld fóru ékki fram þenn- an dag, enda voru menn senni- lega búnir að fá nægju sína af skrauti og gleðilátum í bili. Um kvöldið var gleðiskapur á ýms- um veitingastöðum, en honum var mjög í hóf stillt, enda ekki viðeigandi að hafa í frammi mik- ið glens á föstunni. Agnar sendiherra og Ólöf kona hans flugu heimleiðis daginn eft- ir, en þau voru fyrstu opinberu fulltrúar íslands á grískri þjóð- hátíð. Þakka hjartanlega allar vinakveðjur og árnaðaróskir í tilefni sextugs afmælis míns. Guð blessi ykkur öll. Steinhildur Sigurðardóttir, Landakoti, Álftanesi Ég þakka hjartanlega börnum, tengdabömum, sam- starfsfólki, ættingjum og vinum nær og fjær, fyrir marg- háttaða vinsemd mér sýnda, á 75 ára afmæli mínu, 29. fyrra mánaðar. Páll Guðmundsson, Hofsvallagötu 18 Höfum smíðatimbur fyritrliggjandi Byggingafélagið BRÚ H.f. Sími 16298 Faðir minn BJARNI GRfMSSON Sólvallagötu 74, andaðist í Landakotsspítala 7. apríl. Jarðarförin auglýst síðar. £Iín Bjarnadóttir, Anita, Helen og Knud Larsen. Útför móður okkar, tengdamóður og ömmu, MARGRÉTAR SIGURÐARDÓTTUR Veggjum Borgarnesi fer fram frá Borgarnesskirkju, laugardaginn 9. apríl kl. 2 e.h. Börn, tengda- og barnabörn Þökkum hjartanlega auðsýnda samúð og vináttu við andlát og jarðarför, BENEDIKTS SNORRASONAR frá Erpsstöðum Vandamenn

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.