Morgunblaðið - 08.04.1960, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 08.04.1960, Blaðsíða 6
6 MORGVNBLAÐIÐ Föstudagur 8. apríl 1960 Gjaldeyrisviðskipti Eimskipafél. íslands FráSeitum ásokuraum hruudið VEGNA skrifa, sem birzt hafa í opinberu blaði, um gjaldeyriseign Eimskipaféiags íslands í First National City Bank of New York, New York, viil félagið taka fram eftirfarandi: Fyrir tæpum 9 árum síðan tók félagið einnar milljón dollara lán hjá banka þessum til kaupa á m.s. Reykjafossi. Til þess að gera félaginu kleift að endurgreiða þetta lán, sem var til þriggja ára, tjáði þáverandi ríkisstjórn félag- inu, með bréfi dags. 17. septem- ber 1951, að ríkisstjórnin hefði ekkert við það að athuga, að þær dollaratekjur, sem félagið fær greiddar í Bandaríkjunum frá varnarliðinu hér, fyrir flutnings- gjald og annan kostnað, gangi til greiðslu á ofangreindu láni til skipakaupa, og að sjálfsögðu beri félaginu að gera fulla grein fyr- ir þessum viðskiptum til gjald- eyriseftirlitsins. Árið 1956 var fengið nýtt lán hjá sama banka til kaupa á m.s. Selfossi, einnig að upphæð ein milljón dollara, og er nú búið að endurgreiða af því 200 þús. doll- ara, þannig að eftirstöðvar láns- ins eru nú 800 þús. dollarar. Hef- ur það fyrirkomulag haldizt síð- an, að félagið hefur iagt inn á reikning hjá First National City Bank of New York tekjur í doll- urum og varið þeim til greiðslu á andvirði nýrra skipa félagsins, (þ. e. Tungufoss og Fjallfoss sem smíðaðir voru á árunum 1952 til 1954). Gjaldeyrisstaða Eimskipa- félagsins við Bandaríkin hinn 31. marz sL var sú, að félagið skuld- aði þar $ 425.172.50 og er þá fram- angreint 800 þús. dollara lán tal- ið með, svo og ógreiddar skuld- ir vegna afgreiðslu skipanna í New York. Eimskipafélagið hefur ávallt sent gjaldeyriseftirlitinu nákvæm ar skýrslur um allar tekjur og gjöld félagsins í erlendum gjald- eyri. Er þar gerð grein fyrir hvers konar gjaldeyristekjum, flutn- ings og fargjöldum, sem greidd eru í erlendum gjaldeyri, tekj- um af afgreiðslu erlendra skipa, svo og gjaldeyristekjum vegna viðskipta við varnarliðið á Kefla- AKUREYRI, 4. apríl. — Starfs- fræðsludagur var haldinn á Ak- ureyri á sunnudag og gekkst Æskulýðsfélag templara fyrir honum. Er þetta í annað skipti, sem slíkur dagur er haldinn hér á Akureyri. Fræðslan fór fram í Barna- skóla Akureyrar og hófst með því, að Hannes J. Magnússon, skólastjóri flutti ávarp. Einnig töluðu þeir Ólafur Gunnarsson, víknrflugvelli. Jafnframt hefur gjaldeyriseftirlitinu á hverjum tíma verið gerð grein fyrir skuld- um og inneignum félagsins í er- lendum bönkum, hjá umboðs- mönnum félagsins erlendis, skipa smíðastöðvum og öðrum við- skiptamönnum félagsins. Þessar gjaldeyris-skýrslur hafa aldrei sætt gagnrýni af hálfu gjaldeyris- eftirlitsins. Það væri fjarri öllum sanni að Eimskipafélagið hefði nokkra ástæðu til, eða áhuga á því, að safna gjaldeyrisinnstæð- um erlendis umfram það, sem rekstur félagsins útheimtir, enda skuldar félagið að jafnaði marg- ar milljónir króna erlendis vegna skipagjalda, sem miklir erfiðleik- ar hafa verið á að fá yfirfærðar. Eins og kunnugt er, á Ríkissjóð ur íslands 100 þús. kr. hlutafé af 1.680 þús. kr. hlutafé félagsins, og skipar ráðherra einn mann í stjórn félagsins af sjö er búa hér- lendis, svo og einn endurskoð- anda af þremur endurskoðend- um félagsins, (einn endurskoð- endanna er löggiltur endurskoð- andi). Ætti þetta að skapa trygg- íngu fyrir því, að rekstur Eim- skipafélagsins sé jafnan með Iög- Iegum hætti. sem veitti deginum forstöðu og Magnús Guðjónsson, bæjarstjóri. Aðsókn var mikil, komu um það bil 400 unglingar og var þeim leiðbeint í 80 starfsgrein- um. Einnig höfðu þeir aðgang að ýmsum fyrirtækjum á Akureyri og varð mest aðsóknin að skoða hraðfrystihús Útgerðarfélags Ak ureyrar. Urðu forráðamenn dags- ins mjög ánægðir með þann á- huga, sem kom fram hjá ungl- ingunum. H.f. Eímskipafélag íslands. Starfsiræðslndagar ó Akureyri Nú stendur yfir hér í bænum Ljósavika > sambandi við árs- fund Ljóstæknifélagsins. Ljóskastarar lýsa nú á hverju kvöldi upp Alþingishúsið, styttu Jóns Sigurðssonar á Austurvelli, Hótel Borg og Landssímahúsið. Þessi mynd var tekin á Austur- velli í fyrrakvöld af styttu Jóns forseta. (Ljósm. Mbl.) Creiðari umferð bíla um götur Þingholtanna ♦* ♦ V BRIDCE AV ♦ * Bandaríkin senda fjórar sveitir til þátttöku í opna flokknum á Olympíumótinu, er fram fer á Ítalíu síðari hluta þessa mánað- ar. Sveitirnar verða þannig skip- aðar: 1. Jacoby, Steyman, Mitc- hell, Rubin, Rubinow og Grieve. 2. Becker Crawford, Silodor, Rapee, Stone og Kay. 3. Goren, Helen Sobel, Schenken, Ogust, Mathe og Taylor. 4. Harmon, Stakgold, Lazard, Hanna, Oakie og Schleifer. Er óhætt að segja að sveitir þessar séu allar mjög sterkar enda er reiknað með að þær nái allar jöfnum árangri. England sendir að sjálfsögðu sveit til keppninnar og verður hún þannig skipuð: Rose, Gardn- er, Schapiro, Flint og Reese. Nánar mun verða skýrt frá keppendum annarra þáttökuríkja síðar. ★ Eftirfarandi spil er gott dæmi um það, hve nauðsynlegt er að gera ráð fyrir verstu spilaskipt- ingu og einnig hve nauðsynlegt er að gera það strax upp við sig hvernig spilið á að spilast. Sagnir gengu þannig: Suður Vestur Norður Austur 1 Tigull Pass 1 Spaði Pass 3 Lauf Pass 3 Spaðar Pass 3 Grönd Pass Pass Pass S: A-G-10-7-5-2 H: G-5 T: 4-2 L: 9-6-3 S: D-9 tók Tígul As og Konung .Þegar kom í ljós, að Vestur átti aðeins einn Tígul, þá fór af gamanið, því útilokað var að fá nema 8 slagi eftir það. — Ef Suður hefði strax í upphafi gert ráð fyrir slæmri skiptingu á Tígullitnum, þá hefði hann unnið spilið.Suður átti fyrst að taka Ás í Tígli, siðan láta út Spaða og drepa með Ás í borði. Nú var Tígli spilað úr borði og Tígul 9 svínað. Ef við hugsum okkur að Vestur hefði átt 10 og 5 í Tígli, þá hefði hann fengið slag á Tígul, en Suður hefði samt sem áður fengið 4 slagi á Tígul og þar með unnið spilið. 226 tonn af dýrafóðri AKRANESI 6. apríl. — Frysti- húsin framleiða stöðugt, úr hvers konar fiskúrgangi mat, sem er- Iendis er notaður sem refafóður. Þegar Dettifoss var hér í dag, á leið til Reykjavíkur, tók skip- ið 226 tonn af dýrafóðrL Því átti svo að umskipa í Reykjavík um borð í Gullfoss, sem flytja á það til Kaupmannahafnar, ALÞJÓÐABANKINN hefur hing að til veitt alls 251 lán til 51 lands. Lánin nema alls 4.930.600.000 dollurum. FYRIR nokkru fjallaði umferð- arnefnd bæjarins um leiðir til þess að gera einhverjar úrbætur á umferðinni á hinum gömlu, þröngu götum Þingholtanna. — Hefur bæjarráð nú fallizt á þess- ar tillögur sem eru í þrem liðum. f fyrsta lagi, að bannað verð- ur að leggja bifreiðum austan megin götunnar, milli Spítala- stígs og Amtmannsstígs, en leyft að vestanverðu, þó ekki í 20 m fjarlægð frá næstu húsalínum Spítalastigs og Amtmannsstígs. í öðru lagi verður að leggja bifreiðum á Amtmannsstíg utan bifreiðastæða. — Og loks varð- andi Þingholtsstræti að einstefnu akstur verður ákveðinn um göt- una frá Hellusundi að Spítalastig S: K-8-6-3 H: 10-9-8-4 T: 5 L: K-10-8-4 N V A S H: 7-6-3-2 T: G-10-7-6 -3 L: D-G S: 4 H: Á-K-D T: Á-K-D-9-8 L: Á-7-5-2 Vestur lét út Hjarta 10, sem Suður drap með Drottningu. Við fyrstu athugun virðist spilið auð- unnið, og það er þess vegna, sem Suður, án þess að hugsa sig um, skrifar úr. daqlegq hfinu ) * Amma svarar afa Amma skrifar enn: „Fyrir skömmu birti Vel- vakandi nokkur varnaðarorð mín um háska þann, sem smá- börnum er búinn af því, að hesthús eitt er staðsett við hættulegar krossgötur í Soga- mýrinni. Beint tilefni að orð- um mínum var það, að sonar- sonur minn einn, lítill, hafði þá nýlega lent undir bifreið á þessum tilgreinda hættustað — og vildi ég stuðla að því, að ekki yrðu þar fleiri slys né verri. „Afi“ nokkur hefur nú hins vegar misskilið orð mín á þá leið, að mér væri í nöp við hestahald og umgengni barna við hesta. Slíkt er mesta firra, og fráleitt að draga þá ályktun af orðum mínum. Ég varaði eingöngu við augljósri hættu, er skapazt hefir vegna breyttra aðstæðna við út- þenslu byggðarinnar. 'Siálf er ég fædd og barnsalin í sveit — ann mjög hestum og öllum dýrum, og veit vel um þá un- un er börnum veitist í návist dýra. — En ég læt mér einnig annt um líf og limi barna- bama minna og annarra. Hygg ég raunar, að „afi“ kunni að vera mér sammála, að svo skuli böl bæta, að ekki bíði annað meira: Ef slys eða fjör- tjón kann að leiða af sam- skiptum barna og hesta, vegna sérstakra aðstæðna, er aug- ljóst að þar verður strax að ráða bót á. * Hafa ber gát Annars má öllum þeim vera ljóst, sem til þekkja, að um- gengni smábarna við hesta krefst ávallt ýtrustu aðgætni —- man ég frá bernskudögum mínum, að fólk hafði þungar áhyggjur af okkur smákrökk- unum, þegar reiðmenn komu með hesta sína í hlað. Liggur þá í augum uppi, pð hafa ber — ekki síður — gát þegar ný og geigvænleg hætta steðjar að: bílaumferðin. Það má segja um okkur Is- lendinga, að við séum tæp- lega búnir að venjast umferð í borgum og bæjum. Víða vantar gangstéttir — gata og húsalóðir renna saman í eitt, en andvaralaus börn og full- orðnir þjóta oft fyrirvaralaust milli húsa, hvort sem gata á að heita þar á milli eða ekki. Ekki sízt af þessum sökum ætti að haga svo til, að göngu- leiðir að fjölsóttum stöðum séu úr hættu frá bílaumferð. Væri óskandi að svo yrði um búið við fyrirhuguð .hestaver' Fáks við Elliðaár." • Ekki bóndi í Hoftúnum mmmmmmmmmmmmmmm i Bragi Jónsson frá Hoftúnum hefur beðið Mbl. fyrir leið- réttingu. Hann segir: „í Mbl. 9. marz sl. er grein með yfirskriftinni „Bóndi fann flöskuskeyti í fjörunni og ísl. unglingar fá heimboð til Bretlands og Kanada". Ég sem fann þetta flösku- skeyti, er ekki bóndi í Hof- túnum á Snæfellsnesi, eins og blaðið telur mig, og hefi ekki við búskap fengist næstliðin 10 ár. Ég bjó í Hoftúnum um og frá Bókhlöðustíg að Banka- stræti í norðurátt. Bannað verð- ur að leggja bifreiðum í Þing- holtsstræti frá Bókhlöðustíg að Spítalastíg. Og að bifreiðastæði á götunni verða afmörkuð með línum samkvæmt reglugerð. Þá hefur bæjarráð samþykkt að gerð verði bílastæði við Spítalastíg. BELGÍA hefur afhent Alþjóða- vinnumálastofnuninni (ILO) hálfa milljón belgískra franka til að koma í framkvæmd verkefa- um sem eiga að bæta hag og lífs- kjör Indíánanna í Aandesfjöll- um í Ekvador, Bólívíu, og Perú. 20 ára skeið, en hætti búskap vorið 1950 og fluttist til Akra- ness. Átti ég þar heima í nokk ur ár, en á nú lögheimili í Hoftúnum. Hoftún eru nýbýli, sem ég byggði 1930 örstutt frá Hofgörðum og í þeirra landi. Hefi ég jafnan kennt mig við þann stagð síðan. í Hofgörðum og Hoftúnum hefi ég átt heima í meira en 50 ár af minni bráð um 60 ára ævi. Ég er nefni- lega ekki orðinn sextugur enn þá, en verð það brððum“. Þá segist Bragi stunda farkennslu á vetrum, en landbúnaðarstörf á sumrum. Hann segist vera búinn að finna mörg önnur flöskuskeyti um dagana en þetta sem blað- ið sagði frá og hafa jafnan sent þau hlutaðeigendum, og fengið þakkarbréf og jafnvel smágjafir fyrir skilsemina. M. a. fékk hann einu sinni stórt kort, sem sýndi strauma í Atlantshafinu, frá banda- ríska flotamálaráðuneytinu, fyrir flöskuskeyti sem varpað hafði verið í sjóinn af strand- gæzluskipi. Lýkur hann bréf- inu á því að það gleðji sig að þessi hirðusemi hans skuli hafa orðið til þess að ísienzk- um unglingum er boðið í utan landsferð, og óskar hann þeim fararheilla.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.