Morgunblaðið - 08.04.1960, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 08.04.1960, Blaðsíða 22
22 M n Tf r niyi n r inif) Fostudagur 8. apríl 1960 Körfuknattleiksmótinu lokið: Í.R. vann verðskuldaðan sigur 17 ára piltur átti glæsilegasta og bezta leikinn ÍSLANDSMÓTINU í körfuknattleik lauk sl. miðvikudagskvöld, en þá fóru fram úrslitaleikir í II. flokki kvenna og meistaraflokki karla. lR sigraði KFR með yfirburðum, 69:48, en staðan var 31:17 í hálfleik. Hinn 17 ára ÍR-ingur, Þorsteinn Hallgrímsson, vann stóran persónulegan sigur í þessum leik. Hann skoraði 25 stig eða rúmlega þriðjung þess sem liðið skoraði í heild og leikur hans var einhver sá bezti sem hér hefur sézt í körfuknattleikskeppni. ★ ÍR—KFR 69:48 Úrslitaleikurinn milli lR og Reykjavíkurmeistaranna KFR Kvenfólkið Fyrri ieikur kvöldsins var úrslitaleikur í II. fl. kvenna. Ef E. Ó. P. hefði verið enn á Jífi, þá hefði hann sjálfsagt horft með ánægju á þennan leik. KR gat nefnilega ekki tapað, hvern- ig svo sem úrslitin urðu því það, voru A og B lið KR sem kepptu hér til úrslita. Þessar ungu blómarósir, sem hættu sér alla leið að Háloga- landi til að keppa þennan úrslita leik, voru Vesturbænum og KR til sóma. L.eikur þeirra var létt- ur og lipur og það vár barizt af dugnaði leikinn á enda. B- liðið sigraði með nokkrum yfir- burðum, eða 20 stigum gegn 12, en staðar var 14:6 í hálfleik og gefa þessar tölur til kynna að ekki hafði verið samið um úr- slitin fyrirfram. Að vísu eiga þessar ungu stúlkur margt eftir ólært af leyndardómum körfuknattleiks- ins, en þær hafa náð undraverð- um árangri á skömmum tíma undir handleiðslu Þóris Arin- bjarnarsonar og haldi þær áfram af sama krafti þá eiga þær sjálf- sagt eftir að ná langt. Annars mega KR-ingar gæta sín í fram- tiðinni og fjölmenna betur að Hálogalandi þegar þessar stúlkur eru að keppa, því eg er ekki frá því að körfuknattleiksstrákar úr Austurbænum hafi verið farnir að gefa blómarósunum hýrt auga. Sigurvegarar KR í II. fl. eru Hrafnhildur Skúladóttir, sem skoraði 13 stig, Guðrún Svavars- dóttir, Margrét Snorradóttir, Málfríður Skúladóttir, Erla Björnsdóttir og Þóra Ásgeirs- var harður og spennandi eins og vera ber á Islandsmóti. Um 400 áhorfendur voru mættir að Há- logalandi til að horfa á þessa »baráttu og eftir ópunum og hvatningarorðunum að dæma þá hafa verið þar minnst 300 ÍR- ingar. Að „eiga húsið“, er hverju liði mikill styrkur og ÍR-ingar gerðu sitt til þess að hinir radd- sterku áhorfendur yrðu ekki fyrir vonbrigðum. Þetta er í fjórða skiptið sem lR vinnur íslandsmeist- aratitilinn í meistaraflokki karla og líklega hefir félagið aldrei verið jafn sterkt og jafn vel að sigrinum komið og einmitt nú. Leikurinn hófst með því að Sigurður Helgason, hinn risa- vaxni (2,08 m) miðherji KFR gat blakað knettinum úr uppkasti til Gunnars Sigurðssonar, sem skor- aði leiftursnöggt fyrir KFR. — Skömmu síðar skoraði Hólm- steinn 1 stig fyrir ÍR úr víta- kasti og Helgi Jóhannesson bætti körfu við. Staðan er 3:2 þegar Þorsteinn fær knöttinn úr inn- varpi og skorar viðstöðulaust. Það var einmitt þessi karfa sem mér fannst gott dæmi upp á veil- urnar hjá KRF og hinar góðu staðsetningar ÍR-inga og hvað þeir voru fljótir að notfæra sér hverja smugu sem opnaðist í vörn KFR. Gott úthald ÍR-ingar beittu varnarað- ferðinni maður gegn manni og með hinum mikla hraða liðið vpoftnr vfir og Út- íslandsmeistarar ÍR í karlaflokki. — í miðju í fremri röð er Helgi Jóhannesson, fyrirliði og þjálfari. Yzt til hægri í aftari röð er Þorsteinn Hallgrímsson, sem sýndi beztan leik í fyrra- kvöld og vakti mesta athygli. "'feistarar Ármanns í kvennafloi'k'. — Myndirnar tok S, Þormóðaaon. haldi, sem virðist meira held- ur en hjá hinum meistara- flokksliðunum, þá tókst þeim fljótlega að ná yfirhöndinni. Að vísu verður vörn þeirra oft nokkuð gróf, en þeim tekst líka oft að pressa and- stæðingana svo að þeir eru í vandræðum með að koma knettinum frá sér. Eins og áður hefir verið sagt þá átti Þorsteinn Hall- grímsson afburða góðan leik að þessu sinni. Þorsteinn var valinn í Iandsliðið í fyrra, þá aðeins 16 ára að aldri. Hann var þá einn af okkar efnilegri ungu körfuknattleiksmönn- um, en framför hans í vetur hefir verið ótrúlega mikil. Hann ræður yfir gifurlegum stökkkrafti, er jafnvígur á flestar tegundir körfuskota og hefir mjög gott auga fyrir samleik og veilum í vörn mótherja. Helgi Jóhannesson er þjálf- ari ÍR-liðsins og hefir leikið með því um margra ára bil. Hann hefir lengi verið einn af okkar beztu körfuknattleiks- mönnum og hefir nú sannað að hann er einnig afburða þjálfari, enda er hann svo Iánsamur að hafa góðan efni- við til að vinna úr. ic Vonbrigði KFR-liðið olli nokkrum von- brigðum. Leikur þess var staðari heldur en maður hafði búizt við. Ég held líka að það hafi verið taktísk skekkja hjá liðinu að hafa Sigurð Helgason jafn lengi inn á og gert var. Lengd hans kemur ekki að notum gegn liði, sem hefir bæði jafn stóra ein- staklinga og býr yfir jafn mikl- um stökkkrafti og ÍR-liðið. Og Sigurður er ennþá of svifaseinn í svona hröðum leik. Ágúst Ósk- arsson var ólíkt sneggri og sterk- ari maður fyrir liðið eftir að hann kom inn á enda skoraði hann 7 stig. Mér fannst að Ein- ar Matthíasson, Ólafur Thorlaci- us og Ágúst vera beztu menn KFR. Ingi Þorsteinsson er bar- dagamaður, sem aldrei gefst upp enda skoraði hann 14 stig, en ekki er hann samt skemmtileg- ur leikmaður. Úrslit fyrri hálfleiks voru 31:17 en síðari hálfleik vann lR ekki nema 38::31. Helgi Jóhann- esson varð að yfirgefa leikvöll í miðjum síðari hálfleik með fimm víti og komu þá ýmsir varamenn mn á enda var sigur ÍR þegar tryggður. íslandsmeistarar IR eru Þor- steinn Hallgrímsson sem skor- aði 25 stig 1 þessum leik, Hólm- steinn Sigurðsson 17 stig, Helgi Jóhannesson 12 stig, Guðmund- ur Þorsteinsson 9 stig, Einar Ólafsson, Haukur Hannesson og Ingi Þór Stefánsson með 2 stig hvor og Ragnar Jónsson. Stigahæstir hjá KFR voru Ein- ar Matthíasson með 16 stig, Ingi Þorsteinsson 14 stig, Ólafur Thorlacius 8 stig og Gunnar Sigurðsson og Agúst Óskarsson með 7 stig hvor. Dómarar voru Viðar Hjartar- son og Þórir Arinbjarnarson og höfðu þeir nóg að gera. BÞ. Danskurinn ekki nógn góðnr HINN fyrrverandi danski landsliðsmaður Axel Pilmark sem nú er þjálfari hjá ítalska atvinnumannafélaginu Bol- ogna, hefir dvalið í Kaup- mannahöfn að undanförnu. Hann hefur notað tímann til að fylgjast með dönsku knatt- spyrnunni, með það fyrir aug um að kaupa danskan knatt- spyrnumann til Ítalíu. Bol- ogna vill greiða leikmanni 250.000 danskar krónur fyrir tveggja ára samning. En leit Axels Pilmark hef- ur borið lítinn árangur, því að einn danskur knattspyrnumað ur myndi koma til með að geta uppfyllt kröfur hins ítalska félags, að dómi Axel Pil- marks, en það er AB fram- vörðurinn Flemming Nielsen. Því miður fyrir Flemming Nielsen, er það framherji, sem hið ítalska atvinnumanna lið er að leita eftir, og því eru allar líkur til þess að sænskur knattspyrnumaður fái hið gullna tækifæri. Innanhúsmót í irjdlsum ★ Frjálsíþróttadeild KR efnir til ínnanfélagsmóts í íþróttahúsi Há- skólans á sunnudaginn kemur kl. 3 e.h. Á mótinu verður keppt í langstökki og þrístökki án at- rennu og ennfremur í hástökki með atrennu. Deildin býður öll- um til þátttöku í þessu móti. trland vann Chíle LANDSLEIKUR í knattspyrnu fór nýlega fram í Dublin milli írlands og Chile og vann írland 2:0, eftir að leikar stóðu 1:0 fyr- ir írland við leikhlé. Enska knattspyrnan STAÐAN í ensku deildarkeppn- inni er nú þessi: Tottenham 36 18 11 7 75:43 47 W ol verhampton 36 21 5 10 92.60 47 Burnley 34 19 5 10 57:46 43 Everton 36 10 9 17 63:69 29 Manchester City 35 13 3 19 71:77 29 Birmingham 35 9 9 17 52:69 27 Leeds 35 9 9 17 58:83 27 Luton 36 7 11 18 42.63 25 2. deild (efstu og neðstu liðin) Aston ViJla 37 22 9 6 83:37 53 Cardiff 37 21 10 6 85:58 52 Rotherham 36 16 11 9 55:49 43 Sunderland 36 9 10 17 46:60 28 Bristol City 35 9 5 21 46:79 23 Hull 36 8 6 22 38:73 22 Eins og sést á yfirlitinu er mikill munur á I. og II. deild hvað spenning snertir. Telja má næstum öruggt að Aston Villa og Cardriff leiki í I. deild næsta ár. Einnig er nokkurn veginn öruggt að Bristol City og Hull falli nið- ur í III. deild. í I. deild er aftur á móti mikill spenningur bæði í toppinum og botninum. Þrjú efstu liðin geta öll sigrað, en staða Burnley er þó mun verri bæði hvað snertir marktatolu svo og, að liðið þarf að leika tvo leiki í miðri viku auk leikja á venjulegum leikdög- um. Er almennt reiknað með að úrslitin fáist þann 23. apríl, en þá heimsækja Tottenham Wolw- erhampton. Bæði liðin eiga eftir 6 ieiki og á Tottenham eftir að leika við Manohester City, Chel- sea og Blackpool heima en úllana Che.lsea og Everton úti. Wolwerhampton á eftir að leika við Tottenham, West Ham og N. Forest heima, en Newcastie, N. Forest og Chelsea úti, Burnley á eftir að leika við Leicester, Blackburn, Luton og Fulham heima en N. Forest, Leic- ester, Blackpool og Manchester City úti. í botninum í I. deild er einnig mikill spenningur. Almennt er reiknað með að Luton falli niður 1 II. deild, en mikil óvissa er um hvaða lið fylgi Luton. Fjögur neðstu liðin eiga ekki eftir að leika saman svo erfitt er að spá fyrir um hvaða lið falli niður með Luton, en má búast við að hin hafi mikið að segja í lokin. í þriðju deild er Southampton efst með 53 stig og Norwich nr. 2 með 51 stig. Er reiknað með að þessi lið leiki í II. deild næsta keppnistímabil, en allt getur þó komið fyrir og er t.d. Bury í þriðja sæti með 47 stig og hefur leikið einum leik færra en Nor- wich. 4 lið flytjast upp úr IV. deild og má segja að Valsaee, Notts County og Torquay séu örugg með að komast í III. deild, en mikil barátta er milli Millwall, sem hefur 46 stig eftir 40 leiki, og Watfbrd, sem hefur 43 stig eftir 38 leiki.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.