Morgunblaðið - 08.04.1960, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 08.04.1960, Blaðsíða 14
14 MORGVNfíLAÐIÐ F’ðstudagur 8. apríl 1960 ÍJTGEFANDI: SAMBAND UNGRA SJÁLFSTÆÐLSMANNA RITSTJÖRI: BJARNI BEINTEINSSON Lendlie >9 ismálið Tillaga Inga R. Helgasonar á kappræðufundiiium Á SÍÐUSTU æskulýðssíðu Þjóð- viljans skoraði ritstjóri hennar á mig að birta tillögu þá um land- helgismálið, sem Ingi R. Helga- son, héraðsdómslögmaður, flutti á kappræðufundi Heimdallar og Æskulýðsfylkingarinnar um dag inn, en fundarstjóri kommúnista ákvað, að hún skyldi ekki borin þar undir atkvæði. Ég mun verða við þessum eín- dregnu tilmælum Þjóðviljans og birta tillöguna hér sem dæmi um hvernig tillögur í landhelgismál- inu eiga ekki að vera að mínu áliti, og þeim til viðvörunar, sem hér eftir hyggist flytja slíkar til- lögur á opinberum vettvangi. Tillagan hljóðar svo: „Sameiginlegur fundur Æsku- lýðsfylkingarinnar og Heimdall- ar, haldinn í Sjálfstæðishúsinu þriðjudaginn 29. marz, fordæmir harðlega þann opinbera fjand- skap gagnvart íslenzku þjóðinni og þann beina stuðning við ó- dæðisverk Breta í íslenzkri land- helgi, sem fólginn er í tillögu Bandaríkjanna á yfirstandandi sjóréttarráðstefnu Sameinuðu þjóðanna, og skorar eindregið á fulltrúa íslands á ráðstefnunni að hvika hvergi frá núverandi 12 mílna fiskveiðilögsögu ís- lands". Ingi R. Helgason og ungkomm- únistar virðast vera afskaplega upp með sér af þessari tillögu, þar sem hún hefur tvisvar birzt í Þjóðviljanum. Hitt er mála sanrrast að Ingi R. Helgason hef- ur að minu áliti orðið sér til hiimar mestu minnkunnar með þessari tillögusmíð sinni, svo fráleitt innleg sem hún er í bar- áttu okkar íslendinga fyrir víð- áttu meiri landhelgi. Ingi virðist nefnilega eins og margir aðrir þ. á m. flest ís- lenzku dagblöðin hafa fallið í þá gröf að halda, að ráðstefnan í Genf snúíst eingöngu um Iand- helgina við ísland. Hann virðist telja, að allar tillögur, sem þar eru fluttar, hljóti að eiga að vera í samræmi við kröfu okkar um tólf mílna landhelgi, ella sýni tillöguflytjendur okkur íslend- ingum fullan fjandskap og veiti Bretum beinan stuðning í of- beldisverkum þeirra innan ís- lenzkrar landhelgi. Samkvæmt þessu ættu þær þjóðir sem sækja Genfarráðstefnuna alls ekki að flytja tillögur í samræmi við hagsmuni lands síns nema því aðeins, að þeir fari saman við hagsmuni okkar. Norðmenn hafa t. d. verið í vafa um, hvort væri þeim hagkvæmara, að fiskveiði- landhelgin yrði almennt ákveðin 12 mílur eða þrengri. Ef þeir kæmust að þeirri niðurstöðu, að óhagkvæmt væri fyrir þá, að landhelgin yrði 12 mílur þá ætti það að áliti Inga R. Helgasonar að túlkast sem fjandskapur við okkur og beinn stuðningur við ofbeldi Breta. Allir sjá hve frá- leit slík skoðun er. Alveg það sama gildir um afstöðu Banda- ríkjamanna. Allir vita, að þeir stunda miklar fiskveiðar við strendur Kanada, Mexico og víð- ar. Einmitt þess vegna leggja þeir til, a ðþað, sem þeir aklla sögu- legan rétt til fiskveiða, veiti heimild til veiða innan tólf mílna. Sá heimskulegi misskilningur á verkefnum Genfarráðstefnunn- ar og á tillöguflutningi ýmissa þjóða þar, sem íram kemur í til- Iögu Inga R. Helgasonar ætti aldrei að koma fram opinberlega á Islandi. Slíkt er málstað okkar beinlínis til tjóns og verður öðr- um þjóðum aðalhlátursefni. Vitaskuld harma allir íslend- ingar, að Bandaríkjamenn og fjölmargar aðrar þjóðir geta ekki fellt sig við óskoraða tólf mílna fiskveiðilandhelgi. En það getur aldrei orðið málstað okkar til framdráttar, að lýsa þær allar fjandmenn okkar og alls ills maklegar vegna þess að hags- munir þeirra fara að þeirra áliti ekki saman við hagsmuni okkar. Eins og nú er komið, þegar líkur eru til að meirihluti þátttöku- þjóðanna virðist vilja fallast á einhvers konar málamiðlun á miili tillagna Bandaríkjanna og Kanada, þá hlýtur höfuðverk- efni fulltrúa okkar í Genf að vera að skýra sem rækilegast hinar algeru sérstöðu okkar í þessu máli og fá hana viður- kennda, þannig að tvímælalaust verði virtur réttur okkar einna til veiða innan tólf mílna, en haldið opinni leið til að friða landgrunn ið allt ef þörf krefur. Að lokum þetta: Furðuleg er sú skoðun, sem virðist koma fram í tillögu Inga R. Helgason- ar, að Bandaríkjamenn eigi að vera forsjármenn okkar í öllum hlutum, en þegar þeim mistekst sú forsjá, þá beri okkur að víta þá fyrir alheimi, eins og reiðir krakkar. Vonandi á þessi skoðun sér fylgjendur fáa hér á landi, og er óskandi, að Ingi taki afstöðu sina til endurskoðunar hið fyrsta. B. B. Óskar og Halldór Friðrikssynir Brídgemót Heimdallar FYRIR nokkru er lokið tvímenn- ingskeppni í bridge, sem Heim- dallur, F.U.S. gekkst fyrir. Stóð keppnin í þrjú kvöld og tóku 14 pör þátt í keppninni. Úrslit urðu þau, að bræðurnir Óskar og Halldór Friðrikssynir fóru með sigur af hólmi. Heildar úrslit keppninnar urðu þessi: Sjálfstæðiskvennafélagið EDDA KÓPAVOGI heldur spilakvöld, miðvikudaginn 13. apríl kl. 21.00 í Valhöll við Suðurgötu. Stjóa-nin 1. Óskar og Halldór 84.0—89.5 —88.0 = 261.5. Gunnlaugur og Jóhann 90.0— 83.5— 83.0 = 256.5. 3.—4. Hámundur og Jónas 72.5 —91.5—87.0 = 251.0. 3.—4. Bernharður og Torfi 74.0 —85.0—92.0 = 251.0. 5. Bjarnar og Þröstur 80.0— 90.0—79.0 = 249.0. 6. Ásgeir og Hreinn 87.5—86.0 —68.0 = 241.5. 7. Kristján og Friðjón 86.5— 71.0—84.0 = 241.5. 8. Magnús og Einar 68.0—82.0 —77.5 = 227.5. 9. Sigurður og Ólöf 86.0—71.0— 66.0 = 223.0. 10. Gunnar T. og Gunnar J. 80.5— 67.0—75.0 = 222.5. 11. Elías og Gunnar S. 73.0— 70.5— 76.5 = 220.0. 12. Ólafur og Grétar 77.0—65.0 —60.0 = 202.0. 13. Iris og Anna 7í.O—78.0— 78.0 = 229.0. 14. Skúli og Valur 60.0—62.0— 78.0 = 200.0. II. KÖNGULÓARVEFURINN WFDY og IUS eru ásamt heims- friðarráðinu helztu framvarðasveit- ir kommúnista. Þeim er ætlað að plægja jarðveginn og ryðja áróðr- inum braut. Þessi samtök leggja alveg sérstaka áherzlu á að fá til liðs við sig ýmist „ópólitískt“ fólk, saklausa friðarsinna o. s. frv., og kalla samtök sin „ópólitísk“. Á þennan hátt hefur þeim tekizt að blekkja furðu marga sakleysingja. Markaðstorg og heildsala þeirra á þessum áróðri eru Festivölin, sem þeir halda í seinni tíð undir yfir- skini friðar og vináttu, en raun- verulega eru mótin lævísleg að- ferð til þess að lauma skoðunum þeirra inn hjá þátttakendum, þ. e. friðarvilja Sovétríkjanna, og ágæti og yfirburðum hins austræna þjóð- skipulags. Það er vegna biturar reynslu, að þeir hafa gefizt upp á því að telja fólki trú um þessa furðulegu hluti umbúðalaust. Á- róður slæms málstaðar þekkir að- eins bakdyrnar. Kommúnistar hafa reynt að halda því fram að Festival væri eingöngu ópólitískt æskulýðsmót fyrir friði o. s. frv. Ég mun síðar í greinum þessum rekja áróður þeirra á Vín- armótinu, en þó er rétt áður en lengra er haldið að hafa í huga hina frægu tilvitnun úr Trybuna Ludu, málgagni pólska kommún- istaflokksins, sem birtist 28. maí 1955, rétt fyrir Festivalið í Varsjá: „Fólk verður að gera sér ljóst, að Festival er ekki eingöngu til þess að syngja og skemmta sér, heldur er það fyrst og fremst heimspólitískur viðburður . . . Vegna hinnar miklu alþjóðlegu þýðingar Festivalsins, ættu æsku lýðssamtökin ekki að vera ein um undirbúninginn, heldur einn ig Flokkurinn . . . Það verður að afhjúpa óvinina í hinum kapitalistisku löndum. Það á að benda æskulýðnum á erkióvin- inn, kenna honum að hata hann og berjast við hann“. Þetta var það vegarnesti, sem pólskir kommúnistar gáfu æskulýð sínum á samkomu, sem þeir geng- ust fyrir og kommúnistar hérlendis tjáðu öllum fáfróðum, að væri ó- pólitísk og meira að segja fyrir friði og vináttu. Og hverjir skyldu svo vera fremur til frásagnar um tilgang mótsins, þeir sem héldu það eða þær rytjulegu friðardúfur héðan af Fróni, sem sneru innfjálg- ar heim og vitnuðu hástemmt í Þjóðviljanum: Enginn áróður, ó- pólitískt, friður, vinátta, glaumur og gleði, tralala. Sumt þetta fóík hefur ef til vill snætt pillurnar, hjúpaðar súkkulaði falsks friðaráróðurs, það hefur að- eins fundið sætan keiminn og áð- ur en varði hefur lyfið svifið á heilann, þá þylur það langar roll- ur um ágæti ráðstjórnar og friðar- vilja, án þess að vita eiginlega hvers vegna. Þannig er Festival- áróður. Þrenns konar fórnarlömb Kommúnistar skipta Festivalþátt- takendum í þrjá flokka eftir stjórn- arfari í heimalöndum, og haga á- róðri sínum gagnvart hverjum og einum með hliðsjón af því. Flokkar þessir eru: I. VESTRÆNA ÆSKAN, þ. e. frá lýðræðislöndum Evrópu og N-Ame- ríku. II. NÝLENDUÆSKAN og æsku- fólk frá vanþróuðum löndum, en með því eiga þeir við Asíu, Afríku og Suður- og Mið-Aineríku. III. ÆSKULÝÐUR KOMMÚN- ISTARÍKJANNA. Nýlenduæskunni hampa þeir á all an handa máta, þeir bjóða ung- mennum þaðan í stórhópum, end- urgjaldslaust á Festivölin. Þar er þeim tjáð beint eða óbeint, allt eftir aðstæðum, að Sovétríkin og önnur ráðstjórnarríki séu eina skjól þeirra og vörn, hins vegar séu sum- ir, sem séu vondir o. s. frv. Fyrir æsku ráðstjórnarlanda eru Festivöl eins konar loftventill. Þar geta kommúnistar leyft innibyrgð- um æskulýð landa sinna að svala útþránni undir ströngu eftirliti. — Austrænum ungkommúnistum get- ur líka stundum orðið mál að tala, þótt í hófi sé. Auk þess hafa þeir tryggt sér, að fólk það, sem æska þeirra ræðir við, sé að mestu leyti kommúnistar, fólk, sem ævinlega reynir að berja sér við hvert tæki- færi, vegna þröngra lífskjara og takmarkaðs frelsis hér vestan tjalds. Þá snýr austanæskan rólegri heim og hugsar: Ja, það er allténd slæmt fyrir vestan líka. Erfiðasti hópurinn er vestræna æskan svonefnda. Þó að sendinefnd ir þaðan séu að meirihluta blindir kommúnistar eða sakleysingjar á þeirra bandi, þá er þetta þó tiltölu- lega upplýst fólk, sem lætur sér ekki allt lynda. Það býr t.d. við frjálsa fréttaþjónustu, sem hinir geta ekki kvartað undan. Vegna slærarar reynslu af fyrri Festivölum hafa kommúnistar þvi að mestu gefið hóp þennan á bát- inn. Þeir eru þar sem statistar til þess að setja alþjóðasvip á mótin. Það er þó aðeins reynt að kákla varfærnislega í sendinefndirnar, kommúnistar bjóða þeim til sak- lausra vináttufunda, þar sem þeir gefa hressilega í staupinu, brosa gleitt og leysa síðan út með gjöfum. Þá snúa boðsgestirnir glaðir heim og segja hverjum sem heyra vill: Ósköp var þetta vingjarnlegt fólk, ekki get ég trúað, að það eða þeirra aðstandendur hafi staðið að glæpa- verkum í Tékkóslóvakíu eða Ung- verjalandi, auk þess var það ánægt með stjórnarfarið heima fyrir. En það var aldrei minnst á pólitík, aldrei. Þetta er Festival áróður, hunang í munni en hægðalyf í maga. Kommúnistar hafa orðið Ég hef haldið því fram, að mótin hafi pólitískan tilgang, að sendi- nefndir járntjaldsríkjanna á mót- unum séu valið, þjálfað lið til þess að auglýsa kosti kommúnistiskra þjóðfélagshátta. Að mótunum sé ætlað að styrkja kommúnista í hin um ýmsu löndum (Þeir eru ævin- lega nefndír „lýðræðissinnar"). Og að mótin séu til þess að hressa upp á WFDY og IUS, alheimsæskulýðs- samtök kommúnista, sem eru að falla að fótum fram. Um þessi atriði segir N. Mesyat- sev, ritari miðstjórnar Komsomol, æskulýðsfylkingar Sovétríkjanna í grein í málgagni fylkingarinnar „Komsomolskaya Pravda“ 14. ágúst 1958: „Sendinefnd okkar á Vínarmót inu verður að vera eins og lifandi sannfæring um þá sögulegu sigra, sem Sovétþjóðirnar hafa unnið um allan heiminn undir forystu Kommúnistaflokksins. Festivölin eru orðin merk venja. Þessi mót eru framlag til sam- einingar lýðræðissinnaðra krafta æskulýðs í kapítalistiskum lönd- um og nýlendum háðum þeim. Á hverju Festivali streyma ferskar milljónir æskumanna og kvenna frá öllum meginlöndum jarðarinnar inn í raðir WFDY og IUS“. Að Vínarmótinu loknu, voru kommúnistar enn á sömu skoðun um pólitíska tilganginn. Hinn 9. sept sl. ritar Popov, varaforseti rússnesku æskulýðssamtakanna í tímaritið Molodoi Kommúnist. (bls. 86) um Vínarmótið. „Maður gat varla haldið ró sinni vegna hinnar djúpu og einlægu virðingar, sem unga fólkið frá hinum ýmsu löndum sýndi V. I. LENIN, stofnanda flokks okkar og ríkis. Það var mjög algengt, að Festivalþátt- takendur kysstu merki með vangamynd LENINS, sem þeir höfðu þegið að gjöf frá Sovíet- þjóðunum, og báru það síðan í barmi sér, eins og helgan dóm. Óvinir Vínarmótsins gátu ekki rægt hinar kommúnistísku kenn ingar“. Ég spyr því enn, hverjir skyldu vera sannlegri heimild um tilgang og eðli mótanna, þeir sem skipu- leggja þau (sjá tilvitnanir) eða hér- Iendir kommúnistar, sem reyna að smala fólki í ferðir þessar, undir ýmsu yfirskini, til þess að reyna að efla fylgi sitt hér heima fyrir, til þess að hala út fé og til þess að geta grobbað af styrkleik sínum og mannafla við hina austrænu hús- bændur? J. R.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.