Morgunblaðið - 26.04.1960, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 26.04.1960, Blaðsíða 2
2 MORCVNBLAÐIÐ Þriðjudagur 26. apríl 1960 Fjöldi íslendinga í Honnover Hannover, Þýzkalandi, 25. apríl. Einkaskeyti til Mbl. í DAG var norrænn dagur á vörusýningunni miklu í Hannover og fluttu fulltrúar Norðurlandanna ávörp við það tækifæri. Fyrir íslands hönd töluðu viðskiptamála- ráðherra, Gylfi Þ. Gíslason, og Gunnar Guðjónsson, stór- kaupmaður, en auk þess tók Sveinn Valfells, forstjóri, þátt í umræðum. Yfir 70 íslenzkir verzlunar- menn hafa fengið aðgangskort að sýningunni hjá Ferðaskrifstof- unni einni. En nú eru meiri möguleikar til að koma á þessa sýningu og panta vörur en undan farið vegna nýlosaðra verzlunar- hafta. Á KORTINU liggja hitaskil yfir sunnanverðu íslandi. — Fyrir sunnan það var 7—10 stig á hádegi í gær, en fyrir norðan var hitastig um og víða undir frostmarki. Kald- ast var í Grímsey, 3 stiga frost, og 2 stiga frost í Kvíg- indisdal við Patreksfjörð. Veðurspáin kl. 10 í gærkv.: SV-land, Faxaflói, SV-mið og Faxaílóamið: NV-kaldi í nótt, en sunnangola á morg- un, rigning öðru hverju. Breiðaf jörður, Vestfirðir, Breiðafjarðarmið og Vest- fjarðamið: Hægviðri, víða skýjað. Norðurland til Austfjarða og norðurmið til Austfjarða- miða: Breytileg átt, viða snjó- koma í nótt, en léttir til á morgun. SA-land og suðausturmið: Vestankaidi, skýjað. 3000 ddu í jarðskjalfta Teheran, tran, 25. apríl. — (Reuter) — ÓTTAST er að um 3.000 manns hafi farizt, 3.000 særzt og 17.000 misst heimili sín í jarðskjálfta, sem lagði borg- ina Lar í suður íran í rúst, og olli mikilli eyðileggingu í borginni Garash. Hermenn og björgunarlið vinna sleitulaust að því að grafa fólk og lík úr rústun- um. Tveir snarpir jarðskjálfa- kippir gengu þarna yfir, og stendur ekki steinn yfir steini í Lar. ÉNN HAFA menn verið hand- teknir og ákærðir um innbrot í bíla. Hér er um að ræða tvo menn sem áður hafa lítt komið við sögu, í bókum lögreglunnar. Þeir hafa nú játað að hafa brotizt inn í 40 leigubíla, í ákveðnum til- gangi, Öll innbrotin hafa verið framin undanfarnar vikur. En um þver- bak keyrði aðfaranótt sumardags ins fyrsta. Þá nótt voru brotnir upp 23 leigubílar, á svæði, sem nær allt innan úr Kleppsholti og vestur á Seltjarnarnes og suður í Kópavog. Spurningunni um það hvers- vegna leigubílar hafa einungis orðið fyrir barðinu á þessum ná- ungum, var svarað af rannsókn- arlögreglunni á þá leið, að inn- brotin í bílanna hefðu verið. fram in í þeim tilgangi einum að leita að áfengi í þeim. Töldu menn þessir helzt von í flösku af áfengi í bílum, — ef brotnir væru upp leigubílar. Og þeir sögðu enn- fremur að við valið hefðu þeir haft til hliðsjónar hvort bíllinn væri þesslegur áð þar væri áfengi að hafa ! ! Afengisins neyttu þeir, — þó í rauninni aðeins annar þeirra, því sá er drykkfeldur maður, en fé- lagi hans bragðar hvorki vín né tóbak og hann spgizt hafa gefið sinn hluta af áfengin Sá sem hvorki reykir né bragð- ax áfengi á bíl þann er þeir not- MeSal þelrra sem fórust voru um 500 unglingar sem voru komnir saman í skóla- byggingu í Lar til að halda þar barnadags-hátíð. Stjórnin i íran hefur sent út hjálparbeiðni og útvarpið í Te- heran flutti ávarp til þjóðarinn- ar og bað um hverskonar að- stoð, jafnvel eina skyrtu, teppi eða nokkra aura. Biðar um hjálp Fylkisstjórinn, Nosrat Gharib, sendi símskeyti til höfuðborgar- innar og bað um að hersveitir yrðu sendar til að aðstoða við að grafa í rústunum. Gharib sagði að flestir þeíiTa, sem komust lif- andi út úr jarðskjálftanum, uðu í innbrotsleiðangrum sínum. Annar þeirra er tvítugur en hinn um þrítugt. Einkask. til Mbl. frá Þ. Th. Á SÍÐDEGISFUNDI á ráð- stefnunni í Genf í gær tók aðalfulltrúi Dana, Sörensen til máls og lýsti afstöðu Dana til tillagna er fram hafa komið og greidd hafa verið atkvæði um. Hann kvað það staðreyod að mikið hefði áunnizt á þessari ráð- stefnu þó enginn skyldi loka aug- um fyrir þeim ágreiningi sem ríkjandi væri varðandi um ýms mál hennar. Hann kvað það mesta árangur fundarins að tekizt hefði að sam- ræma sjónarmið Bandaríkjanna, Kanada og Bretlands. Sörensen sagði að danska sendi nefndin hefði komið til ráðstefn- unnar staðráðin í því að fylgja tillögu Kanada. En Sörensen sagði að dönsku fulltrúarnir hefðu hrifizt af þeim tilraunum, sem komu fram til sátta og lýsti yfir að þeir myndu styðja sam- eiginlega tillögu Bandaríkjanna og Kanada. Sörensen sagði að Danir vænx særðir, og bað hann um að send yrðu lyf, tjöld og teppi. Þeir, sem standa fyrir björg- unarstarfinu, telja að það muni taka um þrjár vikur að ná lík- unum upp úr rústunum. Sendiherrar Breta og Banda- ríkjanna í Teheran gengu í dag á fund utanríkisráðherra írans , og vottuðu samúð sína og buðu fram aðstoð. Aðalbækistöðvar Rauða kross- ins í Genf hafa tilkynnt að flestir hinna látnu hafi verið konur og böm, mennirnir hafi verið kommr til vinnu á ökrun- um. Borgin Lar stóð í fjalllendi í um 730 metra hæð, 885 kílómetra fyrir sunnan Teheran. *— Allt björgunarstarf torveldast mjög af því að flutningar til borgar- innar eru mjög erfiðir. Næsti flugvöllur er í 330 km fjarlægð og vegurinn þaðan slæmur. — Unnið er nú að því að gera bráðabirgðaflugvöll við borgina. Flugvélar hafa varpað niður vistum í fallhlífum, en Farah drottning hefur fyrirskipað að öll þau börn sem hafa misst for- eldra sína verði send til Teheran, þar sem rísisstofnanir munu taka þau að sér. hefðu greitt íslenzku tillög- unni um forréttindi strandrík- is utan 12 mílna atkvæði í nefnd. Nú teldu Danir hins vegar að tillaga Brasilíu, Kúbu og Uruguay væri betri, einkum vegna þess að hún væri skýrar orðuð. Sörensen vék næst máli sínu að ríkjum er ættu við sérstæðar aðstæður að búa. Kvað hann Dani gæta réttar Grænlendinga og Færeyinga. Sagði hann að fiskistofn við Grænland væri nægur fyrir íbúa þar. En Sörensen sagði að Danir hefðu ástæðu til að ætla að þeir gætH náð samn ingum við Breta um að aðeins 5 ára sögulegur réttur gilti við Færeyjar. Kvaðst þessi danski fulltrúi sérstaklega vilja þakka brezku sendinefndinni þann skilning er hún hefði sýnt varðandi þetta vandamál Dana og hversu reiðubúin hún hefði verið til þess að leysa vandann. — Ólafur Thors Framh. af bls. 1 langversta útkoman af ráð- stefnunni fyrir okkur. Þetta byggi ég á því, að sýni- legt er, að_ Bandaríkin og Kan- ada leggja höfuðáherzlu á að vinna menn til fylgis við þessa tillögu sína, og því miðúr eru ekki allir eins fastir fyrir og við íslendingar ' þessu efni, sem för- um okkar fram, hvað sem hver segir og miðum afstöðu okkar við það eitt sem við teljum ís- landi fyrir beztu. Viðhorfin breytast frá degi til dags Ég vil svo að lokum taka það fram, að þetta mál er samkvæmt verkaskiptingu stjórnarinnar fyrst og fremst í höndum ráð- herranna Bjarna Benediktssonar, sem fer með málefni varðandi verndun fiskimiða landgrunns- ins, og Guðmundar í. Guðmunds- sonar, sem kemur sem utanríkis- ráðherra fram gagnvart öðrum þjóðum í slíkum málum. Við þetta vil ég bæta því einu, að bæði hef ég verið þeim báð- um sammála ævinlega í þessu máli og auk þess njóta þeir fulls stuðnings aiirar ríkisstjórnarinn- ar í málinu. Þeir eru þessum hnútum kunnugastir og það eru mennimir á staðnum, þ. e. að segja í Genf, sem verða að taka ákvarðanirnar eftir því sem við- horfin breytast, ekki einasta frá degi til dags í þessu máli á ráð- stefnunni, heldur jafnvel frá klukkutíma til klukkutíma. Þegar Ólafur Thors, forsætis- ráðherra, hafði lokið máli sínu kvöddu þeir sér hljóðs Einar Ol- geirss'on og Eysteinn Jónsson, og fékk sá fyrrnefndi orðið á und- i an. Afstaða til tillögn Banda- ríkjanna og Kanada Einar Olgeirsson þakkaði Ólafi Thors fyrir skýrslu hans um mál ið, sem hann kvaðst ella mundu hafa spurzt fyrir um á fundinum. Sig langaði nú að auki til að vita, hvað ríkisstjórnin ætlaði að láta fulltrúa sína í Genf gera, ef breytingartillaga íslands yrði samþykkt? Við íslendingar hefðum ekki aðeins verið að berjast fyrir okk- ar eigin hagsmunum, heldur á- kveðnu „prinsippi", sem væri 12 mílna landhelgi. Því teldi hann rangt, að ísland skyldi hafa bor- ið fram breytingartillögu sína við tillögu Bandaríkjanna og Kanada og ennfremur teldi hann rangt, að greiða síðarnefndu tillögunni atkvæði, enda þótt breytingartil- lagan yrði samþykkt. Með tillögu flutningi sínum hefði ísland sett blett á heiður sinn sem forystu- ríkis margra þjóða heims í bar- áttunni fyrir 12 mílunum. Það mundi þó ofurlítið draga úr, ef lýst yrði yfir því, að ísland mundi undir engum kringumstæðum greiða atkvæði með tillögu Bandaríkjanna og Kanada, og vildi hann því spyrjast fyrir um, hvort ríkisstjórnin mundi vilja gefa slíka yfirlýsingu? Geysilegt tafl fram og aftur Eysteinn Jónsson kvað það augljóst, að geysilegt tafl fram og aftur hefði átt sér stað um tillögur á ráðstefnunni, og því væri óhugsandi fyrir þá, sem í fjarlægð sætu að setja sig inn í gang mála. Ágreiningur hefði nú sprottið um aðferðir á ráðstefn- unni. Stórar deilur á víxl um slíkt teldu Framsóknarmenn ó- heppilegar, enda engan veginn gefizt kostur á að kynnast þeim röksemdum, er lægju að baki af- stöðu einstakra nefndarmanna. Því væri rétt að sleppa deilum a.m.k. á þessu stigi málsins. Fyr- ir Framsóknarmönnum hefði það eitt vakað í þessu máli, að tryggja . íslendingum 12 mílna fiskveiði- lögsögu og sú væri enn stefna þeirra. Tveir hofðu brotizt inn / 40 leigubíla Danir þakklátir Fiskveiðilögsaga eða landhelgi Ólafur Thors, forsætisráðherra tók þvínæst aftur til máls og kvaðst vilja taka undir með Eysteini, að hér heima væri mjög erfið aðstaða til að dæma það, sem væri að gerast á ráðstefn- unni. Þeir ráðherrar, sem ytra væru ættu eðli málsins sam- kvæmt að kveða upp úr með af- stöðu til tillagna áráðstefnunni. En vegna fyrirspurnar Einars Ol- geirssonar vildi hann taka það fram, að bæði hann og þeir ráð- herrar aðrir, sem hér væru, teldu ekkert vit í að greiða atkvæði gegn tillögu, sem tryggði okkur 12 mílna fiskveiðilögsögu. „Ég hef ekkert umboð frá neinum í þessu þjóðfélagi, sagði forsætisráðherra „til þess að afsala íslandi 12 mílna fiskveiðilandhelgi, bara af því að einhver önnur þjóð fær ekki 12 mílna Iandhelgi. Ann- að er fátæka mannsins ein- asta lamb, þ.e. okkar fiskur, hitt er hápólitískt og hernað- arlegt mál“. Síðan sagði Ólafur Thors, að þó að Einar Olgeirsson hefði ein- hverja ákveðna samúð með ein- hverju ákveðnu stórveldi, mætti hann ekki líta á sig sem heims- foringja. Það væru hagsmunir íslands, sem íslenzka sendinefnd in í Genf væri send til að þjóna og það gerði hún. Hún hefði ákaf- lega sterk rök fyrir máli sínu, sem ekki væri heppilegt að tí- unda hér á opnum fundi, en nán- ari grein yrði gerð fyrir á lokuð- um fundi utanríkismálanefndar þingsins síðar um daginn. Mikið unnið fyrir málstað okkar í Genf hefðu allir sendinefndar menn okkar undanfarna daga verið meira og minna að reyna að ná í alla aðra fulltrúa á staðn- um, til þess að vinna máli okkar gagn. Hin daglegu viðtöl á bak við tjöldin væru hreint ekki þýð- ingarminnst. Það væru of stór orð hjá Einari Olgeirssyni, þegar hann segði, að það væri blettur á fslendingum, að hafa flutt breytingartillögu sína. Hann teldi það hins vegar hefði verið svik við íslenzku þjóð ina, ef hún hefði ekki verið flutt. Einar Olgeirsson tók þvínæst aftur til máls og mælti mjög á sömu lund og í fyrra sinnið. Taldi hann þessa síðustu afstöðu ís- lands misráðna og mundum við með henni fremur afsala okkur rétti en vinna. Óviss úrslit Þá spurðist Finnbogi Rútur Valdimarsson fyrir um það hvort forsætisráðherra gæti upplýst um afstöðu Bandaríkjanna til breyt- ingartillögu íslands. Svaraði Ól- afur Thors því til, að sér væri hún eigi kunn, enda allt í óvissu fram á síðustu stund um afstöðu mjög margra ríkja til einstakra tillagna. Sáralitlar líkur virtust hins vegar vera á því að íslenzka tillagan næði samþykki. Undir lokin mælti Ólafur Thors, forsætisráðherra, síðan m. a .svo: „Sterkustu rökin fyrir því að bera fram þessa tillögu, eru þess eðlis, að mér finnst réttara áð ræða þau eða skýra frá þeim á lokuðum fundi í utanríkismála- nefnd heldur en að vera að ræða það okkar á milli hérna. Því að þótt alþingismenn eigi auðvitað kröfu á að þeim sé fullur trúnað- ur sýndur, þá er þetta opinn fundur. Og ég kann ekki við að vera að leggja nein rök upp í hendur andstæðinga okkar í þessu máli“. Deilur skaðlegar Að síðustu ítrekaði forsætisráð herra þá skoðun sína, að deilur um málið væru til tjóns. — At- kvæðagreiðslur færu fram á morgun og hann kærði sig ekki um, að héðan hljómuðu neinar sundurþykkar raddir um málið. Því legði han meiri áherzlu á að koma engu illu af stað en hrekja það ,sem sér þætti rangt í mál- flutningi Einars og Finnboga Rúts, en margt af því byggðist I á misskilningi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.