Morgunblaðið - 26.04.1960, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 26.04.1960, Blaðsíða 12
12 MORGV1SRL4Ð1Ð Þriðjudagur 26. apríl 1960 Þriðjudagur 26. apríl 1960 TTtg.: H.f Arvakur Reykjavífc Framkvæmdastjóri: Sigfús Jónsson. Ritstjórar: Valtýr Stefánsson (ábm.) Sigurður Bjarnason frá Vigur. Matthías Johannessen. Lesbók: Arni Óla, sími 33045. Auglýsingar: Arni Garðar Kristinsson. Ritstjórn: Aðalstræti 6. Auglýsingar og afgreiðsla: Aðalstræti 6. Sími 22480. Asknftargjald kr. 45.00 á mánuði innanlands. 1 lausasölu kr. 3.00 eintakið. i ATKVÆÐA- GREIÐSLANÍGENF ¥ DAG er gert ráð fyrir að *■ lokaatkvæðagreiðsla fari fram á sjóréttarráðstefnunni í Genf. Enda þótt ráðstefnan hafi staðið a annan mánuð og miklar og langar umræður farið þar fram, er ennþá mikil óvissa á um það, hver úrslitin muni verða. Síðustu daga hafa líkurnar aukizt mjög fyrir því, að bræðingstillaga Kanada og Bandaríkjanna um 12 mílna fiskveiðilögsögu og 10 ára sögulegan rétt, geti fengið % hluta atkvæða. Ýms- ar þjóðir, sem lýst höfðu and- stöðu við hinn sögulega rétt, hafa á síðustu stundu gengið til liðs við bræðingstillöguna. Þegar bannig var komið, greip íslenzka sendinefndin til þess ráðs að flytja breyt- ingartillögu, við hana um að freista þess, að fá ákvæðið um hinn sógulega rétt numið brott úr tillogunpi, þegar um er að ræða þær þjóðir, sem lifa að langsamlega mestu leyti á fiskveiðum við strend- ur landa sinna. Tilraun, sem bar að gera Frá því hefur verið skýrt, síðast af forsætisráðherra í ræðu á Alþingi í gær, að mjög litlar líkur séu taldar til þess að breytingartillaga ís- lands nái samþykki. Engu að síður munu flestir vera sam- mála um það, að sendinefnd okkar hafi borið skylda til þess að gera þessa tilraun. Af hálfu íslands hefur verið lýst harðri andstöðu við hinn svokallaða sögulega rétt. — Einskis máíti því láta ófreist- að til þess að hindra sam- þykkt hans. Ýmislegt bendir líka til þess, að þó við fáum ekki þessa tillögu okkar sam- þykkta, þá muni hún samt hafa jákvæit gildi fyrir hinn íslenzka málstað. Allra úrræða freistað Það er vissulega rétt, sem Ólafur Thors, forsætisráð- herra, sagði í yfirlýsingu sinni á Alþingi í gær, að sendinefnd Islands og ríkis- stjórnin hafa miðað alla sína afstöðu við það, hvað íslandi sé fyrir beztu. Allra mögu- legra úrræða hefur verið freistað til þess að tryggja 12 mílna fiskveiðitakmörkin. í þeirri baráttu hefur mikið áunnizt, hver sem úrslitin verða í atkvæða- greiðsluuni í Genf í dag. „GRIMUMENN" FYRRA hluta síðustu aldar sló óhug á allan landslýð, þegar menn heyrðu um aðför grímuklæddra of- beldismanna að Kambi í Flóa. — Svslumanni Svein- björnssyni bótti nauðsynlegt að hafa hendur í hári grímu- manna, bæði til þess að rétt- arfarið í landinu biði ekki hnekki af næturheimsókn þeirra og einnig til að losa fólk við ótta og öryggisleysi. í miðri rannsókn málsins var leitað til eins mesta kven- skörungs á íslandi fyrr og síðar, Þuríðar formanns, og kom hún upp um ránsmenn, eins og þar væri að verki slyngasti tevnilögreglumaður. Fyrir aðild sína að Kambs- ránsmálinu hefur Þuríður formaður orðið einna fræg- ust og er þá mikið sagt. Það hefur ætíð þótt gott verk að korna upp um óbóta- merm, því Öryggisleysið hef- ur ekki þótt eftirsóknarvert. 1 nútímabjóðfélagi er allt gert til þess að réttarfarið í laridinu njóti sín, svo afbrota- mennix-nir geti ekki stundað iðju sína án þess að eiga ætíð á hættu að þeir verði staðnir að verki. Rannsóknarlögreglan í Reykjavík getur að vísu ekki státað af góðum starfsskilyrð- um, frekar en lögreglan al- mennt, og er það út af fyrir sig ærið umhugsunarefni. Samt hefur rannsóknarlög- reglan oft og einatt sýnt, að hún er starfi sínu vaxin, enda hefur hún á að skipa í liði sínu margt ágætra manna, sem hafa sýnt prýðishæfi- leika í starfi. Árangurinn hef- ur líka orðið sá, að lögreglan hefur oft svnt hvers hún er megnug og nú síðustu daga hefur henni tekizt að ljóstra upp um viðtæk þjófnaðar- mál og á hún lof skilið fyrir það. Afbrotamennirnir eiga að vita að upp um þá muni komast. Það er bezta vörn borgaranna gegn innbrotum grímumanna, hvernig svo sem þeir haga störfum sínum. Meðan rannsóknarlögreglan sýnir, að hún er ekki eftir- bátur Þuríðar formanns, eiga þeir ekki sjö dagana sæla í þessu landi. UTAN ÚR HEIMI _________________ý RÉTT fyrir miðnætti mið- vikudagmn 21. apríl sl. hófst vígsluhátíð Brasilíu, hinnar nýju höfuðborgar Brasilíuríkis. í þessari viku munu íbúar borgarinnar orðnir um 120 þúsund, en eftir nokkur ár um 700.000. Þar sem borgin stendur í rúmlega 1.000 metra hæð yfir sjávarmáli, var fyrir þremur árum afskekkt og einangruð skógi vaxin há- slétta, sem erfitt var að Kosníngaloforðið efnt Eftir margra ára deilur og umræður var hinni nýju höfuðborg valinn staður ár- ið 1955 og eitt af kosninga- loforðum Juscelinos Kubits- cheks, sem þá var kjörinn forseti, var að borgin skyldi ísa af grunni áður en hann léti af embætti forseta, en það gerir hann á næsta ári, því samkvæmt lögum má ekki endurkjósa hann. Samkeppni um uppdrætti Frá íbúðarhverfinu. komast að öðru vísi en á flugvélum. En vegna hæðar borgarinnar yfir sjávarmáli, er loftslagið þarna mjög þægilegt, meðalhitinn um 20 stig, sem er talsvert lægra en i Ríó, og rakinn er einnig miklu minni. bOI^TDVEIXO RI0&K4NCO SAOUJIS jJrnEEE7MA>ýý"^TA'LE2*‘ T / / c? iý° //•/304OPBSQA, ★ Hugmyndin um höfuð- borg inni í miðju landi er gömul, og var hún oft rædd í byrjun 19. aldarinnar og ætíð óðru hvoru síðan. Á síðustu árum hefur þessi hugmynd fengið enn meiri Afstöðumynd, er sýnir fjarlægðir til helztu borga Iandsins í kílómetrum. gegnum frumskóginn og yf- ir fenin, samtals yfir 8.000 kílómetra á lengd, til Ríó (940 km), Belem (1600 km), Sao Paulo (959 km), Forta- leza (1700 km) og víðar. Byggingarnar þjóta upp 1 febrúarmánuði sl. var svo komið að Brasilía var í beinu vegasambandi við flesta landshluta og vistirn- ar streymdu inn. Stórbyggingar þutu upp eins og gorkúlur. Tíu hæða ráðuneytisbyggingar full- gerðar á einum mánuði. íbúðasvæðunum er skipt í um eitt hundrað sjálfstæð hverfi, en í hverju þeirra eru 11 sex hæða blokkbygg- ingar, sem taka 2.500 til 3.000 íbúa, tveir skólar, tvær verzlanabyggingar og tvær ár sem þarna falla voru virkjaðar. íbúarnir streyma til borgarinnar Flutningar til nýju höfuð- borgarinnar fóru fram á láði og í lofti. 2.333 vöru- bifreiðir héldu uppi stanz- lausum ferðum frá Ríó, og voru ferðir á hálftíma fresti, en flugvélar lentu á flug- vellinum við Brasilíu á tveggja mínútna fresti. Samt sem áður munu flutn ingamir taka langan tíma, og margir opinberir starfs- menn hafa orðið að skilja fjölskyldur sínar eftir í Ríó. Kubitsehek hefur mætt talsverðri gagnrýni fyrir það hve hann hefur hraðað Niemeyer, var fenginn til að iikna helztu byggingarnar. Svo hófst smíðin. Stórfelld vegagerð Dómkirkja Brasilíu. þýðingu, m. a. vegna þess að að skipulagningu væntan- gamla höfuðborgin, Ríó de legrar höfuðborgar fór fram Janeiró hafði ekki land- árið 1957, og sigraði þar rými til frekari útþenslu og brasílski arkitektinn Lucio skorti bæði vatn og orkuver. Costa, en landi hans, Oscar Venjan hefur oftast verið sú að boigir rísa upp á um- ferðarstöðum, við vegi, járn- brautir eða góðar hafnir. En hér var ekkert slíkt fyrir hendi. Fyrst var þarna byggður flugvöllur og fóru allir flutningar fram í lofti fyrst í stað. Voru t. d. um 20 lendingar þar á dag að meðaltaii sl. ár. En jafn- framt voru um 50.000 verka- menn settir til þess að leggja vegi frá Brasilíu lítil kirkja. Allar aðalstjórnarbygging- arnar og um 3.500 íbúðir eru nú fuilgerðar. 42 ferkíló- metra stöðuvatn er að mynd ast yið borgina eftir að byggingu hinnar nýju borg- ar, án þess að hugsa um kostnaðinn, sem mun vera um 2,000 milljónir króna. En gagnrýnin er að víkja fyrir hreykni íbúanna. Þinghúsið og skrifstofur þingsins. Ein af smærri kirkjunum MORCV1SBLAÐ1Ð 13 Norrœn listamiðstcð í Gautaborgl — Gautaborg, apríl 1960. ÞESSI hugmynd, sem hér um ræðir á rætur sínar hér í Gautaborg, og hefur stuðzt við hefðbundið menningarlíf borgarinnar og staðsetningu hennar sem lifandi miðdepils milli hinna fimm höfuðborga N orðurlandanna. í mörg ár hafa listmálarar og myndhöggvarar þráð slík- an stað til funda, samræðna,- stað þar sem þeir geta haft sýningar á verkum sínum við viðráðanleg skilyrði, stað þar sem tækifæri gefast til sam- ræðna við útlenda samstarfs menn. í janúar 1958 sneru fulltrú- ar listamanna sér til bæjar- yfirvaldanna í Gautborg með ósk um þð að bærinn léti í té lóð fyrir fyrirhugaða lista- miðstöð. f marz var síðan stofnuð samvinnunefnd lista- manna í Gautaborg, þar sem sæti áttu fulltrúar listmálara, myndhöggvara ,arkitekta, tón listarmanna, leikara og skálda. Félagsskapur þessi, sem telur yfir 1000 meðlimi, hefur síðan unnið ötullega að málinu. Nú hefir verið opnuð sýn- ing á teikningum og modeli af þessu fyrirhugaða húsi. Teikningar eru gerðar af tveimur ungum arkitektum, þeim Hans Rehndal og Yngve Lundqvist undir handleiðslu prófessors Helge Zimdals við Chalmers Tækniháskólann í Gautaborg. Með þessu hefur hugmyndin fengið byr undir báða vængi og nú er bara beð- ið eftir svari frá bænum um lóðarréttindin. Húsið er teikn að á lóð gamla háskólans, sem er við aðalgötu bæjarins. Prófessor Zimdal segir að Líkan af fyrirhugaðri listahöll. h igmyndin sé að byggja rúm gott og heppilegt hús, þar sem frjáls list, tónlist og hið frjálsa orð fái tækifæri til að þróast í harmonisku samspili. Ætlunin er að stöðug listiðn- aðar- og myndlistarsýning verði í húsinu, völd af dóm- nefnd, se'm skipuð er af Norð urlöndunum fimm. Salir verða fyrir kammertónleika og stereofoniska tónleika. Sal- ir fyrir fyrirlestra og veiting- ar. Einnig verða nokkur fé- lagsherbergi. „Þetta á fyrst og fremst að vera lifandi hús, — hús fyrir unga áhugasama listamenn, þar sem vandamál- in eru rædd og gefa spegil- mynd af tímanum. Hér á að vera hægt að finna slagæð Norðurlanda og sjá andlit þeirra“. Hluti hússins eru 8 hæðir heilar. Þar verða staðsettir salir og húsrými til leigu, sem síðan eiga að bera hina fjár hagslegu byrði hússins. Til mála hefur komið hótel. Þau fyrirtæki, sem gefinn verður kostur á að leigja þetta hús- næði, eiga þó að hafa beint samband við aðra starfsemi hússins. Á þaki hússins verð- ur einsslags kúpa eða „starlite roof“ eins og arkitektar kalla það, þar áem möguleikar verða til tónleika og veitinga. Hinn hluti hússins er 3 hæðir og þar verða staðsettir sýn- ingarsalir og sölusalir fyrir myndlist og listmuni. Stærð þessara sala í heild verður 2400 fermetrar. Ætlunin er að reka miðstöðina með sænsku fjármagni, en hlut- verkið samt alnorrænt.. Vonandi líður þessi hug- mynd ekki út af á pappírnum. Mjög aðkallandi er að slíkt hús rísi af grunni, það eru all- ir listamenn sammála um. Og staðreyndin er sú, að enginn staður á Norðurlöndum mun heppilegri fyrir slíka miðstöð en einmitt Gautaborg, sem liggur eins og áður segir, sem miðdepill hinna fimm höfuð- borga Norðurlandanna. — G. Þór. Pálsson. Kristmann Guðmundsson skrifar um BÓKMENNTIR Vesturfararnir Eftir Vilhelm Moberg Jón Helgason þýddi Bókaútgáfan Norðri. ÞETTA er fyrsta bindið í hinni miklu vesturfarasögu Vilhelm Mobergs. Það er bók sem þegar hefur farið allmikla sigurför um hinn vestræna heim, beggja meg- in Atlantshafsins, þó að hún haíi raunar ekki fengið eintómt hrós hvarvetna. Hún hefur sína gaila, svo sem þann að vera nokkuð margorð, einnig er byggingin all- oft þunglamaleg, einkum framan af. Þetta er feikna mikið efni og höf. hefur bersýnilega átt í dálitlu bauki með að ýta pví af stað og safna því i einn farveg. Moberg er þó sannarlega enginn viðvaningur á skáldabrautinni, en stórskáld hefur hann raunar aldrei verið talinn, að minnsta kosti ekki utan föðurlands síns. Verk þetta er án efa það veiga- mesta sem komið hefur frá hans hendi, og það skipar honum fremst á skáldabekk. Þetta er vissulega veigamikið verk; styrkur höf. góðar persónu- lýsingar og það örlagaþrungna líf, er honum tekst að blása í nas- ir sköpunarverks síns. Aðalper- sónurnar, Karl Óskar og Kristin, eru báðar listasmíði, skýrt dregn- ar og djúpt og spaklega séðar. Eins er forsprakki Ákatrúarfólks- ins gerður af mikilli snilld. Inga Leria, konan hans, og skækjan ágæta, Úlrika frá Vestri-Tjörn- um eru og forláta vel gerðar per- sónur, en sama má segja um ýmsa fleiri, t.d. Lorenz skipstjóra. Þá eru umhverfislýsingar höf. af- bragð. Hann þekkir út í yztu æsar það sem hann er að lýsa, fátæku sveitabýlin og fólkið á þeim. Og honum tekst að sýna lesandanum svo berlega lífstragedíu þessa fólks, að því er ómögulegt að gleyma. Hver getur til dæmis nokkru sinni gleymt flökkubörn- unum, sem vafra hús úr húsi til þess að biðja um að fá að nasla bein og aðrar ruður sem búið er að kasta á sorphaugana. Þetta atriði er gert með slíkri meistara- þess að biðja um að fá að nafsla til að lyfta verki þessu á æðra svið skáldskapar. En það er fleira hér, t. d. er grautarþjófnaður Önnu litlu, elzta barns aðalper- sónanna, og dauði hennar, sem af því leiðir, gerður af óviðjafn- anlegri snilld, sem engan lætur ósnortinn. Svo eru vitanlega dældir á milli, eins og gerist, og óþarflega langorður þykir mér og reyndar fleirum þessi höf. — Hann teygir alloft lopann svo mjög, að lesandann langar til að fara að hlaupa yfir, en þess hátt- ar vinnubrögð eru ekki vinsæl nú á tímum. Það var allt öðruvísi á 19. öld, þegar tíminn var nógur til lesturs. En hvað um það, list höf. þessa er þeirrar artar, að maður telur ekki eftir sér að 1 borða nokkuð mikið af grautnum til þess að finna í honum möndl- urnar. Og þrátt fyrir nokkrar lægðir heldur frásögnin stöðugt áfram að rísa og ekki síst eftir að komið er um borð í Karlottu, en það er vesturfaraskipið. Það er auðvitað fúin og illa lyktandi lekadolla, eins og þau skip voru almennt fyrir og um aldamótin I síðustu, og umbúnaður fólksins um borð er hinn hroðalegasti, — eða svona álíka og hann var í lestum strandferðaskipanna ís- lenzku allt fram undir 1920. Þessi hluti bókarinnar heitir Bændur á hafinu, og er frá ýmsu sjónar- miði betur gerður en fyrri hlut- inn. Byggingin er miklu skárri, málalengingarnar naumast eins miklar, og þótt lopinn sé enn nokkuð teygður er hinn drama- tíska spenning þarna orðin svo mikil, að þess gætir minna en áð- ur. Höf. notar tækifærið og þol- reynir persónur sínar allt hvað af tekur í hörmungum ilirar að- búðar, sjóveiki, þorsta, og efna- skorts. Aldrei hefur Moberg náð‘ sér eins vel á strik og þarna, hvergi verið eins hreinskilinn og einlægur, og hvergi sýnt mannvit og sálfræðilega þekkingu. Þegar þessu langa og hörmulega ferða- lagi lýkur í höfninni í New York, samgleðjumst við ekki eingöngu farþegunum, sem loksins komast í land, heldur engu síður höf., sem eftir þetta afrek verður að telja meðal stærri skálda heimsins. Vilhelm Moberg veit hvað hann syngur þegar um er að ræða efni þessarar bókar. Afi hans og amma áttu sjö börn, og sex af þeim fóru vestur um haf, það er að segja öll nema móðir hans. Þegar hann var drengur voru ein- att lesin í návist hans bréf frá Ameríku, og sýndar myndir, sem þaðan komu, auk sænsk-ame- rískra blaða, sem vesturfararnir sendu heim. Sjálfur á hann rúm- lega hundrað frændur í Ameríku. Og hann er ekki einn um það, því talið er að fyrir hundrað árum eða svo hafi fjórði hluti allrar sænsku þjóðarinnar flutzt til Ameríku. Bókaútgáfan Norðri á þakkir skilið fyrir að koma þessu ágæta verki út á íslenzku. Einnig okk- ur hér á Islandi er málið skylt. Við höfum margan landann misst yfir hafið, bæði fyrr og síðar. Það er góðra gjalda vert þegar for- leggjarar okkar reyna til að flytja beztu verk heimsbókmennt anna yfir á íslenzka tungu og gera almenningi hér kleift að lesa þau. Bókin er smekklega út- gefin, án íburðar. Þýðingin er gerð á lifandi mál, en ekki hef ég borið hana saman við sænska frumtextann. Nokkuð hæpnar þykja mér íslenzkanir á sænsk- um staðarnöfnum, en vil þó ekki telja þær til skaða. Jafnframt sem ég læt í ljósi þakklátsemi mína fyrir þetta verk, vildi ég mega benda Norðra á annað önd- vegisverk sænskra bókmennta, eftir einn af beztu höf. Svía, sem hér er lítt kunnur: „Larz Hárd“ eftir Jan Friedegárd. Það verk hefur flest sér til ágætis, og einn- ig það að vera vel seljanlegt, en slíkt er ekki lítils vert fyrir is- lenzkan forleggjara að vita. 1 A 5000 ferðamenn í Hveragerði HVERAGERÐI, 22. apríl: — Hb* páskana var mikill straumur ferðamanna hér, flest Reykvik- ingar, sem notuðu páskafríið til þe'ss að skjótast upp í sveit. Margir komu við í gróðrastöðvun um hér og gizkað er á að um 5000 manns hafi komið í gróðrarstöð- ina Eden og álíka margir höfðu komið í stöð Páls Michelsen og f blómastöðina Garður. Svo mikill var bílaumferðin I Kömbum að líkast var og þegar Skálholtshátíðin var haldin sum- arið 1957.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.