Morgunblaðið - 26.04.1960, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 26.04.1960, Blaðsíða 16
16 MORCrwT 4niB 'fR ítnrfl 1960 Kvennadeild Slysavarna- félagsins i Reykjavík minnist 30 ára afmælis síns föstudaginn 29. apríl með borðhaldi í Sjálfstæðishúsinu og hefst kl. 6,30. Til skemmtunar: Kvennakórinn syngur, stjórnandi Her- bert Hriberschek, undirleikari Selma Gunnarsdóttir, einsöngur Kristinn Hallsson, undirleikari Fritz Weisshappel. — Félagskonur eru vinsamlegast beðn- ar að vitja aðgöngumiða sem fyrst í Verzlun Gunn- þórunnar Halldórsdóttur. — Uppl. í síma 14897 og 13491. m Skemmtinefndin. Þýzk húsgögn til sölu Svefnherbergishúsgögn úr mahogny, dagstofuhús- gögn, sófi, er getur verið svefnsófi, tveir stólar og sófaborð og borðstofuborð og sex stólar. Til sýnis og sölu í Sörlaskjóli 72, kl. 17,30 til 19 í kvöld. kemur víð í t>órshöfn, Færeyjum á leið frá Reykja- vík 7. maí tii Leith og Kaupmannahafnar. H.F. EIMSKIPAFÉLAG ISLANDS. SKÓGRÆGT RÍKISINS Verð á trjá|ilöntum vorið 1960 SKÓGARPLÖNTUR Birki 3/0 pr. 1000 stk. kr. 500,00 Birki 2/2 — — — — 1.000,00 Skógarfura 3/0 — — — — 500,00 Skógarfura 2/2 — — — — 800,00 Rauðgreni 2/2 — — — — 1.500,00 Blágreni 2/2 — — — — 1.500,00 Hvítgreni 2/2 — — — — 2.000,00 Sitkagreni 2/2 — —- — — 2.000,00 Sitkabastarður 2/2 — — — — 2.000,00 GARÐPLÖNTUR Birki, 50—75 cm pr. stk. kr. 15,00 Birki, undir 50 cm. — — — 10,00 Birki, í limgerði — — — 3,00 Reynir, yfir 75 cm — — — 25,00 Reynir, 50—75 cm — — — 15,00 Reynir, undir 50 cm — — — 10,00 Alaskaösp, 50—75 cm — — — 10,00 Alskaösp, yfir 75 cm — — — 15,00 Sitkagreni % — — — 15,00 Sitkagreni 2/2 — — — 10,00 Sitkabastarður 2/2 — — — 10,00 Hvítgreni 2/2 — — — 10,00 Blágreni % — — — 15,00 RUNNAR Þingvíðir pr. stk. kr. 5,00 Gulvíðir — — — 4,00 Sólber — — — 10,00 Ribs pr. stk. kr. 10,00—15,00 Ýmsir runnar — — — 10,00—20,00 Skriflegar pantanir sendist fyrir 15. maí 1960, Skógrækt ríkisins, Grettisgötu 8, eða skógarvörðunum, Daníel Krist jánssyni, Hreðavatni, Borgarfirði; Sig. Jónassyni, Lauga- brekku, Skagafirði; Ármanni Dalmannssyni, Akureyri, Isleifi Sumarliðasyni, Vöglum; Fnjóskadal; Sigurði Blön- dal, Hallormsstað og Garðari Jónssyni, Tumastöðum, Fljótshlíð. Skógræktarfélögin taka einnig á mótin pönt- unum og sjá flest fyrir dreifingu þeirra til einstaklinga á félagssvæðum sínum. Jónas Krist- jánsson læknir | MEÐ Jónasi Kristjánssyni lækni! er á brautu genginn einn af; merkustu og þjóðkunnustu mönn um þessa lands. Hann andaðist 3. þ. m. á nítugasta aldursári eft- ir óvenjulangan, afkastamikinn og gifturíkan vinnudag. ; Hér verður ekki rakinn ævi- ferill Jónasar Kristjánssonar því það verður gert af öðrum, heldur verða þetta aðeins örfá þakk- lætis- og kveðjuorð. Ég kynntist Jónasi Kristjáns- syni fyrst þegar hann var í Skaga firði, þar sem vaxandi orð fór af læknisverkum hans, dugnaði, manndómi og vinsældum. Alveg sérstaklega þótti Jónas góður skurðlæknir og var eftirsóttur til þeirra verka einnig af læknum í nálægum héruðum. Heyrt hef ég frá því sagt, að kona nokkur sem gekk undir uppskurð hjá honum hafi síðar þurft að leita læknishjálpar erlendis hjá fræg- um sérfræðingi. Kom læknirinn þá auga á ör mikið, er konan bar eftir aðgerð Jónasar. Surði læknirinn hana þá hvar og hver hefði framkvæmt þessa skurðað- gerð og dáðist mjög að því hve vel og haganlega hún hafði ver- ið framkvæmd. Auk læknisstarfsins lét Jónas Kristjánson ýms félags- og fram- faramál mikið til sín taka. Hann var einn af aðalhvatamönnum til stofnunar Framfarafélags Skaga fjarðar og hélt þar marga merka og fræðandi fyrirlestra um heil- brigðis- og skólamál, bættar sam- göngur og verzlunarmál og hvatti mjög til framfara á sem flestum sviðum. Jónas Kristjánsson naut ekki; aðeins vinsælda og trausts fyrir það hvað hann var mikilhæfur læknir, heldur líka fyrir það hve hann var skemmtilegur, góðvilj- aður og drenglundaður maður, ríkur af samúð og nærgætni við þá er áttu við erfiðleika að stríða. Ég man gjörla þegar sú frétt barst um Skagafjörð að Jónas Kristjánsson væri að sækja um Keflavíkurlæknishérað sem þá losnaðí. Það var síðla dags, að1 gest bar að garði foreldra minna. Til sýnis í dag sendi- ferðabílar Chevrolet 1957 1 tonns. Hærri og lengri gerðin. Keyrður 10 þúsund mílur, iítur út sem nýr. Ford 1955, hærri gerð, F 600, 6 cyl. — Lítið keyrður og í góðu standi. Skipti á ódýrari bíl koma til greina. Chevrolet hærri gerð ’53 í góðu standi. Fordson sendiferðabifreið 1946 í góðu standi Fordson pallbíll 1946 í góðu standi. — Höfum til sölu hlutabréf á sendibílastöð með stöðvarplássi. Verzlið þar sem úrvalið er mest og þjónustan bezt. Laugaveg 92 Símar 10650 og 13146 ,,/ Skálholti" „Leikhúsið varðveitir flestu betur það sem lífvænlegast er í menningararfi þjóð- anna. Má vera að einmitt þessi leikur Kambans verði fremur öðrum sem hann hef ur skrifað, það verkið, sem þjóðin tekur með sér inn i framtíðina, sem eina af sín- um eilifu minningum um líf og list liðinna kynslóða". — Þannig skrifar Kristján Al- bertsson, rithöiundur um hið stórbrotna verk Kamb- ans „f Skálholti“, sem sýnt er í Þjóðleikhúsinu um þess ar mundir. Myndin er af Val Gísla- syni, Ævari Kvaran og Helga Skúlasyni í hlutverk- um sinum. — Næsta sýning verður annað kvöld. Er hann hafði fengið sæti í bað- stofunni þar iem heimilisfólkið var samankomið skýrði hann frá fyrrnefndum tíðindum. Það var dauðaþögn í baðstofunni við þessa fregn og því líkast sem um slysfregn væri að ræða. Sk^g- firðingum varð blátt áfram bilt við að heyra, að læknirinn góði, mannvinurinn mikli, sem allir trúðu og treystu á væri að leita eftir starfi annars staðar. Jónas dró umsókn sína til baka og Skagfirðingar fengu gleði sína á ný. Heimili þeirra hjóna Jónasar og hans ágætu konu frú Hansínu Benediktsdóttur var með mikl- um glæsibrag og gestrisnin fram* úrskarandi. Þar var gott og eftir- sótt að koma. Hjónin hlý og skemmtileg og allur beini veitt- ur af .mikilli rausn. Þegar Jón- as flutti með fjölskyldu sína til Reykjavíkur órið 1938 kvöddu Skagfirðingar læknisfjöiskyld- una með veglegu og fjölmennu samsæti á Sauðárkróki. Þar, sem oftar kom greinilega fram hve vinsældir Jósasar og fjölskyld- unnar allrar voru miklar og inni- legar hjá Skagfirðingum og hvað þeir voru honum þakklátir fyrir öll störfin í Skagafirði. Þegar Jónas flutti til Reykjavíkur var hann orðinn 68 ára og búinn að ijúka miklu og erfiðu verki að gegna þreytandi læknisstörfum í 37 ár í víðlend- um og erfiðum læknishéruðum. Þrátt fyrir það voru starfskraftar hans óskertir og áhuginn fyr- ir heilbrigðismáium þjóðarinnar þrotlaus. Hann helgaði náttúru- lækningastefnunni þá óskipta krafta sina og vann ótrúlega mik ið verk á því sviði. Hann var faðir þessarar stefnu hér á landi og markaði hana skýrt og hik- laust. Hann hafði forustu um stofnun Náttúrulækningafélags íslands árið 1939 og var forseti þess til dauðadags. Kenning hans og náttúrulækn- ingastefna er fyrst og fremst fólg in í því að brýna fyrir fólki að lifa sem mest á náttúrulegri lif- andi jurtafæðu og á þann hátt koma í veg fyrir ýmsa þá svo- kölluðu menningarsjúkdóma sem svo mjög þjá mannkynið nú til dags og orsakast að meira eða minna leyti af röngum lifnaðar- háttum. Eitt af hans mestu áhugamál- um var að koma her upp nress- ingarhæli á vegum Náttúrulækn- ingafélags. Þessi stórhuga ósk hans rættist með byggingu Heilsuhælis Náttúrulækninga- félags íslands í Hveragerði, að- allega fyrir ötula forustu og dugnað Jónasar í þessu máli á- samt fórnarlund, því hann gaf allar sinar eignir til heilsuhælis- ins. Nú þegar Jónas Kristjánsson læknir er allur er margs að minn ast og mikið að þakka. Það var bæði lærdómsríkt og göfgandi að kynnast jafn stórbrotnum manni og mildum mannvini sem Jónas var. Ég þakka honum þá rót- grónu vináttu og tryggð, sem hann sýndi mér og fjölskyídu minni, ásamt öruggri læknis- hjálp þegar um það var að ræða. Saga vorrar þjóðar mun minn- ast Jónasar Kristjánssonar lækn- is, sem einna sinna mestu og beztu sona. Fjölskyldu hans votta ég sam- úð og bið hennar allrar blessun- ar. Pétur Gunnarsson. — ★ — „Mjög erumk tregt tungu að hræra” ÞESSI orð koma mér í hug er ég vil kveðja minn góða vin Jónas Kristjánsson iækni. Ég tel það mikið lán, að leiðir okkar skyldu liggja saman, og stend ég fyrir það í ómetanlegri þakkarskuld við forsjónina. Ég kynntist Jónasi lækni fyrst og íjölskyldu hans, nokkrum ár- um áður en hann flutist alkom- inn til Reykjavíkur. 1 Náttúrulækningafélagi ís- lands hefi ég starfað með honum síðan það var stofnað, og þar kynntist ég bezt hans mikla mannkærleika og áhuga fyrir heilbrigði og velferð almennings. Veglegan minnisvarða hefur hann reist sér með hæli Náttúru- lækningafélags Islands, sem hann helgaði sína óvenjulegu starfs- krafta, allt frá stofnun þess, og gaf þar til aleigu sína. Hefur það nú þegar orðið mörgum heilsu- lind og á vonandi eftir að verða til mikíllar blessunar, ef við sem eftir stöndum nú og starfað höf- um með honum, berum gæfu til að halda uppi því merki, sem hann reisti af svo mikilli djörf- ung og bjartsýni. Hugsjón hans var svo göfug og vilji hans svo sterkur, að það mætti verða okk- : i æfilöng hvatning til að standa fast íaman í fórnandi starfi, fyr- 'r félaga okkar Þegar okkar ágæti foringi er nú kvaddur til starfa í æðra heimi, vil ég gera hina fögru dánarkveðju þjóðskáldsins að minni kveðju: „Krjúptu að fótum friðarboðans fljúgðu á vængjum morgunroðans meira að starfa guðs um geim”. Arnheiður Jónsdóttir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.