Morgunblaðið - 26.04.1960, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 26.04.1960, Blaðsíða 8
8 MORGVNTIT AÐIÐ Þriðjudagur 26. apríl 1960 Sta rf sf ræðs I u d a g u r haldinn á Akranesi Mikill áhugi fyrir sjómennsku ANNAN Á PÁSKUM S.l. gekkst Rotary-klúbbur Akraness fyrir fyrsta starfsfræðsludegi, er haid inn hefur verið á Akranesi. Setningarathöfn fór fram í Barnaskóla Akraness kl. 2 um daginn með því að Ólafur Hauk- ur Árnason, skólastjóri Gagn- fræðaskólans, og Ólafur Gunn- arsson sálfræðingur, fluttu ávörp, eiv að því búnu hófst starfsfræðslan. 155 spurðu um sjómennsku. Eftirtektarvert er að af 223 Unglingum, sem sóttu starfs- fræðsluna, spurðu 155 um sjó- mennsku eða störf, sem tengd eru henni. Leiðbeint var í 80 starfsgrein- um og komu fram fyrirspurnir varðandi þær allar — þó ekki nærri jafn margar og sjómennsk- una. Aðeins 3 unglingar spurðu um myndlist og sömuleiðis þrír um tónlist. Af starfsgreinum kvenna var flugfreyjustarfið hæst með 60 fyrirspurnir, hjúkrun með 57, hár greiðsla með 49, kvenlögreglu- störf 34, húsmóðurstörf 33 og fóstrustörf 31 fyrirspurn. Þá spurðu drengirnir töluvert um ýmsar iðngreinar, t. d. spurðu 40 um húsgagnasmíði, 36 um bif- vélavirkjun, 35 um prentiðn, 27 um útvarpsvirkjun og 10 reynd- ust hafa áhuga fyrir blaða- mennsku. Kvikmyndir og vinnustaðir. Að loknum fyrirspurnum /oru sýndar þrjár fróðlegar kvikmynd ir úr atvinnulífinu: ein um fisk- veiðar og fiskverkun, erlend starfsíþróttamynd og amerísk mynd um húsbyggingu. Að síðustu var þátttakendum gefinn kostur á að skoða 5 vinnu- staði í bænum: Sementsverk- smiðjuna, Nótastöðina, Trésmíða verkstæði Guðmundar Magnús- sonar og Frystihús Haraldar Böðvarssonar. Starfsfræðsludeginum lauk kl. 7 um daginn — og er óhætt að segja að hann hafi tekizt vel og áhugi unglinganna mikill, sem m. a. sést af því, að tiltölulega fleiri sóttu starfsfræðsluna en annars staðar, þar sem hún hefur verið haldin. Felix Jónsson 65 ára HINN fjölmenni vinahópur Felixar Jónssonar yfirtollvarðar veit að hann er 65 ára í dag, en svo sannarlega er ekki hægt að sjá á honum að starfsdagur hans sé orðinn svo langur enda er starfsorka hans og hugur sem fimmtugs manns eða yngri. Felix á til þeirra að telja, sem lifa vel langan dag. Faðir hans var Jón Þórðarson, Baldursgötu 7, sem lézt i fyrra á 104. aldurs- ári og móðir hans Guðrún Sím- onardóttir, er lézt nokkrum mán- uðum síðar á tíræðisaldri. Það er ef til vill ekki tímabært að rekja ýtarlega í afmælisgrein störf og ævi Felixar, því enn eig- um við vonandi eftir að njóta lengi starfa hans í tollgæzlunni. Felix fæddist í Stóru-Hildisey í Landeyjum en fluttist með for- eldrum sínum að Núpum í Ölfusi, þar sem foreldrar hans bjuggu um þrjá tugi ára. Felix var á heimili foreldra sinna fram að tvítugu. Eins og títt var um unga menn á mót- unartíma hins nýja þjóðlífs leit- aði hugur hans til stærri verk- efna en sveitalífið í þá daga B 11 a s a I a n Klapparstíg 37. — Sími 19032. Mercury sjálfskiplur einkavagn, lítið ekinn, til sýnis og sölu í dag. B 11 a s a I a n Klapparstíg 37. — Sírni 19032. hafði upp á að bjóða. Sjó- mennskan var nærtækasta verk- efni fyrir unga og framsækna menn. Réðist Felix þá til frænda síns, Guðmundar Markússonar skipstjóra á Jóni forseta. í sigl- ingum komst Felix í snertingu við hinar stóru siglínga- og iðn- aðarþjóðir Breta og Þjóðverja, sem voru brautryðjendur á flest- um sviðum 1 tækni á sviði fisk- vinnslu. Af þeim var margt að læra fyrir Eslendinga. Það mun hafa ráðið mestu að Felix tók sér ferð á hendur til Skotlands og Þýzkalands, bæði til að læra hin alþjóðlegu tungumál og til að kynna ser starfsháttu þessara þjóða á sviði fiskiðnaðar, og þá sérstaklega meðferð og stjórn flatningsvéla, sem þá þóttu hin mesta nýluncia. Ferð þessa tókst Felix á hendur fyrir tilstilli Gísla J. Johnsen í Vestmanna- eyjum, sem jafnan var vakandi fyrir öllum nýjungum í fiskiðn- aði og útgerð, er að gagni máttu koma fyrir íslendinga. Lengst af hefur Felix starfað í Tollgæzlunni í Reykjavík, eða full 33 ár. Hann réðist þangað árið 1927 eða á þeim árum sem tollgæzlan var á mótunarstigi. Fyrstu 11 árin sem tollvörður, en sem yfirtollvörður frá árinu 1938. Ég tel það mikið happ fyrir toll- gæzluna að Felix Jónsson skyldi ráðast þangað á fyrstu árum þeirrar stofnunar og eiga drjúg- an þátt í að byggja upp starfið og móta það ásamt hinum fá- menna hópi, sem stofnunin hafði þá í þjónustu sinni. Með- fæddir hæfileikar Felixar, glæsi- mennska, fágun í allri fram- komu við irtvern sem í hlut á, samfara festu í skapgerð, hafa notið sín vel 1 starfinu. í hópi félaga er Felix hinn jákvæði, góðlyndi og glaðlyndi maður og eftir 33 ára samstarf er ánægju- legt að líta til baka yfir farinn veg og finna að þar hefur aldrei borið á skugga ósamlyndis eða missættis. Ég veit með vissu að svo mun veta um aðra starfs- félaga Felixar. Árið 1922 kvæntist Felix hinni ágætustu konu, Guðmundu Jó- hannsdóttur. Börn þeirra þrjú eru Svafa, Hanna Björg og Gylfi, öll búsett í Reykjavík. Heimili þeirra hjóna að Bald- ursgötu 7 er í samræmi við per- sónuleika beggja þeirra hjóna, alúðlegt og fágað. Að lokum vil ég óska Felix og fjölskyldu nans hamingju á af- mælisdeginum. Jónas Guðmundsson. Kramarhús DANSKI arkitektinn Verner Panton hefur teiknað þennan nýstárlega stól, sem hefur far- ið sigurför um alla Evrópu, og þær konur, sem vilja ekki eiga samskonar stóla og ná- granninn, keppast við að tryggja sér nokkur stykki í tíma. Það þótti nokkuð djarft af arkitekt, þegar hann bauð til sölu teikningar af þessari nýju hugmynd sinni, kramar- húsastólnum. Gerðirnar voru tvær, kramarhús með tveim vængjum eins og sést á með- fylgjandi mynd, og kramarhús með þrem vængjum, sem hef- ur meiri halla og er ætlaður sem hægindastóll og höfuðið látið hvíla á miðvængnum. Stóllinn er búinn til úr þunnri stálplötu, sem er snúin upp í kramarhús, með hringlagaðri stoppaðri setu. Stóllinn er stoppaður að innanverðu og klæddur utan með plastik- kenndu efni., Kramarhúsið stendur á jólatrésfæti úr ryð- fríu stáli, plastikpúðar eru á hverjum fæti, til varnar því að stóllinn skemmi gólf- dúk eða teppi. Snúningsás er á milli kramarhússins og fóts- ins, svo hægt er að snúa sér í hringi í stólnum. Framleiðandinn, Halling Koch lagði í það að hefja sölu á stólnum fyrir tæpu ári síð- an. Reiknaðist honum svo til, að 5 þúsund stólar þyrftu að seljast til að hagnaður yrði af framleiðslunni, en ekki leið á löngu áður en pantanir höfðu borizt fyrir 30 þúsundum stóla Og kramarhússtólar fóru að sjást á veitingahúsum og í skipum, á einkaheimilinu bæði sem borðstofustólar og hægindastólar, og nafnið Pant on og Pantons-stólar varð heimsfrægt. Og ekki sér fram leiðandmn eftir að hafa lagt út í að smíða stólana. Eftir honum er haft: — Listamenn hafa alltaf rétt fyrir sér. Hér eftir bý ég ekkert til nema það sem listamennirnir leggja til. F jallagrös HÚSMÓÐIR í bænum hefur sent lcvennaþættinum eftir- farandi bréf: — Það er þekkt staðreynd, að fjallagrös voru beztu fjör- efni forfeðra okkar, enda eig- um við ekki kost á hollari né betri mat. Þau eru hnossgæti. Fjallagrös eru auðug af mjölvi og mörgum bætiefnum og margir, sem veilir hafa ver ið í maga, þykjast hafa læknað sig að miklu leyti með fjalla- grösum. Fróðustu menn fullyrða og telja víst að í fjallagrösum sé meðal annars mikið af slímefn um, sem eru ákaflega mikils- verð fyrir starfsemi magans og meltingarfæranna. Það er enginn vafi á að slímið er mag anum vörn gegn kvillum og á- verkum, enda voru magasjúk dómar hér miklu sjaldgæfari áður fyrr. Þau eru áreiðanlega holl- asta fæða fyrir sóttveikt fólk, sem ekki þolir annan mat. Læt hér fylgja með nokkrar uppskriftir: Fjallagrasa-te 15 ,gr. fjallagrös, 6—8 boll- ar af sjóðandi vatni. Lagað eins og venjulegt te. Ketillinn hafður yfir gufu eða heitri plötu í 5—10 mín. Drukkið með mjólk eða rjómablöndu. Sykur eftir smekk. Fjallagrasa-mjólk 2 lítrar mjólk, 50 gr. fjalla- grös, ofurlítið salt. Grösin eru látin út í þegar mjólkin sýð- ur. Soðið í 5 mínútur. Gott er að setja ofurlítið af sykri I mjólkina. Fjallagrasa -grautur 2 lítrar mjólk, 50 gr. fjalla- grös, 70 gr. hafragrjón eða hrísgrjón, örlítið salt. Fjalla- grösin eru lögð í bleyti nætur- langt. Þegar mjólkin sýður eru þau ásamt grjónunum látin út í og hrært þar til sýður aftur, þá saltað. Soðin þar til grjónin verða glær (um það bil 20— 30 mín.). Grauturinn borðað- ur heitur eða kaldur með saft eða rjómablöndu. . ★ Kvennaþátturinn þakkar húsmóður prýðisgott og fróð- legt bréf. Það er vitað, að reyk vískar húsmæður búa yfir miklum fróðleik varðandi ým is heimilisstörf ,sem gaman og gagnlegt væri að fá hér í dálk ana, og ættu þær, sem vildu koma einhverju á framfæri, að senda kvennaþættinum línu. Desilítrar eða grömm I Rimla- skáphurðir LITLAR forstofur verða rúmbetri séu hafðar renni- hurðir á fataskápnum. Það eru til margar gerðir af rennihurðum, og hér sjáum við nýjustu hugmyndina — mjög fallega rimla-renni- hurð. Auk þess eru þær mjög hentugar, þar sem blautar yfirhafnir þorna fljótar í skápum með rimla hurð, svo ekki sé minnzt á það hve föt fara betur í skápum, þar sem ferskt loft leikur um þau. Hug- myndin er þýzk, úr blaðinu „Die Kunst und das schöne Heim“, en þar voru hurð- irnar búnar til úr þeim fal- lega við, mahogni, en vit- anlega er hægt að smiða þær úr ódýrari viði. ÞAÐ hefur oft verið kvartað yfir því að stundum sé til- greint desilítramál í uppskrift- um hér og stundum gramma- mál. Hér birtist listi yfir grömm og dl. og ættu hús- mæður að klippa listan út og stinga honum á vísan stað: 1 dl. hveiti ......... 50 gr. 1 dl. kartöflumjöl .. 70 gr. 1 dl. rasp ........... 50 gr. 1 dl. hafragrjón (smá) 35 gr. 1 dl. hrísgrjón ...... 80 gr. 1 dl. strásykur...... 90 gr. 1 dl. flórsykur...... 90 gr. 1 dl. möndlur ........ 50 gr. 1 dl. siróp ......... 130 gr. 1 dl. kakó ........... 40 gr. 1 dl. kókosmjöl .... 50 gr. 1 dl. rifinn ostur .... 50 gr. Hægt er að gera ráð fyrir að 4 eggjahvítur séu 1 dl.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.