Morgunblaðið - 26.04.1960, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 26.04.1960, Blaðsíða 11
Þriðjudagur 26. apríl 1960 MORGVNBLAÐIÐ 11 I Brœðrangur um búnaSarháskóla ÞANN 6. apríl sl. birtist grein í Mbl. eftir Stefán Aðalsteinsson, búnaðarkandídat og starfsmann Landbúnaðardeildar Atvinnu- deildarinnar, er hann nefnir „Búnaðarháskóli á Hvanneyri leysir ekki þörf íslenzks landbún aðar“. í>ar reynir greinarhöfund- ur að færa fram rök fyrir ,því, að landbúnaðarháskóli á Hvann- eyri muni ekki geta orðið fær um að veita verðandi starfsmönnum islenzks landbúnaðar nægilega staðgóða menntun til að taka að sér hin fjölþættu leiðbeininga- og rannsóknarstörf, og muni slíkt verða landbúnaðinum fjötur um fót. Ýmsar fullyrðingar greinarhöf- undar um þetta mikilvæga mái vöktu undrun mína, og vil ég hér leyfa mér að fjalla lítillega um nokkrar þeirra. Fyrst vil ég ]aó fyrir mína hönd og skólafélaga úr framhaldsdeild Hvanneyrarskóla þakka Stefáni Aðalsteinssyni fyrir þau viður- kenningarorð, sem hann hafði um mannkosti okkar og hæfileika. Flestum þykir lofið gott. Gamalt og göfugmannlegt máltæki segir þó, að svo megi einn lofa, að ekki sé annar lastaður, og hygg ég það sé einsdæmi, að nemendur eins skóla séu lofaðir á kostnað kenn- ara sinna og skólastofnunar. Les- enduf munu draga af þessum málarekstri sína dóma eftir efn- um og ástæðum. Menn spyrja: Hvers vegna var framhaldsdeild í búfræði ekki i upphafi (1947) sett á stofn við Landbúnaðardeildina í Reykja- vík eða við háskólann. Þá voru margir hinir sömu ágætu vísinda- menn þar starfandi og nú, sömu kennsluaðstæður og sömu söfn'. Furðulegt má heita, hve forráða- menn búnaðarmála hafa þá verið glámskyggnir á þarfir landbún- aðarins, er þeir létu stofna til þessarar nauðsynlegu kennslu á Hvanneyri Stefán telur kennsl- una á Hvanneyri mjög slæma, jafnvel þótt vísindamenn búnað- ardeildarinnar hafi að jafnaði kennt mikilvæg fog við deildina og verið þar aðal-pródómendur, sem höfðu auðvitað í hendi sinni að felia skussana, sem Stefán tel- ur í öðru orðinu hafi of margir flotið í gegn um prófin. Reyndin er nú sú, að í dag eru flestir þeir, sem um þessi mál hugsa, sammála um, að rétt hafi venð af stað farið árið 1947, og einnig eru menn sámmála um það, að styðja beri af öllum mætti framþróun þá, sem orðið hefur í framhaldsmenntun búfræðinga á Hvanneyri síðustu árin. Deildin hefur nú starfað í 12 ár og hefur vakið á sér vaxandi athygli, og segja má, að hún sé svo vel lif- andi, að hún eigi sér bæði vini og óvini. Allt, sem vel lifir, er um deilt, og framhaldsdeildin á Hvanneyri væri aum, ef Reykvík ingar kærðu sig ekki um að eign ast hana nú. Við mjög slæman húsakost og allan aðbúnað og knöpp peningaráð hefur fram haldsdeildin orðið að þeirri stofn un í höndum Hvanneyringa, sem aðrir nú girnast. Er ekkert nema gott um það að segja. Mikla furðu mína vöktu um- mæli Stefáns í nefndri grein um kennaraliðið við framhaidsdeild ina. fasta kennara og aðkomu- nrenn Hann segir: „Ekki mun þó of sagt, að allmikið skorti á, að kennslukraftar við framhalds- deildina séu eins góðir og æski- legt væri, og er vægast sagt frá- leitt, að frumvarpið skuii ekki gera strangari kröfur til xennava við hinn væntanlega búnaðarhá- skóla en gerðar hafa verið við framhaldsdeildina“. Má ekki í flestum tilvikum leggja fram þá spurningu, hvort kennarar séu rægilega færir og menntaðir til starfa sinna. Einn hefur það, sem annan vanhagar um. Nú er hitt þó staðreynd, að kennarar á Hvanneyri hafa mjög sams konar menntun og starfsmenn við bún- aðardeildina og Búnaðarfélag Is- | iands. Stefán mun því helzt hafa . það í huga, að til Hvanneyrar j hofi valizt tieggáfaðir menn, eða > máske eru þeir þessir „aukvis- j ar“, sem hann ræðir um á öðr- u:n stað í grein sinni. Oll þessi! ummæli greinarhöfundar verða j að dæmast af sama sálfræðilega toga spunninn og nágrannarígur, er birtist í þeim búningi, að einn gefur í skyn, hve miklu hann sé > fremri hinum. Kröfur þær til undirbúnings- menntunar til búnaðarháskóla í lagafrumvarpi því, sem liggur fyrir Alþingi, eru hinar sömu, sem norrænir búnaðarháskólar hafa sett sér eftir einnar aldar reynslu. Stefán vill gera stúdents próf að undantekningarlausu skilyrði. Er ekki hyggilegra fyrir okkur að fylgja dæmi reynslunn- ar í nágrannalöndunum? Stú- dentspróf er ekki skýlaus gæða- stimpill á menn, og benda má á, að flestir okkar merkustu bún- aðarfrömuðir hafa verið búnað- arkandídatar án stúdentsprófs og þó komið í hvívetna fram sem vel menntaðir og hæfir menn. 1 nefndu frumvarpi eru svipuð ákvæði um ráðningu kennara við búnaðarháskóla og nú eru i lög- um við Háskóla íslands, og verða skilyrði fyrir ráðningu sett fram í reglugerð. Hitt mun hæpið, að í lagagreinum sé unnt að tryggja það, að hæfustu menn séú ráðnir, því að úrslitavaldið í þeim efn- um er á valdi ráðherrans í hvert skipti. Frumvarp það, sem liggur fyrir Alþingi, um búnaðarháskoia mun verða til að hraða mjög þróun íslenzkra búvísinda og beztu menntun íslenzkra búfræðinga. Efling slíkrar innlendrar búvís- indastofnunar er sú lyftistöng, sem íslenzkan landbúnað vanhag ar nú mest um. Um þetta geta allir orðið sammála, og vonandi ber Alþingi það, sem nú situr, gæfu til að sigla málinu í örugga böfn. Deilur um málið eru eðli- legar og gagnlegar, en bezt fer á, að þær séu sem málefnalag- astar. Jcan de Fontenay. BÍL ASALINN við Vitatorg simi 12500 Fiat ’54, ’57, ’58, ’6Ó Taunus ’56, ’58, ’60 Zodiac ’55, ’58, ’60 Consul ’55, ’57 Volvo Station ’55 Opel Caravan ’55, ’56 BÍUSUIII við VitatOjLg. Sími 12-500 Trésmiðavélar nýjar til sölu. Þar í Steinberg (stærri) sambyggð með geir- neglingu c. fl. Húsnæði gæti fylgt. Þeir er áhuga hafa sendi blaðinu nafn sitt fyrir miðvikudag, merkt: „Tæki- færi — 3186“. Reglusamur eldri maður óskar að fá leigt herbergi, ekki í risi. Æskilegt að herbergið væri með inn- Þyggðum skápum. Er sjaldan í bænum. Tilboð merkt: „Sigl- ingar — 3182“ leggist inn á afgr. Mbl. fyrir 29. þ. m. Hinzta kveÖja j Við andlátsfregn Þórunnar Jónsdótt- ur, kaupkonu, Klapparstíg 40, Reykja- j Frá systur hennar í fjarlægri heims álfu. Ingibjörgu Jónsdóttur Guðmunds son. I dag kom skeyti gegnum geiminn sem gaf til kynna látið þitt. Viðkvæman snerti hugans heiminn, þá huggun kom með svarið sitt. A sömu stund mér sagt var þá: Þín systir lifir Guði hjá. Æ, — þá var hljótt og þögult inni er þungstíg fregn til hjartans gekk. Asökun fann í sál og sinni er samviskuna vakið fékk. Ei minnstu gleði gaf ég þér að gæta þess nú of seint er. Hún þakkar þeim í raun sem reyndust og réttu henni kærleiksyl. I hennar þögn þær gjafir geymdust sem góðum vinum heyrir til Það hulins mál sem orð ei á hér erfitt er að skýra frá. I gegnum margar þungar þrautir æ þinn lá ævivegurinn. Reynslan er hörð og brattar brautir sem breyta sorg í fögnuðinn. Þín hetjulund þig hærra bar hjálpræði Guðs hið innra var. Numið er burtu næturhúmið hinn nýi morgunn upprisinn. Sjá — eyðilegt er auða rúmið hér eftir lifir minningin. Að svæfli hneig þitt höfuð þreytt er hvíldin kom sem Guð fær veitt. Hann sem birtu andans breiðir blessaði yfir þína sál. Það er Guðs hönd sem þrautum eyðir og þína létti rauna skál. I botn þú tæmdir bikarinn sem blandaði föður forsjónin. Eg sé í anda Ijóssins Ijóma og líkfylgd þína álengdar og ódauðleikans elztu óma óbreytt er röddin allsstaðar. Gjöfin æðsta af Guði veitt gegnum dauðann er lífið leitt. Draumarnir þínir dýru rættust þig drottinn sá og tók þig heim Hjá honum síðar munum mætast Guðs miskunn stýrir vegi þeim. I sólarátt við seilumst hér sáluhlið andans trúin er. Sjá — stráin falla, blikna blómin að boði Guðs er nóttin hljóð. Mér finnst eg heyra engla óminn og upprisunnar morgun ljóð. „Eikin fölnuð“ eg sé í sýn þitt sálarinnar brúðkaupslín. Þinn brúðgumi er Ijósins ljómi sem leiðir þig í paradís. t»að skeður æ að drottins dómi dauðanum fylgir sigur vís. Astvinir kveðja ástvin sinn ofanað streymir huggunin. Herbergi óskasf Þrjár ungar stúlkur óska eftir einu stóru eða tveim sam- liggjandi herbergjum 14. maí, helzt nalægt Þverholti. Til- boð merkt: „Þrjár ungar — 3204“ sendist afgr. Mbl. fyrir 5. maí n. k. ■Oarnargötu 5. Sími 11144. Chevrolet ’47 Þarf sprautingar við. Fæst á kr. 25 þúsund. Opel Caravan ’55 Mjög góður. — Renault ’55 4ra manna Chevrolet vörubifreiðir, ’42, ’52, ’57 Fiat Station ’54, ’55, ’56, ’57, ’59 Skoda 1200 ’56 mjög góður. — Skipti á Volkswagen ’56—’60. Volkswagen ’55, ’56 Skipti á nýrri Volkswagen. Volvo Station ’55 Skipti á ódýrari koma til greina. Willy’s Station ’46, ’54 Tjarnargötu 5. Sími 11144 Catalogue of the Fiske Icelandic Collection in Cornell University Library, comp. by Halldór Hermannsson. Þessi eftirspurða bókaskrá kemur út í ljósprent- aðri útgáfu í sumar. Skráin er alls 1260 bls. í stóru kvartóbroti. Verð (ób.) kr. 890.10. Þeir sem vilja tryggja sér eintak af bókaskránni, geta pantað hana hjá okkur. Við útvegum ennfremur allar fáanlegar bækur, bæði erlendar og innlendar og sendum bækur hvert sem óskað er. Sníitbj ömlíóti5stm& Q>.h| ENGLISH B00KSH0P_ Hafnarstr. 9. Símarll936, 10103. „FENN ER" V - reimar Höfum ávallt fyrirliggjandi hinar viðurkendu sterku og endingarmiklu „FENNER“ kýlreymar Einnig reimskífur og flatar reimar. Vald Poulsen h.f. Klapparstíg 29 — Sími 13024 Auglýsing um umferð ■ Reykjavík Samkvæmt ályktun bæjarstjómar Reykjavíkur hefur verið ákveðinn aðalbrautarréttur á eftirtöldum göt- um og gatnamótum: 1. Sundlaugavegi. 2. Brúnavegi. 3. Grensásvegi. Aðalbrautarrétturinn gildir þó ekki gagnvart Suðurlandsbraut, Miklubraut og Bústaðavegi. 4. Lönghlíð. Þó ber umferð um Lönguhlíð að víkja fyrir umferð um Miklubraut og Eskitorg. 5. Nóatún. Þó ber umferð um Nóatún að víkja fyrir umferð um Laugaveg og Borgartún. 6. Suðurgötu. Aðalbrautarrétturinn gildir þó ekki gagnvart Melatorgi og Túngötu. 7. Hofsvallagötu. Aðalbrautarrétturinn gildir þó ekki gagnvart Ægissíðu, Hringbraut og Tún- götu. 8. Vegamótum Bústaðavegar, Klifvegar, Háa- leitisvegar og Mjóumýrarvegar, þannig að um- ferð frá framangreindum þvergötum Bústaða- vegar hafi biðskyldu gagnvart umferð um hann. 9. Vegamótum Tjarnargötu og Skothúsvegar, þannig að umferð um Tjarnargötu hafi bið- skyldu gagnvart umferð um Skothúsveg. 10. Vegamótum Laugarnesvegar og Sigtúns þannig að Sigtún hafi biðskyldu gagnvart Laugarnes- vegi. Athygli skal vakin á því, að vegir, sem að aðalbraut- um liggja, eru við vegamótin merktir biðskyldu- eða stöðvunarmerkjum. Það tilkynnist öllum ,sem hlut eiga að máli. Lögreglustjórinn í Reykjavík, 22. apríl 1960. Sigurjón Sigurðsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.