Morgunblaðið - 26.04.1960, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 26.04.1960, Blaðsíða 10
10 MORGVNBLAÐIÐ 'ÞTlxíii'lacrtir '’fi. apríl 1960 Sigurður A. Magnússon: Islenzk list í ÞEGAR Ragnar Jónsson for- stjóri Helgafells stakk upp á því að ég reyndi að koma upp sýningu á málverkaprentun- um Helgafells í Aþenu, fannst mér hugmyndin góð, en gerði mér alls enga grein fyrir erfið- leikunum sem undirbúningur slíkrar sýningar skapar. Það tók um mánaðartíma að koma sýningunni upp, og útheimti það endalaus hlaup og arga- þras í ráðUneytum, prent- smiðju, rammagerð o. s. frv. Skriffinnskan er óskapleg í Grikklandi, en endirinn varð samt sá að menntamálaráðu- neytið féllst á að standa að sýningunni og kosta hana, eft- xr að ég hafði útvegað með- mæiabréf frá sendiherra ís- lands í Grikklandi, Agnari Kl. Jónssyni. Með þessu móti var hægt að setja „opinberan stimpil “ á sýninguna op auð- veldaði það mjög afgreiðslu málsins Margir Grikkir hafa haft orð á því, hvílíkur ávinningur sé að málverkaprentunum sem þessum. Hér er með til- tölulega litlum kostnaði hægt að senda verk helztu lista- manna okkar heimsborga á milli og sýna þau mönnum, sem varla hafa heyrt nafn Is- lands nefnt fyrr. Það má hiklaust fullyrða að Ragnar Jónsson hefur unnið merkilegt brautryðjandastarf með mál- verkaprentunum sínum og lagt okkur upp í hendur ómet- anlegt tæki til landkynningar. Það er mál allra sem hafa séð sýninguna að prentun mál- verkanna sé ótrúlega góð. Einn daginn kom t.d. frægur listaverkasafnari og festi kaup á einu verki Kjarvals í þeirri trú sýnilega, að hér væri um frumverk að ræða En daginn eftir kom hann niðurlútur og játaði glappaskot sitt, kvaðst aðeins safna frumverkum og bað um að kaupunum yrði rift! Sýningin var opnuð föstu- dagskvöldið 8. apríl að við- stöddum 100 boðsgestum. Með al þeirra voru tveir skrifstofu- stjórar menntamálaráðuneyt- isins, nokkrir prófessorar lista háskólans og ýmsir þekktir listamenn. Aðalræðismaður íslands í Grikklandi, Maríos Pipinellis, setti sýninguna með stuttri ræðu þar sem hann gerði grein fyrir tildrögum sýningarinnar og sagði laus- lega frá hverjum listamanni, sem verk átti á sýningunni. Meðal annarra gesta má nefna þá John Adamis og Sótíríos Halíasas, sem eru mörgum ís- lendingum að góðu kunnir. Sýningin var haldin í „Par- nassos“, einni helztu menn- ingarmiðstöð Aþenu, þar sem daglega fara fram hljómleikar, fyrirlestrar og annað slíkt. 1 byggingunni eru þrír sýning- arsalir, og eru yfirleitt sýning ar í þeim öllum samtímis Þannig er jafnan fjölmennt á þessum stað, og naut íslenzka sýningin þess að sjálfsögðu, en hún hafði til umráða minnsta salinn, sem var satt að segja helzti þröngur fyrir hana, því á einum veggnum varð að hengja verkin í tvær raðir. Blöð og útvarp sögðu frá sýningunni og nokkrir list- gagnrýnendur skrifuðu um hana. Dómar þeirra voru á svipaða lund og viðbrögð á- horfenda, aðdáun og opinská undrun yfir því að litla ey- þjóðin í norðri skuli eiga þetta marga ágæta listamenn. Heild arsvipur sýningarinnar þótti mjög góður, þó verkin væru sundurleit. Hvert verk væri ósvikin list, og sýningin í heild gæfi mynd af blómlegri og frumlegri íslenzkri listsköpun, sem væri þjóðleg i eðli sínu en evrópsk í tækni sinni Sýningin gaf mér að sjálf- sögðu mörg kærkomin tilefni tii að segja sýningargestum frá landi og þjóð. Það er þakk iátt verk, því Grikkir eru sannast sagt óseðjandi í for- vitni sinni um þessa fjarlægu vinaþjóð, sem studdi þá svo drengilega í Kýpurmálinu Mörgum Grikkjum er það ógleymanlegt. Viðbrögð manna við hinum ýmsu verkum voru að sjálf- sögðu ólík og gaman að fylgj- ast með þeim. Yfirleitt eru Grikkir mjög andsnúnir af- strakt list, því klassíkin ríkir hér að heita má einvöld. En þó voru þeir ófáir sem létu í ljós aðdáun sína á „Leysingu“ Maríos Pipinellis, aðalræðismaður íslands í Grikklandi, setur sýninguna. Svavars Guðnasonar og „Af- strakt málverki" Þorvaldar Skúlasonar. Hins vegar kom einn daginn rússneskur ferða- mannahópur, og var hann al- gerlega samhuga í háværri fyrirlitningu sinni á „pírum- pári afstrakt-manna“. Mestum vinsældum meðal almennings fögnuðu „Fjalla- mjólk” Kjarvals, „Blóm“ Ásgríms og „Sumarnótt” Jóns Stefánssonar, en aðrir voru hrifnari af „Heklu” Þórarins Þorlákssonar, „Hornafirði“ Ásgríms, konumynd Gunn- laugs Blöndals og „Áningu" Kristjáns Davíðssonar. Annars er erfitt að segja um það með vissu, hvaða verk áttu almenn Greinarhöfundur ræðir vié fréttamann gríska útvarpsins þegar sýningin var opnuð. — astar vinsældir, því margii létu ósagt hvað þeim bjó í brjósti Listamönnum varð tíð ræddast um myndir Kjarvals, Gunnlaugs Schevings, Þorvald ar Skúlasonar, Jóns Engilberts Kristjáns Davíðssonar, Svav- ars Guðnasonar og Muggs. Ljósmyndin af höggmynd As- mundar Sveinssonar vakti einróma aðdáun allra, þó þetta fagra listaverk lúti ekki lög- málum hinnar klassísku grísku höggmyndalistar. Sýningin á málverkaprent- unum Helgafells var fyrsta kynning á íslenzkri list í Grikklandi, og mun óhætt að fullyrða að hún vakti óskipta athygli allra sem sáu hana. Létu margir Grikkir í ljós ósk ir um að með þessari sýningu væri hafið nánara menningar- samband þessara tveggja út- varða Evrópu, og væri ekki fjarstætt að íslendingar reyndu nú að koma upp sýn- ingu á grískri nútímalist. Báð- ar þjóðirnar mundu vafalaust græða á slíkum samskiptum. Xslenzkar bókmenntir eiga Grikklandi mikið að þakka, því með þýðingu Sveinbjarnar Egilssonar á kviðum Hómers urðu í rauninni kaflaskipti í bókmenntum Islendinga. Með þessari sýningu má. kannski segja að við höfum greitt örlítið brot af skuld okk ar við Grikki, en næst þyrft- um við að senda myndarlega sýningu af frumverkum ís- lenzkra listamanna hingað suður, og yrði henni áreiðan- iega tekið tveim höndum. Sýningunni í „Parnassos" lauk þriðjudaginn 19. apríl, og höfðu þá tæpar 20 myndir selzt. WMAA l> 0 *,.*■■* & 9 * * * * 0 + jT skrifar um: KVIKMYNDIR * HAFNÁRBÍÓ: Lífsblekking MYND þessi er bandarísk og tek- in í litum. Er myndin byggð á skáldsögu eftir Fannie Hurst, er margir hér munu kannast við því að sagan birtist í fyrra í danska blaðinu „Hjemmet" undir nafn- inu „Lad andre kun dömme“. í myndinni er tekið til með- ferðar vandamál, sem við hér þekkjum ekki nema af afspurn. Ung telpa, hörundsbjört en þó dóttir svartrar konu finnur sárt til uppruna síns og gengur það svo langt að hún leggur þunga fæð á móður sína, enda þótt henni þyki vænt um hana innst inni fyrir. Veldur þetta þeim báðum, móður og dóttur, sárra þjáninga og innri baráttu, sem verður að átakanlegum og hrif- andi harmleik. En hérna á líka ung, hvít telpa sín vandamál. Móðir hennar fómar öllu fyrir frama sinn á leiksviðinu og van- rækir að ýmsu leyti dóttur sína enda þótt hún unni henni. Leik- konan er umsetin af aðdáendum, en heldur þó tryggð við fornan vin sinn og þennan vin biður hún að gæta dóttur sinar meðan hún er fjarvistum í leikferð. Hin unga telpa verður ástfangin af þessum manni og þegar hún eitt sinn sér hann og móður sína kyssast verð ur hin viðkvæma barnssál henn- ar fyrir þungu áfalli. Móðirin kemst að því hversu ástatt er um dóttur sína og verða með þeim áhrifamikil reikningsskil. — Hér hefur verið farið fljótt yfir sögu, en það skal sagt afdráttarlaust, að mynd þessi er frábærlega vel gerð og afburðavel leikin, ein- hver sú áhrifamesta mynd sem ég hef séð um langt skeið. Aðal- hlutverkin leika Lana Turner, er fer með hlutverk leikkonunnar, Juanita Moore, sem leikur blökkukonuna, Susan Kohner, sem leikur dóttur hennar og síð- ast en ekki sízt hin upprennandi kvikmyndastjarna Sandra Dee, sem leikur Susie dóttur leikkon- unnar. Er leikúr ungu telpnanna beggja afbragðs góður. Þessa mynd ættu sem flestir að sjá. Hún er vissulega þess virði. GAMLA BÍÓ: Hjá fínu fólki ÞETTA er bandarísk gaman- mynd með söngvutn og hljóð- færaleik, enda koma þar fram ágætustu listamenn Bandaríkj- anna á þessu sviði svo sem Louis Armstrong og hljómsveit hans og Bing Crosby og Frank Sinatra, en tónlistin er eftir Cole Porter. Á þessu sést að hér hefur ekki ver- ið valið í hlutverk af verri end- anum og svo má bæta því við að Grace Kelly, með sinn mikla yndisþokka leikur aðalhlutverk- ið. Hún er þarna ung og glæsileg kona, sem hefur skilið við eigin- mann sinn (Bing Crosby) og er nú í þann veginn að giftast aftur. Brúðkaupið stendur alveg fyrir dyrum, brúðargjafirnar streyma inn og það gera veizlugestirnir líka. En meðal þeirra eru tveir illa séðir gestir, hálfgerðar boð- flennur, en það eru þau Liz Ombrie, blaðaljósmyndari (Cel- este Holm) og Mike Connor (Frank Sinatra) frá tímaritinu „Njósnarinn". Hér verður ekki frá því sagt hversu þessu íburðarmikla brúð- kaupi lauk, en það var með nokkr um öðrum hætti en til var ætlazt í upphafi. Mynd þessi er bráðskemmtileg, ytri búnaður hennar mjög glæsi- legur og leikurinn prýðilegur. Finnskur styrkur til háskólanáms FINNSK stjórnarvöld hafa ákveð ið að veita íslendingi styrk að fjárhæð 350.000 finnsk mörk til háskólanáms eða rannsóknar- starfa í Finnlandi skólaárið 1960 —1961. Styrkþegi skal dveljast eigi skemur en átta mánuði í Finn- landi, þar af minnst fjóra mán- uði við nám eða vísindastörf við háskóla, en kennsla í finnskum háskólum hefst um miðjan sept- embermánuð ár hvert. Umsóknir um styrkinn sendist menntamálaráðuneytinu fyrir 20. maí nk. og fylgi staðfest afrit prófskirteina, svo og meðmæli, ef til eru. Umsóknareyðublöð fást í ráðuneytinu og hjá sendi- ráðum fslands erlendis. (Frá Menntamálaráðuneytinu)

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.