Morgunblaðið - 26.04.1960, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 26.04.1960, Blaðsíða 22
22 MORCUNTíT4T)1Ð Þriðjudagur 26. apríl 1960 Landsliðið vantaði menn en bursfaði ,,pressuliðið44 HANDKNATTLEIKSKEPPNI pressunar og landsliðsins er fram fór að Hálogalandi á sunnu daginn var bæði skemmtileg og vel leikinn. Landsliðið fór með sigur af hólmi í báðum leikjun- um. En það vann karlaleikinn 31:22 og kvennaleikinn 15:9. Kvennaleikurinn Landsliðið náði strax frum- kvæðinu í leiknum og skoraði Perla strax í byrjun vö mörk og hélzt sá munur nær allan hálf- leikinn, en í leikhléi stóðu leikar 6:5 fyrir landsliðið. Sylvía jafnaði fyrir pressuna á fyrstu mín .síðari hálfleiksins, en landsliðsdömurnar tóku brátt leikinn í sínar hendur og var mun urinn mestur er leikar stóðu 15:7, en tvö síðustu mörkin skorar pressan svo úrslitin verða 15:9 landsliðinu í vil. Það var skemmtilegt á að horfa, hve sterkustu einstakling- éir félaganna, — Sigríður Lúthers dóttir Á, Gerða Jónsdóttir KR og Sigríður Sigurðardóttir Val, féllu vel saman í landsliðinu, og ber leikur alk liðsins göggan vott um að stúlkurnar eru í mikilli fram för. Rut Guðmundsdóttir Á átti góðan leik í markinu og varði oft snilldarlega. Pressan féll ekki eins vel sam- an og búast hefði mátt við og leikur hennar því ekki eins sterk ur og jákvæður og vonir stóðu til, enda var sigur landsliðsins aldrei í hættu. — Karlaleikurinn Eftir leik karlaliðanna má segja að pressan hafi verið hepp- in að í iandsliðið vantaði, Ragn- ar Jónsson FH, Guðjón Jónsson Fram og Hjalta Einarsson FH, en varamenn þeirra léku í stað- inn. Leikurinn var fjörugur, hrað- ur og skemmtilegur frá byrjun til enda. Fyrri hálfleikurinn var mjög jafn og staðan í hálfleik 14:11 fyrir landsliðið. í síðari hálfleik byrjaði lands- liðið á því að skora 5 mörk áður en pressan fékk við nokkuð ráð- ið, og náði hún sér ekki eftir það, þó liðið sýndi oft góða leik- kafla og raunin væri sú að fal- legustu mörkin voru skoruð af mönnum pressunnar. Það var eins í þessum flokki og hjá kvenfólkinu að landsliðið féll mun betur saman. Var gam- an til þess að vita að menn, sem í bæjarkeppninni Rvík—Hafnar- fj. höfðu þjarmað hver að öðrum, léku nú saman eins og þeir hefðu aldrei þekkt annað, enda vann liðið yfirburðasigur 31:22. í landsliðinu átti Sólmundur beztan og glæsilegastan leik og gekk oft göldrum næst hvernig honum tókst að verja. Pétur Ant- onsson FH, átti einnig framúr- skarandi leik svo og Reynir, Ein- ar og Karl. í pressuliðinu stóðu ungu mennirnir sig mun betur en hin- ir eldri og reyndari, og náði lið- ið skemmtilegustum og hröðust- um leik er léttari mennirnir voru inn á. Kristján, Stefán og Örn eru allir mjög eftirtektarverðir leik- menn. Matthías og Hermann áttu báðir góðan leik og hefði verið gaman að sjá Pétur Sigurðsson með þeim ,en hann var forfallað- ur og lék Örn í hans stað. Hilmar Hörður og Halldór eru alltaf Keflavík sigradi , DRENGJAHLAUP Ármanns % fór fram á sunnudaginn, en 1 það fer árlega fram fyrsta r' sunnudag í sumri. Að þessu 1 sinni tóku 24 drengir þátt í j hlaupinu. Sigurvegari varð Agnar J. Leví, KR er hljóp vegalengdina á 6.03.9 mín. ' Annar varð Helgi Hólm, ÍR á ' 6.05.8 mín og þriðji Hólmbert g Friðjónsson, ÍBK á 6.07.0 mín. Drengjahlaupið er jafn- framt sveitakeppni og stig reiknuð 3ja og 5 manna sveit- um. Keflvíkingarnir unnu báðar sveitakeppnirnar. Þriggja manna sveit ÍBK hlaut 15 stig, en 5 manna sveit in 20 stig. í 3ja manna keppninni varð UMSK önnur, ÍR þriðja og Ármann fjórða. — Ármann varð nr. 2 í 5 manna sveita keppninni. Myndin sýnir sigurvegara ÍBK í sveitakeppnum Drengja hlaupsins. Hólmbert Friðjóns- son er í miðri fremri röð, en hann varð þriðji í hlaupinu. Hólmbert Friðjónsson er kunn ur knattspyrnumaður þótt ungur sé, og á laugardaginn var hann með landsliðinu á æfingu á Akranesi. 0 traustir leikmenn ,en oft hafa þeir leikið betur en í þessum leik sama má segja um mark- mennina Guðjón og Skúla. Á réttrileið Þessir leikir sýndu ótvirætt að HSÍ hefir farið inn á rétta braut að velja jafn marga til lands liðsæfinganna og raun ber vitni. Með því hefir skapazt meiri breidd í landsliðinu og styrkur liðanna mun meiri en áður hefir verið. — Á.Á. Kristján Stefánsson (FH) ver skot frá Cunnlaugi Hjálmars- syni (ÍR). Sigurlína Bjórngvinsdóttir, FH, skorar fyrir pressuna. — Hinar stúlkurnar á myndinni eru „stjörnurnar“ Gerða Jónsdótt- irir, KR, og Sigríður Lúthers- dóttir, Á. aftur BANDARÍSKI hástökkvar- arinn John Thomas keppti fyrir Boston háiskóla á íþróttamóti, sem haldið var sl. laugardag í Hanover, N. H. Tomas vann keppn- ina og bætti N.C.A.A. metið með því að jafna það ameríska metinu 2,17 m. Fram tapaði fyrir Þrótti 2.0 Framarar léku 10 síðari hálfleikinn FRAM og Þróttur kepptu annan leikinn í Reykjavíkurmótinu á sunnudaginn. Þau óvæntu úrslit urðu að 2. deildarliðið Þróttur vann leikinn, 2:2. — Einn leikmaður Fram, Guðmundur Óskarsson, meiddist í byrjun síðara hálfleiks, svo að Fram lék með 10 mönn- um eftir það, en að því undanteknu voru úrslit leiksins ekki nein slysaúi'slit, því Þróttur átti frumkvæðið meginnluta leiksins. Q Ekki dæmi um góða æfingu Af vorleik að vera má ef til vill segja að félögin hafi sloppið nokkuð vel frá leiknum. En þeg- ar haft er í huga að knattspyrnu- menn hafa látið í það skína að þeir hafi æft vel í vor, þá er varla hægt að hrósa þessum leik. Hraði var lítill og leikurinn yfirleitt fjörlítill og fór fram að mestu um miðbik vallarins. Mark tækifæri voru sára fá. 01 Níu srunda ferð á 2 tíma æfingu — og allir komu ánægðir heim HEIMTUR voru frekar góðar, er landsliðsþjálfarinn lagði með menn sína af stað upp á Akranes á laugardaginn, þegar haft er í huga, að liðsmönnum Fram var gefið frí vegna leiksins við Þrótt á sunnudaginn og einnig að nokkrir af hinum „útvöldu“ hafa tilkynnt að þeir sjái sér ekki fært að vera með í æfingunum að sinni þ. á m. Árni Njálsson, Helgi Jónsson, Gunnar Guðnason, Þórð ur Jónsson og Ríkarður Jónsson, sem er veikur. Landsliðsnefndin hefir reynt að bæta fjarvistir þessara manna og annarra sem boða forföll, með því að gefa öðrum tækifæri til að æfa með landsliðinu. í för- inni upp á Skaga voru t. d. Kefl- víkingarnir, Högni Gunnlaugsson og Hólmbert Friðjónsson, en alls voru 10 menn í förinni. Æfingin á Akranesi tókst all- vel. Akurnesingarnir Sveinn, Kristinn, Ingvar og Helgi voru allir ínættir og auk þess með liðs- auka, svo fært væri að skipa full lið. Að æfingijnni lokinni fengu menn sér bað í íþróttahúsinu og nokkrir fóru í Sundlaugina, sem er í næsta húsi. Áður en lagt var af stað frá Akranesi þágu ferðalangarnir hinar rausnarlegustu veitingar á hinu vistlega og fagra heimili þeirra Lárusar Árnasonar, lands liðsnefndarmanns og konu hans Helenar Halldórsdóttur. í bæinn var komið aftur kl. 10 e. h. og voru menn kátir og hressir eftir vel heppnaða og skemmtilega ferð. Burleson 3:58,6 // í mílu 44 Á FRJÁLSÍÞRÓTTAMÓTI, sem haldiö var i borginni Eugene í Oregonfylki, Bandaríkjunum, hljóp háskólanemandinn Dyrol Burleson míluhlaupið á 3.58.6 mín., en það er betri tími, en nokkur Ameríkumaður hefir náð til þessa. Áður hafði Don Bowden nem- andi við Kaliformuháskólann átt bezta tímann 3.58.7 mín., en þeim árangri náði hann í júní 1957 á móti í Stockton Kaiiforníu. Ástralíumaðurinn Herbert Ell- iott, sem á heimsmetið í mílu- hlaupi, 3.54.0 mín, keppti í maí 1958 á frjálsíþróttamóti 1 Los Angeles og hljóp þá míluna á 3.57.8 mín., en það er bezti tími, sem náðst hefir í Bandaríkjunum í þessu erfiða hlaupi. Q Misnotuð marktækifæri Þegar á 1. mín. sköpuðu Þi’óttarar sér tvö marktækifæri, sem þeir misnotuðu Og ef Fram hefði t.d. skorað úr tækifærinu, sem þeir fengu á 10. mín, þá er óvíst hvernig leikurinn hefði farið. En þá var Fram í upp- hlaupi og Baldur með knöttinn út á hægri kanti. Baldur sendir inn í vítateig til Daníels og Daní- é’. áfram til Grétars og skapar Grétari eitt bezta tækifærið í leiknum til að skora úr, en Grét- ar skaut fast og fljótfærnislega og smaug knötturinn við hægri stöngina utanverða. Fram fékk aftur tækifæri á 37. mín. — Daníel fær þá sendan knöttinn inn í vítateiginn hjá Þrótti. Daníel grípur vel inn í sendinguna og spyrnir föstu skoti að marki Þi’óttar, en knötturinn lendir í hliðarstönginni og hrekk- ur út aftur og fyrir fætur Dani- e)s, — en þá hittir Daniel ekki knöttinn og þar með var það marktækifæri úr sögunni. Q 10 Framarar A fyrstu mín. síðari hálfleiks lendir Guðmundur Oskarsson saman við varnarmann Þróttar, með þeim afleiðingum að Guð- mundur var borinn út af vellin- um og fluttur á Slysavarðstofuna, þar sem settar voru klemmur í augnabrún hans er skorizt hafði við höggið. Það gefur að skilja að liðsmátt- ur Fram veiktizt nokkuð er þexr voru orðnir aðeins 10 á vellinum, en þó hefði maður ætlað að geta þeirra væri meiri, en fram kom í leik þeirra Framh. á bls. 23 4. flokks mót í handknattleik FRAM og Vkingur munu standa fyrir handknattleikskeppni, sem haldin verður að Hálogalandi 3. maí n k. fyrir 4. aldursflokk karla. Þetta er í fyrsta sinn sem stofnað er til slíkrar keppni og_ verður aðgangur ókeypis. Þátt- töku tilkynningar eiga að sendast Sigurði Bjarnasyni, Fossvogs- bletti 5, Reykjavík.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.