Morgunblaðið - 26.04.1960, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 26.04.1960, Blaðsíða 3
Þriðjudagur 26. apríl 1960 MORCUNfíJ4fílÐ 3 JJ Maöurveröur HORNAFJÖRÐUR er eitt þrifalegasta kauptún þessa lands. Ferðalangur sagði eitt smn, að það væri eins og guð almáttugur hefði sópað þar allt umhverfið með kústinum sínum og á leiðinni til himna aftur, hefði hann skilið hvítu svuntuna sína eftir, þar sem nú er Vatnajökull og þvotta- tuskuna á himinum — sem er hiim frægi Hofnaf.iarðarmáni. Þessu trúir auðvitað enginn maður, en það verður að segj- ast manninum til hróss, að hann var frumlegur. ★ Höfn í Hornafirði telur nú milli 6 og 7 hundruð manns, og nálægir hreppar eru nokkuð íjölmennir, einkum Nesja- hreppur, sem er næstur. Ferða menn, innlendir og erlendir, heimsækja gjarnan þennan stað, enda er staðurinn róm- aður fyrir fegurð, einkum þykir mörgum útsýnið af Almannaskarði guðdómlegt. Þrátt fyrir allt þetta verður maður dálítið hissa, þegar mað ur rekst á Hornfirðing á nýj- asta módeli af Ford Galaxie fólksbifreið — og ætlar að ger ast leigubílstjóri heima á Hornafirði. ★ Hann heitir Jón Sigurðsson, en vill ekki segja hvað hann er gamall. — Dugði ekki ómerkilegri bíll en þetta? — Nei, mig hefur alltaf lang að til að eiga eitthvað fallegt. — Attu ekki fallega konu? — Það er ekki hægt að eiga bæði falleg'an bíl og fallega konu, það er of dýrt. — Ertu þá ógiftur? — Já. — Hvað kostar svona bíll? — Hundrað og áttatíu þús- und út á atvinnuleyfi, annars á fjórða hundrað þúsund. Þá sér maður, að þetta er ódýrara en nokkur kona og talar ekki meira um það. — Attirðu fyrir bílnum? — Nei, ég fékk smálán hjá næsta manni. — Hvað mikið? — Mátulega mikið. Jæja, hvað hefur þú starfað heima á Hornafirði? — Ég hef verið vörubílstjóri og verkamaður samhliða. — Þú hlýtur að hafa þénað vel. Ég hef aðallega þénað á vörubílúnum, sérstaklega í sambandi við framkvæmdir Kanans á Stokksnesi. — Hvað eru margir Kanar þar? — Þeir munu vera m;lli hundrað og hundrað og fjöru- tíu, en þeir halda sig mest út af fyrir sig — mega ekki einu sinni koma á dansleiki og Jón Sigurðsson og Ilornafjörður iraniundan. vörubíl að gera, svo ég vendi mínu kvæði í kross og keypti 26 manna bíl til hópferða norð ur í land og víðar. Svo seldi ég hann hæstbjóðanda og fór til Reykjavíkur og keypti þar fólksbíl til að verá eitthvað á hjólum áfram. Seldi hann svo aftur í janúar síðastliðnum — auðvitað líka hæstbjóðanda. Og nú er ég kominn til að taka á móti þeim dýra. — Heldurðu að það verði ekki flaggað, þegar þú kemur akandi til Hofnafjarðar i allri þinni dýrð? maður að hirða um sig. Svo bezt bjargar verður sjálfan maður öðrum, að maður bjargi sjálfum sér. — Ég býst annars við, að það verði nóg fyrir okkur báða að gera — en ekki að jafnaði. Þá fer hann til sjós yfir veturinn. Það er auðvitað mikið að gera yfir sumarið Aðallega er það unga fólkið, sem er að skemmta sér og fer í næstu sveitir og jafnvel sýslur. Þá er líka mikið að gera í sam- bandi við flugið, Margir far- þegar þurfa að komast áfram, að vera á hjólum” Rætt við leiguhilstjóra á Hornafirði skemmtanir heimafólksins. Það fer kannski lika bezt á því. Ég ætla ekki að dæma það. — Er ekki öllum fram- kvæmdum lokið á Stokksnesi núna? .— Jú. — Þá hefur atvinna minnk- að. — Já, eftir það var lítið með — Uss, nei, þeir eiga þar nokkra fyrir af sextíu módel- inu — svo fer ég ekki heim fyrr en í júní og þá verða þeir areiðanlega orðnir fleiri. — Þú missir þá af „bísness” þangað til. — Maður er alltaf að missa af „bísness". — Verður þetta eini leigu- bíllinn á Hornafirði? — Nei, það er einn fyrir, sem bróðir minn á. — Þú ætlar þá að hefja sam keppni við bróður þinn, er það ekki ókristilegt — með tromp- in á hendinni? — Þetta er ágætur bíll, sem hann á — auk þess hef ég hvergi séð það í biblíunni, að Kristur hafi bannað mönnum að bjarga sér. Hann vildi að maður bjargaði öðrum og þá Nýi bíllinn bíður þess þol- inmóður að komast til Hornafjarðar. til Djúpavogs, Alftafjarðar og jafnvel austur í Hérað, Eg hef t. d. áður farið í ,,túra“ á alla Austfirðina. Svo þurfa kaup- staðarbúar alltaf á svona bíl að halda í lengri og skemmri ferðir. Þeir eru ekki allir komnir á hjól ennþá. — Eiga þeir ekki reiðhjól? — Það er lítið um reiðhjól. Það er helzt ég, sem sést á slíku farartæki Maður sparar með því benzín. — Er mikið um félagslíf þarna? — Bara Ungmennafélagið og Slysavarnadeildin. — Ekki kvenfélag. — Jú, að ógleymdu Kven- félaginu. — Hvenær heldurðu að þú verðir búinn að vinna upp bíl- inn? — Mig dreymir ekki um það og verð kannski búinn að selja hann áður — hæstbjóðanda. Kjartan Thors sjötugur í dag — Semja ekki Frh. af bls. 1. díska tillagan hefði nokkrar von- ir um að fást samþykkt. SÉRSTAÐA ÍSLANDS Utanríkisráðherra, Guðmund- ur f. Guðmundsson, talaði fyrir seinni tillögu íslands og sagði að fsland hefði fyrst stutt kanadísku tillöguna en ekki væri mögulegt að tíu ára sögulegur réttur gilti vegna sérstakrar aðstöðu íslands, sem væri yfirgnæfandi háð fisk- veiðum. Ástæða fyrir útvíkkun landhelgi íslendinga væri sú að reynsla okkar sýndi að fiskistofn inum væri hætta búin, og af þessum aðgerðum hafa aðrar þjóðir jafnt hag og íslendingar. Atkvæði í heildarnefnd hafi sýnt almennan skilning nefndarinnar á sérstöðu fslands og að þar geti ekki gilt neinar almennar reglur. VANTAR LÖGIN TIL AÐ DÆMA EFTIR Þá svaraði Guðmundur f. Guð- mundsson tilboði Hare um að leggja deiluna um tíu ára frest undir hlutlausan dóm og sagði að þetta væri ein aðferð Breta til að skjóta sér undan því að ráðstefnan tæki ákvörðun. Áð- ur en hlutlaus dómur getur gef- ið úrskurð, verður lagaregla að vera til, til að dæma eftir. En það er einmitt hlutverk þessarar ráð stefnu og tilþess höfum við verið að sú setning í bandarísk-kana- hér. Þá sagði utanríkisráðherra disku tillögunni að ríki mættu gera sérsanjninga, leysti ekki vanda íslands. Þess vegna væri sett fram tillaga íslands við eina setningu um að söguleg réttindi gildi ekki gagnvart löndum sem yfirgnæfandi væru háð fiskveið- um. Tók ráðherrann skýrt fram að íslendingar semja ekkert við Breta um takmörkun sögulegra réttinda og að ísland teldi fráleitt að leggja málið undir hlutlausan dóm. í ræðu sem Dean, fulltrúi Bandaríkjanna flutti í kvöld, sagði hann: „Ég vona að þið greiðið atkvæði með bandarísk- kanadísku tillögunni og tillögum Brasilíu og Etiopíu. Ég vona að þið fellið tillögu íslands um sér- stöðu, tillögu Perú, tillögu tíu ríkjanna og íslenzku tillöguna um niðurfellingu sögulegra rétt- inda. f DAG er Kjartan Thors, formað- ur Vinnuveitendasambands ís- lands, sjötugur. Kjartan hefur verið formaður sambandsins frá stofnun þess og notið mikils og verðskuldaðs trausts í starfi sínu enda átti hann mestan þátt í því að leiða þennan þjóðnýta félags- skap gegnum brim og boða byrj- unaráranna. Þá hefur Kjartan Thors verið einn af aðalforvígismönnum ís- lenzkra útvegsmanna og hefur lífsstarf hans í hálfa öld verið nátengt sjávarútveginum. Hann var stofnandi elzta vinnuveitenda félags íslands, Félags íslenzkra botnvörpuskipaeigenda og for- maður þess á þriðja tug ára. Þá var hann einnig fyrsti formaður Landssambands íslenzkra útvegs manna og hefur auk þessa gegnt mörgum öðrum trúnaðarstörfum. Kjartan Thors hefur ætíð not- ið mikilla vinsælda í starfi sínu, enda sanngjarn maður og alúð- legur í viðmóti og hefur það ekki sízt komið í ljós þegar hann hefur verið málamiðlari í átökum milli atvinnustéttanna. Kjartan Thors dvelst í dag á Palace Hotel í Milano. Hvað mein x Hermann og Lúðvík? Það hefur vakið almenna furðtt hér heima, að þeir Hermann Jón- asson og Lúðvík Jósefsson hafa rofið þá einingu, sem ríkt hefur um landhelgismálið og skorið sig út úr þegar sendinefnd okkar í Genf varð að taka örlagaríka ákvörðun. Á það hefur verið bent hér í blaðinu, að sendinefnd okk- ar bar að gera tilraun til þess að fá ákvæðið um sögulega réttinn numið úr kanadisk-bandarísku tillögunni. Fulltrúar okkar hafa marglýst því yfir, að íslendingar séu andvígir því ákvæði og muni ekki sætta sig við það. Þegar auð sætt var orðið sl. föstudag að breytingartillögur mundu verða fluttar við tillögu Kanadamanna og Bandaríkjamanna, hlaut ís- lenzka nefndin þess vegna að freista þess að koma þeirri breyt- ingartillögu fram, að hinn sögu- legi óréttur væri numinn úr til- lögunni. Hagsmunir Rússa Það er vissulega erfitt að sjá, hvað þeir Hermann og Lúðvík meina með því að snúast gegn slíkri breytingartillögu af hálfu hinnar íslenzku sendinefndar. Það þarf ef til vill ekki lengi að leita að ástæðu Lúðvíks fyrir þessari ráðabreytni. Kommúnist- ar hafa löngum sýnt það að þeir láta sig meira skipta hagsmuni Rússa um 12 mílna landhelgi en hagsmuni islendinga um 12 mílna fiskiveiðitakmörk. Nokk- uð vandséðara er, hvað fyrir Hermanni Jónassyni vakir, sem varla verður ætlað að telja sér bera sérstaka skyldu til þess að ganga erinda Rússa, enda þótt hann vilji hafa sem nánast sam- band og samvinnu við kommún- ista hér heima. Reynt að trygg ja 12 mílna fiskveiðitakmörk Alþýðublaðið ræðir þessi mál sl. sunnudag í forystugrein sinni og kemst þá m. a. að orði á þessa leið: „Meiri hluti íslenzku sendi. nefndarinnar gerir nú með sam- þykki ríkisstjórnarinnar það sem sjálfsagt er: hann reynir að tryggja íslendingum 12 mílna fiskveiðilandhelgi, hvað sem það kostar. Það er sýnilega með öllu vonlaust að almenn regla verði samþykkt, er tryggi þetta. Virð- ist þá sjálfsagt í lok ráðstefnunn. ar að reyna að fá samþykkt und- anþáguatkvæði fyrir þjóðir, sem lifa að mestu á fiskveiðum. Til hvers höfum við bent svo mjög á sérstöðu okkar, ef ekki til að fá sérstök ákvæði vegna hennar, ef almenn ákvæði duga ekki til? Lúðvík og Hermann eru á ann arri skoðun. Þeir vilja ekki reyna að bjarga 12 mílna fiskveiðiland- relgi íslands á síðustu dögum ráð stefnunnar. Þeir vilja að ísland taki skilyrðislaust afstöðu með Rússum, Aröbum og fleiri þjóð- um, sem eru að berjast fyrir allt öðru en við. Lúðvík og Hermann vilja heldur falla með Rússum en vinna þann sigur að alþjóð- leg ráðstefna viðurkenni sérstöðu Islands og 12 mílna fiskveiðitak- mörk okkar verði tryggð“. Þetta sagði Alþýðublaðið á sunnudaginn. Að lokum er að eins ástæða til þess að bæta þvi við, að því miður eru horfurnar á því að íslenzka breytingartil- lagan verði samþykkt ekki góðar. Má einnig vel vera, að aðstaða íslenzku sendinefndarinnar sé nokkru veikari vegna þess að hún stendur ekki öll að baki breytingartillögunni. En það breytir ekki þeirri staðreynd, að þessi breytingartillaga var siálf- sögð og eðlileg.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.