Morgunblaðið - 26.04.1960, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 26.04.1960, Blaðsíða 6
6 MORCVNBLAÐIÐ Þriðjudagur 26. apríl 1960 Piltur hrennist er neyharblys sprakk KLUKKAN rúmlega 8 í gær- kvöldi lenti sjúkraflugvél Björns Pálssonar hér á Heykjavíkur flugvelli og var í sjúkrakörfu hennar ungur piltur norðan af Ströndum, Sveinbjörn Svein- björnsson, frá Stóru-Ávík. Hann hafði slasazt í andliti er hylki, sem hann far.n rekið í fjörunni sprakk í andiit honum. Á flug- vellinum beið sjúkrabifreið og var pilturinn fluttur í Lands- spítalann. Fréttaritari Mbl. að Finnboga- stöðum á Stróndum símaði blað- inu um þetta slys í gær: Síðdegis á sunnudaginn hafði Sveinbjörn, sem er 15 ára að aldri, farið með félaga sínum, Guðmundi Jónssyni (14 ára) frá Litlu-Ávík á rekafjörur. í leið- angri þessum höfðu þeir fundið rautt hylki, sem var alveg ný- rekið. Þeir tóku það upp og hugðust opna það. Þetta var járnhylki, rauð plasthúð utan um það, og a því var lok. Svein- björn hugðist reyna að opna þetta lok og þá var það, sem ó- happið vildi til, því hylkið sprakk í höndum hans, en við sprenginguna brenndist hann í andliti og á enni, og gat hann ekki opnað augun Hann tók brátt að bólgna mjög í andliti. Hann hafði ætlað að draga úr sviðanum með köldu vatni, er. er hann strauk hendinni yfir ennið, fór skinnið af Bogi Melsted, læknir á Djúpu- vík, var kallaður, og kom hann heim að Stóru-Ávík kl. 10 á sunnudagskvöld. Taldi læknir- inn rétt að drengurinn kæmist í sjúkrahús í hendur augnlækna, og var því ákveðið að leita til Björns Pálssonar flugmanns um að flytja Sveinbjörn suður. í morgun (mánudag) klukkan rúmlega hálfellefu lagði Björn Pálsson af stað í flugvél sinni. Var hann mjög óheppinn með flugveður vegna þoku og mikill- ar snjókomu. 1 nokkur hundruð metra skyggni lenti hann á Garðamelum í Kolbeinsstaða- hreppi. Og eftir nokkra viðdvöl þar hélt hann förinni áfram, en varð enn að ienda vegna dimm- viðris, að Tindum í Geiradal. Hér lenti Björn svo heilu og höldnu kl. 4 í gærdag. Pilturinn var fluttur á traktor að flugvélinni. Um skeið var tvísýnt um það hvort Björn myndi komast héðan með pilt- inn. Snjókoma var á Akureyri og mjög iágskýjað í Reykjavík. Klukkan var 5 þegar Bjöm renndi til flugs og tók stefnu á Reykjavík. Hann hafði viðkomu í Stykkishóimi, þar sem flugvél- Huiidruð manna og hesta við Hlégarð MIKIÐ fjölmenni var að Hlé- garði í Mosfellssveit á sunnu- daginn. Gizkað er á að þangað hafi komið alls um 300 manns. Þessi mikli mannsöfnuður stóð í sambandi við fjölmenna hóp- reið Fáksfélaga úr Reykjavík. Höfðu 160 Fáksfélagar komið, en til móts við þá að Hlégarði komu allmargir hestamenn úr sveit- inni, svo og af Kjalamesi og úr Kjós. Allur hópurinn reið í hlað um klukkan 3,30. Þá stóð rjúkandi kaffi á borðum í Hlégarði og borpin svignuðu undan heima- bökuðum icökum húsmæðra í sveitinni, pví hér voru konur í Kvenfélagi Lágafellssóknar að verki. Meðan hestamennirnir sátu að kaffidrykkjunni töldu menn 300 hesta við Hlégarð. En það /ar fleira sem dró fólkið í sveitinni og víðar að, því kvenfélagsKonur efndu til baz- ars. Seldist þar hvert tangur og tetur, aðallega prjónles, heima- vinna kvenfé'agskvenna, en ágóð inn rennur til félagsstarfsins. in lenti á aihvítri jörð. Læknir- inn þar hafði borið smyrsl á andlit og enm piltsins. Til Reykjavíkur kom Bjöm Pálsson kl. rúmlega 8 í gær- kvöldi og hafði þá verið 9)4 klst. í sjúkraflugi þessu, en í venjulegu veðri hefði hann komizt þetta á 3 klst. Sérfræðingar í Landsspítalan- um munu að sjálfsögðu rann- saka Sveinbjörn, en fyrsta athug un lækna a augum hans þykja benda til þe;.s að þau muni ekki vera alvarlega sködduð. Menn hafa verið að velta því fyrir sér hvers konar hylki það hafi verið, sem pilturnir fundu. Er helzt ha.xast að þeirri skoðun að þetta haíi verið neyðarblys. Frum- sýning NÝTT leikhús frumsýnir í kvöld í Framsóknarhúsinu gamanleikinn „Astir í sótt- kví“ eftir Harold Brooke og Kay Banrierman. Leikstjori er Flosi Ólafs- son, en leikendur Elín Ingvarsdóttir, Nína Sveins- dóttir, Jón Kjartansson, Baldur Hólmgeirsson og Jakob Möller. Nýtt xeikhús sýndi sl. haust og vetur söngleikinn^ „Rjúkandi ráð“ við ágæta aðsókn, bæði í Framsókn- arhúsinu og í Austurbæjar- bíói. Sýningar voru milli 50 og 30. „Ástir í sóttkví“ er að sögn leikstjórans skopleik- ur (farsi) um hlaupabólu- faraldur í frönsku Ölpun- um, ástir og afbrýði. Meðfylgjandi mynd sýn- ir leikstjórann á æfingu. Rannsóknarnetnd kosin á bœjarstjóra Akraness ÞAÐ er talið fullvíst að bæjar- stjórinn á Akranesi, Daníel Ágústínusson, hafi svikið vist- fólk á Elliheimilinu þar, um lögboðið framlag bæjarsjóðs um uppbót á ellilífeyri samkvæmt lögum um Almannatryggingar frá 1956. Ég undirritaður er fjárhalds- maður gamallar ekkju, sem nú um tíma hefur verið til vistar á Elliheimilinu á Akranesi. Með tilliti til þess, kallaði bæjarstjór- inn mig á sinn fund þann 19. febr. sl. og krafðist þéss, að ég gerði skil á viðskiptaskuld skjól- stæðings míns, sem ég og gerði. Við nánari athugun á reiknings- uppgjörinu, kom í ljós, að bæj- arstjórinn hafði krafið þann hluta ellilífeyris-uppbótanna, sem bæjarstjóra bar að greiða, þ. e. 2/5 hluta. Ég krafðist þess, að bæjarstjóri skilaði aftur þess- ari upphæð, sem ég álít að hann hafi ranglega krafið. En hann hefur allt til þessa neitað að verða við beiðni minni, og talið sig vera í fullum rétti. Samkvæmt lögum um Al- mannatryggingar frá 1956 hef- ur uppbót verið greidd á elli- og örorkulífeyri. Skal uppbótin samkv. 23. gr. laganna greiðast Fyrirtœkinu ekki heimilf að reikna sér þóknun I GÆR var kveðinn upp dómur í Hæstarétti í máli, sem Júpiter hf. hér í Reykjavík höfðaði gegn borgarstjóranum fyrir hönd bæj- arsjóðs. 1 undirrétti hafði hf. Júpiter tapað málinu og þau urðu einnig úrslit þess fyrir Hæsta- rétti. Mál þetta reis út af því, að hf Júpiter tilkynnti skrifstofu borg- arstjórans að félagið myndi halda eftir „sem ómakslaun" vegna inn- heimtu af útsvarsfjárhæð 2%. Hafði Júpiter og hf. Marz sent borgarstjóraskrifstofunni lista um fé, sem haldið hafði verið eftir af kaupi starfsfólks félag- anna. Nam það fé em þannig hafði verið haldið eftir kr. 20.200. Fyrrnefnd ómakslaun, 2%, eða kr. 404.00 voru dregnar frá. Vantaði þar af leiðandi þá fjár- hæð á að fyrirtækið stæði skil á umræddum útsvarsgreiðslum starfsfólksins. Borgarstjóri leit svo á, að Júpiter hf. væri ekki heimilt að reikna sér innheimtuþóknun þá, sem hér um ræðir. Það var úr að borgarstjórinn krafðist að lög- tak yrði látið fram fara í eignum h f. Júpiters til tryggingar þess- ari kröfu ásamt dráttarvöxtum. skrifar ur dagSegq lifinu ] • Boðsgestir í stað fastagesta. Margir fagna því, að 10 ára afmælis Þjóðleikhússins skuli minnzt með svo veglegum hætti senr fyrirhugað er. Af- . mælishátíðahöldin byrjuðu sem kunnugt er í síðustu viku með sýningu á leikriti Kamb- ans, „í Skálholti", og síðan rekur hvar viðburðurinn ann- an alllang't fram á sumarið. Ekki eru þó allir sammála um þessi hátíðarhöld, frekar en vænta mátti. Og „Velvak- anda“ hefur þegar borizt bréf frá einum óánægðum „Leik- húsgesti", sem m. a. gagnrýnir það harðlega, að afmæli skuli vera haldið „hátíðlegtmeðþví að reka alla fasta frumsýn- ingargesti úr sætum sínum og bjóða í þeirra stað um 200 manns, íslenzkum og útlend- um“. En þetta segir bréfritari, að gert hafi verið á áður- nefndri hátíðasýningu. • List, sem kostar húsið sýni árlega tvo eða þrjá óskapnaði, sem fáir eða engir fást til að horfa á með því að borga aðgangseyri, aðrir en hinir föstu frumsýningargest- ir. Þeir eru því helztu fjár- hagslegir máttarstólpar Þjóð- leikhússins, næst skattgreið- endum, sem greiða hin árlegu milljónatöp leikhússins, og hefði verið maklegast, að frumsýningargestum hefði ver ið boðið ókeypis á þessa fyrir- huguðu hátíðarsýningu, í stað jjeninga Og hann heldur áfram um þetta og kostnaðinn við há- tíðina: „Hvers eiga frum- sýningargestir að gjalda, að vera gerðir að hornrekum? Þeir sækja hverja leiksýningu, hvaða hrelling sem sýnd er, og það er algengt orðið, að leik- þess að reka þá á dyr, úr því verið er með þá dæmalausu fordild að verja hundruðum þúsunda króna í afmælisfagn- að .... Það gegnir furðu, að stjórn Þjóðleikhússins skuli hafa leyft sér að ákveða þetta afmælisbruðl á kostnað skatt- greiðenda landsins. Af eigin rammleik getur leikhúsið ekki staðið straum af þessu.“ Þarna hafa lesendur „Vel- vakanda" sem sé heyrt hljóð- ið í einum bæjarbúa, sem óá- nægður er með hátíðahöldin í tilefni af 10 ára afmæli Þjóð- leikhússins, sem við eigum þó vonandi sem flest eftir að hafa einhverja ánægju af. •^Önnur^jniki^hátíð Það eru fleiri en við, sem undirbúa hátíðarhöld um þess ar mundir. í Englandi starfar nú fjöldi manns við marghátt- aðan undirbúning að brúð- kaupi Margrétar Rósu prins- essu og Antons elskhuga hennar. Og sennilega blöskrar „Leikhúsgesti" og * reyndar fleirum kostnaðurinn við þá hátíð, sem áætlað er að nema muni andvirði a. m. k. 2!4 milljón íslenzkra króna í brezkri mynt. Er það um 5 sinnum hærri upphæð en var- ið var til brúðkaups Elísabetar og Filippusar árið 1947, enda var þá hagur brezkra þrengri. En í hvað fara öll þessi ósköp? spyr kannske einhver. Jú, svona t. d. má nefna nær 1.000.000 rósir, sem í virðingar skyni við síðara nafn brúðar skreyta munu spölin milli Buckingham konungshallar- innar og Clarence House, bú- staðar prinsessunnar í Lund- únum. — Þó að kostnaðurinn verði mikill, mun áreiðanlega einhverjum finnast, að ekki sé hann of mikill, eftir allt það sem Margrét Rósa hefur orðið að ganga í gegnum á langri og strangri leið sinni í „það heilaga". að 2/5. af hlutaðeigendi sveit- arsjóði, og að 3/5. af Trygging- arstofnun ríkisins. Tryggingar- stofnunin ákveður upphæðina, að fengnum tillögurr.sveitarstjórn ar. Það er íkilyrði fyrir því, að Tryggingarstofnunin greiði sinn hluta, að hlutaðeigandi sveitar- sjóður greiði jafnframt sinn hluta uppbótarinnar. Þessi ákvæði tryggingarlaganna eru mjög skýr, og taka af öll tvímæli í þessu efni. Nú er svo komið að bæjar- stjórnin hefur látið mál þetta til sín taka. Var einróma sam- þykkt á síðasta fundi bæjar- stjórnar Akraness, að kjósa 3 manna nefndð og skal henni falið að rannsaka störf bæjarstjórans, er að þessu lýtur. í nefndina voru kjörnir Þórhallur Sæmunds son, bæjarfógeti, Guðmundur ’Sveinbjörnsson forstjóri, og Jón Guðmundsson sjúkrasamlags- gjaldkeri. Það er langt gengið í nirfils- hætti opinbers embættismanns, þegar hann reynir á þennan hátt að níðast á gömlu fólki og hafa ranglega af því réttmætar bæt- ur. Það verður fróðlegt að fylgj- ast með störfum rannsóknarinn- ar, og að hvaða niðurstöðu hún kemst, undir forsæti bæjarfóget- ans. Læt ég svo útrætt um mál þetta að sinni. Akranesi, 12. apríl 1960. Jón Bjarnason. Sem fyrr segir urðu úrslit í hér aði þau, að lögtaksgjörð skyldi fram fara. Hæstiréttur staðfesti dóminn, sem fyrr segir, og segir m. a. í forsendum hans: „Með atvinnurekstri sínum og ráðningu starfsmanna, er kaup hljóta, til hans hefur áfrýjandi gengizt undir kvöð samkvæmt 29. gr. laga nr. 66/1945 um út- svör að halda eftir af kaupi starfs mannanna upp í útsvarsskuldir og felst hvorki í nefndri 29. gr. né öðrum réttarreglum heimild, er veiti áfrýjanda rétt til ómaks- launa af hinu innheimta útsivarL Með þessari athugasemd ber að staðfsta hinn áfrýjaða úrskurð. Eftir þessum úrslitum ber að dæma áfrýjanda til áð greiða stefnda málskostnað fyrir Hæsta- rétti, sem ákveðst kr. 4000.00.“ Ingólfi Arnarsyni ekki brevtt , •/ BÆJARUTGERÐ Reykjavíkur hefur nú horfið frá fyrri ákvörð- un sinni um að láta breyta tog- aranum Ingólfi Arnarsyni í diesel skip. Áformað var að sú breyting yrði framkvæmd um leið og skip- ið færi í 12 ára flokkunarviðgerð. Við gengisbreytinguna í vetur hefur viðhorfið til slíkra breyt- inga á skipinu gerbreytzt vegna kostnaðar. Aftur á móti hefur verið ákveðið og samið við Lands smiðjuna, að hún framkvæmi flokkunarviðgerðina á togaran- um. Hefur bæjarráð fallizt á til- boð smiðjunnar til verksins, sem hljóðar upp á 2,3 milljónir kr. Athugasemd varð- andi blóðsega- varnir TIL þess að fyrirbyggja mis- skilning vil ég taka fram að sega vörnum er að sjálfsögðu beitt við sjúklinga á Bæjarspítala Reykja- víkur og á ýmsum sjúkrahúsum úti á landsbyggðinni, en í viðtali okkar Theodórs Skúlasonar lækn is við fréttamenn blaða og út- varps þ. 12. þ. m. var eingöngu rætt um framhaldsmeðferð fólks með kransæðasjúkdóma eða blóð sega í útlimaæðum. Sig. Samúelsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.