Morgunblaðið - 26.04.1960, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 26.04.1960, Blaðsíða 17
Þriðjudagur 26..apríl 1960 Moncrnsnr 4ÐIÐ 17 Opið bréf til Guðmundar Gíslasonar, læknis Frá Sigurði Þórðarsyni bónda á Laugabóli Herra læknir. í TILEFNI af hinni hressilegu og umbúðalausu lýsingu þinni í Ríkisútvarpinu þ. 4. april sl. af ástandinu í mæðiveikivörnum hér á Vestfjörðum og norðan- lands, sem var mjög að mínu skapi, að því er til flutnings efnis tekur, vil ég flytja þér þakkir mínar. f>að er alltaf karlmannr legt að tala skírt og hispurslaust um það, sem aflaga fer, og að er fundið og ætla hvorki sjálfum sér né andstæðingum nein skúma skot að felast í, þegar miklu varð- ar að hið rétta komi í Ijós. Ég skrifaði strax niður hjá mér ýmis legt er þú sagðir, vegna þess að ég bjóst við að leggja fyrir þig nokkrar spurningar í því sambandi og ætla að hripa nokk- uð af því niður á þetta bréf og biðja þig að segja mér ef nokk- ursstaðar er ranghermt hjá mér. Þú skýrðir frá banni gegn sölu á sauðfé til lífs héðan úr hólf- inu milli Þorskafjarðar og Kolla fjarðargirðinga, er sett var fyrir 9—10 árum vegna meintrar hættu frá Hólmavík. Þá segir þú orðrétt, að ég ætla „að girðingin frá Kollafirði að ísafirði hafi um mörg ár undanfarið verið lé- leg, hlið á henni opið dögum saman, samgangur fjár um hana hindrunarlaus að mestu og varzla léleg og að heyrt hefðir þú um einhver mistök á flutningi fjár á þessum slóðum“. Allt er þetta satt og hef ég vottfest ef til þess þarf að taka, enda mun þér hafa verið vel kunnugt um það. Þá sagðir þú, að Vestfirðimir væru „allir“ grunaðir um að mæðiveiki hefði borizt austur í Skagafjörð vegna lélegrar girð- ingar og" vörzlu, annað hvort frá Hólmavík eða úr Dölum vestur, og að endingu að við slátrun í Bolungarvík sl. haust hefðu fund ist lungu úr kind frá Múla og mundi ærin hafa verið með mæði veiki „á hæsta stigi“. En við nið- urskurð á öllu fé frá Múla og tveim öðrum bæjum (þ. e. Lauga bóli og Gervidal) hefði allt ann- að fé reynzt heilbrigt. Er þetta ekki rétt hermt frá, læknir? í sambandi við framanritað vil ég biðja þig að svara eftirfar- andi spurningum, sem mér er mikil forvitni að fá umsögn þína um? 1. Hefur læknaliðinu á Keldum verið jafnlengi kunnugt og t. d. sauðfjársjúkdómanefnd, það ástand er þú lýstir í Ríkisútvarp- inu sl. 4. apríl á girðingunni milli Kollafjarðar og ísafjarðar? 2. Ef svo væri, hvers vegna hef ur þá í nokkur ár, eða síðan það varð kunnugt, verið algerlega bannað að selja fé til lífs frá sauðfjáreigendum öðrum megin þessa girðingarræsknis, en bænd- um úr fjarlægum sveitum vísað á líflömb til kaups, þétt hins vegar við sömu girðingu? 3. Telur þú ekki að mæðiveikin, er þú sagðir í fyrrnefndu útvarps viðtali að borizt hefði austur í Skagafjörð frá Hólmavík eða úr Dölum vestur, hafi borizt þang- að með sauðkind og hefur hún þá verið seld og flutt þangað, eða telur þú að kvikindið hafi virkilega „spásserað“ alla þessa leið, gegnum svo lélegar girð- ingar og vörzlu, eins og skilja mætti af viðtali þínu í oft nefndu erindi þ. 4. apríl? 4. Ef ástand og varzla girðinga alla leið frá Djúpi, Ströndum og Dölum, austur í Skagafjörð er með slíkum endemum, sem mér skilst þú telja þær vera í fyrir hvaða störf telur þú þá að ríkisstórnin hafi verið að greiða slíkum embættismönnum laun á liðnum árum, er trúað var til þess að sjá um að þessar og aðrar girð ingar samskonar væru jafnan öruggar, svo mikið sem við ligg- ur að þær séu það, en sést yfir slíka smámuni eða lætur ekki bæta úr jafnóðum? 5. Hver er nýjasta kenning ykkar á Keldum um smitunar- hættu á mæðiveiki frá fársjúkri kind á ,hæsta stigi“? Þessi spurning þarfnast eftir- farandi greinargerðar: Lengst af þeim tíma, sem liðinn er síð- an mæðiveiki barst hingað til lands, hefur því verið haldið fram af „sérfræðingum“ í þess- um málum, að kind gæti varla smitað aðra á annan hátt en með andardrætti frá sjúkri kind á stuttu færi, sennilega vegna mjög skammra lífsmöguleika veirunnar, undir beru lofti. Voru því settar tvöfaldar girðingar með eins meters millibili, er þótti næg fjarlægð. Fyrir skömmu er svo farið að halda því fram, að líkur fyrir því að kindur geti smitast í haga, séu nær engar, eða ca. 1 tilfelli af 1000 möguleikum, áður töld- um, og hefur einn ágætur dýra- læknir sagt mér að þetta muni svo vera.t Hins vegar væri mikil hæjtta á ferð, ef fé komi saman í réttum eða fjárhúsum. En nú kemur þessi sæla rolla úr Múla og tætir þessa vísinda- legu staðreynd algerlega í sund- ur. Hún var fædd í Múla, hefur aldrei komið út fyrir landamæri síns heimilis fyrr en hún hóf sína hinztu ferð, en verið alin þar í húsum með öðru fé í 7 vetur. Þessi ær hefur, eftir andlát sitt í skotklefa sláturhúss í Bolung- arvík, verið úrskurðuð af ykkur Keldnalæknum að hafa í lifanda líði verið haldin mæðiveiki „á hæsta stigi“. — Þrátt fyrir þessa staðreynd og þennan vísindalega úrskurð, sem reyndar hefur orð- ið talsvert örlagaríkur vestur hér, lýsir þú yfir í viðtalinu 4. apríl „að allt annað fé í Múla, svo og á tveimur öðrum bæjum (þ. e. Laugabóli og Gervidal) hafi reynzt heilbrigt", eftir ná- kvæma skoðun ekki lakari manns en þín sjálfs. Þetta þykir oss ólærðum mönn- um hér vestra, undarlega „Hæg- geng“ og „tregsmitandi" mæði- veiki „á hæsta stigi“ og varla þekkt á landi hér fyrr. Og nú vantar okkur „nýja línu“ til að fara eftir, því með sömu þróun á næstu 10 árum, má áætla að þessi leiði sjúkdómur verði alls ekki talinn smitandi, eða þá sauð fé almennt orðið ómóttækilegt fyrir sýkina og yrði slík breyting mjög hagstæð fjárhag bænda og ríkissj óðs. Vísindalegar stað- reyndir og niðurstöður um smit- un og ferðalög þessa sýkils, virð- ast taka svo skjótum breyting- um á síðustu tímum, að við kot- karlar höfum varla við að trúa. 6. Getur ekki hafa verið um annan sjúkdóm að ræða en mæði veiki í Múla? Ég er nú að vonum heldur „slappur" í læknisfræðinni og illa fær til þess að ráðleggja á þeim slóðum, en nokkrir vinir mínir í lækna og dýralæknastétt, mjög snjallir menn í sinni sér- grein, hafa sagt mér að til sé lungnasjúkdómur, að vísu sjald- gæfur hér, ekki smitandi en ban- vænn þeirri kind einni er hann hefur tekið. En lungu kinda „reageri" á sama hátt og um mæðiveikispjöll væri að ræða, stækki og þyngist svo erfitt, ef ekki ógerlegt muni að greina hvor sjúkdómurinn hafi verið að verki. Annar er lífshættulegur mörgum í einu, hinn aðeins þeim einstaklingum, er hann hafa tek- ið. Teljið þið á Keldum alveg útilokað að þessi síðastnefndi hafi verið að verki í lungum kindar- innar í Múla og jafnvel í þeirri einu kind er sjúk reyndist á Kollabúðum, þar sem mér er sagt að líkt hafi staðið á, þ. e. ein kind á „hæsta stigi“, hitt allt heil brigt? Ef þessi möguleiki er ekki fyrir hendi í Múla að ykkar dómi á Keldum, - þá sé ég ekki betur en að, þið séuð komnir hér í einskonar sjálfheldu, er þið losnið varla úr með óskertu áliti, nema einhverjar áður óþekktar skýringar komi til, sem þá er hæpið að almenningur trúi. Það er ekkert leyndarmál að hér vestur í Djúpi finnast ekki margir menn, sem trúa því að mæðiveiki hafi verið í Múla, allra sízt eftir að rannsókn á öll- um lungum þaðan, öðrum en þessum einu og áðurnefndu, reyndist neikvæð. Það vakti því þunga andúðaröldu um allt hér- aðið, sem viðbúið er að þið haf- ið orðið varir við, er skipun um niðurskurð kom hingað, löngu eftir að kunnugt var að engin smitun hafði átt sér stað, þar sem hin sjúka kind átti heima. Töldu me»n þetta óverjanlegt flausturs verk, enda var mér tilkynnt úr Reykjavík, er ég þvingaði í gegn hlustun á fénu, að það yrði drep- ið, hvort sem það reyndist sjúkt eða heilbrigt“. Ég læt nú hlusta það samt með góðum árangri, að því er heilsu þess snerti. En ég vil að endingu segja þetta við þig, læknir: Mönnum, sem fengið er í hendur það alveg óþekkta vald í öllum öðrum efn- um, að geta með „öryggisástæð- ur“ á vörum látið vaða inn á heimili njanna og drepa í hundr- aða tali stálhraust úrvalsfé inni í miðju ósýktu hólfi, eins og óðir menn væru að verki, sem lögin banna þó að veita mótstöðu, væri það holt að flýta sér hægt undir svipuðum tilfellum í framtíðinni, og að minnsta kosti að leita fyrst „dyranna“ er hugsanleg mæði- veiki hefði getað komist um inn í áður ósýkt hérað, ef þeir óska ekki sérstaklega eftir að baka stofnuninni á Keldum varanlegan álitshnekki með verkum sínum og káki, en bændum og ríkis- sjóði stórfellt, fjárhagslegt tjón. Það er tilgangslaus og bros- leg tilraun, að ætla sér að telja almenningi trú um það með nokkrum árangri, að ein kind hafi gengið árum saman með smitandi sjúkdóm og nefna hann mæðvieiki á „á hæsta stigi“, sem ekki hefir þó tekist að smita eina einustu kind aðra, þótt með þeim hafi verið á jötu í 7 vetur í þétt- skipuðum fjárhúsum. Það vekur aðeins hlátur manna, en hlátur af því tagi getur orðið hættu- legur virðulegri vísindastofnun. Virðingarfyllst, Sigurður á Laugabóli. ÍBÚÐ Eldri hjón með tvær dætur sínar 17 og 13 ára óska eftir tveggja herbergja íbúð til kaups eða leigu í bænum eða í námunda við hann. Þeir sem vildu sinna þessu eru vinsam- lega beðnir að hringja í síma 16038. Til leigu nú þegar verzlunarhúsnœði ca. 45 ferm., ásamt geymslu 12 ferm. í Strandgötu 23 á Akureyri. Tilboð óskast. Nánari ujplýsingar gefur Steingrímur G. Guðmundsson, sími 1123, Akureyri. Stúlka óskast til afgreiðslustarfa. (Hálfan daginn). Brauðgerð Kristins Albertssonar. Álfheimum 6. Húseign í Hveragerði með eða án gróðurhúss óskast til kaups. HÖRÐUR ÓLAFSSON, lögfræðiskrifstofa Austurstræti 14 — Sími 10332 og 35673. Stulka sem er orðin 25 ára gömul getur fengið atvinnu við afgreiðslustörf í bókaverzlun í miðbænum. Umsóknir sendist Morgunbl. hið fyrsta merktar: „3076“. Ceymsluskemmur óskast til leigu. Síldar og Fiskimjölsverksmiðjan h.f. Sími 24450. Til sölu Ný 8 Ha. Sabb báta dieselvél með öxul, skutpípu og skrúfu. FJALAR H.F. Skólavörðustíg 3, sími 17975 — 12649. Skrifstofustúlka getur fengið starf við símavörzlu og vélritunarstörf frá næstu mánaðamótum. Tilboð merkt: „Vandvirk — 4310“ sendist afgr. Morgunblaðsins fyrir 30. þ.m. Vélritun Stúlka með góða enskukunnáttu og æfingu í hrað- ritun óskast. Tilboð merkt: „Hátt kaup — 3183“ sendist Mbl. fyrir 30. þ.m. Afgreiðslustúlka óskast Oss vantar nú þegar duglega afgreiðslustúlku í kjöt- búð vora að Grettisgötu 64. Nánari upplýsingar í skrifstofunni, Skúlagötu 20. SLÁTURFÉLAG SUÐURLANDS

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.