Morgunblaðið - 26.04.1960, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 26.04.1960, Blaðsíða 24
Íþróttasíðan er á bls. 22. Qi®wM$i!bib 93. tbl. — Þriðjudagur 26. apríl 1960 Brasilía - Sjá bls. 12. — Það var engin i tilviljun að þjófarnir náðust ÖHÆTT er að fullyrða að rannsóknarlögreglan hefur aldrei gert eins margháttaðar ráðstafanir til að upplýsa jjjófnaðarmal, eins og nú þeg- ar henni hefur tekizt að upp- lýsa mál ungu mannanna þriggja, sem þegar hafa játað á sig alla helztu innbrots- þjófnaðina hér í baénum í vetur. Fullvíst má telja að mál þessara þriggja manna séu umfangsmestu innbrots- þjófnaðarmal, sem komið hafa til kasta rannsóknarlög- reglunnar. Engin tilviljun I>annig komst Ingólfur Þor- Steinsson yfirvarðstjóri í rann- sóknarlögreglunni að orði í gær við Mól., og hann bætti við: — Það er alveg vonlaust fyrir ykk- ur blaðamennina að biðja okkur um að skýra frá, með hverjum bætti okkur tókst að ná þeim Með því værum við að upplýsa og ieiðbeina afbrotamönnum um leiðir til þess að komast undan. En það get ég sagt, að það var engin tilviijun að þeir náðust. ‘V Ekki fleiri íngólfur sagði, að rannsókn tnálsins væri ekki enn lokið, þó allvel miðaði í áttina. Hann sagði t.d., að ekkert hefði komið í Ijós er benti til þess að fleiri inenn væru viðriðnir málið. Ekki voru þeir allir þrír ætíð saman við hin stærstu inn- brot, t. d. höfðu þeir verið tveir að verki, er brotizt var inn í Ford-umboð Kr. Kristj- ánssonar. Þeir höfðu líka ver- ið tveir saman, er þeir náanu peningaskápinn á brott úr hús gagnavinnustofu Birgis Ágústs sonar. 40 innbrot Ingólfur sagði að það væri upp- lýst, að þeir hefðu byrjað að fremja innbrotin í október sl. Endanleg tala innbrotanna er einhvers staðar í námunda við 40. Er Ingólfur var spurður um fjárhæð þá, sem þeir hefðu stolið, — í beinhörðum pen- ingum, — taldi hann ekki ósennilegt að hún væri ein- hvers staðar í námunda við kr. 200.000.00. Þeir höfðu skipt með sér ránsfengnum í hvert skipti, bætti hann við. Tjónið og skemmdirnar, sem innbrots þjófarnir ollu á innbrotsstöð- um nemur mörgum tugum þúsusunda króna. Koma vel fyrir Mennirnir eru sagðir koma vel fyrir og hafa stundað sín fast- launuðu störf samvizkusamlega Einn þeirra er fjölskyldumaður. (Sjá nánar í forystugrein blaðsr ins í dag). Freysteinn Þorbergsson, skákmeistari Islands 1960, sést hér tefla við Fál G. Jónsson, skákmeistara Suðurnesja. Freysteinn Þorbergsson skákmeistari Islands ‘60 SKÁKÞINGI íslands lauk í Breiðfirðingabúð á sunnudaginn. Skákmeistari íslands varð Frey- steinn Þorbergsson. Hann hlaut 6% vinning, en annar í landsliðsflokki varð Guðmundur Pálmason með 6 vinninga. Efstir í meistaraflokki urðu Magnús Sólmundarson og Sveinn Krist- insson með 5V2 vinning hvor. Eins og skýrt var frá í sunnu- dagsblaði Mbl. átti Freysteinn biðskák við Jónas Þorvaldsson, eftir síðustu umferðina. Skákin var talin mjög jafnteflisleg, þó að Freysteinn hefði heldur betra tafl. Líkur voru því á að Frey- Fjór&a bólusetning við mænusótt LANDLÆKNIR hefur nýlega sent öllum héraðslæknum lands- ins svohljóðandi bréf, varðandi mænusóttarbólusetningu: Líklegustu urslitin í Genf: Sex plús sex Frá fréttaritara Mbl. Þ.Th FYLGJENDUR tillögu Banda- ríkjanna og Kanada tala nú um það með vissu að tillag- an muni ná atkvæðum tveggja þriðjuhluta fulltrúa á ráð- stefnunni. Hins vegar gera andstæðingar hennar og fara ekki dult með, ráð fyrir því, að tillagan muni ekki ná þeim meirihluta. Það kom fram í ræðu full- trúa Saudi Arabiu í dag að „Bandakan“ tillagan myndi ekki hljóta tilskilinn meiri- hluta. En fulltrúinn tók það skýrt og ákveðið fram, og hélt um það Ianga tölu, að ríkin sem vildu tólf mílna landhelgi myndu aldrei undirskrifa slíka samþykkt og samþykkt á ráðstefnunni á slíkri tillögu hefði því enga aðra þýðingu en þá, að Bretland og Banda- rikin myndu endanlega jarða sína þriggja mílna landhelgi.i, ítrekaði hann að samþykkt/ ráðstefnunnar myndi aðeins/ binda þær þjóðir er undirrit- uðu hana. Fulltrúi Vatikansríkisins héltC Ianga ræðu í dag og studdi( eindregið tillögu Bandaríkj- anna og Kanada. Kvað hann/ það einu tillöguna er hefði) möguleika til samþykkis og- hún væri því eina tillagan er( styddi að friði og kærleika i( heiminum. FuIItrúi Perú Iýsti því yfirí í dag að hann myndi sitja hjá' er tillaga Bandaríkjanna og Kanada kæmi til atkvæða. Á( síðustu ráðstefnu greiddu( Perúmenn atkvæði gegn/ bandarisku tillögunni. Sú skoð/ un verður æ meir ofan á að' tillaga Bandaríkjanna og Kan( ada nái tveim þriðjungum fylg( is en „tólf mílna ríkin“ neiti( að undirrita hana. Reykjavík, 13. apríl 1960. Ég vil eigi láta hjá líða að vekja athygli héraðslækna á því, að enh er ekki fengin vissa um, hve lengi ónæmi helzt eftir mænusóttarbólusetningu, þó að bólusett hafi verið þrisvar, eins og gert hefur verið ráð fyrir. Vegna þessa er víða talið ráð- legt að bæta við fjórðu bólu- setningunni, einu eða fáum árum eftir hina þriðju. Þar sem nú eru senn liðin 4 ár frá því að bólusetning þessi var hafin hér á landi, þykir rétt, að athugað sé um endurbólu- setningu að minnsta kosti á öll- um þeim, sem fyrst voru bólu- settir. Rétt þykir og að benda á, að nú er eingöngu bólusett undir húð (subcutan), og er skammt- urinn 1 millilítri, hvort sem bólu efnið er danskt eða ameri.vkt. Sem fyrr mun bóluefni fáan- legt hjá Lyfjaverzlun ríkisins, þó ef til vill með nokkrum fyr- irvara, ef um stórar pantanir er að ræða. Ríkissjóður mun ekki taka þátt í kostnaði vegna þessarar bólu- setningar. steinn og Guðmunduy Pálmason yrðu að heyja einvígi um íslands- meistaratitilinn. — Freysteinn skar úr um þetta atriði þegar með biðleiknum. Biðleikurinn var mjög tvíeggjaður og kom Jónasi algerlega á óvart. Mót- leikur var til við leik Freysteins sem hefði alla vega getað þröngv að jafntefli, en Jónas sá ekki þennan mótleik, og varð það til þess að, hann tapaði manni og þar með skákinni. Tapaði ekki skák Freysteinn Þorbergsson tefldi oft mjög glæsilega á skákþinginu. Hann tapaði engri skák en gerði jafntefli í þrem skákum. Meistaraf lokkur: f meistaraflokki tapaði Guðni Þórðarson biðskákinni frá síð- ustu umferðinni er hann átti við Sverri Norðfjörð og varð þann- ig af fyrsta sætinu. Efstu menn í meistaraflokki urðu því: 1. Magnús Sólmundarson 5% v. 2. Sveinn Kristinsson 5% v. 3. Guðni Þórðarson 5 v. kr. tjón af eldi MIKIÐ tjón varð af eldi hér I Reykjavík á sunnudagskvöldið, er kveikt var í húsinu Fischer- sundi 3, sem nú er notað sem vörugeymsla. Nýlega hefur ísa- foldarprentsmiðja tekið húsið á leigu, og varð prentsmiðjan fyrir tjóni, sem vart mun undir 300.000 krónum. Húsið Fischersund 3, er einlyft timburhús á háum kjallara. — Oscar Clausen sagði, er hann kom þar að sem nokkrir menn voru utan við húsið að í því hafi fyrir eina tíð verið veglegasta bakarí Reykj avíkur. í húsinu hefur ekki verið búið um nokkurt skeið, en notað sem vörugeymsla fyrir Silla & Valda sem eiga húsið. Þeir áttu ýmsar nýlenduvörur í kjallara þess og munu hafa orðið á þeim einhverj ar skemmdir af vatni. Eldurinn hefur flögrað um allt húsið og upp í risið og var all- mikill í því er slökkviliðið kom á vettvang. Gekk slökkvi- starfið greiðlega. ísafoldar- prentsmiðja var nýlega búin að flytja þangað til geymslu upp- lagið af „Ritum Gröndals“ og mun það allt hafa farið forgörð- um. Um' 90 kg. af riklingi var geymdur í húsinu og eyðilagðist allur. Hann var 10.800 kr. virði. Húsið sjálft brann mestallt að innan og víða brunnu eða sviðn- uðu máttarviðir. Eldsins var vart um það leyti sem bæjarbúar streymdu í kvik- myndahúsin í miðbænum og skemmtistaðina þar. Ekki er vit,- að hver eða hverjir það voru, er eld báru að húsinu, en augljóst er að um íkveikju er að ræða. Trillubátur talinn af Einn maður var á honum ÓLAFSFIRÐI, 25. apríl. — Á laugardag og sunnudag var gerð leit að trillubátnum Kristjáni Jónssyni héðan frá Olafsfirði og bar hún ekki árangur nema hvað lítils háttar brak fanns, sem talið er vera úr bátnum. Aðeins einn maður var á bátnum og er hann talinn af. 162 tonn AKRANESI, 25. apríl. — Allir þorskanetabátarnir utan tveggja eru á sjó í dag. í gær var aflinn alls 162 tonn. Voru þeir með mestan aíla, Sigrún 22 tonn og Böðvar 15 tonn. A, Leit hafin Síðastliðið föstudagskvöld kl. 23.45, fór vélbáturinn Kristján Jónsson, sem er 3—4 tonna opinn trillubátur héðan frá Ólafsvík og var ferðinni heitið að Grímsey, en þar hugðist Axel Pétursson stunda handfæraveiðar. Síðan hefir ekkert til bátsins spurzt. A laugardágsnóttina var sjór talsvert mikill, en hægvirði Síð- ari hluta laugardags var farið að grennslast um bátinn og var baft talsamband við tvo dekkbáta héðan úr Ólafsfirði, en þeir fóru á sömu mið skömmu eftir að Kristján Jónasson lagði úr höfn. Höfðu þeir aldrei orðið bátsins varir. Var straf hafizt handa um skipulega leit er þetta fréttist. Togbátar, sem eru að veiðum hér fyrir Norðurlandi og a. m. k. einn togari, leituðu á stóru svæði Laust fyrir myrkur á laugardag- inn var sjúkraflugvél frá Akur- eyri fengin til leitarinnar, enn fremur leitaði hún á sunnudags- morgun. ^ Brak úr bátnum Héðan fóru tveir trillubátar með birtingu og héldu norður með landinu. Töldu þeir sig hafa séð brak úr bátnum í svokölluð- um Fossdal, sem er hér vestur af Ólafsfirði. i Enn verður Ieitað Eftir að það fréttist, voru sendir menn á landi til þess að ganga á fjörur. Fundu þeir að til- vísun bátanna smábrak, sem þeir töldu að verið gæti úr bátn- um. Var leit þá hætt bæði á sjó og úr lofti, en ætlunin er að fara á bát vestur með landinu á nýjan leik þegar sjór gengur niður, en hann er taisverður hér enn, svo að ekki er lendandi á þessum slóðum., — Þar sem sjór var mik- iil á laugardagsnóttina, er talið að Axel muni ekki hafa komizt af. Axel Pétursson var maður tæplega fimmtugur að aldri, öt- ull og dugandi sjómaður. Hann lætur eftir sig konu og 6 börn, og eru þau öll komin yfir ferm- ir.gu nema eitt.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.