Morgunblaðið - 26.04.1960, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 26.04.1960, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ Þriðjudagur 26. apríl 1960 neitaði að taka hann í hóp ferm- ingarbarnanna, þrátt fyrir þrá- beiðni Lison frænku, á þeim for- sendum, að hann hefði ekki öðl- ast rétta fræðslu. Sagan endurtók sig árið eftir, og baróninn sór þess dýran eið í bræði sinni, að drengurinn skyldi ekki staðfesta ótrúnað sinn. Hann skyldi alinn upp í kristinni trú, en ekki binda sig við þá ka- þólsku, og þegar hann yrði full- orðinn gæti hann ráðið trú sinni sjálfur. Briseville-hjónin hættu að heimsækja Jeanne, og hún undr- aðist það mjög, þar sem hún þekkti fastheldni þeirra við gamla siði og venjur. En mark- greifafrú de Coutelier, skýrði henni frá ástæðunni, er hún heim sótti hana. Hún svaraði öllum athugasemdum Jeanne kuldalega og af nokkrum þótta, og sagði að lokum: „Þjóðfélagsþegnum má skipta í tvo hópa. þá sem trúa á guð og þá sem gera það ekki. Þeir fyrrnefndu, hversu lítilmótlegir sem þeir eru, eru vinir okkar og jafningjar, en af þeim síðar- nefndu viljum við engin af- skipti hafa“. Jeanne, sem skildi sneiðina, svaraði: „Geta menn ekki trúað á guð, þótt þeir sæki ekki kirkju?“ „Nei, madame", svaraði mark- greifafrúin. „Hinir trúuðu fara í kirkju og tilbiðja guð sinn, á sama hátt og þeir heimsækja vini sina“. Jeanne sárnaði orð hennar, og hún svaraði: „Guð er alls staðar, madame. Hvað mér viðvíkur, þá trúi ég af öllu hjarta á gæzku hans, en ég skynja ekki návist hans, þegar presturinn kemst upp á milli mín og hans“. Markgreifafrúin stóð upp. — „Presturinn er viðurkenndur boð beri hinnar kristnu kirkju. Sá, sem ekki hlýðir lögmálum trú- arinnar, er á öndverðum meiði við guð — og okkur“. Jeanne var einnig staðin upp og sagði, titrandi af gremju: „Þér trúið á guð hinna útvöldu. Ég trúi á guð alls heiðarlegs fólks“. Hún hneigði sig, kvaddi og fór. Sveitafólkið áfelldist hana einn ig sín á milli fyrir að hafa ekki látið Poulet staðfesta trúareið sinn. Það kom sjólft aldrei í kirkju og gegndi aldrei þeirri skyldu sinni að ganga til altaris, nema helzt um páska, en í þeirra augum gilti allt öðru máli, þeg- ar um dreng á þessum aldri var að ræða. Þvi hraus hugur við þeirri fífldirfsku að ganga fram hjá siðalögmálum kirkjunnar þegar um uppeldi barns var að ræða. Hún fann, hvernig á þetta var litið, og fylltist í hjarta sínu fyr irlitningu á hræsni og yfirdreps- skap þeirra, sem þorðu aldrei að brjóta í bága við almenningsálit- ið. Baróninn sá um að kenna Paul latinu, en móðir drengsins bað hann um að ofþreyta hann ekki. Poulet var nú á fimmtánda ald ursári, en í meira lagi seinþroska. Hann var fáorður og kjánalegur, uppeldi hans skiptist á milli kvennanna tveggja, sem kepptust um að dekra við hann, og hins góðlynda gamalmennis, sem heyrði til annari kynslóð. Kvöld eitt minntist baróninn á menntaskóla, og Jeanne fór sam- stundis að kjökra. Lison frænka húkti í dimmasta horni stofunn- ar og lét ekki á sér bæra. „Hvers vegna þarf hann að vita svo mikið?“ spurði móðir hans. „Hann getur orðið óðalsbóndi. — Hann getur lifað á ræktun lands síns, eins og svo margir aðrir aðalsmenn. Hann mun eiga ham ingjusama ævi fyrir höndum hér í þessu húsi, þar sem við höfum alið allan okkar aldur á undan honum. Hvers óskar þú fremur honum til handa?“ Baróninn hristi höfuðið. — „Hverju myndir þú svara hon- um, ef hann segði við þig, þegar hann nær tuttugu og fimm ára aldri: „Ég er mannleysa; ég veit ekkert, og það er þín sök. Eigin- girni þín og misskilin móður-um- hyggja, á sök á því, að ég er neyddur til að hýrast hér í af- kima, vegna þess að mig skortir kunnáttu til að vinna fyrir mér annars staðar“. Hún grét og sagði bænarrómi: „Segðu mér, Poulet, að þú munir aldrei ásaka mig fyrir að hafa elskað þig of heitt og borið of mikla umhyggju fyrir þér?“ — Drengurinn, sem vissi ekki, hvað an á hann stóð veðrið, lofaði, að hann skyldi aldrei gera það. — „Sverðu það“, sagði. — „Já, mamma". — „Þú Vilt vera hér kyrr, er ekki svo?“ — „Jú, mamma". Þá tók baróninn af skarið: — „Jeanne, þú hefur enga heimild til ráðstöfunar á lífi annara. Þú gerir þig seka um allt að því glæpsamlegan heigulshátt. — Þú fórnar barni þínu fyrir eigin hamingju“. Hún fól andlitið í höndum sér og titraði af ekka. Hún stamaði á milli ekkasoganna. „Ég hef verið svo óhamingjusöm — svo skelfilega óhamingjusöm! Ein- mitt núna, þegar við loks fáum að vera hamingjusöm saman, er hann tekinn frá mér. Hvað verð- ur um mig, þegar ég er orðin ein eftir?“ Faðir hennar stóð upp, settist hjá henni og lagði handlegginn utan um hana. „Þú gleymir mér, Jeanne?" Hún lagði handleggina um háls honum, kyssti hann innilega og sagði með grátstafinn í kverk- unum: „Já, þú hefur sennilega rétt fyrir þér, pabbi. Ég hef hegð að mér kjánalega, en ég hef einn ig þjáðst mikið. Ég er fús til að samþykkja að hann fari í skóla“. Og þótt Poulet væri enn alls ekki ljóst, hvað þau ætluðu að gera við hann, fór hann að há- skæla. Þau tóku þá öll þrjú til við að kjassa hann og hughreysta. Þeim var öllum mjög þungt um hjarta ræturnar, er þau fóru til her- bergja sinna, og öll grétu þau, að undanteknum baróninum, sem hafði tekizt að stilla sig fram að þessu. Sú ákvörðun var tekin, að hann hæfi skólagönguna í Havre í upphafi næsta skólaárs. Þetta sumar var kjassað og dekraJ meira við hann en nokkru sinni fyrr. Móðir hans stundi þungan, í hvert skipti sem hún minntist hins væntanlega aðskilnaðar. — Hún bjó hann út með Xatnað, eins og hann væri að leggja í tíu ára ferðalag. Einn októbermorgun, að liðinni svefnlausri nótt, fylgdu konurnar tvær og baróninn Paul inn í vagninn, og lagt var að stað til Havre. Þau höfðu áður valið honum herbergi í heimavistinni og sæti í skólastofunni. Jeanne eyddi öll- um deginum, ásamt Lison frænku, við að raða fötum hans í lítinn klæðaskáp. — Þar sem hann rúmaði^kki nema fjórðung þess fatnaðar, sem þau höfðu komið með, fór hún þess á leit við umsjónarmanninn, að hann fengi aðra hirzlu til umráða. — Henni var bent á, að þar sem engin þörf væri fyrir svo mikinn fatnað, yrði hann einungis fyrir, og á þeim forsendum var bón- inni neitað. Jeanne, sem gramd- ist þetta mjög, tók á leigu her- bergi á litlu gistihúsi skammt frá, og fól gistihússeigandanum að færa Poulet fatnað og annað, sem hann þarfnaðist, jafnskjótt og hann bæði um það. Síðan gengu þau niður að höfninni og horfðu á skipin koma og fara. Að því loknu fóru þau inn í matsöluhús til þess að fá sér að borða, en ekkert þeirra hafði neina lyst. Þau litu hvert á annað tárvotum augum, þegar réttirnir voru bornir fyrir þau og síðan út aftur, svo að segja ósnertir. Þau héldu síðan hægt af stað í áttina til skólans. Drengir á öll- um aldri streymdu að úr öllum áttum, í fylgd með foreldrum eða þjónustufólki. Margir þeirra voru grátandi. Jeanne faðmaði Poulet lengi og ofsalega, en Lison frænka stóð álengdar og fól andlitið í vasa- klútnum. Baróninn ,sem var einn ig á góðri leið með að láta bug- ast af geðshræringu, batt endi á kveðjurnar með því að draga dóttur sína burtu. Þau stigu inn í vagninn og óku gegnum myrkr- ið heim að Espilundi. Jeanne grét allan næsta dag, og daginn þar á eftir ók hún aft- ur til Havre. Poulet virtist þeg- ar hafa sætt sig við aðskilnaðinn. Hann hafði nú eignast leikfélaga — í fyrsta sinn á ævinni — og hann eirði tæpast 1 stólnum, meðan móðir hans stóð við. Hún hélt þeim hætti að heimsækja hann annan hvorn dag og tók hann með sér heim á sunnudög- um. Þar sem hún átti ekki í annað hús að venda, var hún vön að bíða í móttökusal skólans, með- an á kennslu stóð. Hana skorti bæði kjark og þrek til að fara langt frá skólanum. Að lokum gérði skólastjórinn boð fyrir hana og fór þess á leit, að hún drægi úr heimsóknum sínum. — Hún sinnti ekki þeirri ósk hans. Hann tilkynnti henni þá, að ef hún héldi uppteknum hætti og kæmi í veg fyrir, að sonur henn- ar notaði frítíma sinn á sama hátt og hinir drengirnir, yrði að vísa honum úr skóla. Baróninum var send sams konar orðsending. hennar var því gætt sem fanga að Espilundi. Hún þjáðist af eirðarleysi, og áhyggjur sóttu að henni. Stund- um reikaði hún dag eftir dag um landareignina í fylgd með hund- inum Massacre, og sökkti sér nið ur í draumkenndar hugsanir. — Stundum sat hún allan daginn á klettbrúninni og starði út á sjóinn, og oft gekk hún til Yport gegnum skóginn og sökkti sér niður í endurminningar frá löngu liðnum dögum. Poulet var ekki sérlega iðinn við námið; og hann varð að sitja tvo vetur í fjórða bekk. Hann stóð því á tvítugu, er leið á sið- asta skóláárið. Hann var hávaxinn og þrek- inn piltur, Ijóshærður og með skegghýjung á efri vörinni. — Á hverjum sunnudegi kom hann heim að Espilundi, en stóð sjaldn ast við nema nokkrar klukku- stundir. Hann kom jafnan ríð- andi, og móðir hans, Lison frænka og baróninn voru vön að Ef við vissum hvaða höggstað Brodkin hefur á þingmanninum, gætum við ef til vili losað hann úr klípunni .... Og þá væri hugsanlegt að hann hjálpaði okk- ur. Nokkrar Blitz? uppástungur frú Já . . . ég þarf að fá segul- bandstækið þitt lánað á morgun Markús! ieggja af stað snemma dags til móts við hann. Þótt hann væri nú löngu vax- inn móður sinni yfir höfuð, kom hún ávallt fram við hann, eins og hann væri smábarn. Þegar hann lagði af stað til skólans aft- ur á sunnudagskvöldum, var hún vön að brýna fyrir honum að fara ekki of geyst og minnast þess, að hann ætti móður, sem gæti ekki afborið það, að neitt illt henti hann. Laugardagsmorgun einn fékk hún bréf frá Paul, og í því stóð, að hann myndi ekki koma heim um helgina, þar sem nokkrir kunningjar hans hefðu boðið hon um með sér í skemmtiferð. Hún var kvalin af hugarangri og áhyggjum allan sunnudaginn, eins og hún byggist við, að eitt- hvað skelfilegt myndi koma fyr- ir, og hún gat ekki setið á sér lengur en til fimmtudags. Þá lagði hún af stað til Havre. Hann virtist einhvern veginn breyttur, þótt hún gæti ekki fyllilega gert sér grein fyrir, í hverju breytingin væri fólgin. Hann var örari í skapi en venjulega, og málrómur hans virtist dýpri en áður. Allt í einu sagði hann ofur rólega og blátt áfram, rétt eins og ekkert væri sjálfsagðara: „Heyrðu, mamma, það er bezt að segja þér það núna, fyrst þu ert á annað borð komin hingað, að ég kem ekki heim að Espilundi á sunnudaginn kemur. Við ætlum að fara í aðra skemmtiferð".' Hún var þrumu lostin af undr un, rétt eins og hann hefði skýrt henni frá fyrirhugaðri Ameríkuferð. Að síðustu gat hún stunið upp: „Ó, Poulet, hvað am- ar að þér? Segðu mér, hvað um er að vera“. ajlltvarpiö Þriðjudagur 26. apríl 8.00—10.20 Morgunútvarp (Bæn — 8.05 Morgunleikfimi. — 8.15 Tónleikar. — 8.30 Fréttir. — 8.40 Tónleikar. — 10.10 Veðurfregnir). 12.00 Hádegisútvarp. 15.00 Miðdegisútvarp. — 16.30 Veðurfr. 18.30 Amma segir börnunum sögu. 19.00 Þingfréttir. — Tónleikar. 19.40 Tilkynningar. 20.00 Fréttir. 19.25 Veðurfregnir. 20.30 Daglegt mál (Arni Böðvarsson cand. mag.). 20.35 Utvarpssagan: ..Alexis Sorbas** eftir Nikos Kazantzakis; XI. (£r« lingur Gíslason leikari). 21.00 Kóratriði úr ítölskum óperum (Kór og hljómsveit San Carlo ó- perunnar í Napólí flytja.) 21.20 Erindi: Björnstjerne Björnson og Islendingar (Vilhjálmur Þ. Gísla- son útvarpsstjóri.) 21.45 Tónleikar: Lýrísk svíta op. 54 eft- ir Grieg (Sinfóníuhljómsveitin 1 Bamberg leikur; Edouard van Hemoortel stjórnar.) 22.00 Fréttir og veðurfregnir. 22.10 Iþróttir (Sigurður Sigurðsson.) 22.25 Lög unga fólksins (Guðrún Svaf- arsdóttir og Kristrún Eymunds- dóttir.) 23.20 Dagskrárlok. Miðvikudagur 27. apríl 8.00—10.20 Morgunútvarp (Bæn — 8.05 Morgunleikfimi. — 8.15 Tónleik- ar. — 8.30 Fréttir. — 8.40 Tónleik ar. — 9.10 Veðurfregnir. — 9.20 Tónleikar). 12.00 Hádegisútvarp. — 12.50—14.15 „Við vinnuna": Tónleikar af plötum. (13.30 „Um fiskinn"). 15.00—16.30 Miðdegisútvarp. 18.30 Utvarpssaga barnanna: „Sjórinn hennar ömmu" eftir Súsönnu Georgievskaju; VI. — sögulok. — Pétur Sumarliðason kennar þýðir og flytur). 18.55 Framburðarkennsla í ensku. 19.00 Þingfréttir. — Tónleikar. 19.25 Veðurfregnir. 19.40 Tilkynningar. 20.00 Fréttir. 20.30 Daglegt mál (Arni Böðvarsson cand. mag.). 20.35 Hæstaréttarmál (Hákon Guð- mundsson hæstaréttarritari). 20.55 Tónleikar: Fiðlusónata nr. 3 í c- moll op. 45 eftir Grieg (Josef Suk leikur á fiðluna, Josef Hála á pfanó). 21.20 „Ekið fyrir stapann**, leiksaga eftir Agnar Þórðarson, flutt undir stjórn höfundar; X kafli. — Sögu- maður: Helgi Skúlason. Leikend- ur: Ævar R. Kvaran, Herdís Þor- valdsdóttir, Bryndís Pétursdóttir, Anna Guðmundsdóttir og Hall- dór Karlssen. 22.00 Fréttir og veðurfregnir. 22.10 Ur heimi myndlistarinnar (Björn Th. Björnsson listfræðingur). 22.30 Djassþáttur á vegum Jazzklúbbs Heykjavíkur. 23.10 Dagskrárlok.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.