Morgunblaðið - 27.04.1960, Side 1
24 siður ocf Biirnale Jiók
Sendlnefnd íslands á Genfarráðstefnunni. Fremstir á myndinni eru ráðherrarnir Bjarni Benediktsson og Guðmundur I. Guðmundsson.
Bræðingstillaga Kana da og Bandarikjanna
Féll á atkvæði íslands
Hinum sögulega órétti bægt frá
Tillögur íslands hlutu
25 og 24 atkvæði
Frá atkvæðagreiðslurmi á Genfarráð-
stefnunni i gær — Rábstefnunni lokið
Einkaskeyti til Mbl. frá Þorsteini Tliorarensen.
Genf, 26. apríl.
A U urðu úrslit atkvæðagreiðslu hér á ráðstefnunni í
" morgun, að bræðingstillaga Bandaríkjanna og Kanada
fékk ekki nægan meirihluta. Með henni greiddu atkvæði 54
þjóðir, 28 voru á móti, en 5 sátu hjá. — Arthur Dean, fulltrúi
Bandaríkjanna, gerði örvæntingarfulla tilraun til að bjarga
málinu við með því að óska eftir annarri atkvæðagreiðslu
um tillöguna, en þegar leitað var atkvæða um það, hvort
leyfa bæri slíkt, náðist ekki heldur nægur meirihluti, 50 voru
með, 29 á móti, en 8 sátu hjá. í bæði skiptin var fulltrúi eins
ríkis fjarverandi, fulltrúi Líbanons. — Þannig skorti aðeins
1 atkvæði til að „bræðingurinn" næði tilskildum meirihluta
— og getum við íslendingar vel litið svo á, að þarna höfum
við ráðið úrslitum.
lögu Brazilíu, Kúbu og Úruguay
um forgangsrétt strandríkis utan
almennrar fiskilögsögu, og sömu-
leiðis hefðu þeir náð stuðningi
Afríkuríkja með því að tryggja
framgang tillögu Eþíópíu, Líber-
íu og Ghana um tækniaðstoð, en
talið er að samhliða þeirri til-
lögu, sem aðeins var áskorunar-
tillaga, hafi Bandaríkin heitið
bak við tjöldin fjárfram-
lögum til tækniaðstoðar. —
Ræða Deans var löng og frá-
munalega leiðinleg, sviplaus og
„ódiplómatísk“. Aðeíns á einum
stað hóf ræðan sig upp úr skýrslu
lestrinum, en einmitt sá kafli
verður nú kaldhæðnislegur, eftir
að úrslitin eru kunn. Þar sagði
Dean:
— Ég trúi því, að við ná<um
samkomulagi við atkvæða-
greiðsluna í fyrramálið, því
að meirihluti fulltrúa mun
fylgja anda sátta og sanngirni.
Atkvæðagreiðslan mun verða
merkilegur áfangi í alþjóða-
lögum og í því að setja niður
deilur með þjóðum, með þolin
mæði og friðsamlegri mála-
miðlun. Það mun verða svar
til þeirra sem telja fundarsköp
Sameinuðu þjóðanna of stirð
og óþjál.
— ★ —
Þá skoraði Dean margsinnls i
fundarmenn að fella báðar tillög-
ur íslands og sagði, að hin ágæta
tillaga Brazilíu, Kúbu og Urug-
uays mundi koma í staði.nn. —
En sannleikurinn er sá, að hún
nefði ekki komið íslendingum að
notum, því að munurinn er sá,
að samkvæmt íslenzku tillögunni
heíði viðkomandi ríki fyrst lýst
yfir forréttindum sínum, síðan
hefði málið farið til sérfræðinga-
nefndar — en samkvæmt hinní
tillögunni hefði það fyrst þurft
að fara fyrir sérfræðinganefnd
og ríkið því aðeins fengið forrétt-
indin, að nefndin gæfi leyfi til
þess. A þessu er reginmunur.
Framh. á bls. 2
Þökkum sendinefnd okk-
ar á Genfarráðstefnunni
störf sin af festu og lagni
Bitur ósigur
Þessar atkvæðagreiðslur eru
sérstaklega bitur og mikill ó-
sigur fyrir Arthur Dean, sem
síðastliðinn hálfan mánuð
hefur haft alla utanríkisþjón-
ustu Bandaríkjanna á bak við
sig í stórkostlegri herferð fyr-
ir bræðingistillögunni. Þegar
ég talaði við hann strax eftir
atkvæðagreiðslu, var hann
niðurdreginn mjög og skýrði
ósigurinn svo, að fjögur ríki
hefðu breytt afstöðu sinni síð-
an í gærkvöldi. Hefðf það ráð-
ið úrslitum. Hann sagði, að
Chile hefði lofað að sitja hjá,
en greitt atkvæði á móti,
Ekvador lofað að greiða at-
kvæði með, en greitt á móti,
Japan lofaði að greiða at-
kvæði með, en setið hjá og
Filippseyjar sömuleiðis.
Sigurvissa — léleg ræða
Næturfundurinn í gær stóð til
kl. langt gengin eitt. Var eftir-
tektarvert hve Engilsaxar voru
hróðugir og virtust vissir um sig-
ur sinn. Andstæðingar þeirra
virtust einnig vonlausir um að
fá stöðvað bandarísk-kanadísku
tillöguna, og lýstu nú margir því
yfir, að þeir myndu ekki undir-
rita neitt samkomulag á grund-
velli þeirrar tillögu ef samþykkt
yrði.
Hægra megin við blaðastúk-
una í fundarsal sat hópur full-
trúa brezkra útvegsmanna. Voru
þeir með langa lista, og reiknuðu
út hvernig atkvæði mundu falla.
Virtust þeim tölur benda til þess,
að 56 greiddu bræðingstillögunni
atkvæði og um 25 á móti.
Hin langa ræða, sem Dean
flutti í nótt, sýndi einnig þessa
sigurvissu, en persónulega gæti
ég trúað því, að hafi þeir bræð-
ingsmenn tapað nokkru, þá hafi
það verið vegna þeirrar ræðu,
sem var full af hroka — eins og
Dean teldi sig stjórna allri ráð-
stefnunni. Það kom fram í ræðu
hans að hann og menn hans hefðu
nóð á sitt band Suður-Ameríku-
ríkjunum með því að styðja til-
Hún vann
ÍSLENZKA þjóðin þakkar
sendinefnd sinni á Genfarráð-
stefnunni áigæta og drengilega
forystu og baráttu fyrir mál-
stað íslands. Niðurstöður ráð-
stefnunnar sanna, að sendi-
nefndin hefur hagað málflutn
ingi sinum af hyggindum og
árvekni. Það sést m. a. af því,
hve mikið fylgi tókst að fá
við tillögu hennar um að und-
anþiggja ísland hinum sögu-
Iega rétti.
Mikill sigur fyrir
íslenzku þjóðina
Enda þótt sú tillaga næði
ekki samþykki naut málstað-
ur íslands svo ríkrar samúðar,
að bræðingstillagan, sem Bret-
ar höfðu lýst fylgi sínu við
féll einmitt á atkvæði íslands.
Er það vissulega mikill sigur
fyrir íslenzku þjóðina. Má
segja að sendinefnd okkar hafi
haft forystu um andstöðuna
við hinn sögulega órétt, sem
Bretar settu allt sitt traust á.
Ofurkapp bræðings-
manna
Sú staðreynd verður ekki
sniðgengin að lagt var ofur-
kapp á að afla bræðingstillögu
Kanada og Bandaríkjanna
fylgis. Bretar gerðu íslending-
um einnig á síðustu stundu
lilboð um frekari takmark-
anir á hinum sögulega rétti.
En aendinefnd íshmds hélt
fast við stefnu sína um óskor-
uð 12 mílna fiskveiðitakmörk.
Brugðust á örlag-
astundu
íslenzkur almenningur á
hinsvegar bágt með að skilja
það, að tveir menn í sendi-
nefnd íslands, þeir Lúðvlk
Jósefsson og Hermann Jónas-
son skyldu rjúfa einingu sendi
nefndarinnar á örlagastundu
og neita að vera með í flutn-
ingi breytingartillögunnar um
að hinn sögulegi réttur skyldi
ekki gilda gagnvart íslandi og
öðrum Iöndum, sem eiga af-
komu sína og efnahagsþróun
algerlega komna undir fisk-
veiðum. Sú ráðabreytni þeirra
gat hæglega orðið til þess að
gera aðstöðu okkar erfiðari.
Af festu og lægni
En aðalatriðið er nú, að
meirihluti sendinefndarinnar
hélt á málstað fslands af festu
og lægni. Þess vegna benda
nú allar líkur til þess að við
stöndum miklu sterkari eftir
ráðstefnuna en fyrir hana.
Um úrslitin í Genf er rætt
nánar í forystugrein blaðsins
í dag.