Morgunblaðið - 27.04.1960, Qupperneq 3
Miðvikudagur 27. apríl 1960
3
„Hvetur mig
SUNNUDAGINN 24. þ.m. fór
fram verðlaunaafhending fyr-
ir beztu frímerkjasöfnin á
frímerkjasýningu Æskulýðs-
ráðs Reykjavíkur. Eins og
skýrt hefur verið frá gaf Morg
unblaðið 1. verðlaun fyrir
bezta íslenzka frímerkjasafn-
ið á sýningu þessari - Lindner
frímerkjaalbúm í vönduðu
skinnbandi.
Verðlaunin hlaut 13 ára
gamall drengur, Matthías Martt
híasson, Barmahlíð 47.
Blaðamaður Mbl. hitti Matt-
hías að máli og spjallaði stund
arkorn við hann.
— Hvenær byrjaðirðu að
safna frímerkjum, Matthías?
— Það er langt síðan - þeg-
ar ég var sjö ára.
— Hvert var tilefnið?
— Ég veit það varla —
kannski áhrifagirni. Það voru
allir strákar að þessu, næst-
um allir. Þá datt mér í hug
að ég gæti alveg eins gert það.
— Safnaði engin heima hjá
þér?
— Nei, ég er sá eini í fjöl-
skyldunni sem betur fer.
— Af hverju sem betur fer?
— Þá þarf ég ekki að rífast
við neinn um frímerki á bref-
um, sem berast heim.
— Áttu mörg systkin?
— Þrjú. Tvær stelpur 18 og
19 ára. Þær safna bara eyrna-
lokkum og svoleiðis drasli. —
Svo á ég tveggja ára bróður
— hann safnar engu.
— Safnarðu nokkru öðru en
frímerkjum?
— Já, peningum.
— Ætlarðu að verða ríkur.
— Þetta eru bara smápen-
ingar, sem ég safna, einseyr-
ingar, tvíeyringar fimmeyr-
ingar - og núna fyrir skömmu
fór ég líka að safna krónum
og túköllum.
— Notarðu þá i „hark“?
— Nei, ég safna þeim vegna
ártalanna. Það eru til 65 mis-
munandi ártöl á einseyringum
og tvíeyringum. Eftir því hve-
nær þeir eru gefnir út.
— Hvað áttu mörg ártöl?
— Milli 40—50. •
— Én hvað áttu mörg frí-
merki?
— Milli 6 og 7 þúsund.
— Hvað margar tegundir?
— Það eru til eitthvað um
til að halda áfram”
SpjaUað við verðlaunahafa í frímerkjasofnun
600 tegundir islenzkra frí-
merkja — mig vantar 120 teg-
undir, en það eru líka dýrustu
og fágætustu tegundirnar —
sum kosta 4000 krónur.
— Hvað áttu mest af hverri
tegund?
— Eitthvað rúm tvö hundr-
uð. —
— Hvað er verðmætasta frí
merkið þitt dýrt?
— Um hundrað krónur.
— Jæja, fannst þér gaman
að fá verðlaunin?
— Ég átti ekki von á því,
og það hvetur mig til að halda
áfram, en hætta ekki eins og
margir gera, þegar þeir full-
orðnast. Öllum heima fannst
gaman að ég skyldi fá þau —
eins gaman og mér sjálfum.
— Heldurðu nú ekki samt
að þú hættir, þegar þú giftir
þig?
— Það er svo langt þangað
til — og ekki gott að segja
nema ég verði þá líka farinn
að safna fuglsfjörðum eins og
ég sá í Mogganum að einhver
strákur í útlöndum gerir. —
Hann átti eitthvað um 14
milljónir.
— Það hlýtur að verða nóg
í hatt á konuna. ,
— Það fer eftir því hvað
hún vill eiga marga.
STAKSltlHAR
Ágreiningur
Hermanns og Eysteins
Það er nú greinilegt orðið, aVÍ
þá Hermann Jónasson og Eystein
Jónsson hefur greint mjög á um
afstöðuna til vinnubragða í Genf.
Eysteinn Jónsson lýsti því yfir á
Alþingi í fyrradag að ómögulegt
væri að dæma um afstöðuna í
Genf o grétt væri að bíða nni
nánari upplýsingar lægju fyrir
um hana.
Þjóðviijinn skýrði frá þessari
yfirlýsingu Eysteins Jónssonar i
gær og komst í því sambandi að
orði á þessa leið:
„f gær gerðust þau furðulegu
tíðindi á þingi, að Eysteinn Jóns-
son lýsti yfir því, að Framsókn-
arflokkurinn gæti ekki tekið
neina afstöðu til ágreiningsins í
Genf, þar sem hann skorti rök í
málinu og vildi fiokkurinn ekki
taka þátt í neinum deilum á þessu
stigi málsins! Daginn áður hafði
formaður Framsóknarflokksins,
Hermann Jónasson, borið fram
skýr og fullgild rök í Tímanum
fyrir þeirri afstöðu sinni að vera
á móti því að islenzka sendinefnd
in flytti tillögu um undanþágu
okkur tii handa“.
Lýsa stuðningi við
samkomulagið um búvöru
verðið
Stjórn Búnaðarsambands Suð-
ur-Þingeyinga boðaði nýlega til
almenns bændafundar innan sam
bandsins til þess að ræða ráðstaf-
anir ríkisstjórnarinnar í efna-
hagsmálum. Á fundi þessum var
meðal annars samþykkt með sam
hljóða atkvæðum svohljóðandi
tillaga:
Bilið milli tækni- og verk-
frædimenm'unar of breitt
segir G.E. Ljungberg, serri ræbir um
ronnsóknarmál á íslandi á fundi i kvöld
ÞANN 3. apríl sl. kom hingað til
lands á vegum Félags ísl. iðnrek-
enda og Iðnaðarmálastofnunar ís
lands Siv. ing. G. E. Ljungberg,
aðstoðarframkvæmdastjóri við
Ingeniörsvetenskapsakademien í
Stokkhólmi. Verkefni hans var
að gera athuganir á þörfum iðn-
aðarins fyrir rannsóknarstarf-
semi á íslandi. Á þessum tima,
sem hr. Ljungberg hefur dvalizt
hér, hefur hann kynnt sér opin-
berar rannsóknarstofnanir og
rannsóknarstörf ýmissa iðnfyrir-
tækja, skoðað verksmiðjur og
rætt við forstjóra þeirra til að
kynnast aðstæðum iðnaðarins hér
á landi i þessum efnum.
Of fáir iðnfræðingar
Að loknum athugunum sínum
við þörf iðnfyrirtækja fyrir sér-
menntaðan vinnukraft og rann-
sóknarstarfsemi, sagði hr. Ljung-
berg blaðamönnum í gær, að
hann teldi að íslendingar gætu
verið imægðir með iðnað sinn,
þegar tekið væri tillit til þess hve
þjóðin væri fámenn og náttúru-
auðæfi af skornum skammti. En
sér virtist að bilið milli tækni-
menntaðra manna væri of breitt.
Hér væru greinilega of fáir með
sérþekkingu, sem krefðist styttri
námstíma en íslenzkir verkfræð
ingar. Sagði síðan:
Ekki þörf vísindalegrar rann-
sóknarstarfsemi.
— Ég álít, að hin íslenzku fyr-
irtæki þarfnist fyrst og fremst
þekkingar á hinni skipulagslegu
hlið rekstrarins, þ.e.a.s. verk-
skipulagningu, meðferð hráefna
og almennra athugana á vinnu-
iðferðum. Það mundi gefa meiri
Siv. ing. G. E. Ljungberg
(Ljósm.: Þórir H. óskarss.)
og betri framleiðsluvöru og gera
vinnuna auðveldari fyrir iðn-
verkafólkið. Hinsvegar þarfnast
fyrirtækin almennt séð ekki rann
sóknarstarfsemi í þessa orðs eig
inlegu merkingu.
Samvinnu við erlendar stofn-
anir eða erlend fyrirtæki álít ég
mikilvæga fyrir mörg íslenzk
fyrirtæki. Við verðum að hafa
hugfast, að jafnvel vörur, sem er-
lendis eru framleiddar af stór-
fyrirtækjum með mörg þúsund
starfsmönnum, eru framleiddar
af smáfyrirtækjum á íslandi.
í nokkrum tilfellum hafa fyrir
tækin náð allgóðum árangri á
tæknilega sviðinu. En eins og ég
hefi tekið fram álít ég ekki að
íslenzk fyrirtæki þarfnist veru-
lega visindalegrar rannsóknar-
starfsemi.
Auk þess sem ég hefi áður
UTANRÍKISRÁÐHERRAR
Norðurlanda héldu með sér íunu
í Helsingfors dagana 25. og 26.
apríl. Utanríkisráðherra íslands
gat ekki komið því við að sækja
fundinn, en í hans stað sátu fund
inn fyrir íslands hönd þeir Thor
Thors sendiherra, fastafulltrúi
íslands hjá Sameinuðu þjóðun
um, og Magnús V. Magnússon,
sendiherra íslands í Finnlandi
A fundinum voru rædd við-
horf í alþjóðamálum, einkum af-
vopnunarmálin, sem öll Norður-
lönd vilja beita sér fyrir. Einnig
voru rædd viðskiptamál í 3am-
bandi við breytingar á skipulagi
Efnahagssamvinnustofnunar Ev
rópu og eflingu hennar. Þá voru
rædd ýmis mál, sem verða a dag
skrá næsta allsherjarþings Sam-
einuðu þjóðanna. Ráðherrafund-
urinn lýsti einróma ánægju
sinni yfir framboði Thors Thors
sendiherra til forsetakjörs á
næsta allsherjarþingi og hétu
allir ráðherrarnir stuðningi við
’íramboð hans.
Næsti fundur utanríkisráð-
sagt um nauðsyn þekkingar á
skipulagningu fyrirtækisins og
sambönd við erlend fyrirtæki,
má bæta því við, að við verðum
að hafa hugfast að Vestur-Evrópa
er nú ,eftir aldagamla skiptingu í
smáríki, á leiðinni til sameining-
ar, þar sem hin sérstöku ríki
verða að líta á sig eins og héruð í
stórri heild. Hefur tækniþróunin
knúið fram þessa sameiningu.
Hr. Ljungberg heldur fyrirlest-
ur á sameiginlegum fundi FÍS
og Verkfræðingafélags íslands
um rannsóknarmál á íslandi í
kvöld kl. 8,30 í Framsóknarhús-
inu. Hann heldur heimleiðis n.k.
laugardag.
herra Norðurlanda mun verða
haldinn í Ósló að hausti.
(Frá utanríkisráðuneytinu)
Fyrirlestur
í háskólauum
PRÓFESSOR Ralph Turvey,
prófessor í hagfræði við háskól-
ann í London (London Sohool of
Economics), er staddur hér í boði
Háskóla íslands og British
Council.
Prófessor Turvey mun flytja
tvo fyrirlestra í háskólanum, og
verður fyrri fyrirlesturinn
fluttur í dag, miðvikudag 27.
apríl kl. 5,30 e.h. og nefnist hann
„Budget Policy in Britain“ Síð-
ari fyrirlesturinn verður fluttur
föstudaginn 29. apríl kl. 5.30 og
nefnist hann „A New Approach
to Interest Theory“.
Fyrirlestrarnir verða fluttir í
I kennslustofu háskólans, og er
öllum heimill aðgangur.
Norðurlöndin öll
styója Thor Thors
„Fundurinn lýsir fullum stuðn-
ingi sinum við samkomulag, er
náðist í vetur milli framleiðenda
og neytenda um nýjan verðgrund
völl landbúnaðarvara og breyt-
ingar þær á lögum um fram-
leiðsluráð, er nú hafa verið sam-
þykktar á Alþingi um fulla verð-
tryggingu á útflutta búvöru“.
Óhætt mun að fullyrða, að af-
staða bænda til samkomulagsins
um búvöruverðið muni almennt
vera þessi. Bændur telja að ríkis-
stjórninni, og þá fyrst og fremst
landbúnaðarráðherra hafi farn-
azt mjög vel í forystu sinni um
þetta samkomulag. Það er al-
menn skoðun bænda, að það sé
mjög mikils virði fyrir þá að góð
samvinna hefur á ný tekizt milli
fulltrúa neytenda og framleið-
enda um ákvörðun búvörmverðs-
ins. —
Þessi þingeyski bændafundur
lýsti sig hins vegar andvígan
efnahagslöggjöf ríkisstjórnarinn-
ar. En hvergi örlar þó í samþykkt
um fundarins á neinni ábend-
ingu um það, hvað þingeyskir
bændur telji að gera hefði átt í
þessum málum. Við það er látið
sitja að gagnrýna viðreisnarað-
gerðir ríkisstjórnarinnar. Sannast
hér enn, að hægara er um að tala
en í að komast. Það er auðveld-
ara að gagnrýna og rífa niður en
að benda á sjálfstæðar leiðir til
úrbóta út úr þeim vanda, sem
vinstri stjórnin leiddi yfir þjóð-
ina.
Athafnasamt þing
Það er almenn skoðun þjóð-
arinnar, að það Alþingi, sem
nú situr að störfum hafi ver-
ið mjög athafnasamt. Á sú skoð-
un við fyllstu rök að styðjast. Á
þessu þingi hefur verið unnið
mikið. Ríkisstjórnin hefur haft
forystu um víðtækar viðreisnar-
aðgerðir. Hún hefur jafnframt
gert ráðstafanir til þess að koma
á athafna- og viðskiptafrelsi og
haft forystu um verulegar um-
bætur í skattamálum. Er þá að-
eins minnzt á nokkur þeirra stór-
mála, sem ríkisstjórnin hefur þeg
ar beitt sér fyrir.