Morgunblaðið - 27.04.1960, Side 8

Morgunblaðið - 27.04.1960, Side 8
8 MORGVNBLAÐIÐ Miðvikudagur 27. aprfl 1960 Nokkrir Fulbright-styrkþegar. Gerður Jóhannsdóttir stendur þriðja frá vinstri. Skólar kenna ungum stúlkum barnauppeldi Rætt v/ð Gerð/ Jóhannsdóttur, húsmæbrakennara Enn um netatjón Grindavíkurbáta TOíGFRÚ Gerður Jóhannsdóttir er fyrir skömmu komin til lands- ins eftir sex mánaða námsdvöl í Bandaríkjunum. Fréttamaður hitti hana að máli og bað hana að svara nokkrum spurningum varðandi förina vestur um haf. Varð hún góðfúslega við þeim tilmælum. Hver voru tildrög ferðarinn- ar? Ég hlaut Fulbright-styrk til sex mánaða náms- og kynnis- dvalar í Bandaríkjunum. — Við vorum fjögur frá íslandi, sem styrkinn hlutum að þessu sinni Og urðu samferða vestur um haf hinn 27. ágúst sl., en ég kom heim 2. marz sl. — Hvar hafðirðu aðal bækistöð þína vestra? — í þrjá mánuði stundaði ég nám við hús- mærðakennaradeild háskólans í Carbondale i Illinoisfylki. Hvernig er slíkum námskeið- um hagað? — Það er ekki ætl- azt til, að maður stundi einvörð- ungu skólanám, heldur er annar megintilgangurinn að kynnast amerísku þjóðlífi, heimsækja skóla og hvers konar opinberar stofnanir. — Auk þess er miðað að því að efla skilning og skapa vináttutengsl þjóða milli. Það féll oft í minn hlut að veita upp- lýsingar í ýmsum greinum um land mitt og þjóð. Mætti frábærri gestrisni. Hafðirðu tækifæri til að kynn- ast amerísku heimilislífi? Bæði meðan á námskeiðinu stóð og eins að því íoknu á ferða lagi gegnum þver Bandaríkin þáði ég heimboð hjá fjölda mörg- um fjölskyldum, og mætti ég hvarvetna frábærri gestrisni og ógleymanlegri vinsemd. f þessum heimSóknum á einkaheimili fannst mér alveg sérstaklega ánægjulegt að tala við bandarísk börn. Mörg þeirra voru beinlínis búin að búa sig undir það, að mæta íslendingi og höfðu jafnvel á takteinum spurningalista varðandi eitt og annað, sem þau höfðu áhuga fyr- ir að fræðast um. Amerískir for- eldrar líta á það sem fræðslu- og uppeldisatriði, að börn þeirra fái að komast í snertingu við fuil trúa annarra þjóða. Virtist þér hibýlaprýði á einka heimilum þar vestra í svipuðum stíl og hjá okkur? — Öll þau heimili, sem ég kom á voru fal- leg og búin nýtízku þægindum«og heimilistækjum. Tæplega mun jafn algengt og hjá okkur að hafa safn góðra bóka og fögur listaverk á veggjum. Og ekki minnist ég þess að hafa séð banda rísk heimili prýdd fagurri handa vinnu húsmóðurinnar, en segja má, að slíkt sé eitt áf aðalsmerkj- um íslenzkra heimila. — Flestar húsmæður þar vinna utan heim- ila sinna og gefst því takmark- aður tími til handavinnu og heim ilisiðnaðar. En ég legg ríka áherzlu á það, að heimili þau, sem ég kynntist, voru blæfögur og stilhrein, og bandariskar húsmæður kunna einkar vel að taka hlýlega á móti gestum sínum og láta þeim líða vel og gera þeim komuna eftir- minnilega. Meðal íslendinga. Hittirðu marga íslendinga bú- setta vestan hafs? Meðan ég var um kyrrt í Car- bondale, hitti ég enga íslendinga, en eftir að ég tók að ferðast um, má segja, að ég hafi hitt íslend- inga á hverjum viðkomustað. Ég minnist með sérstaklega hlýjum huga þeirrar ástúðar, sem þeir auðsýndu mér. — Af allri þeirra góðvild er mér þó ef.til vill efst í huga, þegar mér var boðið á fund vestur-íslenzkra kvenna í Seattle. Þar kynntist ég mörg-, um konum, sumar eru jafnvfe. fæddar vestra, en af íslenzkum foreldrum, en aðrar höfðu flutzt barnungar að heiman, en þó töl- uðu þessar konur kjarngóða ís- lenzku og sumar meira að segja með greinlegum norðlenzkum málblæ. — Gafst þér tækifæri til að sækja opinbera hljómleika, leik- hús eða söngleikhús í Bandaríkj- unum? — Ég var sífellt á ferð og flugi eða algjörlega bundin við nám, en stopulum tómstund- um var að langmestu leyti ráð- stafað til hverskonar heimboða. En þrátt fyrir þetta hafði ég eitt sinn tækifæri til að hlýða á hríf- andi barnakór þýzkan, sem var í söngför um Bandaríkin. Ég sé, að þið Krustjoff hafið verið að spóka ykkur samtímis í Bandaríkjunum. Bar hann nokkru sinni fyrir augu þín? Já, ég held það nú, ég sem stóð í tvo klukkutíma í steikjandi hita til að sjá hann aka um aðal- götur Washingtonborgar. Er mér óhætt að fullyrða, að ekkert var ofmælt um það í íslenzku blöð- unum, að móttökur Washington- búa hefðu einkennzt af tómlæti. Þú hefur auðvitað kynnzt sjón varpi á ferð þinni vestur? Ein spurning, sem fyrir mig var lögð hvarvetna var þessi: „Hafið þið ekki sjónvarp á fslandi?" Að fenginni reynslu í Bandaríkun- um af sjónvarpinu svaraði ég allt Gerður Jóhannsdóttir. af á sömu leið: Nei, hamingjunni sé lof. — Við höfum ekkert sjón- varp og engan tíma aflögu til að sinna slíkn. Húsmæðrafræðslan. Svo komum við að kjarna máis ins. Kynntist þú nokkrum mikils verðum nýjungum í sérgrein þinni? — Þetta er nú eiginlega samvizkuspurning. En því er til að svara, að í Bandarikjunum eru ekki húsmæðraskólar í því formi, sem tíðkast hérlendis, þótt húsmæðrafræðslan standi þar vestra á mjtig háu stigi og hún sé afarfjölbreytt bæði í gagn- fræðaskólum og verknámsskói- um. — Mér fannst það sérstak- lega athyglisvert hversu ríka áherzlu skólarnir leggja á það að Hr. ritstjóri. Hinn 20. apríl sl. eru í blaði yðar og fleiri dagblöðum Reykja víkur fréttir af hinu mikla veið- arfæratjóni, sem Grindavíkurbát ar urðu fyrir aðfaranótt föstu- dagsins langa og aðfaranótt laug ardagsins fyrir páska. Þar sem ég er einn formanna í Grindavík, er fyrir hvað mestu veiðarfæratjóni varð, vil ég leyfa mér að geta nokkurra staðreynda í þessu máli, og það ekki sízt vegna þess, hve mjög er hall- að réttu máli í fréttaflutningi af atburði þessum. Ég mun vera sá, er fyrstur lagði net mín á þessari vertið á svæði það, er veiðarfæratjónið átti sér stað á, og það gerði ég hinn 28. marz sl., og hafði þau þar óslitið þar til togararnir hirtu þau. Hinir Grindavíkur- bátarnir fluttu sig síðan á þetta svæði næstu daga og voru all- flestir komnir þangað hinn 10. apríl. í blaðaskrifum er haldið fram, að bátarnir hafi ætlað að flæma kenna ungum stúlkum barna- uppeldi bæði með bóklegi'i fræðslu og einnig á þann hátt að gefa nemendum tækifæri til að umgangast börnin í sérstökum leikskólum, þar sem nemendurn- ir blanda geði við börnin í leik og starfi eftir leiðbeiningum kennaranna. Viltu að síðustu geta um nokk- uð sérstakt varðandi kynni þín af Bandaríkjunum? — Að ýmsu leyti öðlaðist ég nýjan skilning á Bandaríkjunum, þjóðlífi og menningu. Ég kynntist því af eigin raun, að menningarlíf þeirra er allt annað en það, sem bandarískar kvikmyndir gefa hugmynd um. — Mér fannst það einnig ósegjanleg ánægja að fá þetta einstæða tækifæri til að kynnast fólki af alls konar þjóð- ernum. — A þessum sama Ful- brightstyrk og ég hlaut voru ná- lega fimm hundruð manns frá sjötíu og fjórum þjóðum. Bandarískt fólk er frjálslegt í framkomu, vinsamlegt og skyldu rækið. — Trúar- og kirkjulíf er þar mjög blómlegt og traust og þykir það alveg sjálfsagt, að hver og einn fari reglulega í kirkju á hverjum sunnudegi. — Öll kristindómsfræðsla barna er þar í höndum kirkjunnar, en ekki skólanna eins og hér hjá okkur. Fylgdu nokkrar sérstakar kvað ir námsstyrknum? Mér var gert að skyldu að hlýða nákvæmlega settum regl- um bæði varðandi námskeiðið og námið þar og einnig að fylgja fastri áætlun í öllu ferðalaginu. — En auk þess þurfti ég svo að lokum að skila ýtarlegri skýrslu um nám mitt og ferðalag þar vestra. Laugarvatni, 24. marz 1960 Þórður Kristleifsson. vesalings togarana í burtu af miðunum, þar sem þeir hefðu stundað veiðar um langan tíma og ættu því allan rétj;. En sannleikurinn er sá, að á þessu svæði var enginn togari fyrstu dagana, sem bátarnir lögðu net sín þar. Það er fyrst aðfaranótt miðvikudagsins 13. apríl, sem togarnir koma inn á netjasvæði bátanna. Því þegar bátarnir koma að netjum sínum á miðvikudagsmorguninn sjá þeir hvar togararnir eru á veið- um inn um netin og toga jafnvel yfir netjatrossurnar. Átti ég þá tal við skipstjórann á bv. Ing- ólfi Arnarsyni um að aðfarir þessar væru mjög hættulegar, en hann tjáði mér að þetta væri í bezta lagi, þar sem hann væri með flottroll og trollið væri svo ofarlega í sjónum, að það gæti alls ekki tekið niður í netin. Er sú skoðun meðal togaramanna, að það sé allt í lagi með að toga yfir netjatrossur með flottrolli. Skýrði ég þá skipstjóranum frá því, að á hverri netjatrossu væru tvær uppistöður og ef troll ið eða trollhlerarnir lentu á þeim og slitu þær, þá væru netin töpuð. Þess skal getið að skip- herrann á varðskipinu Ægi fylgdist með orðaskipum þess- um. Eftir þetta færðu bátarnir netjatrossurnar meira saman og komu betra skipulagi á svæðið, því þeim var ljós hættan, sem af togurunum stafaði. Þess skal einnig getið, að fyrstu dagana sem netin voru á þessu umrædda svæði var afli lítill, en fór vaxandi er líða tók nær páskum. Fylgdust togararn- ir vel með fiskigögnunni og bók- staflega eltu fiskinn í netjatross urnar, enda þótt þeim væri vel kunnugt um legu þeirra, þar sem varðskipið Ægir var búið að til- kynna þeim hvar netjasvæðið væri. Það er hörmulegt til þess að vita, að á meðan ráðstefnan um réttarreglur á hafinu stendur sem hæst í Genf, skuli íslenzkir togaraskipstjórar gera sér leik að því, að sniðganga lög og rétt innan íslenzkrar lögsögu. Og á meðan íslenzka sendinefndin á ráðstefnunni er að reyna að af- sann að nokkur sögulegur rétt- ur sé til um fiskveiðar, þá rísa íslenzkir togara- skipstjórar upp til handa og fóta og krefjast sögulegs réttar inn- an 12 mílna veiðilögsögunnar. — Þarna fékk Bretinn góða banda- menn. íslenzku togaramir eru líka þeir einu auk Bretans, sem sýnt hafa yfirgang og virðingar- leysi fyrir rétti og eignum ann- arra innan 12 sjómílna mark- anna. Grindavík er smá þorp með að- eins rúma 700 íbvu, það á alla sína afkomu tengda aflabrögðum úr sjónum. En þrátt fyrir það var níðzt á Grindvíkingum þeg- ar grunnlínur voru dregnar og aftur þegar fiskveiðitakmörkin voru færð út í 12 sjómílur með því að leyfa íslenzku togurunum veiðar upp að 8 sjómílna mörk- um. Það er því krafa allra Grind- víkinga, að allir togarar verði færðir út fyrir 12 sjómílna fisk- veiðitakmörkin, enda mun það alls ekki vera hugmynd alls þorra íslendinga, að íslenzku tog ararnir eigi að keppa við smá- báta um þær fáu fiskigöngur, er koma upp á grunnmið. Með þökk fyrir birtinguna. Grindavík, 23. apríl 1960 Einar Símonarson

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.