Morgunblaðið - 27.04.1960, Síða 12

Morgunblaðið - 27.04.1960, Síða 12
12 MORCVNBLAÐIÐ Miðvik'udagur 27. apríl 1960 Utg.: H.f Arvakur Reykjavík Framkvæmdastjóri: Sigfús Jónsson. Ritstjórar: Valtýr Stefánsson (ábm.) Sigurður Bjarnason frá Vigur. Matthías Johannessen. Lesbók: Arni Óla, sími 33045. Auglýsingar: Arni Garðar Kristinsson. Ritstjórn: Aðalstræti 6. Auglýsingar og afgreiðsla: Aðalstræti 6. Sími 22480. Askriftargjald kr. 45.00 á mánuði innanlands. 1 lausasölu kr. 3.00 eintakið. ÚRSUTIN í GENF CJJALDAN eða aldrei mun ^ frétta frá alþjóðlegri ráð- stefnu hafa verið beðið með meiri eftirvæntingu hér á landi en fréttarinnar um úr- slit Genfarráðstefnunnar. ís- lenzka þjóðin á meira undir því komið en ftllar aðrar þjóðir, hvernig til tekst um vernd fiskimiða og ákvörðun fiskveiðitakmarka. — Síðustu daga var mjög tekið að óttast um það hér á landi, að bræð- ingstillaga Bandaríkjamanna og Kanada um 10 ára sögu- legan rétt innan 12 mílna fiskveiðitakmarka næði sam- þykki á ráðstefnunni með -% atkvæða, enda var það al- mennt álitið í Genf. En sem betur fór urðu úrslitin önnur. Bræðingstillagan féll. Hana vantaði eitt atkvæði til þess að ná % hlutum atkvæða á ráðstefnunni. Féll á atkvæði íslands Það, sem einna athyglis- verðast er fyrir okkur ís- lendinga í þessu sambandi er það, að þessi margrædda til- laga féll í raun og veru á at- kvæði íslands. Sendinefnd Is- lands hafði haft markvissn forystu í andstöðunni gegn hinum sögulega órétti. Hún hafði neitað öllum gylliboð- um Breta um afslátt frá ó- skertum 12 mílna fiskveiði- takmörkum. Seinast í gær- kvöldi bar Hare, fiskimála- ráðherra Breta, fram ósk um það, að íslenzka sendinefndin féllist á hinn sögulega rétt með svipuðum takmörkunum og Danir höfðu gengið inn á fyrir hönd Færeyinga. En ís- lenzka sendinefndin vísaði uppástungu f iskimálaráð - herra Breta að sjálfsögðu á bug. Þóttust hafa sterka aðstöðu Jafnframt neituðu Banda- ríkjamenn og Kanadamenn að fallast á breytingartillógu Islands um að hinn söguiegi réttur kæmi ekki til fram- kvæmda gagnvart þjóðum, sem ættu afkomu sína og efnahagsþróun að langsam- lega mestu leyti undir fisk- veiðum komna. Bræðings- menn þóttust hafa svo sterka aðstöðu að þeir þyrftu eitk- ert tillit að taka til óska ís- lendinga í þessum efnum. En hver sá sem heldur að hann standi gæti að ser að hann eigi falli. Það sann aðist áþreifanlega á flutn- ingsmönnum bræðingstil- lögunnar. Tillaga þeirra féll á atkvæði íslands og þar með má segja að önnur sjóréttarráðstefnan í Genf hafi að verulegu leyti far- ið út um þúfur. Undanhald Breta En ýmislegt þýðingarmikið hefur þó gerzt á þessari ráð- stefnu. Greinilegt er að Biet- ar voru þar á hröðu undan- haldi. Þeir höfðu nú gengið inn á hina upprunalegu til- lögu Kanadamanna um 12 mílna fiskveiðitakmörk, gegn því að halda „sögulegum rétti“ til þess að fiska á ytri sex mílunum í 10 ár, og auk þess boðið íslendingum mik- inn afslátt frá því. En niður- staðan varð sú, að hinn sógu- legi réttur beið algeran ósig- ur. — Auðsætt er orðið, að 12 mílna fiskveiðilandhelgi á yfirgnæfandi meirihluta fylgi að fagna meðal þeirra þjóða, sem ráðstefnuna sóttu. Þegar á allt þetta er Iit- ið geta íslendingar verið sæmilega ánægðir með ár- angur ráðstefnunnar. 12 mílna fiskveiðitakmörkin eru að sigra. Bretar drógu flota sinn til baka af Is- landsmiðum í þann mund er ráðstefnan hófst. Engum dettur í hug að þeir telji sér sæma að hef ja hernað- araðgerðir á' íslandsmiðum að nýju. Farsæl forysta sendi- nefndar okkar Að lokum er ástæða til þess að þakka sendinefnd ís- lands á Genfarráðstefnunni farsæla og dugmikla forystu og baráttu fyrir hinum ís- lenzka málstað. Ráðherrainii Bjarni Benediktsson og Guð- mundur í. Guðmundsson, sem landhelgismálið heyrir undir innan ríkisstjórnarinnar, hafa unnið þar mikið og vanda- samt starf, ásamt sérfræðing- unum, sem sæti eiga í nefnd- inni, þeim Hans G. Anderser sendiherra, Davíð Ólafssyni fiskimálastjóra og Jóni Jóns- syni fiskifræðingi. — Rikis- stjórnin í heild og flokkar hennar hafa einnig sýnt mik- inn einhug við alla meðferð málsins. Því miður báru fulltrúar stjórnarandstöðunnar í sendi- nefnd okkar ekki gæfu til þess að eiga samleið með oðr- um fulltrúum íslands þegar mest á reið á lokastigi ráð- stefnunnar. Eiga íslendingar áreiðanlega erfitt með að skilja þá ráðabreytni þeirra. UTAN UR HEIMI David Pratt vilcJi fá eiginkonuna til sin aftur — og hann hélt, að dr. Verwoerd og menn hans stæðu i vegi fyrir þvi — JJVERS vegna reyndi David Pratt, stórbóndinn suður- afríski, að ráða Hendrik Ver- woerd, forsætisráðherra, af dögum? — Verwoerd liggur enn í sárum sínum í sjúkra- húsi í höfuðborginni Pretoría —og árásarmaðurinn Pratt er í haldi, en mál hefir ekki verið höfðað gegn honum enn. Og fátt hefir komið fram um það, hvað lá að baki morðárás hans á forsætisráð- herrann. —• Hinir hvítu stjórnarsinnar segja, að Pratt sé geðveikur — og óneitan- lega virðist eftirfarandi frá- sögn benda til, að hann hafi ekki verið fyllilega heill á geðsmunum. En það, sem hér fer á eftir, er útdráttur úr frásögn, sem birtist í danska blaðinu BT hinn 22. þ. m.: Þess vegna skaut hann Um rúmlega átta ára skeið var Norman McEwan nágranni Da- vids Pratts — og þeir voru trún- aðarvinir. — Norman McEwan er ekki hið rétta nafn mannsins — ef hann gæfi það upp, mætti hann búast við hinu versta af hendi yfirvaldanna. Pratt skaut dr. Ver woerd af því að hann vildi fá konuna sína heim til sín aftur, að sögn McEwans. — Hann var þeirrar skoðunar, að forsprakkar hinnar illræmdu kynþáttastefnu stæðu eins og veggur milli sín og eiginkonunnar, sem hafði far- ið til Hollands. ★ ÞAÐ Á AÐ DREPA SLÍKA SLÁTRARA Nokkrum dögum áður en Pratt reyndi að myrða dr. Verwoérd, heimsótti McEwan hann. — Pratt sat við skrifborð sitt, en fyrir framan hann lá mynd af seinni konu hans með börnin þeirra tvö — og mynd af þremur ráðherrum ríkisstjórnarinnar. Til hægri á skrifborðinu lá skamm- byssa. — Þessir menn, sagði Pratt við McEwan og benti á ráðherrana, verða að deyja. Ef þeir deyja, kemur konan mín aftur. Þeir eru slátrarar — þeir hafa drepið Ifjölda manns, saklausa og varnar lausa svertingja. Þeir verða að deyja — Og hann hélt áfram: — ' Konan mín elskar mig enn — en hún vill ekki dveljast í landi, þar sem hvítir menn drepa svarta, hina réttlausu. Það á að drepa slíka slátrara. ★ ENGIN LAUSN Áður hafði Pratt sagt við vin sinn: — Ef ég dræpi nú Ver- woerd, heldurðu þá ekki, að allt mundi breytast til batnaðar hér í Suður-Afríku — hinir innbornu mundu ná rétti sínum, fá nóg að stárfa og góð menntunarskil- yrði? . . . Og ég vil fá konuna mína aftur! Hinn Örlagaríka dag, 9 apríl, þegar David Pratt gerði alvöru! úr hótunum sínum, áttu þeir vin- irnir enn tal saman: — Nú kemur konan mín brátt aftur, sagði Pratt. — Nú, hefirðu fengið bréf frá Hollandi? spurði McEwan. — Nei, en í kvöld mun hún fá að vita allt, og þá kemur hún tafarlaust. — Vita allt? — Já, vita allt — eins og þú ... bráðum. Fimm mínútum síðar drundu skotin. Hatur Davids Pratts hafði fengið útrás. — En morðtilraun hans var engin lausn á neinu. Dr Verwoerd dó ekki — og kona Pratts var kyrr í Hollandi. ★ PERSÓNULEGUR HARM- LEIKUR — HATUR Norman McEwan hitti David Pratt í fyrsta sskipti árið 1951. Á átta samvistarárum þeirra, kveðst hann hafa kynnzt Pratt :i:i: Myndin var tekin nokkrum sekúndum eftir að dr. Ver- woerd varð fyrir skotum Da- vids Pratts. sem aðlaðandi, vingjarnlegum og kurteisum manni. — McEwan kynntist hinum persónulega harmleik vinar síns — tveim mis beppnuðum hjónaböndum hans, ást hans á börnunum, flogaveiki- köstum hans .... samúð hans og meðaumkun með hinum undirok- uðu negrum — hatri hans til hinna hvítu stjórnarherra og fylgjenda þeirra. Á síðustu árum ásótti sú hug- mynd Pratt að nema börn sín á brott frá Hollandi, þar sem þau hafa dvalizt hjá móðurinni. Einnig mun hann hafa gert ár- angursiausa tilraun til að laum- ast :nn í Holland — með það í huga að myrða eiginkonuna. —. Og aíbrýðisemi hans og særðar tilfinmngar snerust upp í hatur til hinna hvítu herra Suður- Aíríku. Hann æfði sig tímunum saman í skotfimi — með skammbyssu, og æ oftar talaði hann um, að það ætti að drepa forsprakka að- skilnaðarstefnunnar í kynþátta- málunum. — Ef það væri á ann- að borð mögulegt, sagði hann við McEwan í febrúar sl., myndi ég sprengja þinghúsið í loft upp og drepa alla ráðherrana. ★ ÖLL SAGAN? Þegar Pratt loks lét til skarar skríða hinn 9. apríl og skaut dr. Verwoerd, horfði Norman Mc Ewan á úr aðeins nokkurra metra fjarlægð. Honum varð flökurt, og köldum svita sló út um hann all- an. Hann þjáðist af samvizkubiti. — Hefði hann ekki átt að skýra lögreglunni frá hótunum Pratts fyrir löngu? Hefði hann átt að i bregðast trúnaði vinar síns. Þessum spurningum getur McEwan ekki sjálfur svarað. — Þess vegna þorir hann ekki held- ur að gefa upp sitt rétta nafn. — Og því getum við ekki heldur verið viss um, að hann segi alla soguna ....

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.